Þjóðviljinn - 16.10.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.10.1973, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJ6DVILJINN Þriðjudagur 16. október 1973. þaö er óhætt að reikna með ODHNER Með áratuga reynslu hérlendis hefur ODHNER skipað sér framar sambærilegum reiknivélum - vegna þægilegs vinnufyrirkomu- lags, fljótvirkni og endingar. Sölumenn okkar eru reíðubúnir að gefa yður ýtarlegar upplýsingar um ODHNER reikni- vélarnar og sýna yður hverníg þær reikna. Reynslan hérlendis, bæði varðandi ODHNER vélar og þjón- ustu, hefur sannað að yður er óhætt að reikna með ODHNER. Qísli %3. %3ofínSen Lf. VESTURGÖTU 45 SÍMAR: 12747-16647 ARISTO MeS aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóia- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271. Auglýsingasíminn er 17500 Af erlendum bókamarkaði The English J.B. Priestley. Heinemann 1973. Guðmundur Finnbogason og Benedikt frá Hofteigi hafa sett saman bækur. sem hliðstæðar eru þessari bók Pristleys, sem eru Islendingar og Islenski bóndinn. Höfundarnir leitast við að lýsa eðli þjóðarinnar og þeim einkennum sem greina hana frá öðrum þjóðum. Verkefnið er margþætt og krefst ekki aðeins þekkingar á eigin þjóð, heldur einnig á öðrum þjóðum, auk mik- illar sögulegrar þekkingar og sál- fræðilegs skilnings. Þegar talað er um islenska þjóð og enska þjóð, þá þarf að hafa i huga að fá- menni þeirrar fyrrnefndu orkaði þvi að hér hafa ekki mótast erfða- stéttir, en þær hafa aftur á móti mótað mjög ensku þjóðina, svo mjög að Disraeli talaði um tvær þjóðir á Englandi á 19. öld. Priestley verður þvi að skrifa um að minnsta kosti tvær þjóðir i bók sinni, tvær stéttir, og gerir hlut beggja þannig, að enskir les- endur mega vel við una. Höfundur gerir litið úr umsögnum erlendra mana um Englendinga og til erlendra þjóða telur hann Ira og Skota, enda myndu þær þjóðir verða litt hrifnar af þvi að vera taldar enskar. Priestley er nokkur vorkunn að hundsa umsagnir út- lendinga, þvi þær eru yfirleitt heldur neikvæðar fyrir Englend- inga. Hann velur þvi þann kost, að lýsa þessu fólki sjálfur, án til- lits til erlendra skoðana, og þeim aðstæðum, sem hafa mótað það. Súldin og þokan telur hann for- senduna að andlegu ásigkomulagi Englendinga, skýrleikaskort- urinn i skilgreiningum, og áráttan til flatneskjulegra stað- hæfinga, sem eru i raun algjör- lega merkingarlausar, einnig á þokan og suddinn sjálfsagt sinn þátt i undarlegri sjálfréttlætingu við flest tækifæri og auk þess má nota þokuna til þess að h'ylja það, sem þeim er ólystugt að viðurkenna sem staðreyndir. Þessi einkenni telur Priestley Englendingum til tekna og stað- hæfir að aðferð strútsins hafi oft komið þjóðinni vel, nema hvað Englendingar þurfa ekki annað en þokuna, þar sem strúturinn stingur hausnum isand. Hræsnin, sem margir vilja telja eitt ein- kennið, telur Priestley votta djúpan skilning og raunsæi, sama er að að segja um lygina, sem hann telur venjulega orsakast af slysni eða misskilningi, en eins og menn vita þá ljúga Englendingar aldrei visvitandi. Höfundur segir að Eng- lendingar séu ólikari öðrum þjóðum heldur en þeir „hugsi” sig vera, en ekki eins ólika eins og þeim „finnist” þeir vera. Hann gerir mikið úr þvi hversu mjög gjörðir þeirra stjórninst af til- finningu fremur en hugsun og rökhyggju, og þar kennir aftur þokunnar.það er oft erfitt að átta sig á áttum i svartri þoku, þá verða instinktin að ráða. Nokkrir kaflar eru um listir og lorda og alls staðar reynir höfundurinnn að berja i brestina, þar sem honum þykir þurfa, og gera það, sem aðrir myndu telja til lýta, kátlegt eða jafnvel ágætt. Bókin ber fullmikið þess merki að vera apólógia, fremur en alvarleg krufning á eðli þjóðanna sem byggja landið. Viða má finna skemmtilegar frásagnir af enskum sérvitringum og mynda- valið er ágætt og bera þar myndir Hogarts af, enda hefur enginn enskur teiknari gert jafn raun- sannar myndir af enskum fyrir- mönnum og enskum skril. Priestley gerir full litið úr ýmsum kostum Englendinga, sem gestaugað sér glöggt, t.d. sá formalismi og kurteisi, sem vissir hópar þar i landi iðka, afskipta- leysi af högumannarraog sú dýrð- lega þögn, sem rikir I enskum samgöngutækjum, sem verður mörgum hrein unun, einkum ef komið er frá meginlandinu. Þeir iðka einnig heiðarleika i við- skiptum, sem er i rauninni sjálf- sagður hlutur, minnsta kosti við jafningja sina og innan viss við- skiptaramma. Sú tilgáta hefur komið fram, að ágæti enskra bók- mennta orsakist af áhugaleysi þjóðarinnar á bókmenntum. Það þarf mikla snilli til þess að vekja sjösofendur og þvi hljóta skáldin að yrkja á þann hátt að skáld- skapur þeirra rjúfi þykkar hlustir og það má minna á að Shake- speare