Þjóðviljinn - 16.10.1973, Blaðsíða 16
MOBVIUINN
Þriðjudagur 16. október 1973.
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldslmi blaöamanna er 17504
eftir klukkan 30:00.
Nætur-, kvöld- og helgarþjónusta
apótekanna í Reykjavik vikuna
12. til 18. október er i
Laugarnesapóteki og Ingólfs-
apóteki.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Sýrlandsher sigraður
— Egyptar i sókn á sunnudag
segja Israelar,
KAIRÓ, DAMASKUS, TEL AV-
IV, BEIRÚT 15/10 — Ekkert lát
er enn á striðinu fyrir Miðjarðar-
hafsbotni, sem nú hefur staðið i
hálfa aðra viku. israelsmenn
segjast nú hafa gersigrað sýr-
lenska herinn og geti þeir þvi á
næstunni einbeitt sér að Egypt-
um, sem segjast hafa unnið veru-
lega á I sókn, er þeir hófu I birt-
ingu á sunnudagsmorgun.
lsraelsmenn segjast nú hafa
stöðvað þá sókn.
Mosje Dajan, varnarmálaráð-
herra israels, hélt þvi sjálfur
fram I gærkvöldi að nú væri svo af
sýrlenska hernum dregiö að
BANGKOK 15/10 — Stjórn Tai-
lands hefur sagt af sér og for-
sprakki hennar, Tanon Kittika-
korn, flúið land, eftir heiftarlegar
óeirðir i Bangkok, höfuðborg
landsins, núna um helgina. Um
fjögur hundruð manns munu hafa
látið lifið i óeirðunum, og varð
mannfallið mest er hermenn með
skriðdreka sér til stuðnings gerðu
WASHINGTON 15/10 — Fróð-
leiksmenn um gang mála I innstu
hringjum alþjóöastjórnmála i
Washington fullyrtu I dag, að
Bandarikin og Sovétrlkin myndu
næstu dagana I sameiningu koma
á framfæri tillögu um vopnahlé i
yfirstandandi strlöi tsraela og
Araba. Er hermt að I tillögunni
verði út frá þvl gengiö aö stríðs-
aðilar haldi þeim stöðvum, sem
þeir fyrirfinni sig i þegar vopna-
hlé gangi I gildi.
Kissinger utanríkisráðherra
engra afreka væri af honum að
vænta um nokkra framtlð. Dajan
sagði lika að tsraelsmenn hefðu
stöðvað sókn Egypta á Slnal og
eyðilagt fyrir þeim yfir tvö
hundruö og tuttugu skriðdreka. Á
sýrlensku vigstöðvunum heldur
israelska stórskotaliðið uppi skot-
hrlð á „hernaðarlega mikilvæg
skotmörk” I úthverfum Damask-
us. Sagði talsmaður tsraelshers I
Tel Aviv að skothriö þessi væri
einkum til þess ætluð að „minna
borgarbúa á að við erum á næsta
leiti”. Dajan sagöi að aöstaða
tsraelsmanna á sýrlensku vig-
stöövunum væri nú svo sterk, aö
mikla skothrið á mótmælendur,
er réðust til áhlaups á hverfið,
þar sem helstu ráðuneytin eru til
húsa.
Stúdentar og skólaaeska höfðu
forustu um mótmælin, sem brut-
ust út þegar stjórnin lét fangelsa
þrettán forustumenn vinstrisinn-
aðra samtaka. Búmibol Tailands-
konungur fól i dag sextiu og sex
Bandarikjanna á þegar að hafa
upplýst Abba Eban, utanrikisráð-
herra tsraels, um meginefni til-
lögunnar. Kissinger kvaö enn-
fremur hafa fullvissað Eban um
að Bandarikin myndu halda á-
fram aö sjá Israel fyrir vopnum
og verjum héreftir sem hingað til,
en hinsvegar likaði Bandaríkjun-
um miöur að striðiö héldi áfram I
þaðóendanlega. Sagt er að Banda-
rlkjastjórn hafi þegar ákveðið að
senda tsraelsmönnum allnokkrar
Phantom-þotur til aö bæta upp
flugvélatjón slðustu daga.
