Þjóðviljinn - 16.10.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.10.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. október 1973. DlOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson ílitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. ÍHALDIÐ VILL HÆTTA EFTIRLITI MEÐ 50 MÍLUNUM ÞEGAR ANDSTÆÐINGAR OKKAR KREFJAST ÞESS í öllum samskiptum Breta og íslend- inga eftir að landhelgin var færð út i 50 milur hafa Bretar ævinlega krafist þess að hætt yrði svokallaðri „áreitni” við breska togara meðan viðræður stæðu yfir. íslenskir ráðamenn hafa aldrei gefið líndir fótinn með að slikt yrði samþykkt. Þannig gerðist það þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hélt blaða- mannafund, er boði Heaths var tekið, að hann lagði áherslu á að fyrirmælum til islensku varðskipanna yrði i engu breytt. Hins vegar hefur það vakið mikla og eðli- iega undrun að ekki hefur komið til þess að klippt væri aftanúr togurum eða þeir teknir eftir að ákveðið var að ólafur Jóhannesson færi til London. Sú tor- tryggni, sem við þetta hefur vaknað, hefur einkum komið frá sjómönnum. Þannig greindi Auðunn Auðunsson skipstjóri frá þvi i viðtali við Þjóðviljann á laugar- daginn, að landhelgisgæslan hefði alls ekki sinnt kvörtunum um yfirgang land- helgisbrjóta. Hér er vissulega um mjög alvarlega tortryggni að ræða, sem verður að svara strax. En semsagfcÞað hefur aldrei verið léð máls á þvi að við hættum svokallaðri „áreitni” einfaldlega vegna þess að við höfum fært landhelgina ut i 50 milur. ís- lensk lögsaga nær út að 50 milum og við framkvæmum okkar lögsögu á þvi svæði Það er skylda islenskra stjórnarvalda að tryggja framkvæmd lögsögunnar — ef þau gerðu það ekki væru þau að slá slöku við að framfylgja islenskum lögum. Stjórnarandstaðan 'hefur aldrei farið fram á það beinum orðum, að við i raun hættum við útfærslu landhelginnar og færðum hana inn að 12 milum aftur með þvi að hætta „áreitninni”. Hins vegar hefur legið við að Morgunblaðið hafi út af fyrir sig talið þetta eðlilegustu aðferðina, þrátt fyrir allt 200 milna talið. Þvi segja má að stefna Sjálfstæðisflokksins i land- helgismálinu — ef stefnu skyldi kalla — miðist við 12 milur og 200 milur i senn svo fáranlegt sem það nú er. En um helgina gerðust þau tiðindi að ritstjórum Morgunblaðsins þótti mikið við liggja að votta Heath og Bretum hollustu sina. Voru skrifaðar makalausar hól- greinar um Heath, en Lúðvik Jósepssyni úthúðað að sama skapi i Morgunblaðinu. Þá kom fram i einni þessara hólgreina um Heath, að það er beinlinins skoðun rit- stjóra Morgunblaðsins og þá væntanlega forustu Sjálfstæðisflokksins um leið, að við eigum að láta allt eftirlit með fisk- veiðum innan 50 milnanna eiga sig ef and- stæðingar okkar i landhelgismálinu, Bretar og Vestur-Þjóðverjar, krefjast þess. Þessi ályktun er dregin af eftir- farandi tilvitnun i grein ritstjóra Morgun- blaðsins: „Þá er einnig vitað, að Willy Brandt, kanslari Vestur-Þýskalands, hefur mikinn áhuga á að leiða deiluna við Islendinga til lykta, ... Ekki alls fyrir löngu stóð til að hann kæmi við á Islandi og reifaði málið, en vegna áreitni við þýska togara á íslandsmiðum, skömmu áður en hann kæmi hingað, ákvað hann skyndilega að hætta við ferðina og bar við önnum. Þá sýndu islenskir ráðamenn litla stjórn- visku.” Þarf frekari vitna við? Er ekki ljóst að Morgunblaðið setur erlenda hagsmuni islenskum hagsmunum ofar? Er ekki ljóst að Bretar eiga að fá að skarka hér upp að 12 milum ef þeim sýnist svo? Er ekki ljóst að NATO er íslandi æðra i hugum ritstjóra Morgunblaðsins ? Sú makalausa tilvitnun, sem hér fór á undan, segir nægilega mikið um ihalds- forustuna i dag, til þess að enginn ætti framar að þurfa að taka mark á henni. Hún hefur dæmt sig sjálf svo rækilega, að eftir þvi verður munað. óþjóðleg afstaða hennar er hneyksli svo ekki séu notuð stærri orð. En þjóðin á i fórum sinum orð við hæfi slikra manna. Sagan hefur kennt okkur að nota þau orð. Likan af miöbæjarskipulagi Kópavogs GUNNAR EGGERTSSON: Kópavogsbúar hafa beðið um „miðbœ99 Ekki verður annaö sagt en aö hljótt hafi verið um Kópavogs- kaupstaö aö undanförnu. Það var tæpast á hann minnst i fréttum af óveðri þvi hinu mikla er gekk fyrir landið dagana 23.