Þjóðviljinn - 25.09.1973, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. september 1973
Styrktarfélag vangef-
inna á Austurlandi
heldur fræðslu- og kynningarmót fyrir for-
eldra vangefinna og seinþroska barna, svo
og aðra þá, er áhuga kynnu að hafa, að
Staðarborg i Breiðdal dagana 28.-30. sept-
ember.
Þeir, sem hug hafa á að sækja þetta mót,
hafi samband við trúnaðarmann félagsins
i sinum hreppi eða snúi sér til Ásdisar
Gisladóttur, Djúpavogi, eða Kristjáns
Gissurarsonar, Eiðum, sem veita allar
nánari upplýsingar.
STJÓRNIN
Tilkynning frá
Stofnlánadeild landbúnaðarins
Ákveðið hefir verið að veita i ár úr Stofn-
lánadeild landbúnaðarins lán til bústofns-
kaupa, sem háð verða eftirgreindum skil-
yrðum:
a) Lánað verði aðeins til kaupa á sauðfé
og nautgripum.
b) Viðmiðunarverð er allt að skattmati'
hverju sinni.
Lánstimi verður 6 ár og vextir almennir
útlánsvextir deildarinnar.
c) Lánað verður gegn fasteignaveði eða
veði i hinum keypta búpeningi og hrepps-
ábyrgð. Lánið fellur allt i gjalddaga, ef
bústofnsaukinn er seldur.
Stjórn Stofnlánadeildar áskilur sér rétt til
að setja nánari reglur um lán þessi, svo
sem um forganga umsókna, miðað við
þarfir, og hámark lána, ef umsóknir reyn-
ast meiri en fé er til ráðstöfunar.
Umsóknir um lán á þessu ári skulu berast
Stofnlánadeild landbúnaðarins, Búnaðar-
banka íslands, eigi siðar en 15. okt. n.k.
Reykjavik, 19. september 1973.
Búnaðarbanki íslands
SOTFNLÁNADEILD
LANDBÚNAÐARINS
Hafnfirðingar
Litið inn og skoðið gólfteppin hjá okkur.
SEGLAGERÐ HALLDÓRS,
Reykjavikurvegi 48,
simi 53154.
Náttúrulækningafélag
Reykjavíkur
heldur félagsfund fimmtudaginn 27.
september kl. 20,30 i guðspekifélags-
húsinu Ingólfsstræti 22.
Fundarefni:
Kosnir fulltrúar á 14. þing N.L.F.Í.
Erindi Sóphonias Pétursson.
Stjórnin
Kaupum hreinar
léreftstuskur
Blaðaprent
Síðumúla 14
Landhelgisleiðari í Lögberg-Heimskringlu
„GETUR NOKKUR
LÁÐ ÞEIM”
Vestur-íslenska blaðið
Lögberg-Heimskringla
flytur sjaldan ritstjómar-
greinar um pólitísk
málefni/ enda til þess
ætlast að blaðið sé hafið
yfir flokkadeilur. Út af
þessu var þó brugðið einu
sinni í sumar, en það var í
tilefni af umræðum á
Kanadaþingi um tillögu
um útfærslu kanadísku
landhelginnar. Auðheyrt er
á ritstjóra blaðsins, Karó-
linu Gunnarsson, en hún
ritar greinina, að hún
fagnar mjöghinni almennu
samstöðu á Kanadaþingi
um þetta mál. — Og það
stafar ekki aðeins af þeim
kanadisku hagsmunum
sem þama eru i veði,
heldur einnig af því að hún
gerir sér Ijóst að þarna
skapast stuðningur við
islendinga handan hafsins.
Og þeirra fordæmi hafi
haft þarna mikil áhrif.
Þjóðviljinn birtir hér á eftir
orbrétt ritsjórnargrein úr Lög-
bergi-Heimskringlu frá 21. júni i
sumar. Blaöið er sem sagt 3ja
mánaða gamalt, en það er til
marks um póstsamgöngurnar að
það barst okkur ekki fyrr en til-
tölulega nýlega.
