Þjóðviljinn - 16.10.1973, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. október 1973.
Stöplar Skeiðarárbrúar eru
byggðir á þurru landi — i baksýn
gnæfir öræfajökull.
landsins í fullum gangi
Austur á Skeiðarársandi
er nú hafin bygging al-
stærstu brúar landsins, 904
metra brúar yfir Skeiðará
sjálfa, en á sl. ári voru
smíðaðar á sandinum tvær
stórbrýr, 420 metra brú yfir
Súlu og Núpsvötn og 376
metra brú yfir Gígju.
Með brúnni yfir Skeiðará
og vegaspottunum næst
henni lýkur stórkostlegustu
vegaframkvæmdum síðari
ára á íslandi og síðasta á-
fanga í gerð hringvegar
kringum landið. Þessi
mikla framkvæmd hefur
að miklum hluta verið
kostuð með sölu verð-
tryggðra happdrættis-
skuldabréfa og hefur nú
nýlega verið boðinn út
þriðji áfangi þessara bréfa.
Happdrættisskuldabréf fyrsta
og annars áfanga, i mars 1972 og
april 1973, seldust upp á örfáum
dögum, sagði Svanbjörn Fri-
mannsson bankastjóri á laugar-
daginn, er Seðlabankinn og Vega-
gerð rikisins buðu blaðamönnum
að skoða framkvæmdir austur á
Skeiðarársandi, og hefur Vega-
gerðin sett jafnóðum i sandinn
peningana, sem Seðlabankinn
hefur safnað, sagði hann. Avöxt-
urinn eru þær brýr sem þegar eru
komnar og vegirnir kringum þær
og er nú enn leitað til almennings
vegna siðasta áfangans, stóru
brúarinnar yfir Skeiðará og um 5
km vegarspotta, sem eftir er.
I september hófst sala þriðja
flokks happdrættisskuldabréf-
anna samkvæmt heimild alþingis
frá 1971, samanlagt fyrir 100 mil-
jónir króna. Eru þessi bréf sem
hin fyrri til 10 ára og tryggð með
visitölu framfærslukostnaðar.
Hvert bréf er á 1000 krónur, en i
stað vaxta koma happdrættis-
vinningar, einn miljón króna
vinningur, einn 500 þús. króna og
250 10 þúsund króna vinningar ár-
lega.
3/5 stöplanna komnir
Allar brýrnar á Skeiðarársandi
eru byggðar á þurru og hefur
Þriöji flokkur
happdrættis-
skuldabréfanna
kominn í sölu
fljótunum verið veitt austur fyrir
á meðan. Miðað hefur verið við að
byggja sem mest á veturna, þeg-
ar minnst er i ánum. Flogið var til
Fagurhólsmýrar er framkvæmd-
ir voru skoðaðar á laugardag og
þurfti þá að byrja á að fara yfir
Skeiðará, þar sem hún nú flæðir
yfir sandinn fyrir austan venju-
legan farveg sinn, sé yfirleitt
hægt að tala um eitthvað venju-
legt i þvi sambandi. Var farið á
vatnabil þeirra Svinafellsmanna,
svokölluðum dreka, yfir kvislarn-
ar og staldrað við i búðum brúar-
smiða á vestari bakkanum.
Þar vinna nú um 60 manns við
brúargerðina og kringum hana,
sagði Jónas Gislason brúarsmið-
ur i viðtali við Þjóðviljann, en 30
manna flokkur vinnur að gerð
varnargarða og vega austan
megin. Unnið er kl. 7-19 daglega,
en þriöju hverja helgi er langt
helgarfri og fer þá mannskapur-
inn i bæinn og byrjar vinnu aftur
á þriðjudagsmorgnum.
Auk Jónasar stjórna þeir brú-
arsmiðirnir Haukur Karlsson og
Jón Valmundsson flokkum við
brúna og Eiður Sveinsson er fyrir
vegavinnuflokk vestan megin ár,
en austan megin er Þorsteinn Jó-
hannsson verkstjóri. Verkfræð-
ingur á staðnum er Jón Helgason
og tæknifræðingur Rögnvaldur
Gunnarsson.
