Þjóðviljinn - 30.09.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. september 1973
Meöan við hér í Reykja-
vík hömumst viö að byggja
upp hverfi með æ stærri í-
búðarblokkum, sléttuðum
grasflötum og beinum,
breiðum götum, einsog gert
hefur verið hvarvetna í
Evrópa og vestan hafs und-
anfarna áratugi, eru ann-
arsstaðar að skjóta upp
kollinum nýjar hugmyndir
um skipulagningu hverfa,
byggingarlag húsa, —
sköpun umhverfis. Við þá
miklu áherslu sem lögð
hefur verið á loft, Ijós og
hagnýti hefur nefnilega
sumt annað farið forgörð-
um, sem kemur æ betur í
Ijós, að manninum er ekki
síður nauðsyn og það er það
sem kalla mætti félagslegt
eða mannlegra umhverfi.
Þær ófrjóu steineyðimark-
ir, sem nýju úthverfin eru
gjarna, reynast andlegri
um og vann fyrir efnaverksmiöj-
una BASF, en nú var hann búinn
aö snúa sér algerlega frá gervi-
efnunum, 180 gráöur, og vill ekki
sjá þau né heyra framar. Hann
var lika hættur viö stofnunina i
háskólanum og búinn aö kaupa
sér bóndabæ meö miklum akri,
tvær kýr og hænur, og ætlar að
draga sig tilbaka, þó ekki alger-
lega, þvi i staðinn hefur hann
tekiö uppá stefnuskrá sina svo-
kaliaöan biötektúr.
Sem sjá má er þetta orö sett
saman úr orðunum biólógia og
arkitektúr, þ.e. liffræöi og um-
hverfismótun, og þaö sem um er
aö ræöa eru byggingar, sem
byggja á vistfræöikerfum. Meö
þessu vakir tvennt fyrir honum:
Annarsvegar að gerviefnin eyö-
ast ekki upp og eiga eftir aö valda
miklum landsspjöllum og meng-
un og hann vill reyna að vega upp
á móti þvi. Hinsvegar vill hann
nýta betur þá orku, sem er fyrir
hendi i náttúrunni, svosem i sól-
arljósinu, grænu kornunum i
plöntunum og lifrænum þörung-
um i hafinu og öörum sjávardýr-
um, sem hafa i sér falda vissa
orku.
Líffræðin til
liðs við
arkitektúrinn
OG NÝFORMALISMI FYRIR ANDLEGU HLIÐINA
Módel að hugmynd i nýformalisma um menningarmiöstöö i I)ar-es-Salam, sem R. Krier vann meö aö-
stoö Kinars l’orsteins og sendi i samkeppni i Tanzaniu.
heilbrigði íbúanna stund-
um skaðlegri en þrengslin í
innborginni reyndust lík-
amlegri vellíðan þeirra.
Jafnframt blasir við sí-
hækkandi verðlag á bygg-
ingarefni vegna minnkandi
hráefnisforða og fyrirsjá-
anlegur skortur á orku.
Það er þvi ekki að ófyrir-
synju, að nýjustu stefnur í
arkitektúr beinast annars-
vegar að því að gera borg-
arumhverfið manneskju-
legra og notalegra og hins-
vegar að notkun áður lítils
nýttrarorku í náttúrunni og
beitingu líffræðilegra stað-
reynda við arkitektúrinn,
einskonar samvinnu líf-
fræði og arkitektúrs.
Frá þessum nýju hug-
myndum segir Einar Þor-
steinn Ásgeirsson arkitekt
m.a. í síðari hluta viðtals er
Þjóðviljinn átti við hann,
sem hér birtist, í fyrri hlut-
anum, sem birtist í blaðinu
í gær, sagði frá svokölluð-
um léttbyggingum og
hugsanlegri notkun þeirra
hérá landi, en í framhalds-
námi sínu vann Einar við
hönnun slíkra bygginga í V-
Þýskalandi.
I sumar fór Einar Þorsteinn
enn til Þýskalands og kynntist þá
ýmsum nýjungum, sem félagar
hans og fyrrverandi samstarfs-
menn hjá IL, eru aö fást við.
