Þjóðviljinn - 30.09.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.09.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN iSunnudagur 30. september 1973 í síðustu viku var staddur hérlendis blaðamaður frá breska vikuritinu New Statesman, en það er mörgum enskumælandi lesendum að góðu kunnugt. Notuðum við tækifærið og spurðum mannin út í við- horf breskra vinstrimanna til landhelgisdeilunnar milli íslendinga og Breta. New Statesman er þekkt- asta og útbreiddasta viku- rit sinnar tegundar í Bret- landi og hefur um 70 þús- und kaupendur. Það er mikið lesið af mennta- mönnum og í stjórnmálum túlkar það viðhorf vinstri manna innan Verka- mannaflokksins. Einsog er gagnrýnir það forustu Verkamannaflokksins mjög harðlega, ekki síst Wilson leiðtoga flokksins. Telur ritið að flokknum og breskri verkalýðshreyfingu ríði á miklu að fá vinstri- sinnaðri forustu. Christopher Hitchens er einn af 6 blaðamönnum hjá Hljómgrunnur — Hvaða viðhorf eru þá rikj- andi i forystu verkalýðsfélaga? — Það er staðreynd að það eru til verkalýðsforingjar sem eru ykkur hliðhollir, en þeir þora yfir- leitt ekki aö láta málið til sin taka. Þeir óttast það að tapa vin- sældum og eru þannig háðir fá- fræði almennings. Þetta gildir um þá sem koma úr hafnar- og út- gerðarbæjum. Annars staðar i landinu kæra menn sig kollótta. En vissulega eru ýmsar þær að- stæður fyrir hendi að málstaður Islendinga á hljómgrunn meðal margra, ef hann er rétt settur fram. — Hvaða þætti áttu við? — Til aö mynda þann er varðar náttúruvernd i viðtækari merk- ingu. Fyrir öllu sliku er náttúr- lega vaxandi áhugi i Bretlandi eins og i öllum iðnvæddum lönd- um. Þá er það alltaf atriði sem margir hlusta eftir, þegar rætt er um umsvif og ágóða einokunar- hringanna. En einmitt slik fyrir- tæki ráða lögum og lofum i útgerð togara á fjarlæg mið. Og það ligg- ur i augum uppi að þeim er sama á hverju þeirgræða. Tökum Ross- hringinn sem dæmi, en hann á bæði marga togara og verksmiöj- ur i matvælaiðnaði. Vörumerkin eru mjög þekkt. Sjálfur er hann SOmílur: Samsæri kommúnista? Christopher Hitchens New Statesman (og er þá ritstjórinn meðtalinnj. Fleira er nú starfsliðið ekki. Hefur hann m.a. skrifað um landhelgisdeil- una í ritið og verið þar mjög hliðhollur málstað fs- lendinga. Hann er nú í ann- að sinn á íslandi, í fyrra skiptið var hann hér i vor með myndatökumönnum sjónvarpsstöðvar í London sem hann var þá hjá. — Hvernig litur þú á viðleitni Islendinga til aö kynna málstað sinn i Bretlandi? — Ég er hræddur um að það sé erfitt að eiga viö okkur. Það er rikt i bresku þjóðinni að vera sjálfri sér næg og þykja sinn fugl fagur. Það gætir tortryggni i garð útlendinga sem ég held að Islend- ingar hljóti að verða alveg sér- staklega mikið varir við i þessu máli. Þar kemur einnig til hvað fólk er illa að sér um ísland og þess vanda. Það eru litlar ýkjur að segja að enskir erfiöisvinnumenn i ver- stöövum og hafnarborgum halda það, trúa þvi, að útfærsla fisk- veiðilögsögunnar við tsland i 50 milur séu hluti af samsæri kommúnista. Jónas Það er þvi skemmtilegt að verða vitni að þvi að einmitt Jón- as Árnason, þingmaður þess flokks sem stendur lengst til vinstr i íslenskum stjórnmálum, hefur reynst langsamlega at- kvæöamesti áróðursmaðurinn