Erfiöast við Skeiðará
Brúin mikla yfir Skeiðará verð-
ur byggð I tveim aðaláföngum, i
þeim fyrri 3/5 hennar, og var ver-
ið að ljúka við að steypa siðasta
stöpulinn af þeim áfanga á laug-
ardaginn og byrjað að setja sam-
an stálbita. Allt er byggt á þurru,
sem fyrr segir, og allar stóru
brýrnar þrjár á sandinum eru
sömu gerðar, stálbitabrýr með
timburgólfi á steyptum, 6 metra
háum stöplum, en hafið milli
stöplanna er 44 metrar. Hvila
stöplarnir á steyptum staurum,
sem reknir eru niður i sandinn og
gekk þetta mjög vel við smiði
fyrri brúnna, en jarövegurinn er
erfiðari viö Skeiðará sjálfa, sagði
Jónas, og hafa sumir stauranna
brotnað og það valdið nokkrum
töfum og vanda. Virðist sem
Skeiðará beri með sér mun meiri
leir en hinar árnar á sandinum og
þegar staurarnir eru reknir niður
þéttist jarðvegurinn þannig að
grafa hefur orðið frá sumum
þeirra er þeir voru hálfkomnir
niður og moka svo að þeim aftur,
sagði hann.
Einföld akbraut er á öllum
brúnum, en vegna lengdarinnar
eru höfð á þeim útskot eða eyru,
eins og þeir vegagerðarmenn
vildu kalla þau, yfir fjórða hverj-
um stöpli, þ.e. með 150 - 200 m
millibili, til að farartæki geti
mæst. Akbraut vegarins sjálfs yf-
ir sandinn er hinsvegar tvöföld, 7
m breið.
Helgi Hallgrimsson deildar-
verkfræðingur Vegagerðarinnar
skýrði framkvæmdirnar i heild og
kom fram hjá honum m.a., að auk
vegarins yfir Skeiðarársand
sjálfan og brúnna þar þurfti að
endurbæta vegi frá Klaustri að
Núpsstað og vegi i öræfasveit.
Vegalengdin yfir sandinn milli
Núpsstaðar og Skaftafellsár er
um 34 km og þarf alls að bbyggja
þar 7 brýr, 4 minni með heildar-
lengdinni 78 m, og þrjár stærri,
þ.e. yfir Súlu og Núpsvötn sam-
eiginlega 420 m, yfir Gigju 376 m
og 904 m yfir Skeiðará.
Sagði Helgi, að árnar þrjár,
sem koma undan Skeiðarárjökli,
væru dæmigerðar jökulár, en
einsog aðrir skriðjöklar er Skeið-
arárjökull sifelldum breytingum
undirorpinn, sem veldur þvi að
útföll jökulánna verða mjög ó-
stöðug og færa sig gjarna með-
fram jökuljaðrinum. Arnar bera
með sér geysimikinn framburð
undan jöklinum, en framburður-
inn fellur siðan til botns eftir þvi
sem straumurinn minnkar og
hækkar þannig sandinn með tim-
anum.
Jökulhlaupin
Stærsta vandamálið við jökul-
árnar á Skeiðarársandi eru þó
hlaupin, sem i þær koma, sagði
Helgi. Jökulhlaup myndast við
það, að vatn, sem safnast hefur
fyrir viö jökulrönd eða undir
jökli, fær skyndilega framrás
undir jökulinn, og vatnsgeymir-
inn, sem ef til vill var mörg ár að
safna i sig, tæmist af vatni á
nokkrum dögum. Oftast skeður
þetta, þegar vatnsstaða i geymin-
um hefur náð þeirri hæð, að hún
megni að lyfta jöklinum. Einnig
geta þó komið til aðrar orsakir,
svo sem eldsumbrot o.þ.h.
Tveir slikir stórir vatnsgeymar
fá framrás undir Skeiðarárjökul
og fram á Skeðarársand. Græna-
lón er jaðarlón við vesturjaðar
Skeiðarárjökuls og vatn úr þvi
fær framrás undan vesturhorni
Skeiðarárjökuls i farveg Súlu.