„Kanadastjórn samhuga
um 200 mílna fiskveiðitak-
mörk
Þegar tillaga var rædd i sam-
bandsþinginu um útfærslu kanad-
iskra fiskveiðitakmarka i 200
milur, snemma I júni, var ekki
ágreiningur um annað, en hvor
aðalstjórnmálaflokkanna tveggja
hefði átt upptökin að þvi að koma
tillögunni á framfæri. Þegar þeir
tókust á um málið, Jack Davis,
fiskimálaráðherra stjórnarinnar,
og Robert Stanfield, formaður
Conservative flokksins, sakaði
ráðherrann Mr. Stanfield um
smásálarskap i þvi að hafa farið
fram á útfærslu i aðeins 50
sjómilur. Hinn hvaö þetta rangt
farið með, sagði að siðastliðinn
september hefði hans flokkur
haldið þvi fram að Kanada ætti
rétt til umráða yfir öllu land-
grunninu við strendur þess.
Að undanteknum þessum eðli-
lega árekstri aðalflokkanna
tveggja, hlaut tillagan um 200
milna kanadiska landhelgi
óskiptan stuðning allra þing-
manna. Hún tekur fram að öllum
strandrikjum beri að vernda
náttúruauðæfin við eigin
strendur, að erlendar þjóðir eigi
ekki að fá aðgang að þeim án
leyfis.
Mr. Davis fer fram á að
Kanada hafi yfirráö fiskiveiða á
200 milna svæöi frá ströndum
landsins, eða lengra ef land-
grunnið nær útyfir þau takmörk.
Þessi krafa Kanadastjórnar
verður borin upp á fundi Sam-
einuðu þjóðanna, sem fjallar um
lög hafsins i Chile 1974. Á þeirri
ráðstefnu mun Kanada vinna að
þvi að sannfæra Bandarikin,
Sovétrikin og aðrar erlendar
þjóðir um að þeim beri að leggja
niður hina látlausu uppskeru
kanadiskra sjávarafurða er þær
nú iöka.
Tillagan fer fram á stranga lög-
gæslu við strendur landsins þegar
kemur að útfærslu landhelginnar,
og bendir á að náið eftirlit þurfi
að hafa, svo að mögulegt verði að
hafa snarar aðgerðir ef gengið er
á rétt þjóðarinnar á fiski-
miðunum.
Sumir þingmenn,sem eiga kjör-
dæmi á austurströnd landsins,
tóku til dæmis aðgerðir Islands i
landhelgisdeilunni við Breta,
sögðu að Islendingar notuðu
varðskip sin til að hrella land-
helgisbrjótana.
„Getur nokkur maður láð
þeim þessar aðgerðir”, sagði
Jack Marshall, einn af þing-
mönnum Nýfundnalands. Hann
sagði að sjómenn Nýfundna-
lands væru álika staddir og
Islendingar. Barátta fyrir út-
færslu fiskveiöimarkanna væri
barátta fyrir lifinu.
Annar þingmaður frá St. John
kjördæminu i Nýfundnal., þar
sem fiskiðnaðurinn er undirstaða
efnahagsins, stakk upp á þvi að
gömul herskip, sem nú væru ekki
i notkun.vrðu tekin i þjónustu
strandgæslunnar, til stuðnings
þeim varnarflota sem nú er i
notkun.
Ráðherrann, Jack Davis,
svaraði þvi til að þess gerðist ekki
enn þörf, en vel gæti komið til
slikra aðgerða þegar fiskveiðilög-
sagan yrði færð út að jaðri land-
grunnsins. Nú væri aðal viðfangs-
efnið að spyrna eftir megni við
óprúttnum uppskeruaðferðum
erlendra fiskiskipa við strendur
landsins,
Kanadiskir sjómenn hafa árum
saman horft uppá fiskiflota
erlendra útgerðarmanna moka
upp aflanum við strendur lands-
ins og gera að veiðinni jafnóðum
án þess að nokkurt hlé yrði á þvi
að komast yfir uppskeruna. Og
þeir hafa ekkert getað aðgert.
Ég minnist þess er ég var á ferð
i Nova Scotia þegar fyrra
„þorskastriðið” stóð milli Islend-
inga og Breta. Nafnið sagði til um
þjóðernisuppruna minn, og það
kom brátt i ljós að ætlast var til
að ég væri fróö um landhelgis-
deiluna. En þar stóð ég þeim
sjálfum ekki svo mjög framar.
