Þjóðviljinn - 30.09.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 30. september 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Hverjir eiga lífeyrissjóðina?
Opið bréf til Jóns H. Bergs, formanns Vinnuveitendasambands Islands,
frá 17 formönnum verkalýðsfélaga á Norðurlandi
Herra formaður.
Svo sem yður er kunnugt hafa
orðið nokkrar umræður um
málefni lifeyrissjóða, undanfarna
mánuði. Meðal annars hafa sam-
tök yðar ályktað um þau mál á
aðalfundi sinum og eftir þvi sem
fram hefur komið i málgagni
Vinnuveitendasambandsins hafiö
þér geft málefni sjóðanna að
umtalsefni i ræðu yðar á fyrr-
greindum fundi.
Svo sem gefur að skilja hefur
margt komið fram i þessum um-
ræðum er varöar lifeyrissjóðina,
en meðal þeirra atriða, sem hvaö
mesta þýðingu hafa er sú eðlilega
skoöun verkalýsðhreyfingarinnar
að sjóðirnar séu skilyrðislaus
eign verkalýðsins sjálfs, þeirra
sem skapað hafa þá fjármuni
sem I þeim eru. Þetta viðhorf
hefur veriö sett fram i ræðu og riti
af ýmsum forystumönnum
verkalýðshreyfingarinnar að
undanförnu án þess að Vinnuveit-
endasambandið hafi séð ástæöu
til þess að mótmæla þvi, eða að
draga réttmæti þess i efa.
Eins og yður er kunnugt sömdu
verkalýðsfélögin og atvinnu-
rekendur um stofnun sjóðanna
hinn 19. mai 1969. Þá var samið
um að tillag til sjóðanna skyldi
verða 10% af launum fólks. Af
þessari greiðslu samþykktu laun-
þegar að greiða 4% en afganginn
féllust atvinnurekendur á að
greiöa.
Samningar af þessu tagi eru
ekki óvanalegir, þ.e.a.s. að
vinnuveitendur greiði hluta af
launum fólks til tiltekinna sjóöa.
Þannig eru til dæmis sjúkra-
sjóðirnir til komnir. Má i þvi
sambandi minna á að þegar um
þá var samið stóð verkamönnum
til boða hærra kaup i stað
greiðslunnar til sjúkrasjóðsins.
Þessu var hafnað og tillagtekið
(1%) til sjóðs viðkomandi verka-
lýðsfélags i staðinn. Hiö sama
gildir um orlofssjóðina. Þar er
einnig um það að ræða að laun-
þegar taka hluta af umsömdum
launum sinum (0,25%) i þá. Með
öðrum orðum: Greiðslur til sjóða
launþega, sem atvinnurekendur
inna af hendi, eru hluti af þeim
launum sem menn fá fyrir vinnu
sina, þær eru kaupauki, — þ.e. til
viðbótar útborguðu kaupi taka
menn laun fyrir vinnu sina i formi
gjalds til tiltekins sjóðs. Þvi
híýtur að fara svo meö kaup-
aukann sem önnur laun að honum
ráða menn eins og hinu útborgaða
kaupi. Það er þess vegna sem
engum heilskyggnum verka-
manni dettur i hug að láta af
hendi stjórnunarrétt yfir orlofs-
og sjúkrasjóðunum.til annarra en
rétt kjörinna fulltrúa sinna i
verkalýsðfélögunum.
Eins og yður rekur vafalaust
minni til, var það krafa frá þeim
samtökum sem þér nú veitið for-
stöðu að vinnuveitendur fengju
sæti i stjórnum lifeyrissjóðanna.
Hvorugur samningsaðili vildi
fallast á meirihluta hins aðilans.
Niðurstaðan úr þvi þrátefli varð
sú helmingaskipta regla, sem enn
er við lýði.
Þó svo að verkalýðshreyfingin
sætti'sig þá við þetta fyrirkomul-
hefur marg sinnis komiö fram af
hennar hálfu, að hér væri
einungis um bráðabirgöaástand
að ræða sem hún myndi ekki una
viö til lengdar.
1 ræðu þeirri sem þér fluttuð á
aðalfundi Vinnuveitendasam-
bandsins og birtist i,,Vinnuveit-
andanum’’ 2. tbl. 1973, bentuð þér
félögum yðar á að muna vel eftir
lánamöguleikum sem myndu
opnast handa fyrirtækjunum
þegar sjóðirnir eflast Þessi um-
mæli yðar benda til þess að þér
reikniö með óbreyttu ástandi i
stjórnum sjóðanna um langt ára-
bil. Hér sem oft áöur stangast
sjónarmið atvinnurekenda og
verkalýðs álgeralega á vegna
þess að hagsmunirnir eru
andstæðir.
Vegna þess sem að framan
greinir höfum við undirritaðir,
formenn verkalýðsfélaga á
Norðurlandi ákveðið að senda
yður þetta opna bréf og leggja
fyrir yður þrjár spurningar. Við
höfum valiö þessa leið vegna þess
að við álitum að hér eigi ekki að
vera um neitt launungarmál að
ræða, heldur beri að ræða það
fyrir opnum tjöldum.
Spurningarnar eru þessar:
1. Teljið þér aö vinnuveitendur
cigi f lifeyrissjóðunum um-
fram það sem þeir kunna að
eiga sem einstaklingar og
sjóðsfélagar?
2. Ef svo er, gildir þá ekki að
yðar mati hið sama um aðra
sjóði verkalýðshrey fingar-
innar, sem atvinnurekendur
greiða tillag til?