— Ég fór svona til að fylgjast
meö hvað væri nýtt á döfinni, seg-
ir hann, og hitti þá m.a. starfs-
bróöur minn, Rudolf Dörnach,
sem ég hef ekki séð I tvö ár. Hann
var áöur sérfræðingur í gerviefn-
Skeldýrin
byggja
Sem dæmi um biótektúr get ég
nefnt tilraun, sem gera á i Japan,
en þará að halda mikla haffræði-
ráöstefnu 1976 og fyrir hana hafa
Japanir ráöið Dörnach, Bucky
Fuller og fleiri sérfræöinga til aö
byggja neðansjávarborg. Hún er
þannig gerð, að vistkerfið i hafinu
er látið byggja hana að mestu
leyti, þeir hjálpa bara til. Þeir
setja netgrindur niöur i hafið og
forma þær á ýmsan veg, eftir þvi
hvort það á að verða t.d. kirkja
eða bara eitt herbergi, og svo er
ætlast til aö ýmis sjávardýr, sem
framleiða kalk, setjist á grind-
urnar, hlaði utan á þær og myndi
þannig burðarform. Meö þetta
hefur verið gerð tilraun, sem hef-
ur heppnast. Þegar svo á að nota
þetta á landi er þaö tekið uppúr,
einangrað og innréttaö.
Taka verður fram, aö þetta er
algerlega á tilraunastigi og verö-
ur að sjálfsögöu ekki annað en
sýning á þvi, sem mögulegt væri.
Þegar fariö veröur að finpússa
aðferöir til að nýta náttúruna,
ekki bara þarna heldur lika á öðr-
um stööum, er sennilegt aö innan
svona 20-30 ára geti þetta orðið
mikill iðnaöur.
— Kemur þetta til með að spara
þá orku, sem nú er talin vera aö
eyðast upp?
— Það hlýtur að gera það. Svo
er hitt, að enginn heldur i hús-
næðisþörfina, það er engin þjóö,
sem getur byggt nógu mikið fyrir
sitt fólk, en þarna bætist við
möguleiki til aö auka húsnæöið i
fjöldaframleiðslu.
Snjógöng?
— Telurðu einhverja möguleika
á að nýta biótektúr hér á Islandi?
— Areiðanlega eitthvaö og má
m.a.s. segja, að það sé aðeins
byrjað og þar á ég við tilraunir
Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins til að gera spónaplötur
úr stráum. Það er náttúrlega i
sömu átt. Hinsvegar háir veðrátt-
an okkur sennilega nokkuð i þessu
tilliti, þó ekki sé reyndar hægt að
fuliyrða neitt um það. Það sem
ég hef haft áhuga á að gera i
þessu sambandi er að nýta nátt-
úruna á þann veg að láta hana
býggja snjóhvelfingar yfir vegi,
og halda veginum sjálfum snjó-
lausum. Það mundi byggjast á
mjög einfaldri byggingu, bogum
með undirstöðum sitt hvoru meg-
in vegar, strekktum niður með
þverstifingum, og ofan á þetta
væri svo sett þéttriðið net. A
þessu er ætlast til að snjórirnn
festist —þvi má stjórna með hita-
stigi yfirborðsins t.d. litun — og
myndi smám saman hvelfingu
eða lag yfir alla burðargrindina.
Burðargrindin á að geta borið
snjóinn fyrst um sinn þangað til
að hann fer að bera sig sjálfur.
Þetta er náttúrlega eingöngu
hugsað fyrir vegarkafla, sem eru
ákaflega snjóþungir og alltaf þarf
að vera að hreinsa og eins fyrir
fjallvegi.
— Yrði þetta ekki nokkuð dýrt?
— Það fer eftir þvi hve mikið
snjóar og hve lengi og hve mikið
hefur þurft að ryðja og moka. En
þetta er ekki bara fjárhagsleg
spurning, heldur lika spurning
um jafnvægi i byggð landsins ef
eitthvaö er þá meint með þvi i al-
vöru, spurning um aö láta alla
njóta sæmilegs vegasambands.
— Hefurðu tekið umhleyping-
ana hér á tslandi með i dæmið?
— Já og þar þarf mikillar at-
hugunar við. Þvi meiri umhleyp-
ingar sem eru þvi meira þarf
buröargrindin að bera, þvi ann-
ars gæti hún brotnað sundur þeg-
ar frostið fer úr og allt verður
einn leðjumassi og það þarf aö
hanna þetta mjög nákvæmlega i
sambandi við hallann á veginum
og skurði báðum megin, sem
vatniö gæti runnið i, þegar snjór-
inn bráönar. A haustin má svo
Herma cftir náttúrunni, segja biótektar. Þetta eru kóngulóarvefir úr
stráum — minnir þetta ekki þó nokkuð á þak Otto Frei yfir OL-svæðinu i
Miinchen?
