Þjóðviljinn - 16.10.1973, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 16. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
BOÐORÐIÐ
12
— Hann er svon i eðli slnu —
eða hefur orðið svona. Hann getur
einfaldlega ekki að þvi gert.
Mark sagði gramur: — Þú ert
þó ekki að bera i bætifláka fyrir
hann!
— Nei,það er ekkert að afsaka
— en eiginlega ekki það gagn-
stæða heldur...
— Jæja? Hamingjan góða.
Þetta er meindýr.
— Já, það má segja það. En
hann er svona gerður, rétt eins og
vespan hefur broddinn og hún
getur ekki annað en notað hann
undir réttum kringumstæðum.
— Nei, þú ert nú einum of
umburðarlyndur, sagði Mark. —
Segðu mér, hefurðu hugsað þér að
sætta þig við að hann skuli fé-
fletta þig svona?
— Ég held að það sé óhjá-
kvæmilegt. Hann hefur tökin á
mér, eins og hann myndi sjálfur
orða það.
— Og þú hefur ekkert á hann
sem þú getur notað til að fá hann
til að skila peningunum, þegar við
höfum lokið við verkið?
Ég hrist höfuðiö: — Það hefur
enginn neitt á Alex. Hann er of
háll. Hann smýgur alltaf úr
greipum manns.
Mark sagði: — Það hlýtur að
vera einhver leið...
Hann virtist hafa fundið hana,
og þegar ég kom aftur til Strand-
huse lagði ég bilnum hjá hótelinu
til að kynna mér málin nánar.
7
Enn var hálftimi þangað til von
var á fastagestunum i fimmbjór-
inn sinn. Rósa sat ein i veitinga-
stofunni við borðið næst dyrunum
og var að prjóna peysu. 1 minum
augum var hún ekki stærri en svo
Lausn
á krossgátu
Lausn á siðustu krossgátu:
1 = S, 2 = 0, 3 = P, 4 = U, 5 = R,
6= Ó, 7 = L, 8 = K, 9 = 1, 10 = N,
11*Þ, 12 = Ý, 13 = F, 14 = A, 15 = T,
16 = A, 17 = 0, 18 = E, 19 = Ð, 20 = 1,
21 = M , 22 = D , 23 = Æ, 24 = G,
25 = 0, 26 = Y,27= J, 28 = V, 29= É.
Brúðkaup
Þann 22/9 voru gefin saman i
hjónaband i Selfosskirkju af séra
Sigurði Sigurössyni Jóhanna Sól-
ey Jóhannsdóttir , og Guðjón
Skúlason. Heimili þeirra er að
Guðrúnargötu 1, Reykjavik.
(Ljósm.st. Suðurlands, Selfossi)
að hún hefði varla nægt handa
mánaðargamla kettlingnum sem
þau voru nýbúin að eignast, en
liklega var hún ekki ætluð honum.
— Hæ, sagði ég. — Allt i blóm-
anum?
— Uhm, sagði hún til samþykk-
is og horfði niður um sig með
björtu eftirvæntingarbrosi, þótt
enn ætti hún eftir f jóra mánuði og
það rétt aðbyrja að koma bunga
a magann. Og siðan leit hún á
mig, rétt eins og við tvö ættum
leyndarmáliö saman og hún
sagði:
— Hann er byrjaöur að hreyfa
sig. Eða hún.
— Þú getur ekki haldið áfram
að segja hann eða hún, sagði ég.
— Geturðu ekki bráðum farið
að taka endanlega ákvörðun? Ef
þú vilt fara að minum ráðum, þá
sjáðu til þess að fá eins, eintak.
— Eins eintak og hvað?
— Eins og þú, sagði ég og
horfði á hana. Rósa er ekki sér-
legahávaxinog hún er ósköp grönn
en rnjaðmirnar voru þó þannig
lagaðar að þær ættu að geta kom-
ið barni ósködduöu i þennan erf-
iða heim. Undir glóbjörtu hárinu
sem dökknar eilitið á veturna,
blasir við hreint og tært augna-
ráð, heiðblátt eins og marsfjóla.
Þegar hún horfir beint á mann, og
það gerir hún, má sjá að nefið á
henni er örlitið skakkt og upp-
brett um leið. Það togar stuttu
efri vörina með sér og sé brosið á
næsta leiti bólar strax á tveim
framtönnum sem eru töluvert
stærri en hinar.
Þetta virðist kannski ekki nein
dásemd. En það var hún samt.
—-Mér likar módellið, sagöi ég.
— Komdu bara með annað til.
