Þjóðviljinn - 30.09.1973, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. september 1973
MOWIUINN
MALGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
ÖG ÞJÓÐFRELSIS.
Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 22.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
MEGA RÁÐHERRAR EKKI HAFA HUGMYNDIR?
Á 35ta Iðnþingi íslendinga kom Magnús
Kjartansson iðnaðarráðherra fram með
nýja hugmynd, sem var i meginatriðum á
þá leið að stofnaður yrði eins konar verð-
jöfnunarsjóður atvinnuveganna. Magnús
sagði að hann væri þeirrar skoðunar, að
„hugmyndin um verðjöfnunarsjóð sjávar-
útvegsins hafi verið rétt, en að hana þurfi
að framkvæma á miklu viðtækari grund-
velli”. Hann teldi, að slikur sjóður ætti
ekki að vera eign neinnar einnar atvinnu-
greinar heldur sameign þjóðarinnar allr-
ar. Þá þyrfti ekki að nota gengisskráningu
á þann hátt sem gert hefur verið, gengið
ætti aðeins að vera almennur skiptamæli-
kvarði milli íslands annars vegar og við-
skiptalanda okkar hins vegar. Magnús
lagði áherslu á, að hér væri um að ræða al-
menna hugmynd, sem væri svo umfangs-
mikil og flókin að hana væri ekki unnt að
ræða i einstökum atriðum. En siðan sagði
ráðherrann: ,,Hitt er ég alveg sannfærður
um, að einhver framkvæmd af þessu tagi
er forsenda fyrir örri iðnþróun á íslandi og
vaxandi iðnaðarútflutningi”. M.ö.o. er
ljóst, að iðnaðarráðherra er hér að setja
fram almenna hugmynd til umræðu til
lausnar á þeim vandamálum sem sifelld-
ar sveiflur i einni atvinnugrein geta haft i
för með sér fyrir aðrar atvinnugreinar.
En stjórnarandstaðan þolir ekki að ráð-
herrar hafi hugmyndir og þess vegna fóru
málgögn hennar strax af stað til þess að ó-
frægja ummæli Magnúsar Kjartanssonar.
Jón Ármann Héðinsson alþingismaður
geysist fram á forsiðu Alþýðublaðsins og
segir samkvæmt fyrirsögninni að hug-
mynd Magnúsar Kjartanssonar sé „mesta
ósvifni íslensks ráðherra um margra ára-
tuga skeið”. Minna mátti nú ekki gagn
gera! í Alþýðublaðinu kemur siðan fram,
að Jón Ármann hefur alls ekki skilið hvað
Magnús Kjartansson var að fara og er það
raunar ekki i fyrsta sinn sem þessi þing-
maður Alþýðuflokksins opinberar snerpu
sina. Honum verður að virða til vorkunnar
að ráðherrum Alþýðuflokksins datt aldrei
neitt i hug — utan einu sinni: Þá lét
sjávarútvegsráðherra Alþýðuflokksins
samþykkja lög um að stela allt að 37% af
óskiptum afla sjómanna. Þetta var haust-
ið 1968 og nam þessi stuldur hundruð mil-
jónum króna á ári.
Það sem þingmanni Alþýðuflokksins
gengur hins vegar til er það, að hann er að
halda utanum hagsmuni útgerðarauð-
valdsins, eða þess hóps manna sem hefur
verið ötulastur i kröfugerð sinni um þjóð-
nýtingu tapsins — en að hann fái svo sjálf-
ur að hirða gróðann. Má i þessu sambandi
minna Jón Ármann Héðinsson á það, að
hann og kollegar hans hafi fengið yfir
100% i lán úr almannasjóðum þegar þeir
kaupa skip „sin”. Þeir hafa krafist þess
að rikissjóður borgaði allt mögulegt fyrir
þá — t.a.m. öll laun togarasjómannanna
eins og gerðist sl. vetur þegar togaraeig-
endur svokallaðir efndu til pólitisks verk-
falls gegn rikisstjórninni um margra
vikna skeið. Enda stendur ekki á for-
manni Landssambands útvegsmanna:
Hann fer froðufellandi um siður Morgun-
blaðsins og segist vera „furðu lostinn yfir
þessum ummælum ráðherrans”.