af hálfu tslendinga i þessu striði. Það hlýtur aö vera ómetanlegt sem hann hefur gert fyrir ykkar málstað með þvi aö koma fram i sjónvarpi, tala á fundum, hitta verkamenn og sjómenn niður við höfn og koma sér upp viðtæk- um persónulegum samböndum. Þaö hefur lika sannast aö yfir- völdin telja hann býsna hættuleg- an mann. Fyrir nokkrum vikum átti að halda fund i Grimsby með Jónasi Arnasyni og stóð fyrir þvi félagsskapurinn „Friends of Ice- land” (vinir tslands). Yfirvöldin brugðu fæti fyrir fundinn með þvi að láta neita um húsnæði, taka aftur pöntun á sal, á þeim for- sendum að þau óttuðust uppþot. Þetta eru þekktar aðferöir úr lög- reglurikjum. hluti af Imperial Tobacco Company (sem sumir reykinga- menn ættu að þekkja). Ef fiskur- inn færir þeim ekki nægjanlegan gróða, þá er bara fjárfest i öðru, t.d. farið i fasteignabrask. Enn er eitt: Sjávarútvegurinn er þekklur aö þvi hjá okkur aö bjóða upp á verri vinnuskilyröi og lakari útbiinað i öryggismálum enaðrir atvinnuvegir. Þetta gerir fólk tortryggið gagnvart þvi sem kemur frá forsvarsmönnum hans. En almennt má segja að þorskastriöiö haft fært sjómenn og verkafólk i fisfciönaði upp i fangið á útgerðarrrfönnum og at- vinnurekendum, og pað er alltaf dapurlegt þegar það gerist að verkalýðurinn skipi sér i sveit með aröræningum sinum. Ihald — Af hverju kýs breska stjórn- in að heyja strið gegn lifshags- munum Islendinga? — Það er ihaldsstjórn i Bret- landi, það er aðalskýringin. Eftir aö Ihaldsflokkurinn og Heath tóku við stjórnartaumum 1970 hefur utanrikisstefnan orðið enn afturhaldssamari en hún hafði verið hjá Verkamannaflokknum. Það má nefna runu af dæmum: Samstaða með Frökkum varð- andi kjarnorkutilraunir þeirra á Kyrrahafi, stuðningur við Nixon- stjórnina i morðæði hennar i Kambódiu, vopnasala til fasista- stjórnarinnar á Spáni, vinskapur við Suður-Afriku, kúgun á írlandi. Fyrir slika menn eru það eðli- leg viðbrögð að senda herskip upp að ströndum Islands. Þá má ekki gleyma þeirri hags- munasamstöðu sem rikir milli ihaldsstjórnar og einokunarfyrir- tækja eins og rikja i togaraút- gerðinni. Þeir þekkja vini sina. Þetta sást lika þegar fulltrúar úr flotamálaráðuneytinu komu með útgerðarmönnum á fund rikis- stjórnarinnar til að ræða hugsan- lega „flotavernd”. Þetta er sér- staklega upplýsandi dæmi um tengsl auövalds og rikis i Bret- landi, þvi það er þrátt fyrir allt ekki enn orðið algengt að atvinnu- rekendur hafi herinn með sér á ráðstefnur. Veikburöa — En hvernig stendur þá Verkamannaflokkurinn i þessu máli? — Verkamannaflokkurinn er Spjallað við Christopher Hitchens frá New Statesman um kynningu landhelgismálsins ytra, um breska íhaldið, vonsku þess og verðbólguvanda eins veikburða i stjórnarandstöðu og hann var áður i stjórn. En i öðru lagi er flokkurinn almennt með Atlantshafsbandalaginu og þessari svokölluðu vestrænu samstöðu. Foringi flokksins, Har- old Wilson, er sérstaklega mikill Amerikusinni, raunar i rikari mæli en ihaldsmenn. Af þessu leiöir að Verkamannaflokkurinn hefur áhyggjur af málinu aö þvi leyti sem það kynni að valda NATO álitshnekki. En hvað varö- ar öll framkvæmdaatriði rikir eining á milli hægri og vinstri i þessu máli, þ.e.a.s. milli þessara tveggja stærstu flokka. Það gerir