3. Ef þér hins vegar teijiö aö
verkalýðshreyfingin ein
eigi þessa sjóöi, hver eru
þá rök yöar fyrir þvi aö at-
vinnurekendur haldi sætum
sinum i stjórnum lifeyris-
sjóðanna?
Vér væntum heiðraðs svars
yðar i einhverjum fjölmiðli hið
fyrsta.
Þessir hafa undirritað
framanskráð bréf.
Jón Ásgeirsson formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar
Torfi Sigtryggsson form.
Trésmiðafélags Akureyrar
Jón Ingimarsson form. Iðju
félags verksmiðjufólks
Svan Ingólfsson form. Laun-
þegadeildar Bilstjórafélags
Akureyrar
Friðgeir Jóhannsson form. Dal-
vikurdeildar Einingar
Ingvi Jóhannsson form. Clafs-
fjarðardeildar Einingar
Öskar Garibaldsson form.
Verkalýðsfélagsins Vöku Siglu-
firöi
Aöalheiður Arnadóttir form.
Verkakvennafélagsins Oldunnar
Sauðarkróki
Pétur Pétursson form. Verka-
lýðsfélags A.-Húnv. Blönduósi
Kristinn Jóhannsson form.
Verkalýðsfélags Skagastrandar
Þórhallur Björnsson form.
Verslunarmannafélags Húsa-
vikur
Halldór Gunnarsson form.
Verkalýðsfélags Presthólahrepps
Snær Karlsson form. Bygginga-
mannafélagsins Arvakurs Húsav.
Kristján Asgeirsson form.
Verkalýðsfélags Húsavikur
Sigurður Þórarinsson form.
Sveinafélags járniðnaðarmanna
Húsav.
Jósep Kristjánsson form.
Verkalýðsfélags Raufarhafnar
Tryggvi Helgason form. Sjó-
mannafélags Eyjafjarðar.
ar'-n
Smjörlíki h/f hefur ákveðið að efna til samkeppni um
beztu smáréttina. Verðlaun nema samtals 80 þúsund
krónum. Samkeppnin ber heitið: Ljóma smáréttasam-
keppnin.
Þátttakendur í samkeppninni þurfa aðeins að senda
inn uppskrift af bragðgóðum, skemmtilegum smárétti,
sem búa má til á fljótlegan og einfaldan hátt.
Fyrstu verðlaun samkeppninnar verða 40 þúsund
krónur, önnur verðlaun 20 þúsund krónur, þriðju verð-
laun 10 þúsund krónur, fjórðu og fimmtu verðlaun 5
þúsund krónur hvor.
Þátttaka í Ljóma-smáréttasamkeppninni er öllum
heimil, konum og körlum, nema þeim, sem hafa matar-
gerð að atvinnu, starfandi húsmæðrakennurum, lærðum
bökurum og brytum.
Kjörorð samkeppninnar er: „Alveg ljómandi“.
Samkeppnisreglur:
IÞátttakendur mega senda
svo margar uppskriftir, sem
þeir óska.
2Vélritið, eða skrifið prent-
störfum, allt í uppskriftinni.
Gleymið ekki að gefa upp
nákvæmt mál eða vigt, bök-
unartíma/suðutíma og hita-
stig. Nafn á smáréttinum
ef þér hafið það.
3Veljið yður dulnefni og
skrifið það á uppskriftar-
blaðið. Látið síðan nafn yð-
ar, heimilisfang og síma á
annað blað og setjið það í
umslag merkt dulnefninu.
Hvort tveggja er síðan látið
í umslag merkt: „Alveg
ljómandi", pósthólf 5133,
Reykjavík. Umslagið verður
að hafa borizt okkur í síð-
asta lagi 16. október, 1973.
Skilyrði fyrir þátttöku er;.
a) að Ljóma-smjörlíki sé
notað á einhvern hátt í
uppskriftinni og
b) önnur efni, sem fáan-
leg eru í verzlunum hér-
lendis,
c) að smárétturinn sé fljót-
gerður.
Smjörlíki h/f áskilur sér
rétt til að nota allar upp-
skriftir, sem berast í aug-
lýsingar, í uppskriftabæk-
ur, eða með öðrum hætti og
án þóknunar til sendanda
eða höfundar. Uppskriftirn-
ar verða ekki endursendar
eða verður unnt að gera til-
kall til þeirra á annan hátt,
enda hafi enginn einkarétt
á þeim.
6Fimm réttir komast í úr-
slit. Sendendum þeirra verð-
ur boðið að vera viðstaddir,
þegar úrslit verða tilkynnt
af dómnefnd 15. nóvember
1973. Fargjöld og uppihald
verður greitt fyrir þátttak-
endur utan af landi.
7Sérstök dómnefnd mun
fjalla um uppskriftirnar, en
hana skipa:
Agla Marta Marteinsdóttir,
húsmóðir.
Dröfn Farestveit,
húsmæðrakennari.
Elsa Stefánsdóttir,
húsmóðir.
Jón Ásgeirsson,
fréttamaður.
Skúli Þorvaldsson,
veitingamaður.
Haukur Hjaltason,
matreiðslumaður,
og er hann jafnframt for-
maður dómnefndar.
Ath.: Nánari upplýsingar, ef
óskað er, veitir Smjörlíki
h/f, Þverholti 19,
Reykjavík. Sími: 26300.
Sendið okkur eftirlætisupp-
skrift yðar strax í dag. Hver
veit nema einmitt yðar upp-
skrift verði metin fjörutíu þús-
und króna virði?
a
smjörlíki hf.
ÞVERHOLTI 19, SÍMI 26300
REYKJAVlK.