Grimsvötn er jökullón nokkuð
norðarlega i Vatnajökli, og fá
hlaup þaöan framrás viða undan
jöklinum. Meginhluti vatnsins
rennur þó um farveg Skeiðarár,
Það er Lómagnúpur sem rls hér aö baki brúarinnar yfir Núpsvötn og Súlu, sem veitt hef-
ur veriö saman undir hana. Brúin er 420 metra löng.
Þriðjudagur 16. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9
Helgi Hailgrimsson deildarverkfræðingur og Jónas Gislason brúarsmiður (t.h.)
á fyrstu Skeiðarársandsbrúnni.
Drekinn, sem nú flytur vegfarendur yfir Skeiðará, þar sem hún rennur austan
farvcgar sins.
Brúarsmiðir og staðarverkfræðingar á fundi með blaöamönnum. (Myndir: G.Sv.
og vh )
mi
en einnig fer mikið vatn i farveg
Gigju. Undanfarna þrjá áratugi
hafa þessi jökulhlaup komið með
nokkuð reglulegu millibili og ver-
ið svipuð að stærð, og hefur há-
marksrennsli i Skeiðará i hlaup-
unum verið um 7000-8000 rúm-
metra á sekúndu.
Við slikar aðstæður sem þessar
getur ekki orðið um neina fasta
farvegi i venjulegum skilningi að
ræða, heldur hafa árnar yfirleitt
stór svæði, sem þær flæmast um,
þegar jökulhlaup koma i þær. Við
allar árnar er þvi aðeins hluti far-
vegsins brúaður, en siðan byggðir
varnargarðar til að leiða vatnið
undir brýrnar.
Varnargarðarnir, sem verða
alls 17 km að lengd, eru byggðir
úr möl og sandi. Armegin eru þeir
varðir með sprengdu grjóti eða
hrauni og grjótmylsnum.
Ef þau veröa ekki stærri...
I sambandi við hlaupin sagði
Helgi, að brúarmannvirkin á
sandinum væru hönnuð þannig,
að ef þau yrðu ekki stærri en þau
hlaup, sem oröið hafa siðustu 30
árin ætti ekki að verða afgerandi
skaði á mannvirkjum, þótt þau
þyrftu sjálfsagt styrkingar við
meðan á hlaupunum stæði. Ef
hinsvegar kæmu hlaup álika og
þau sem urðu snemma á öldinni
myndi vatninu hinsvegar hjálpað
gegnum varnargarðana og hleypt
austur yfir veginn, þannig að þau
kæmu ekki nálægt dýrustu og við-
kvæmustu mannvirkjunum,
brúnum, en kostnaðurinn við
brýrnar er 2/3 hlutar heildar-
kostnaðarins við vegagerðina
austur yfir.
Heildarkostnaöur framkvæmd-
anna við hringveginn var upphaf-
lega áætlaöur 500 milj. króna, þ.e.
i ágúst 1971, en miðað við verðlag
i byrjun þessa árs 700 miljónir.
Framkvæmdir hófust i april 1972
og hafa staðist áætlun og vel það
til þessa, svo gera má ráð fyrir
með sama áframhaldi að þeim
Ijúki á tilsettum tima og leiðin
austur opnist næsta sumar. _vh
r
[ SKOÐANAMÓTUN í SJÓNVARPINU_
EILÍFÐARMÁLIN
OG ÖNNUR MÁL
I fréttaskýringaþættinum
Landshorn í sjónvarpinu á
föstudaginn kenndi ýmissa
grasa, góðra og vondra,
beiskra og súrra. Reyndar
voru aðeins f jögur mál tek-
in fyrir, en þau spönnuðu
svo til alltsem mestu máli
skiptir, bæði um tíma og ei-
lifð.
Ástæða þykir til að kynna
ýmislegt af því sem drepið
var á í þættinum, og gerðar
við ýmsar athugasemdir,
enda er hér um að ræða
sjónvarpsefni sem hefur
talsverð skoðanamótandi
áhrif.