Dæmi um nýformalisma (Krier): þétt byggð, mismunandi lögun torga, götur opnar
eða undir þaki, ibúðir snúa inn að miðju eöa frá henni.
RÆTT VIÐ EINAR ÞORSTEIN ASGEIRSSON ARKITEKT
Sunnudagur 30. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
höfð mismunandi i laginu, fyrst
kannski ferhyrnt, siðan þrihyrnt
eða kringlótt o.s.frv. svo að fólk
viti alltaf nákvæmlega hvar það
er statt. Af þessu veitir ekki á
þessum siðustu og verstu timum
þegar æ fleira fólk er að truflast á
taugum af þvi að það er svo óör-
uggt, — umhverfi mannsins er að
verða honum svo andstætt. Þessi
nýja stefna miðar að þvi að skapa
fólki aftur öryggistilfinningu, stil-
ar semsé uppá andlegu hliðina.
Margir eru á móti þessari nýju
stefnu, en helsti hvatamaður
~ hennar og sá sem hefur unnið
markvisst að henni árum saman
er Aldo Rossi frá Milanó, sem nú
er prófessor i Zurich. Einmitt
þessa dagana stendur hann fyrir
Triennale arkitektúrsýningunni i
Milano og þar er nú kynnt þetta
svið. Hefur Krier, þessum kunn-
ingja minum frá Lúxemburg,
verið boðið að sýna þar.
Hér eru járnbrautalinur og bilastæöi neðanjaröar, bilvegir á sérhæðog byggö fyrir ofan
hafa úðunarbil, sem keyrir undir i
léttu frosti, úðar á þetta og hjálp-
ar þvi af stað, — með slikt hefur
Þjóðverjinn Hilbertz gert tilraun-
ir i Texas, — og á vorin má svo
fara með sama bil og bræða þetta
af þegar vitað er að ekki kemur
meiri snjór, svo þetta sé ekki aö
bráðna meðan verið er að keyra
undir grindina.
Náttúran hefur
fundiö bestu
formin
En það er annað i sambandi við
biótektúrinn, sem ég tel ekki
siðra og það er að nýta og likja
eftir formum i náttúrunni og end-
urbæta þau, þvi náttúran sjálf
lætur i rauninni i té bestu form,
sem til eru. En það er miklu eldra
og upphafsmaður þess var marg-
nefndur Bucky Fuller i Banda-
rikjunum, sem byrjaði á þessu
einn á báti fyrir 60 árum. Hann
vann siðan með liffræðingum og
komst þá að þvi, að þeir könnuð-
ust viö öll formin, sem hann not-
aði, þvi þetta voru ýmisskonar
veiruform. Það sem hann geröi
var aö taka þessi form og deila
þeim upp, þannig að t.d. marg-
hyrningur veröur að kúlu. Gott
dæmi um það er byggingin hans i
Montreol 1967, sýningarskáli
Bandarikjanna, sem er rúmlega
hálfkúla — og stendur reyndar
ennþá, sem er meira en hægt er
að segja um margar aðrar bygg-
ingarþarna frá heimssýningunni,
þvi miður.
Sem dæmi um notkun forma úr
náttúrunni, sem vel hafa gefist,
sýnir Einar ýmsar myndir, m.a.
af vatnsdropa eða yfirborðs-
spennunni i vatnsdropa til sam-
anburðar við loftþrýstibygging-
ar, — eftir þessu er likt þegar
'byggð er vatnsgeymsla. (Mynd-
ina má sjá á forsiðu blaðsins i
dag).
— Þeir sem að þessu standa
segja, sem er, að náttúran sé búin
að velja heppilegustu formin og
þvi sé um að gera að athuga hana
og reyna að gera enn betur.
Raunhæft
notagildi
— Hvað er fleira nýtt en bió-
tektúrinn?
— Annað, sem ég kynnti mér i
sumar gegnum kunningja minn,
Robert Krier, er kannski ekki sið-
ur merkilegt og það er nýforma-
lisminn i borgarskipulagi. Krier,
sem er frá Lúxembúrg, er mjög
framarlega i þessu efni.
Yfirleitt byggist formalismi á
að fomið er framar fúnksjóninni
eða notagildinu, en kannski er
mótsögn i þeirri trú, þvi nú eru
menn að komast að þvi, sálfræð-
ingar og aörir, að það sé i raun-
inni viss tilgangur og raunhæft
notagildi i forminu. En það bygg-
ist ekki á notkun og hagnýti húss-
ins, heldur verkar á andlegar
hliðar mannsins.