þeir gætu leyft sér að flytja þaðan
eitthvað af bæði flug- og landher á
suöurvigstöðvarnar gegn Egypt-
um. Taliö er að Israelsmenn hafi
ekki I hyggju að taka Damskus,
en á hinn bóginn muni þeir leggja
áherslu á aö ná mikilvægri her-
stöð um tiu kilómetra suðvestur
af borginni. Dajan sagði enn-
fremur að framtið tsraels væri
undir þvi komin að það léði ekki
máls á voðnahléi fyrr en herir
bæði Egypta og Sýrlendinga hefði
verið gersigraðir. — Hreint út
sagt, þá ætlum við að ganga svo
frá þeim að þeir geti yfirhöfuð
ekki talað um strið framar, sagöi
ára gömlum háskólarektor, Sanja
Tammasak, að mynda nýja
stjórn. Komst konungur svo að
orði að þetta væru sorglegustu at-
burðirnir i gervallri Tailandssög-
unni.
Mótmælaaldan, sem fyrr-
greindar handtökur leystu úr læð-
ingi, er hvergi nærri stöðvuð, og
meðal annars hafa mótmælendur
jafnað við jörðu lögreglustööina i
Bangkok og annarri borg til. Mót-
mælendur krefjast þess auk ann-
ars að herinn i landinu verði
sviptur öllum pólitiskum völdum.
Einnig vilja þeir að núverandi
stjórnarskrá landsins, sem að
sjálfsögðu er miðuð við þarfir yf-
irstéttarinnar, verði numin úr
gildi.
Tailand hefur sem kunnugt er
til þessa veriö þekkt sem eitt
tryggasta fylgiriki Bandarikfl
anna i Suöaustur-Asiu
Rjúpnaleit i stað
landhelgisgæslu
Fátt gerist I landhelgismálum
þessa dagana.
Ekkert landhelgisflug var flog-
ið á sunnudag þrátt fyrir fádæma
gott flugveður. Hins vegar var
flogið I leit að rjúpu þann dag.
Eins og alþjóð er kunnugt er
Landhelgisgæslan jafnframt
björgunarsveit. Þvi var það að i
hinu ágæta flugveöri I gær sem
tilvaliö hefði verið að nota til þess
að telja landhelgisbrjóta, var
flogið i leit að rjúpnaskyttu, en
hún var talin týnd. Skyttan fannst
þó, lifandi lífs.
Veit Gæslan þvi ekkert hversu
margir fiskiþjófar halda sig inn-
an 50 milna markanna.
— úþ
Israelski varnarmálaráðherrann.
Taliö er aö sókn egypska hers-
ins á Sinaí á sunnudaginn hafi
ekki hvaö slst verið til þess gerö
að draga úr þunganum I sókn
tsraela gegn Sýrlendingum. Var
þar barist af hörku frá sólarupp-
rás og fram i myrkur, og segjast
Egyptar hafa sótt fram allan dag-
inn. Þá hafi egypskar vikinga-
sveitir gert árásir á stöðvar tsra-
ela á Miöjarðarhafsströnd Sinai
og gert mikinn usla. Egyptar
segjast hafa eyðilagt hundrað og
fimmtiu skriödreka fyrir lsrael-
um I dag og gær og einnig skotiö
niöur fyrir þeim margar flugvél-
ar, en tölur bæði þeirra og Sýr-
lendinga um flugvélatjón and-
stæöinganna eru þó ólikt hóflegri
nú en i fyrsti striösvikunni.
Egyptar geta þess ekki að þeir
hafi sótt fram i dag, en segjast
hafa hrundið öllum gagnáhlaup-
um tsraelsmanna.
Sýrlendingar segjast hafa unn-
ið nokkuð á I gagnáhlaupum á
sunnudagskvöld, en árla i morg-
un hafi tsraelsmenn endurnýjað
sókn sina og sé þar nú barist af
hörku með skriðdrekum, stór-
kostaliöi og fótgönguliði. Sýrlend-
ingar segjast nú hafa iraskar,
marokkanskar, saúdi-arablskar
og jórdanskar hersveitir I liði
meö sér, en ekki er að sjá að sá
liðsauki hafi komið þeim að miklu
haldi enn sem komið er. Sagt er
að um tvö til þrjú þúsund
jórdanskir hermenn berjist á sýr-
lensku vlgstöðvunum, og mun
Hússein konungur hafa tekið það
ráð að senda þá þangað til að
firra sig ásökunum annarra
Arabaleiðtoga um svik. Hins veg-
ar er þessi stríðsþátttaka hans llt-
ið meirá en táknræn, og mun
hann því vonast lil þess aö sleppa
við meiriháttar hefndaraðgerðir
af háífu Israelsmanna. tsraels-
menn segja að framvarðarsveitir
þeirra séu nú aðeins tuttugu og
tvo kilómetra frá Damaskus.