Látnir njóta
æruverndar.
og miðilstal um þá getur þvi
varðað við hegningarlög, var nið-
urstaða Sigurðar Lindal, laga-
prófsssors og sagnfræðings, um
það hvort andatrúarmönnum
leyfist hindrunarlaust að koma
fram. með sjálfsævisögur frá full-
trúum genginna kynslóða.
Vilmundur Gylfason baö Sigurð
að gera nokkrar lögfræöilegar og
sagnfræðilegar athugasemdir i
tilefni af þvi að væntanleg er i
bókarformi ævisaga Ragnheiðar
dóttur Brynjólfs biskups Sveins-
sonar, þar sem hún m.a. leysir
frá skjóðunni um ástamál sin. A
sagan að vera samin af henni
sjálfri og aðstandendum hennar
með ,,hjálp’’ miðils.
Ja, nú mætti halda að miðlum
og umboðsmönnum þeirra og út-
gefendum væri betra að vara sig
á vendi laganna: Uppljóstrun
einkamála varðar refsingu, ef frá
þeim er skýrt án nægra ástæðna.
Og þótt frá engu markverðu sé
skýrt, gæti sjálfsævisaga, ,,sögö
gegnum miðil”, samt varðað
refsingu ef hún er hinum látna al-
gerlega ósamboðin aö hugsunar-
hætti og orðfæri — þá getur nefni-
lega veriðum móðgun að ræða. (1
Ragnheiðarsögu mun ekki hafa
tekist að halda 17. aldar málfari
,,af tæknilegum ástæðum”!).
Já, látnir njóta æruverndar, en
núverandi lög eru þvi miður svo
ófullkomin, að viðurlög vegna
verndarinnar virðast falla niður
að genginni fyrstu kynslóð. Þá
eru nefnilega engir eftir til að
höfða ærumeiðingarmálið!
Sigurður tók fram að hann teldi
að þjóðin hefði hagsmuni af þvi að
mikilmenni hennar — og litil-
magnar — njóti verndar gegn á-
gangi þeirra er siðar koma.
En Ragnheiður okkar biksups-
dóttir á vist enga verndara nú,
frekar en stundum áður — nema
löggjafinn taki sig til og setji ný
ákvæði svo hún megi vera hrein
af þeim áburöi sem miðlar anda
og bóka ætla sér að græða á núna i
jólakauptiðinni.
Af hverju hétu herstöðva-
malin alltaf varnarmál?
i munni Valdimars Jóhannssonar
fyrrum blaðamanns á Visi? Það
skyldi þó ekki vera af þvi að her-
stöðvamál er hlutlaust orð, en
„varnarmál” er hlaðið afstöðu —
hljóta ekki allir að vilja varnir
þótt þeim kunni að vera litið um
herstöð gefið?
Þáttur Valdimars einkenndist
allur af þeirri löngun hans að
skora tvö mörk gegn einu her-
stöðvasinnum i vil. En auðvitað
foröaðist hann að vikja að þeim
efa sem flestir landsmenn eru
haldnir, að okkur sé nokkur vörn i
bandariskum herstöðvum hér á
landi. Eða hvernig hafa ,,varn-
irnar” verið gegn þeirri einu inn-
rás sem Islendingar hafa orðið
fyrir, innrás Breta? (Sem hefur
reyndar gerst i tveim áföngum
með um 15 ára millibili).
Þeir Gylfi og Geir virtust báöir
gefa það i skyn að tslendingar
gætu þeirra vegna allt eins verið i
Varsjárbandalaginu og i NATO,
og er það kannski vonlegt úr þvi
þeir trúa á hernaðarbandalög á
annað borð (Gylfi: ,,.... i tengsl-
um við það varnarbandalag sem
lslend er aðili að hverju sinni, það
er að segja nú Atlantshafsbanda-
lagið”. Geir: ,,.... með upplýsing-
um frá varnarbandalagi, eins og
til dæmis Atlantshafsbandalag-
inu”).