Það er komið i ljós og um það
eru sammála allir arkitektar og
aðrir sem við byggingamál fást,
að þróunin er orðin óheppileg,
fúnksjónalisminn, sem var ágæt-
ur og nauðsynlegur á sinum
tima.er kominn úti öfgar. Nú eru i
anda hans reist heil ný hverfi,
m.a. hér i Reykjavik, en einkum
þó erlendis, og bókstaflega drifin
uppúr jörðunni. Þessi hverfi eru
nær algerlega eins, kannski meö
aðeins öðruvisi úthliðum húsa og
aðeins öðruvisi litum, en að öðru
leyti nákvæmlega eins, og fólki
hreinlega liður ekki vel þarna.
Gott dæmi er vandamáliö með
„grænu ekkjurnar” svokölluðu i
Þyskal’Jidi, ‘>-.i sáifræðingar
egja, að aðsókn hjá þeim hafi
mjög aukist af konum, sem eru
einangraöar þarna i þessum út-
hverfum með einhverjum græn-
um svæðum á milli. En finu, gænu
grasflatirnar eru ekki nóg og það
ber mjög mikið á taugaveiklun
meðal kvennanna, m.a. vegna
þessara ófrjóu hverfa og stööu
konunnar þar, en hús verður eins-
og einhver sparihlutur, sem er
þarna i geymslu.
Innra formið
mikilvægt
A móti þessu er reynt að vega
með nýja formalismanum og
reynt að mynda mjög ákveðin
form i rúminu. A þessu átta ts-
lendingar sig kannski ekki svo
vel, þvi þegar hér er talað um
form er yfirleitt átt við ytra form,
en það er auðvitað til bæði ytra og
innra form. Þegar hér er talaö
um byggingar er alltaf talað um
ytra formið, en hið innra er ekki
siður mikilvægt og min persónu-
lega skoöun er sú, að sé yfirleitt
hægt aö tala um byggingarlist, er
það bara i innra formi, ekki neinu
öðru. Hitt er bara venjuleg upp-
deiling, sem hver sem er getur
gert, það er engin list að deila upp
ytra formi húss. En innra formiö
getur haft og hefur geysileg áhrif
á menn, tökum t.d. ýmsar gamlar
kirkjubyggingar.
Það sama á við um skipulag
hverfa, þar geta lika veriö innri
form, og þar er mikill munur á
gömlum og nýjum hverfum, út-
hverfum og miðborginni. Dæmi
um innra form hér i Reykjavik er
t.d. Austurvöllur, en bestu dæmin
eru á ttaliu, öll þessi litlu pláss
eða torg t.d. i gömlu Flórens,
svæði, sem fólk getur hist á. Þar
var lögð sérstök áhersla á að göt-
urnar kæmu ekki beint inná og út
hinumegin, heldur tengjast þær
torginu þannig, að þegar maður
er á torginu miöju sést engin gata
hverfa burt, það er algerlega lok-
að og áhrifin eru notaleg. Þetta
sést viða i Evrópu frá renaiss-
ance timanum og eldra og kom
svo aftur á barock timanum. 1
nýju hverfunum eru göturnar
beinar, breiðar og eins.
Funksjónalisminn
féll inní
iðnaðinn
Þegar við tölum um þennan
nýja formalisma er það ekki i nei-
kvæðri merkingu, en i nútima
kennslu i arkitektúr er alltaf
brýnt fyrir mönnum, að formal-
ismi sé eitthvað voðalega ljótt.
Hann var viðurkenndur áður, en
frá og með Bauhaus var hann
lagður til hliðar. En menn vissu
ekki hvað þeir voru að leggja til
hliðar og ég er þeirrar skoðunar
og margir fleiri, einkum þeir sem
fjalla um byggingarlistasögu, aö
menn hafi ráðist i þennan fúk-
sjónalisma eingöngu vegna þess,
að hann féll inn i iðnaðinn og þró-
un menningarinnar. Hann féll
hreinlega inni allan þennan nýja
iðnað og þessi nýju efni og þess-
vegna varð hann til en ekki
vegna þess að einhverjir stóriöju-
höldar hafi verið svo mikið fyrir
listina að þeir vildu endilega
byggja i fúnksjónalisma. Nei.