varð fyrst metinn af erlendum þjóðum, Englendingar skildu hann ekki fyrr en eftir eitt hundrað og fimmtiu ár frá andláti hans. Það er reyndar þakkarvert að andóf einnar þjóðar gegn fögrum listum og bókmenntum orsaki þvi meira ágæti i verkum skáldanna. Reynsla Islendinga af Englend- ingum er misjöfn, enda hafa full- trúar Englendinga hér við land, ekki verið neitt mannval frá 1408. Enskir ferðamenn voru hér nokkuð á sveimi á sl. öld og urðu þá nokkrir islenskir kaupsýslu- menn til þess að gerast lakajar þeirra eða þjónustumenn og i þeim hópi áttu Englendingar sina styrktarmenn hérlendis og siðar i arftökum þeirra. A striðsárunum fylltu Englendingar landið „erlendum óþrifa bælum” eins og skáldið sagði. Siðar fylltust þau bæli af frændum þeirra vestan hafs og þaö er fyrst á þessum misserum, sem von er um að hreinsað verði út úr þeim. Menningarleg samskipti þjóð- anna hafa verið með eðlilegu móti, svipuð samskiptum og við aðrar útlendar þjóðir nema hvað aukin áhrif götuensku eru til nokkurs ama. Þótt reynsla landsmanna af hegðunarháttum Englendinga nú i islenskri landhelgi vekji tak- markaða aðdáun, og sýni annað andlit þessara útlendinga, en þeir setja upp á friðartimum, þá er einsýnt hvernig fara muni, út- lendingar hafa nokkuð aðrar bug- myndir um Englendinga en þá, sem lakajar þeirra hér á landi og þeir sjálfir vilja draga upp og er dregin upp i þessari bók Priestíeys. Das Materia lismus- problem, seine Geschichte und Substanz. Ernst Bloch. (Gesamtausgabe Band 7.) Suhrkamp Verlag 1972. Ernst Bloch er meðal áhrifa- meiri marxiskra heimspekinga, höfuðverk hans eru Geist der Utopie, Das Prinzip Hoffnung, Das Materialismusproblem.. og Thomas Miinzer als Theolog der Revolution. Suhrkamp verlag er langt komið að gefa út heildarút- gáfu verka hans auk þess sem það hefur gefið út ýmis rit hans i sér- útgáfum. I þessu riti fjallar höf- undurinn um efnishyggjuna og afstöðu heimspekinga liðinna alda til kenninga hollensku frum- spekinganna. Höfundur spyr hversvegna flest allir merkari heimspekingar, siðan Demokritos var og hét, hafi verið hughyggju- sinnar. Höfundur minnist setn- ingar sem höfð er eftir Lenin um að skynugur materialisti sé skyldari og nákomnari skynugum idealista heldur en skillitlum materialisma. Það er ný-marx- isminn og vulgar marxisminn sem gerir allan muninn á afstöðu Blocks. Hann ræðir material- ismann i viðri merkingu og rekur heimspeki hans frá timum frum- spekinganna fyrir daga Sókra- tesar og um skólaspekina fram á 19. öld. 1 þeim köflum koma fram kenningar idealistanna um efnið. I öðrum hluta ritsins kryfur Bloch hugtakið efni og efnishyggja og sýnir fram á, að jafnvel hinar svonefndu andstæður, efni og andi,séu fjarri þvi að vera slikar, sem skillitlir idealistar og materialistar álita. 1 riti Blochs kennir áhrifa frá Hegel, enda lauk sá maður upp viddum, sem orka frjógvandi á lærisveina hans. Satt best að segja Hvað hefur komið fyrir Guðfrœðideild Háskólans? Já, margt hefur verið rætt og ritað um hið hörmulega valdarán hershöfðingjanna i Chile á dögunum, og margur hefur þar opinberað geðslegar hugmyndir sinar um lýðræðið, eöa hitt þó heldur. Þó held ég aö enginn hafi sprænt jafn duglega i andlit þjóðarinnar og guðfræðingurinn Jón Jensson stud. theol., i grein sinni um þetta efni i Mogganum 26. sept. sl. Ég vil nota tækifærið til að skora á alla landsmenn að lesa þessa ritsmíð gúðfræðingsins. Eftir lestur hennar varð mér ljóst, að helvitiskenningin er hreinn hégómi. Með orðaforða, sem ekki er beinlinis úr Bifliunni, eru eftirmæli guðfræðingsins um Allende og allt hans „glæpa- hyski og froðusnakka, lýð- skrumara og þursa” af sliku tagi, að ég held að full þörf sé á að opinber rannsókn verði látin fara fram á kennslunni i guðfræðideild Háskólans. Væri fróðlegt að vita hvað þar er kennt um kærleikann, sann- leikann og réttlætið. Eða of- beldi, morð, nauðganir, pynd- ingar, fangelsanir, aftökur og ofsóknir. Fyrst guðfræðideildin var svo ólánsöm að það skyldi vera Jón Jensson stud. theol sem þorði að skrifa þegar skoðanabræður hans flestir þögðu, þá verður allavega að teljast réttmætt, að Jón þessi birti mynd af sér i næsta blaði, svo að saklausir guðfræðingar liggi ekki undir grun. Einnig yrði slik mynd gagnleg fyrir væntanlegan söfnuð Jóns Jenssonar, stud. theol. Áfengis- neyslan eykst í sífellu Sala áfengis jókst um nærri 40 prósent mánuðina júli-sept. miðað við sama tima i fyrra. Verðhækkun hefur orðið nokkur síöan i fyrra, en þó er um verulga neysluaukningu að ræða, segir i skýrslu áfengisvarnarráðs sam- kvæmt heimildum Afengis- og tóbaksverslunar rikisins. KORNELfUS JÚNSSON skAtoyttrehiatig 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.