En þeir voru báðir hræddir, sér-
staklega Geir, og það var þvi hug-
hreystandi að horfa framan i Ein-
ar Agústsson á eftir, öldungis
æörulausan. Hann hafði vissulega
ekki létt neinum áhyggjum af
ráðamönnum Bandarikjanna,
sem hafði verið það jafn óljúft og
Geir að láta herinn hverfa á brott.
,,En getið þér þá létt áhyggjum
af þeim Islendingum sem telja
það hættulegt öryggi landsins ef
herinn fer”? spurði Valdimar
ógnandi eins og liðþjálfi við ný-
liða.
„Nei, það get ég ekki, vegna
þess að rikisstjórnin stefnir að þvi
að herinn fari. En Alþingi hefur
úrslitavaldið”, sagði Einar
Agústsson ósköp blátt áfram eins
og sæmir manni þeirrar þjóðar
sem ekki trúir sannleik vopna.
Einar itrekaði þaö sem hann
hefur oft sagt áður, að hann vildi
hverfa til upphaflegra skuldbind-
inga gagnvart NATO aö hér væri
ekki her á friðartimum. Valdimar
greip náttúrlega strax dauðahaldi
i ófriðinn i Austurlöndum nær og
virtist harma það eitt að hann
skyldi ekki vera orðinn að
Evrópustyrjöld.
Hvaö vilja atvinnu-
rekendur i stjórn-
um lifeyrissjóða?
var spurning sem ekki fékkst
neitt svar við i þætti Baldurs Ósk-
arssonar. Að minnsta kosti var
sem mest reynt að fela það i svör-
um fulltrúa atvinnurekenda,
Barða Friðrikssonar og Guð-
mundar H. Garðarssonar.
En þetta getur kannski hver
sagt sér sjálfur, sem vita vill. At-
vinnurekendur létu það varða
sjálfa stofnun lifeyrissjóðanna
1969, að þeir fengju a.m.k. helm-
ings hlútdeild i stjórn þeirra, og
verkalýðshreyfing neyddist til
þess að gefa eftir þá. Hún hefur
aldrei bundið sig til að una þeim
málalokum, en gerir nú tvennt i
senn: Gengur til stofnunar lands-
sambands lifeyrissjóðanna meö
helmingaskiptum samkvæmt
gefnu fyrirheiti, og krefst fullra
yfirráöa yfir sjóðunum. 1 þessu
þarf ekki að felast nein ósam-
kvæmni, þó hitt virðist ljóst, að
sum verkalýðsfélög séu reiöubuin
til að slást af meiri hörku fyrir
yfirráðum eigna sinna en önnur.
Og nú sagði ég yfirráð eigna
sinna, og fer i þvi efni i kjölfar
Kolbeins Friðbjarnarsonar, sem
lagði mikið upp úr lagalegu til-
kalli verkalýðsfélaganna, byggðu
á eignarrétti.
Þetta að byggja kröfurnar á
eignaréttarhugtökum hins borg-
aralega þjóðfélags fór dálitið
skakkt ofan i mig, ef satt skal
segja. Mér finnst ástæða til að ef-
ast um það að hægt sé að klekkja
á borgurunum með þeirra eigin
rökum — þegar sleppir hirtingu
fyrir margháttaða spillingu sem
hjá þeim þrifst. Kröfur verka-
lýðsins og barátta fyrir þeim er
nefnilega miklu meira i ætt viö
löggjafarstarfsemi en nokkuð
annað. Þær fást yfirleitt ekki
fram við úrskurð dómstóla, held-
ur þarf eigið vald verkalýösins á
bak við þær. Borgararnir setja
sin lög, t.d. um eignarrétt og
dæma eftir þeim, en verkalýður-
inn verður sjálfur að standa að
löggjöf á sinum samningum og
reka réttar sins sjálfur að mestu
leyti, þvi að dómstólar „kerfis-
ins” duga honum yfirleitt ekki.
Annars vil ég ekkert vera að
væna Kolbein um það að hann
vilji fara neina vonlausa dóm-
stólaleið. Vitanlega ætlar hann að
ná málinu fram með styrk verka-
lýðshreyfingarinnar, en þá finnd-
ist mér málflutningur hans lika
sterkari ef hann sækti meira af
rökum i hugleiðingar um valdið,
efnahagslegt vald eins og Baldur
nefndi.