-24. sept. sl. og urðu þó skaðar hér, sem annarsstaöar. Samt varð það i hinum sama mánuöi að héöan bárust fréttir sem vöktu nokkra athygli. Var þar frá þvi sagt að fyrirtæki i eigu eins af bæjarfull- trúum Kópavogskaupstaöar væri farið að selja óbyggðar og ósam- þykktar ibúöir og bilastæði, ætluð almenningi, á hinu svokallaða miðbæjarsvæði i kaupstaönum. Astæðan fyrir þessari framtaks- semi bæjarfulltrúans eru þeir til burðir bæjarstjórnar aö koma sér upp miðbæ i Kópavogi. En þar sem enginn Kópavogs- búi, utan bæjarstjórnar, hefur óskað eftir slikum fram- kvæmdum, né séð þörf fyrir þær, hefur bæjarstjórn ákveðið að byggja skuli svo mörg fjölbýlis- hús sem frekast er hægt að troðg niður á hið mjög takmarkaöa svæði kringum félagsheimili bæjarins. tbúar þessara fjölbýlis- húsa eiga svo að skapa rekstrar- grundvöll fyrir þau þjónustu- fyrirtæki, sem þarna kynnu að verða reist. En nú er sú öld liðin að fátækir menn geti flúið til Kópavogs i þeim tilgangi að koma sér upp húsi yfir sig og slna, — fyrir þvi hafa séð reiknistokks- menn og braskarar. Enda hefur bæjarstjórn samþykkt aö gatnagerðargjald verði 500 kr. á rúmmetra i ibúðum á svæðinu og fyrir bilastæði skuli greiddar 80.000 kr. Aö þvi búnu er byggingabröskurum afhent framkvæmdin og hefst þá saga sú er greint var frá i fréttum blað- anna. Ekki hef ég heyrt hvað hinar ó- byggðu ibúðir áttu aö kosta, en heimildir eru fyrir þvi að bila- stæði væri selt á 385.000 kr. og geta fróðir menn af þvi ráðið hvað ekki ibúðin myndu kosta. Nú er það að sjálfsögöu ekki nema von bæjarstjórn Kópavogs þurfi að afla mikilla peninga til að standa undir þeim óhemjulega kostnaði, sem leitt hefur af þessum mið- bæjarframkvæmdum, og vilji þvi láta væntanlega ibúa svæöisins blæða vel i trogið. En það eru fleiri sem þurft hafa að borga i þetta miðbæjarævintýri ráða- manna okkar og á ég þar viö skattgreiðendur, bæði hér og annars staðar. Það væri kannski ekki ámælis vert að verktökum og verk- fræðingum væri leyft aö leika sér meö almannafé, likt og gert hefur verið hér i Kóðavogi, ef við hefðum þegar lokið þeim nauð synlegustu verkefnum er hverju bæjarféiagi er þarft og skylt að inna af hendi sem þjónustu við al- menning, áður en byrjað væri á ævintýramennskunni. En þessu er þvi miður ekki þann veg farið hér i Kópavogi. Skólabyggingar hafa verið mjög vanræktar nú siðustu árin, svo að til vandræða horfir og allt fræðslustarf liður stórlega fyrir. Þá er götulýsing i bænum i algeru lágmarki og hefur þar engin umbót verið gerð frá upphafi. Er hún viðast hvar meö þeim hætti að ljós hafa veriö hengd á gamla fúarafta, sem bera eða borið hafa uppi raflinur og er þetta sifellt að bila og eru heilu göturnar oft ljóslausar dögum saman eftir óveður til mikilla óþæginda fyrir ibúana og kostnaðar fyrir bæjarfélagið. Gangstétt er enginn til i öllum Kópavogskaupstað, utan nokkrir metrar i verðlaunareit Björns Einarssonar við fyrstu brú yfir Kópavogsgjá. Samgöngumál eru einnig i hinu versta ófremdar- ástandi. Á ferðum strætisvagna hafa engar umbætur oröið árum saman og nú á siðasta kjörtima- bili hefur keyrt úr hófi niður- niöslan og hirðuleysið um þessa nauðsynlegu þjónustu við al- menning. Þannig mætti lengi telja þær framkvæmdir og þá þjónustu sem við Kópavogsbúar höfum beðið eftir og teljum okkur hafa borgaö fyrir og eiga heimtingu á. En við höfum aldrei óskað eftir aö hundruðum miljóna væri sóaö i gjár og göng i Digraneshálsi eða monthús i ”miöbæ” Kópavogs. Kópavogi 14. okt. 1973 Gunnar Eggertsson. Umferðarmál í sjónvarpi Sjónvarpið mun fram til ára- móta sýna 10-12 fræðsluþætti um umferðarmál. Var fyrsti þáttur- inn sýndur sunnudaginn 14. okt., þar sem fjallað er um umferðar- slys, og verða þættirnir eftirleiöis sýndir á sunnudagskvöldum. Árni Þór Eymundsson, fulltrúi hjá Umferðarráði, kyrínir en stjórnandi er Sigqröur Sverrir Pálsson. Umfferöardeild lögreglunnar hefur aðstoðað Markmið þessára þátta er tvi- þætt: Ánnars vegar er þeim ætlað að rifja upp atriði sem öllum eru reyndar Lunn, en eru líklega orð- in þaö Hyersdagsleg, að veg- farendur véita þeim ekki lengur athygli. Hins vegar verður reynt aö taka fyrir atriði, sem sifellt valda mönnum heilabrotum, og oft er deilt um( þegar umferðar- mál eru til umlæðu. Helstu atriði, sem tekin verða til meðferðar í„þáttunum, ei Forgangur i umferð, beygji akstur eftir umferðarljósu akstur á akreinumog hringtoi um, bil milli bifreiða stöðvunarvegalengdir, akstur hraðbraut, vetrarakstur, börni umferðinni og akstur með ljósu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.