Þjóðviljinn - 30.09.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.09.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 30. september 1973 ÞJópVILJINN — StÐA 11 Arni Finnbogason og nokkur verka hans. Þessi unglegi maöur veröur áttræöur á þessu ári. „Þá fór ég að fikta þetta með blýanti... ,/Það þýðir lítið að vera að þessu/ það er sýning á hverju horni", sagði Árni Finnbogason, gamall for- maður í Eyjum, sem byrjaði að teikna fyrir nokkrum árum, þegar það lá Ijóst fyrir að hann myndi ekki verða liðtækur lengur á vinnumarkaðinum. Arni sýnir teikningar sina á Hallveigarstöðum, teikningarnar eru liklega ekki listaverk sam- kvæmt strangasta mati, en þær hvern innilegan þokka. Og hvernig stendur svo a þvi, að gamall sjóhundur byrjar á svona hlutum. Var þetta einhver þrá frá blautu barnsbeini? Árni vill ekki kannast við það: hafði jú gaman af að teikna sem unglingur, en svo tók sjó- mennskan við, og 22ja ára var hann orðinn formaður i Eyjum og það varð lifsstarfið fram til ársins 1960 er hann veiktist, þá 67 ára gamall. Hann var þá þriskorinn við magasári og það varð fljót- lega ljóst að hann færi ekki á sjóinn framar. „Þá fór ég að fikta þetta með blýanti fremur en sitja auðum höndum”. ,,Ég sá ekkert nema sjóinn og skipin þegar ég var krakki, og það var mitt mesta yndi að vera úti á sjó og til fugla i úteyjum”. Og hvernig var sú tilfinning að koma hingað á mölina? ,,Ég hefði sætt mig verr við að vera áfram i Vestmannaeyjum innan um starfandi fólk og geta ekkert, — hérna hverfur maður i mannhafið og enginn veit hver er hver.... annars finnst mér ekkert varið i að vera hérna innan um hús og bila. — Ég hef hvergi séð fallegri stað en Vestmanna- eyjar”. Arni hefur engan áhuga á að fara út i Eyjar eftir gosið. Börnin eru öll á fastalandinu núna. Árni stundaði dragnót lengstaf, og enn hlustar hann stöðugt á veðrið og gáir i loftið, þvi þegar hann byrjaði fyrst að róa var ekki að treysta á annað en eigin skyn- færi. Hvert var vald skipstjórans? Neituðu menn að fara til sjós, þegar þeim þótti veður tvisýnt? „Það kom aldrei fyrir, ég hef aldrei heyrt að sjómaður hafi neitað að fara vegna þess að hann þyrði ekki út á sjó. Ég held að sjó- menn myndu aldrei gera það, þótt þeim dytti það kannski i hug, þætti það of litilmótlegt". Hvað meö forlagatrú? „Ég var forlagatrúar i gamla daga, en svo fór ég að hætta að taka mark á gömlum bábiljum. Ein var sú, að það væri ekki fyrir góðu, ef maður mætti kvenfólki á . leiðinni til skips... en ég var ber- dreyminn, ef mig dreymdi vissar persónur gat ég alveg eins farið upp i rúm aftur ”. Hann dreymdi lika fyrir fiski, en það var ekki bundið við persónur — „Það var helst þegar maður fékk sjói á sig, og sá kol og naglarusl og svona nokkuð. Það var oft fyrir afla. Mig dreymdi eitt sinn að ég var að sigla inn leiðina og fékk á mig þrjá brotsjói og ég réð það þannig að ég myndi fá þrjár góðar hrotur. Það kom fram ”. A striðsárunum fékkst vel fyrir fiskinn, og Arni keypti bát 1941 og hús ári seinna, og hann var búinn að borga hvorttveggja upp á fimm árum. Báturinn kostaði 13 þúsund, og hann gerði við hann strax á fyrsta ári fyrir 5 þúsund krónur. Húsið kostaði 25 þúsund. „Þá var andinn sá, að reyna að greiða sinar skuldir sem fyrst, en nú er þetta vist allt öðruvisi”, sj Hin nýja HÚSEIGENDATRYGGING innifelur eftirfarandi tryggingar: Vatnstjónstryggngu Glertryggingu Foktryggingu Brottflutnings- og Húsaleigutryggingu Innbrotstryggingu Sótfallstryggingu Ábyrgðartryggingu húseigenda fc SlMI 2442S 1 hinni nýju húseigendatryggingu eru sameinaðar i eina tryggingu fasteignatryggingar, sem hægt hefur verið að kaupa sérstaklega undanfarin ár. Með þessari sameiningu hefur tekist að lækka iðgjöld verulega. Ath. aö 5)0% af iög.jaldi er frádráttarbært til skatts Brunabótafélag Islands Laugavegi 103 — Simi 26055 IGNIS fullkomnar eldhúsið □ 28 stærðirog litir. □ Kæliskápar m/sérdjúpfrysti eða m/litlum frysti. □ Sjálfvirk afhriming. □ Framleiddir úr beztu fáanlegum efnum. □ Sigildirog nýtízkulegir í útliti. □ Verðin mjög hagstæð. □ Varahluta- og viðgerðarþjónusta. RAFTORG HF. v/AUSTUFÖ/OLL ■ RVÍK ■ SÍMt 26660 RAFIÐJAN HF VESTURGÖTU11 • RVÍK • SÍMt 19294 ARISTO MeS aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingóifsstræti 2. Sími 13271. Enskuskóli Barnanna Kennsla i hinum vinsæla Enskuskóla Barnanna hefst mánudag 1. okt. 1 skólann eru tekin börn á aldrinum 8—13 ára. Sér- stök deild er fyrir unglinga, svo og börn 6—8 ára. Hefur kennsla þessi gefið með afbrigðum góða raun. Enskir kennarar kenna við skólann og tala alltaf ensku i timunum. Venjast börnin þannig talmálinu frá upp- hafi. Ný deild verður stofnsett i vetur fyrir enskumælandi börn. Simi 10004 og 11109 (kl. 1—7 e.h.) Málaskólinn Mimir, Brautarholti 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.