Það var fyrst og fremst vegna
þess að þeir vildu fá ódýrt og
hentugt húsnæði, sem er lika allt i
lagi útaf fyrir sig. En við þetta
tapaðist formið, sérstaklega
innra formið, svæðin og lokuðu
torgin t.d. Göturnar voru bara
mældar út með reglustiku á
teikningu og byggt inni svæðin á
milli þeirra.
Til að taka dæmi um nýja
formalismann getum við imynd-
að okkur miðbæ eða kannski út-
hverfi og þá er ekki byggt þannig,
að reistar séu svo og svo margar
blokkir meö vissri fjarlægö, svo
ljósið nái sem best inn, heldur er
þetta miklu þéttar, t.d. yfir um-
ferðaræðarnar, svo koma bila-
stæði neðanjarðar, verslunar-
hverfi kannski i miðjunni og i-
búðarhúsin útfrá þvi. Torg eru
Abyrgðarhluti
skipuleggjanda
— Þú segir stefnuna umdeilda.
Hvar stendurðu sjálfur?
— Ég fylgist meö þessu af mikl-
um áhuga og vil láta þá gera til-
raunir sinar þarna úti áður en við
förum að mæla með þessu hér á
lslandi, en ég tel að okkur sé ekki
siður en öðrum þjóðum hætt við
taugaveiklun og umhverfis-
skemmdum, bæði hér i Reykjavik
og annarsstaðar. Ég er á þvi, að
umhverfiö skipti mjög miklu máli
og menn geri sér ekki grein fyrir,
hve mikill ábyrgðarhluti það er
að fjalla losaralega um þaö.
Þessvegna ætti að fylgjast vel
með öllu, sem er að gerast i þess-
um efnum og það þarf aö brýna
fyrir stjórnmálamönnum miklu
meira en gert hefur verið.
—vh
Þessir tveir hlutir byggjast á sama lögmáli, segir Einar Þorsteinn um
það sem hann heldur á i höndunum, hnött úr fjórum virhringjum og
kúlupakkningu, sem hvort tveggja myndar þri- og ferhyrninga. A
menntuðu máli nefnist þetta „vektor equilibrium”.(Ljósin. A.K.)
SÍÐARRI HLUTI
Fjáröflunar-
ferö
Hjálpar-
sjóös
æskufólks
Þann 4. október nk. mun
Hjálparsjóður æskufólks heija
fjáröflunar— og kynningarstarf
s,itt á þessum vetri. Verður það
með þeim hætti að stofnandi og
formaður sjóðsins, Magnús
Sigurðsson fyrrverandi skóla-
stjóri,fer til Vestfjarða þar sem
hann hyggst heimsækja skóla og
ílytja erindi fyrir lullorðna. Að
Vestfjarðaförinni lokinni
heimsækir hann Suðurnesin.
Erindið nefnir Magnús „Þegar
heimilið hrynur”. Auk erindisins
mun hann bjóða upp nokkrar
myndir sem sjóðnum áskotnaðist
eftir myndahappdrætti sem efnt
var til árin 1966-7.
Hjálparsjóður æskufólks var
stoínaður haustið 1963 og var
stofnfé hans ágóði af sýningu
myndarinnar Úr dagbók lifsins
sem sýnd var viða um land. Hlut-
verk hans er að aðstoða börn og
unglinga sem annað hvort eru
munaðarlaus eða eiga sjúklinga
fyrir foreldra og ekki njót-neinnar
aðstoðar. Eru sliku æskufólki
veittir styrkir til skólanáms.
Eigið fé sjóðsins er nú um 5,5
miljónir króna. Fyrstu styrkirn-
in úr sjóðnum voru veittir árið
1965 og hlutu þá þrjú börn styrki
sem námu samanlagt 39 þúsund-
um króna. Styrkþegum hefur
fjölgað og á siðasta ári voru
styrkegar 77 talsins og heildar-
styrkfjárhæð 1.3 miljónir króna.
Að auki veitti sjóðurinn styrki til
Eyjabarna eftir gosið, á aðra
miljón króna samtals.
Fé til sjóðsins hefur að miklu
leyti verið aflað i ferðum Magn
úsar um landið og með framlög-
um einstaklinga en i fyrra naut
hann þó tveggja opinberra
styrkja: 300 þúsund krónur voru
veittar úr rikissjóði og 150 þúsund
úr borgarsjóði Reykjavikur.
—ÞH