Málflutningur Barða mundi ef-
laust standast fyrir dómstól, en i
þessu samhengi fannst mér nán-
ast dónaskapur að bera hann
fram, svoað vitnað sé i hans eigin
orð.
Hótunin var
beittasta vopnið
á Breta virtist kjarni málsins hjá
Eiði Guðnasyni i fréttaskýringum
hans um ferðalag Ólafs á vit
Heath — hótunin um stjórnmála-
slit. Rétt er það. En hún er lifseig
NATO-trúin hjá þeim frétta-
mönnum sjónvarpsins, eða hvað-
an kom Eiði vitneskjan um þetta
sennilega: Hann segir að Bretar
geti ekki beitt okkur herskipa-of-
beldi ,,og þvi veldur sennilega
fyrst og fremst þrýstingur frá
höfuðstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins og einstökum aðildarrikj-
um þess, sennilega einkum
Bandarikjunum og Norðmönn-
um”.
VeitEiðureitthvaðum þrýsting
af hálfu Bandarikjanna? Ef svo
er, þá veit hann hluti sem ekki
hafa komið fram i fréttum. Af
hverju segir hann þá ekki i frétt-
unum? Það ættu að vera hæg
heimatökin.
Það var svo hláiegt að það kom
alls ekki fram hjá Eiði nein á-
stæða fyrir þvi, af hverju Bretar
ættu að vera að sækjast eftir sam-
komulagi við Islendinga — nema
til aö koma i veg fyrir þau veislu-
spjöll hjá NATO að tvær banda-
lagsþjóðir slitu stjórnmálasam-
bandi. Hann minntist ekki á það
að neinir breskir hagsmunir, i
sjávarútveginum, meðal útgerð-
armanna, meöal sjómannanna,
gætu veriö við það bundnir að
hafa ekki algert styrjaldarástand
við tslendinga. En það hefur ein-
mitt komið fram i breskum blöð-
um að slikir hagsmunir hafi bein-
linis neytt bresku stjórnina á
undanhald þegar hún stóð
frammi fyrir úrslitakostum ls-
lendinga.
Það er tittlingaskitur en má þó
koma fram að varla hefur Heath
áhyggjur af atkvæðatapi i bresk-
um útgerðarbæjum, eins og
fréttaskýrandinn hugði. Við hér á
Þjóðviljanum höfum fyrir satt, að
andstæðingaflokkur Heath,
Verkamannaflokkurinn, „eigi”
þá útgerðarbæi sem hér skipta
máli. Breskir sjómenn eru nefni-
lega ekki svo mikið fyrir að kjósa
ihaldið.
Það var gott að fá upprif jun um
undirbúning hafréttarráðstefn-
unnar, en hvernig er hægt að
minnastá þróun hafréttar án þess
að le'ggja áherslu á það, hvað Is-
lendingar hafa lagt fram mikil-
vægan skerf til þeirra mála? For-
dæmi okkar um einhliða útfærslu
þrátt fyrir ofbeldi stórþjóða er
einn öflugasti hvatinn til nýskip-
unar hafréttar og verkar einkum
á þær þjóðir sem hafa svipaðra
hagsmuna að gæta og við, en ætli
það sé ekki meirihlutinn af 115
strandrikja veraldar? En gagn-
vart hinum sýna aðgerðir okkar
þörfina á þvi að binda formlega
endi á úrelta skipan.
Chile er fréttamönnum að von-
um viðkvæmt mál, og það var
eins og fréttamannsheiðurinn
gægðist fram þegar Eiður talaði
um það að vissulega yrði hafrétt-
arráðstefnan ekki haldin i Chile
að ári þar sem „herforingja-
stjórnin þar hefur aö sögn beðist
undan að þurfa að halda það lof-
orð stjórnar Allende að halda
þessa ráðstefnu”. Aö sögn: Það
er vissara að fullyrða ekki of mik-
ið i sambandi við Chile!
hj-