Rétt er hins vegar að benda þeim Krist-
jáni Ragnarssyni og félögum hans á það,
að samflokksmenn þeirra i iðnaðinum
hafa aðra skoðun á þessu máli. Það kemur
til dæmis fram i Þjóðviljanum i gær þar
sem birt er viðtal við Gunnar J. Friðriks-
son, formann Félags isl. iðnrekenda.
En ekki er ástæða til þess að eyða fleiri
orðum að þvi furðulega ofstæki, sem kem-
ur fram i stjórnarandstöðublöðunum.
Ástæðurnar til þessa ofstækis má rekja al-
mennt til þess taugatitrings sem nú fer um
Sjálfstæðisflokkinn vegna vaxandi styrks
Alþýðubandalagsins. Það sem stjórnar-
andstöðunni gremst er að Magnús Kjart-
ansson setur hér fram nýja og ferska hug-
mynd, sem vekur mikla og verðuga at-
hygli, en útgerðarmennirnir eru náttúru-
lega bara að passa askinn sinn eins og
fyrri daginn.
1UT hyggst i dag kynna
stórreykvisku æskufólki starf-
semi sina og stefnu. Undirrit-
aöur hefur eilitið komist i tæri
við þessa kynningarherferð
samtakanna og fékk af þvi þá
hugmynd að gera tilraun i þá
veru að reifa baráttu- og áróð-
ursaðferðir templara — ungra
sem gamalla — fyrir bindindi.
Ohjákvæmilega hefur mað-
ur orðið allmikið var við
áróður gegn bindindi og um-
ræðu um það göfuga málefni,
þvi áfengismálin virðast vera
eitt af mestu hjartansmálum
landsmanna. En eitt hefur
mér alla tið fundist skorta i þá
umræðu. Það er allt of litið
gert af þvi að reyna að komast
fyrir ástæðurnar sem liggja að
baki þeirri staðreynd að stór
hluti þjóðarinnar neytir
áfengis i meira eða minna
mæli.
Þegar ræddar eru ástæður
fyrir drykkjuskap eru þær oft-
ast afgreiddar á einstaklings-
grundvelli, og berist talið að
félagslegum ástæöum drykkju
er aldrei farið út fyrir nánasta
umhverfi einstaklingsins,
kunningjahópinn, fjölskyld-
una. En af hverju drekka
kunningjarnir og fjölskyldan?
Af hverju drekkur meirihluti
þjóðarinnar?
Þessum spurningum hef ég
aldrei séð svarað i öllu þvi
flóði af fræðslu og áróðri sem
dengt er yfir þjóðina um
áfengismál. Yfirleitt saman-
stendur áróðurinn af hrikaleg-
um dæmum um afleiðingar
áfengisneyslu, þjóðfélagsleg-
ar og liffræðilegar. bað er rætt
um vinnutap, fjölskyldu-
vandamál, lifrarskemmdir,
heilaskemmdir og þar fram
eftir götunum.
Nú skilji enginn mál mitt
svo að ég sé að gera litið úr
þessum afleiðingum. Mér
finnst bara að þetta sé ekki
rétta aðferðin við að komast
fyrir vandamálið.
Undanfarið hefur mikið ver-
ið og er enn rætt um fyrir-
byggjandi aðgerðir gegn sjúk-
dómum, jafnt likamlegum
sem sálrænum. Ekki alls fyrir
löngu var t.d. umræðuþáttur
fjögurra sérfræðinga um geð-.
lækningar i sjónvarpi þar sem
mikið var rætt um fjölskyldu-
meðferð. Þá var mér að ber-
ast boðsbréf Hjartaverndar
um aö koma i skoðun hjá þeim
burtséð frá þvi hvort ég
kenndi mér nokkurs meins.