— Já, þessi var góður, sagði
hún og notaði oröfæri Marianne
sem hún umgekkst talsvert og leit
vist upp til. Svo nátengd var hún
henni, að hún hafði sagt henni frá
hinu blessunarlega ástandi sinu
— sem reyndar er gamaldags
orðalag en átti við i þessu tilviki
— sama daginn og hún hafði sagt
Mark frá þvi. Þá voru þau ekki
gift, en það stóö til. Marianne
hafði lagt sig alla fram við að út-
vega þeim ibúð, hún hefði senni-
lega aldrei lagt eins hart að sér
fyrir okkur. Ég held jafnvel að
hún hafi spurst fyrir hjá bæjar-
hjúkrunarkonunni — af mikilli
háttvisi auövitað — um það hvort
einhver lægi alvarlega veikur og
hefði ef til vill ekki þörf fyrir hús-
næði i náinni framtið... Henni
hafði lika tekist að útvega ibúð,
án þess að það kostaði dauðsfall,
heldur hafði viðkomandi flust
burt frá Strandhuse.
— Kemurðu til að fá þér bjór?
spurði Rósa og ætlaði að leggja
frá sér prjónana.
— Nei, sittu bara kyrr, ég ætláði
bara að spjalla dálitið við þig,
sagði ég og settist hinum megin
við borðið. — Mig langaði til að
frétta nánar af þvi sem gerðist
hérna i gærkvöldi. Þú veist
kannski að ég kannast við náung-
ann sem varð fyrir þessu — Alex
Petersen?
— Já, sagði hún og leit upp.
Fingur hennar héldu áfram að
auka við lykkjurnar meðan hún
spurði hljómlausri röddu:
— Þekkir Mark hann lika?
— Hvað áttu við? spurði ég
skelkaður. — Nei, það gerir hann
Hinn 15. september voru gefin
saman i hjónaband á ísafirði af
séra Siguröi Kristjánssyni Guð-
riður Guðmundsdóttir og Guð-
mundur Jörundsson. Heimili
þeirra er i Reykjavík.
(Ljósmyndastofan LEÓ Isafirði)
Þriöjudagur 16. október
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustu-
gr. dagbl.) 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.45. Morgun-
stund barnannakl. 8.45. Einar
Logi Einarsson les miðhluta
sögu sinnar „Stebbi og Stjáni á
sjó.” Tilkyhningar kl. 9.30.
Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli liða. Við sjóinn kl. 10.25.
Ingólfur Stefánsson ræöir við
Kristján Ragnarsson fram-
kvæmdarstjóra Landsam-
bands isl. útvegsmanna.
Morgunpopp kl. 10.40.Judy
Collins syngur. Fréttir kl. 11.00.
Hljómplöturabb (endurt.
þáttur G.J.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunn-
laugsson leikur létt lög og
spjallar við hlustendur.
14.30 Siðdcgissagan: „Viö landa-
mærin” cftir Terje Stigen.
Þýðandinn, Guðmundur Sæ-
mundsson les (4)
15.00 Miðdegistónleikar: Birgit
Nilsson, Fritz Uhl, Regina
Resnik, Tom Krause og
Filharmóniusveitin i Vin flytja
atriði úr óperunni „Tristan og
Isold” eftir Richard Wagner,
George Solti stj.
Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið.
17.05 Tónleikar.
18.30 Fréttir.
18.45 Veðurfregnir.
18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Fréttaspegill.
19.20 Umhverfismál. Haúkur
Ragnarsson tilraunarstjóri á
Mógilsá talar ums skógrækt i
framtiðinni.
19.35 Um norræna samvinnu.Jón
Skaftason alþingismaður flytur
erindi.
19.55 Lög unga fólksins.Sigurður
Garðarsson kynnir.
20.55 lþróttir.Jón Asgeirsson sér
um þáttinn.
21.15 „Sex gamlar áritanir” eftir
Debussy. Jean-Francois
Paillard stjórnar kammer-
hljómsveit sem leikur.
21.30 Sjómaðurinn. Höfundurinn,
dr. Sveinn Bergsveinsson,
flytur drama i ljóðum og lausu
máli.
22.15 Veðurfregnir. „Sálumessa”
smásaga eftir Frank O’Connor
i þýðingu önnu Mariu Þóris-
dóttur. Jón Aðils leikari les.
22.45 Harmonikulög. Grettir
Björnsson leikur.
23.15 Fréttir i stuttu máli. Dag-
skrárlok.
wfl
ekki — nema hvað hann veit hver
Alex er.
— Já, þannig, endurtók hún. —
Jú, ég heyri það svo sem á þér. Þú
heldur það lika.
— Hvað held ég?
— Jú, vist heldurðu það. Ég má
bara ekki vita neitt.
— Um hv,aö ertu eiginlega að
tala?
— Þetta sem gerðist i gær-
kvöldi... og Mark.
— Nei, heyrðu mig nú, hvernig
dettur þér það i hug? sagði ég og
var vist ekki sérlega sannfær-
andi. — Hefur Mark sagt —
— Hann hefur ekki sagt neitt...
En ég þekki hann.
Hún vafði prjónadótinu saman
og það fóru viprur um munninn á
henni. Og svo sat hún mæðuleg og
hélt höndunum upp að bústnum
maganum.
— Ef þeir taka hann, Johs, hvað
eigum við þá' að gera?
— Hæ, hæ, sagði ég og flýtti mér
að teygja höndina yfir borðið og
gripa um aðra hönd hennar. — Ég
er hérna hjá þér, er það ekki?
