Þjóðviljinn - 25.09.1973, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. september 1973
ÓVEÐURSFRÉTTIR
i Kcflavikurhöfn slcit upp hátipn Snorra KK, en svo giftusamlega tókst til aö mönnum tókst aö ná
lioniim upp i fjöru litið skemmdum. Fremst á myndinni sést Snorri þar sem hann stendur i fjörunni.
Þetta er 18 lesta hátur. (Ljósmyndastofa Suöurnesja)
Sandgerði
Hús færðust úr stað
- mikið tjón á bátum
Gífurlegt tjón varö í
Sandgerði af völdum
óveðursins í fyrrinótt, og
lætur nærri að þar hafi
veðurguðirnir gert mestan
usla af öllum þeim stöðum,
sem þeir sóttu heim þessa
nótt.
Aðeins 18 bátar voru i höfninni
og er það óvenjufátt. Yfirleitt eru
i höfninni allt að þvi 50 bátar, en
margir höfðþ verið fluttir burt.
Allir þessir Í8 bátar skemmdust
að einhverju leyti, sumir mikið,
en aðrir litillega. Einn bátur
sökk. Ahöfn þess báts hélt með
siðustu áætlunarferð frá Reykja-
vik til Sandgeröis og hugðist
dveljast i bátnum yfir nóttina. Er
að var komið reyndist það þó
illmögulegt, þvi aðeins mastrið
stóð upp úr sjónum.
Töluvert var um, að áhafnir
bátanna héldu fyrir um borð yfir
nóttina, og hefur vafalitiö komið i
veg fyrir frekara tjón.
Eins og annars staðar fauk
bárujárn af nokkrum húsum, auk
þess sem margar plötur fuku af
fiskverkurnarhúsunum. Með-
limir i björgunarsveit staðarins
unnu látlaust alla nóttina við að
elta plöturnar uppi og var þvi
ekki hætt fyrr en klukkan 11 i
gærmorgun. Um 20 manns tóku
þátt i þvi starfi.
Margir litlir vinnuskúrar og
áhaldaskúrar fuku um koll og
einn bilskúr tók sig til og fluttist
yfir á næstu lóð, án þess að breyta
nokkuð um lögun eða gerð. Stóð
grunnurinn einn eftir.
Einn bill skemmdist vegna
járnplötufoksins en engin slys
urðu á mönnum utan skrámur,
sem björgunarmenn hlutu, er
þeir tóku á beittu bárujárninu.
Rafmagnslaust var i Sandgerði
alla nóttina, en aö sögn lögreglu-
manna þar var kertaljós i nær
hverjum glugga, og mun litið
hafa verið um svefn i Sandgerði
þessa „stormasömu” nótt. -gsp
Suðurlandsundirlendiö
Aöeins minniháttar
skemmdir víöast hvar
Keflavík
Hús fuku og
bát sleit upp
Allmikið tjón varð á húsum i
Keflavik^_i óveðrinu að sögn
lögreglunnar á staðnum. Hluti af
þökum allmargra húsa fauk og
þak af þriggja hæða ibúðarhúsi
fauk af þvi sem næst i heilu
lagi. Skemmubygging i útjaðri
bæjarins fauk af grunni og gjör-
eyðiiagðist. Þá hrundi bilskiir
sem nýbúið var að hlaða. Vinnu-
skúrarfukutilogbrotnuðu. Hluti
af þaki byggingar hafnarskrif-
stofanna fauk. 18 lesta bát,
Snorra KE 131, sleit upp i höfn-
inni, en snarráðum mönnum tókst
að ná honum upp i fjöru litið
skemmdum. Veðurhæð var gifur-
leg i Keflavik svo og á Kefla-
vikurflugvelli.
Þorlákshöfn
Þakiöfaukaf
í heilu lagi
Frá fréttaritara Þjóðviljans i
Þorlákshöfn, Þorsteini Sigvalda-
syni:
Mikið tjón varð i Þorlákshöfn i
fyrrinótt þegar óveðrið gekk yfir.
Eitt mesta tjónið varð á kaupfé-
lagshúsinu er þakið fauk af í heilu
lagi og siðan eina 70 tii 80 metra.
Samt var það lán I óláni að það
olli ekki neinum skemmdum á
þessari flugferð sinni. Að lokum
brotnaði það I kringum litla sölu-
búð sem hér er, en þar brotnaði
ekki svo mikið sem rúða, þrátt
fyrir fijúgandi spýtnabrak.
Þá urðu miklar skemmdir á
bátunum sem voru i höfninni.
Hefði sennilega verr farið ef fleiri
bátar hefðu verið þar en þeir voru
aðeins 8. Þó skemmdust tveir
bátar. Það voru Snætindur AR 88
og Brynjólfur AR 4. Þeir sneru
skutum saman við bryggjuna og
skullu saman þannig að báðir eru
mikið skemmdireftir. Annars má
segja að enginn bátur hafi sloppið
alveg við skemmdir, enda hefur
vart i manna minnum gengið
annað eins á i höfninni og þessa
óveðursnótt.