Verkamannaflokkn- um erfiðara um vik að ná áttum i landhelgisdeilunni að þeir út- gerðarbæir sem hér skipta máli senda einmitt Verkamanna- flokksmenn á þing. Það eru menn eins og James Johnson, Anthony Crosland og Kavin MacNamara. Þeir hef ja sig ekkert yfir hugsun- arhátt umbjóöenda sinna, hugsa raunar aðeins um það að halda atkvæðum með billegum hætti. — En einstakir þingmenn eru okkur þó hagstæðir? — Það er fljótlegt að nefna þá! I Verkamannaflokknum er það aðeins Eric Heffer. Hann er á vinstri væng flokksins og hefur opinberlega lýst yfir samúð sinni með tslendingum i þessari deilu. Hjá Ihaldsflokknum er Lawrence Reed einnig „ykkar maður”. Hann hefur samið bæk- ling um málið og byggir hann aðallega á nýtisku viðhorfum um náttúru- og auðlindavernd. Hans afstaða er raunar mjög einkenn- andi fyrir þann hóp manna sem hrífst af‘ talinu um umhverfis- sjónarmið. Þá má einnig nefna Willis lá- varð.en hann er i hópi þeirra ein- staklinga sem hafa tekið „is- lenska” afstöðu. Willis geldur þess raunar að hann á sæti i lávarðadeild þingsins, þvi fyrir henni bera menn nú almennt ekki mikla virðingu lengur. Það er brosleg afturhaldssamkunda, enda þótt einstakir menn eins og Wilis fylgi þar Verkamanna- flokknum aö málum. Willis er að sjálfsögðu mjög þekktur maður sem leikritahöfundur, en einnig á þvi sviði geldur hann þess að hafa samið heldur léttvæg sjónvarps- verk um ágæti lögreglunnar, þeg- ar hún hjálpar gömlum konum yfir götu. Fjölmiðlar — Er þorskastriöiö mikið á dagskrá i breskum fjölmiðlum? — Ég geri ráð fyrir að fyrir- sagnirnar verði nokkuð stórar hjá blöðunum um stjórnmálaslitin (viðtalið var tekið á fimmtudag- inn, rétt eftir tilkynningu rikis- stjórnarinnar um yfirvofandi slit að 6 dögum liðnum) og sjónvarps- myndin um ásiglinguna á Ægi var forustuefnið i fréttatima sjón- varpsins á sunnudaginn. En almennt hefur landhelgis- deilan veriö mjög litið á dagskrá i sumar. Fjölmiðlunum hefur ekki fundist þetta nógu spennandi, en á þvi sviði hefur t.d. Irland boðið upp á nóg. Ég býst ekki við þvi að landhelgisdeilan muni neitt sér- staklega taka upp efni fjölmiðla, nema þvi aöeins að einhver meiriháttar átök yrðu á miðun- um, allra fielst með mannsköð- um. Þetta var dálitið öðru visi á út- mánuðum og fram undir það að flotinn var sendur hingað upp eftir. Þá var allmikið um þorska- striðið i sjónvarpi, bæði kvik- myndir og umræöuþættir, og einnig voru oft frásagnir i blöð- um. Eldgosiö i Vestmannaeyjum hjálpaði raunar upp á sakirnar að halda þeim við efnið þá. Siðan hefur dofnað yfir öllum frétta- flutningi frá íslandi, þvi þetta eru ekki lengur taldar gjaldgengar fréttir. Sannleikurinn er sá, að mjög fátt fólk veit hvað hefur ver- ið að gerast i þessu máli. Um nóg að hugsa — Er margt að gerast innan- lands i Bretlandi sem kynni að skyggja á hluti eins og þetta? — Ég er nú hræddur um það! Innanaldspólitikin gefur fólki svo sannarlega nóg að hugsa, og það virðist vera að skapast hið alvar- iegasta ástand. Það er tvennt sem er á feröinni, raunar mjög tengt: verðbólga og kjarabarátta. Verðbólgan hefur verið með ólikindum hraðstig undanfarna mánuði, og það er auðséð að ihaldsstjórnin fær ekki við neitt ráöið. Einkum hafa matvæli hækkað gifurlega bara frá siöustu áramótum, sumir