Þeir voru furðu vel lesnir um
deiluna og höfðu fylgst með
málinu. Oft var mér bent á erlend
skip að veiðum og þá sagt um
leið: „Þetta svæði er verndað fyr-
irokkur sjálfum. Hér megum við
ekki fiska, en útlendingum er það
heimilt”. — C.G.”
MYNDABOK
DÝRANNA
í litum
Bókaútgáfan Fjölvi hefur
nýlega sent frá sér sérlega
vandaða bók um dýrafræði. Hún
heitir Myndabók dýranna I litum
og er það óvenjulegt við frágang
hennar að hún er öll litprentuð,
hver einasta blaðsiða i henni.
Asamt skýringum og textumer
þar að finna 200 litprentaðar
myndir af ólikum tegundum æðri
landdýra.
Víðkunnur japanskur iistmál-
ari, Takeo Ishida, hefur verið
fenginn til aö mála myndirnar.
Höfundur bókarinnar er David
Stephen, en hinn góðkunni náttúr-
fræðingur Ingimar Oskarsson
hefur þýtt og endursagt bókina.
Ingimar er ma.a kunnur af út-
varpsþáttum sínum Úr mynda-
bók náttúrunnar.
A undanförnum árum hefur
Bókaútgáfan Fjölvi gefið út
merkilegar bækur um náttúru-
fræðileg efni, svo sem Stóru
fuglabókina og Stóru blóma-
bókina.mikil verk upp á 600 bls.
og er nú að undirbúa I sama bóka-
flokki Stóru skordýrabókina og
Stóru Fjölvabók um þróun
mannsins.
Myndabók dýranna, sem nú
kemur út, er ekki i þeim flokki,
enda alveg sérstök i sinni röö
vegna hinnar miklu litmynda-
prentunar. Hún er að einu leytinu
skrautleg listaverkabók, en á
hinn bóginn hefur lika verið haft i
huga, að hún gæti verið nem-
endum til hjálpar og áhugavaka i
námi.
Kennslubækur i dýrafræði hér á
landi eru með þeim annmörkum,
að mjög fáar dýrategundir eru
greindar i þeim. Þar sem slakað
er svo á þekkingaratriðum, hafa
menn orðið þess varir, þegar þeir
horfa á nátturulifskvikmyndir i
sjónvarpi og kvikmyndahúsum,
að þeir þekkja fæstar tegundir,
sem þar eru sýndar. Með þessari
nýju Myndabók dýranna er ætlað
að bæta úr þessu og geta menn
hér fundið myndir og frásagnir
um dýrategundir, sem varla hafa
verið nöfn til yfir á íslensku. Er
það þá mikilvægt, að jafn fær
náttúrurfræðingur og Ingimar
óskarsson fer höndum um nafn-
giftir.
Hér eru t.d. útskýrðar i fyrsta
skipti I islensku riti hinar mörgu
óliku tegundir bjarnardýra,
hjartardýra, antilópa, villinauta,
hlébarða, tigrisdýra, villisauðfjár
og margvislegra nagdýra og
marðartegunda. En með fögrum
frágangi er leitast við að leiöa
lesandann ungan eöa gamlan til
áhugavakningar um efnið og
forðast þann leiða, sem þurrar og
litlausar námsbækur verða oft til
að valda.
Myndabók dýranna ilitum er 96
bls. I mjög stóru broti. Hún er
gefin út I samstarfi við Caster-
man-útgáfuna i Belgiu og prentuð
þar, en textar eru unnir hjá
Prentsmiðju Guðmundar Bene-
diktssonar og ljósmyndanir fyrir
offseÞprentun gerðar hér á landi.
(Fréttatilkynning)
í sláturtíðinni
Húsmæður athugið, höfum til sölu vax-
bornar pappaöskjur undir hvers konar
matvæli.
öskjurnar eru mjög hetnugar til geymslu
á sláturafurðum og öðrum þeim matvæl-
um sem geymast eiga i frosti.
Komið i afgreiðsluna, gengið inn i portið
að norðanverðu.
Kassagerð Reykjavikur h.f.
Kleppsvegi 33