Aróður bindindisfrömuða er
ekki fyrirbyggjandi. Hann
snýst svo til eingöngu um það
að komast fyrir sjúkdómsein-
kennið en ekki sjúkdóminn
sjálfan sem á sér rætur og for-
sendur i þjóðfélaginu.
Af hverju drekkur fólk þá?
Það er oft sagt að unglingar
byrji að drekka til að vera
„töff” og eiga greiðari aðgang
að hinu kyninu. Þetta er alveg
rétt, en það nær bara ekki
nógu langt. Það hlýtur að vera
eitthvað bogið við það þjóðfé-
lag sem neyðir unglinga út i
áfengisneyslu til þess að geta
farið að lifa kynlifi. Og ungl-
ingar sem fara að neyta
áfengis til þess að geta nálgast
kynlifið gera það til að brjóta
niður i sjálfum sér þykka
múra fordóma og hindurvitna
sem umhverfið — skólar, upp-
alendur, fjölmiðlar — reisir i
kringum kynlifið.
En af hverju tekur þá full-
orðið fólk upp á þessum and-
skota?
Þessari spurningu er oft
svarað með þvi að benda á
persónulega ógæfu einstakl-
inga, ástvinamissi, slys,
gjaldþrot — efnahagslegt eða
andlegt —o.s.frv. Þetta er lika
rétt svo langt sem það nær. En
er ekki eitthvað að i þvi þjóð-
félagi sem af fullkomnu mis-
kunnarleysi dæmir þá úr leik
sem ekki geta til fulls fylgt
þeim leikreglum sem það set-
ur upp? Segir þeim sem ekki
þola sivaxandi hraða i kapp-
hlaupinu eftir efnalegum gæð-
um, sem þetta þjóðfélag setur
upp sem æðstu lifshamingju,
að éta það sem úti frýs?
Ég lýk máli minu á þeirri
svartsýnu en að ég held raun-
sæju staðhæfingu að vanda-
mál þau sem hljótast af mis-
notkun áfengis og annarra
efna verða ekki leyst innan
ramma rikjandi þjóðskipu-
lags. Til þess er þjóðfélagið of
miskunnarlaust og ómann-
legt. Til þess er vilji rikjandi
stéttar of litill. Það er nefni-
lega svo litinn gróða að hafa af
bindindi, en mikinn aftur á
móti af áfengi. Þröstur H
SKIPAUTGCRB RIKISINS
M/s Esja
ter frá Reykjavík
laugardaginn 6. október
vestur um land i hrinq-
ferö.
Vörumóttaka: þriðju-
dag, miðvikudag og
fimmtudag til Vest-
fjarðahafna, Norður-
fjarðar, Sigluf jarðar,
Olafsf jarðar, Akureyrar,
Húsavíkur, Raufar-
hafnar, Þórshafnar,
Bakkaf jarðar, Vopna-
fjarðar, Borgarf jarðar,
Seyðisf jarðar, Mjóa-
fjarðar, Neskaupstaðar,
Eskifjarðar, Reyðar-
fjarðar og Fáskrúðs-
fjarðar.
RÍSPÍPFÍRSLAMPINN
FRÁ JlAPAN
Japanskit-ispapplrslampinn fæst nú einnig á fslandi i 4
stæröurr,
Hentar ifvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts
bæði einn «g einn og i samsetningum eins og á myndinni.
Athyglisvefö og eiguleg nýjung.
HÚSGA^NAVERZLUN
AXELS EYJÓLF'SSONAR
SKIPHOLTÍI7 — Reykjavlk.
Slmar 10117“9g 18742.
Stjórnunarfræðslan
(Kynningarnómskeið um $tjórnun fyrirtækja)
Skipholti 37, Rvík
Námskeið Stjórnunarfræðslunnar fjallar um öll grundvallaratriði fyrirtækjarekstrar.
Innritun er hafin. Síðbúin ákvörðun getur þýtt glataö tækifæri.
Upplýsingar í síma 82930