segja tvö- til þrefaldast i veröi. Nú, nautakjöt, okkar góða gamla beef er orðið mörgum óviðráðanlega dýrt og blöðin eru full af skritlum um það, að fólk muni ekki lengur hvernig það er á bragðið. Almennir veðlánavextir eru orðn- ir 11%, og það hefur mjög mikil áhrif á húsnæðiskostnað almenn- ings hjá okkur. Einnig hafa iön- aðarvörur hækkað i verði: bilar, þvottavélar, listinn væri ótæm- andi. Stjórnin hefur lengi haft tvær skýringar á reiðum höndum um verðhækkanir. önnur er sú að verkamenn hafi fengið kaup- hækkanir og þær skili sér i verð- bólgu. Þess vegna hafa verið gerðar harðar ráðstafanir gegn beitingu verkfallsvopnsins og kveðið á um kaupbindingu. Nú hefur það ástand varað um stund, en eigi að siður magnast verð- bólgan. Svo að þetta er ekki trú- veröug ástæða. Hin skýringin á veröhækkunum er sú, segir stjórnin, að þetta séu bara afleiðingar af hækkandi verðlagi á hráefnum á heims- markaðinum. En fleiri munu taka eftir þvi hvaða afleiðingar það hafði fyrir lifskjörin að ganga inn i Efna- hagsbandalagið. Það kom til framkæmda um siðustu áramót þrátt fyrir það að meirihluti almennings væri á móti þvi. En á meðan við vorum fyrir utan, voru keypt ódýr matvæli frá samveld- islöndum, t.d. Ástraliu. Nú hafa þær viðskiptaleiðir lokast. Þetta á stóran hlut-i matvælahækkuninni, og i annan stað erum við að „laga okkur að” verðlagi Efnahags- bandalagsins. Það er þvi engin furða þótt almenningur formæli EBE, það er gifurlega óvinsælt. Kjarabarátta Af öllu þessu stafar nú gifurleg- ur órói á vinnuaflsmarkaðinum. Sem stendur er aðallega um að ræða skyndiverkföll og skærur. Til dæmis les ég i nýjustu blöðum núna að framleiðsla i bilaverk- smiðjunum liggi svo til alveg niðri. Eitt stærsta fyrirtækið, Chrysler, hótar að reka 8 þúsund manns, ef þeir láta sér ekki segj- ast. Málmiðnaðarsambandið er eitt sterkasta verkalýðssambandið með um hálfa aðra miljón félags- manna. Það krefst nú 5—8 punda hækkunar á viku og jafnlaun fyrir konur og karla. Þessu neita auð- vítað atvinnurekendur, en verka- menn hóta verkfalli. Samtimis þessu eru eitthvað á milli 500 og 750 þúsund manns at- vinnlausir. Samkvæmt hagfræði- kreddum borgaranna á þetta ekki að fara saman: verðbólga og at- vinnuleysi. En hjá breska ihald- inu er allt hægt. Magamáliö — Mér sýnist að breska ihaldið eigi við nægan vanda að striða heima fyrir og þurfi ekki að sækj- ast eftir vanda út á fiskimið okkar? — Vissulega má segja það. Og bættu svo Irlandsmálinu við, og þá sérðu að út úr flýtur. En þeir kunna sér ekki magamál, þessir herrar. En þetta þýðir lika það, að vinstra andófið gegn ihaldi og heimsvaldastefnu hefur yfirfljót- andi verkefni I sambandi við kjarabaráttu hins almenna manns. Og þetta kemur einmitt i veg fyrir það að pólitisk samtök til vinstri við Verkamannaflokk- inn, samtök eins og Kommúnista- flokkurinn og marxistahóparnir, taki landhelgisgæsluna i neitt verulegum mæli upp á arma sina. En vissulega væri þarna þarft verk að vinna þar sem er að sýna fram á tengsl einokunarhring- anna, pólitfkusanna og hersins eða þá aðfarir imperialismans, efnahagsstefnu hans og hernað- arbandalaga gegn vopnlausri smáþjóö og auðlindum hennar, svo að dæmi séu nefnd. hj—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.