— Þú getur ekki gert neitt ef
þeir komast að þvi!
— Rósa, hlustaðu nú á mig:
Mark var heima hjá okkur i gær-
kvöldi þegar það gerðist.
— Það er auðvitað eintóm lygi,
sagði hún og fór að kjökra. — Af
þvi að þú ert að reyna að hylma
yfir með honum.
— Hvað á nú þetta að þýða...
eintóm lygi! sagði ég. — Eigum
við ekki að reyna að breyta um
tón og byrja á byrjuninni? Hvað
er það sem þú imyndar þér?
—- Ekki neitt. Það er þá eitt-
hvað.
— Rósa, leystu nú frá skjóð-
unni, sagöi ég og bætti við ein-
hverju um það, að það væri hreint
engin hætta á ferðum. Nei, það
kæmi ekkert fyrir hann Mark
hennar. Ég skyldi sjá um það.
Vertu alveg róleg, sagöi ég og
reyndi að sýna öryggi sem var
reyndar aðeins á ytra borðinu —
og þarftu ekki að halda áfram að
prjóna, fyrst þú situr þarna og
hefur ekkert að gera?
Hún fór reyndar að prjóna og
þótt hún missti niður lykkjur og
yrði að rekja upp, virtist prjóna-
skapurinn hafa róandi áhrif á
hana.
— Ég veit vel að Mark lenti einu
sinni i klandri, sagði hún og ég
svaraði þvi til, aö siðan væru liðin
mörg ár, enda hefðu það ekki ver-
ið annað en strákapör.
— Og hann var lika i hnefaleik-
um einu sinni, sagöi hún alveg ó-
vænt — En ég hélt að þetta væri
allt saman úr sögunni.
— Og hvað fær þig til að
halda...?
— Sjáðu til, ég gekk um beina
hér i veitingastofunni i gærkvöldi,
og þegar klukkan var rúmlega
hálfellefu hringdi Mark til min og
spurði hvenær hann hann kæmi
heim og ég sagöist myndu loka
strax og siðasti gesturinn væri
farinn upp. En hann var nýbúinn
að kaupa sér drykk, svo aö það
tæki sennilega hálftima að losna
við hann og hann væri auk þess
dálitið fullur ...Það var Alex
Petersen.
— Sagðirðu Mark það — að það
væri Alex?
— Já, vegna þess að hann
spurði mig... og hann spurði lika
hversu fullur hann væri, og ég
Þann 22/9 voru gefin saman i
hjónaband á tsafirði af séra
Sigurði Kristjánssyni Anna
Guðrún Guönadóttir og Brynj-
ólfur óskarsson. Brúðarmær var
Harpa Stefánsdóttir. Heimili
þeirra er að Pólgötu 4, tsafirði.
(Ljósmyndastofn LEÓ Isafirði)
Þ RIÐJUDAGUR
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 lleima og heiman.Brezk
framhaldsmynd. 4. þáttur.
Skellt við skollaeyrum.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir. Efni 3. þáttar:
Brenda fer til Póllands með
vinnuveitenda sinum. Henni
fellur dvölin þar vel, og þeg-
ar sýnt er, að þau hafa
ætlað sér of stuttan tima til
að ljúka verkefninu, hringir
hún heim og segir manni
sinum að hún komi eftir fá-
eina daga. Hann tekur þvi
afar illa og krefst þess, að
hún komi heim þegar i stað,
og hjálpi til að leysa að-
steðjandi fjölskylduvanda-
mál. Umrætt vandamál er
einkum i þvi fólgið, að
yngsti sonur þeirra hjóna
hefur hætt latinunámi i
skólanum og snúið sér að
matreiðslu þess i stað.
21.25 Skák. Stuttur, banda-
riskur skákþáttur. Þýðandi
og þulur Jón Thor Haralds-
son.
21.35 Heimshorn. Fréttaskýr-
ingaþáttur um erlend mál-
efni. Umsjónarmaður Jón
Hákon Magnússon.
22.05 Plimpton, maðurinn i
svifrólunni. Bandarisk
mynd um ævintýramanninn
George Plimpton, sem eink-
um er kunnur fyrir það, að
gera hluti, sem flestir láta
sér nægja að hugsa um. 1
þessari mynd hefur hann
æfingar með flokki loftfim-
leikamanna, og eftir 10 daga
þjálfun tekur hann þátt i
sýningu. Þýðandi og þulur
■ Jón O. Edwald.
22.55 Dagskrárlok.
^ií<5xoi» h{.
Indversk uiiilraveröld.
Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjölbreytt
úrval af austurlenskum skraut- og listmunum
m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakka,
smádúka, batik-kjólefni, indversk bómullarefni,
töíl úr margskonar efniviði, málmstyttur, vörur
úr bambus og margt fleira nýtt.
Einnig margar tegundir af reykelsi og reykelsis-
kerum. Gjöfina sem gleður fáið þér I
Jasmin Laugavegi 133.
goymimi fó
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
Auglýsingasíminn er 17500
E
wdvhhnn