Strax i fyrrakvöld fóru skip-
verjar um borö i bátana til að
bjarga þvi sem bjargað varð,
annars hefði farið enn verr.
Þá urðu nokkrar skemmdir á
einingum úr viðlagasjóðshúsum
sem verið er að setja upp og fuku
þær til og frá um þorpið. En þau
hús sem búið var að ganga frá
stóðust álagið. Eitthvað var einn-
ig um þakplötufok, en þó var það
ekki stórvægilegt, svona plata og
plata fauk.
Mikill sjór gekk á land á háf-
lóðinu um nóttina og bar með sér
stórgrýti þannig að segja má að
um grjóturð sé að ræða hjá Suð-
urvararbryggju og vigtarskúrn-
um og alveg uppá planið hjá
Meitli. Þetta olli þó engum
skemmdum að þvi er séð verður.
—S.dór.
Eyrarbakki
Lítið tjón — en
skörðí garðinum
Tjón varð hér ekki teijandi og
miklu minna en búast mátti við,
sagöi Þór Hagalin sveitarstjóri á
Eyrarbakka Það fuku aö vísu þak-
plötur af þremur húsum og slitu
eitthvað af rafmagnsiinum og
eitthvaö brotnaði af rúðum.
í höfninni voru fjórir bátar, en
skipverjar voru i þeim i nótt til að
gæta þeirra og lika i dag þvi aö
flóðhæö er mikil og ókyrrt i sjó.
Mesti skaöinn, sem hér varð, var
að skörð brotnuðu i grjótgaröinn
sem hlaöinn er i kringum hafnar-
kvina hjá okkur. A flóðinu flæddi
alveg yfir hann. Við klæddum
garðinn með stórgrýti að veru-
legu leyti i vor, en það kom i ljós
að hann er enn ekki nógu hár.
Slikir garðar þurfa aö standa
a.m.k. einn metra upp úr sjó i
öllum flóðum.
Suðureyri
Vindáttin hagstæð
Hvolsvöllur
A Hvolsvelli urðu ekki miklar
skemmdir þrátt fyrir mikinn veð-
urofsa. Menn segjast muna annað
eins rok en aldrei i svo langan
tima sem að þessu sinni, enda
stóð veðurofsinn i einar 5 klst.
Helstu skemmdir á Hvolsvelli
voru þakplötufok og rúðubrot en
engar meiriháttar skemmdir
urðu I þorpinu.
í Fljótshliö urðu nokkuð miklar
skemmdir á flestum bæjum. Plöt-
ur fuku bæði af útihúsum og ibúð-
arhúsum og eitthvað var lika um
að bændur misstu hey sem ekki
var búiö að hiröa.
Hella
Frá Hellu er svipaða sögu að
segja, engar meiriháttar
skemmdir urðu. Þó fuku þakplöt-
ur og eitthvað mun hafa brotnað
af rúðum.
Selfoss
A Selfossi var veðurofsinn ekki
eins mikill og við ströndina, enda
urðu skemmdir þar frekar litlar.
Eitthvað mun hafa fokið af þak-
plötum og örfáar rúður munu
hafa brotnað. Einna mest mun
tjóniö á Selfossi hafa verið hjá
manni sem var búinn að slá upp
fyrir bilskúr, en sá mótauppslátt-
ur hrundi til grunna.
Að því er lögreglan á Selfossi
sagði varö aldrei neitt ógnar-
ástand þar eins og viða annars
staöar.
Hveragerði
Alveg sama er að segja um
Hveragerði, þar urðu ekki miklar
skemmdir enda veðrið ekki eins
vont þar og viða annars staðar.
Eitthvað mun hafa fokið af þak-
plötum og eins var eitthvað um
rúðubrot i gróðurhúsum en ekki
stórvægilegt.
Þó varð nokkur skaði á einu
gróðurhúsanna er þakplötur lentu
á þvi og brutu nokkrar rúður.
—S.dór.
Að sögn Gísla Guömundssonar,
fréttaritara Þjóðviljans á Suður-
eyri viö Súgandafjörð, var vind-
áttin hagstæð og þvi litið um
skemmdir, — raunar svo til
engar.
Vindurinn var af suöaustan og
stóð þvi út fjörðinn. Umtals-
verður sjógangur var þvl ekki i
höfninni og skemmdir á bátum
engar. Einn maður var þó niður
við höfnina i nótt, og batt hann þá
báta, sem voru illa festir.
Versta vindáttin, sem komið
getur á Suðureyri, er vestanáttin,
suövestan-eða norövestanáttin.
Sagði Gisli, að enginn vafi væri á,
að hefði vindurinn staðið þannig,
heföu skemmdir oröið miklar,
sjór hefði þá orðiö mikill i
höfninni, en sökum þess, að
óviðriö stóð að austan, varð siór
rétt kvikóttur.
Atvinnulif og annar hversdags-
leiki hefur þvi ekki raskast á
Suðureyri. Gisli sagðist aðeins
vita um eitt tjón. Nokkrar báru-
járnsplötur fuku af nýbyggingu,
en ollu engum skemmdum. gsp