Fréttir frá báðum aðilum benda
til þess að miklu minna hafi verið
barist I lofti um helgina en dag-
ana áður.
Lagadeild Háskólans efnir til
námskeiðs i Evrópurétti I októ-
ber. Aðalkennari verður dr. H.G.
Schermers prófessor, forstöðu-
maöur Evrópustofnunar Há-
skólans I Amsterdam, og mun
hann hafa kennslu 22.-27.
október, siödégis alla dagana.
Áöur eru ráðgerðir 2 umræöu-
fundir til undirbúnings. Nám-
skeiö þetta er einkum ætlaö lög-
fræðingum og laganemum.
Nánari upplýsingar veita Þór
Vilhjálmsson prófessor og Páll
Skúlason, bókavörður, Lögbergi
og taka þeir einnig við þátttöku-
beiönum.
AMMAN 15/10 — Varnarmála-
ráðuúeyti Saúdi-Arabiu tilkynnti
á sunnudagskvöld að saúdi-ara-
biskt herlið hefði nú veriö sent til
liös Sýrlendingum. Er hér um aö
ræða tvö þúsund manna liö, sem
Saúdi-Arbabiukonungur hefur
haft I Jórdaniu frá þvi i sexdaga-
striðinu, Hússein kunningja sin-
um til trausts og halds.
Blaðið Al-Kvabas i Kúvæt til-
kynnti samtimis að Kúvæt hefði
sent stórkostaliðsherdeild til full-
tingis Sýrlendingum. Samkvæmt
tilkynningum hlutaðeigandi
stjórna hafa þá eftirtalin Araba-
rlki sent her til liðs við Egypta og
Sýrlendinga: Saúdi-Arabia, Irak,
Israelar
sigur-
vissir
segir Salbjörg
Jónsdóttir úr
Eyrarsveit,
nýkomin heim úr
kúlnaregninu
á Golan
Þjóðviljinn hafði i gær tal af
Salbjörgu Jónsdóttur frá
Nýjubúö I Eyrarsveit, sem er
ein af fjórum islenskum ung-
lingum er nýkomnir eru til
landsins frá ísrael. Þau voru
öll á samyrkjubúinu Sjamir,
en þaðan eru aðeins rúmlega
tuttugu kilómetrar að vopna-
hléslinunni frá þvl eftir sex-
dagastriðið, að sögn Salbjarg-
ar.
Salbjörg kvað fólkið á búinu
fyrst hafa oröið striðsins vart
um tvöleytið eftir hádegið á
laugardaginn, en þá hefðu
israelskar orrustuflugvélar
flogið yfir á norðurleið. Slðan
tók sýrlenskum sprengikúlum
að rigna yfir nágrennið, en á
Sjamír uröu þó ekki neinar
teljandi skemmdir og mann-
tjón ekkert. Hinsvegar frétti
hún að dagheimili fyrir börn á
öðru samyrkjubúi skammt frá
hefði orðið fyrir sprengikúlu
og nokkur börn særst. Þá
geröu sýrlenskar herflugvélar
loftárar á borgina Kirjat
Smona, þar sem ibúar eru um
tuttugu þúsund, og bárust
fréttir af nokkru tjóni þar, en
um manntjón I þeirri árás var
Salbjörgu ekki kunnugt.
Salbjörg og félagar hennar
héldu kyrru fyrir á búinu fram
á föstudag, tóku llfinu með ró,
lágu I sólbaði, lásu og skrif-
uðu. — Viö vorum ekkert
hrædd, sagði hún. Þó var
sprengjum frá Sýrlendingum
alltaf annað veifið aö rigna yf-
ir nágrennið, allt þangað til
þau fóru. Israelskir sam-
verkamenn þeirra tóku þessu
öllu saman með stillingu, og
var ekki annað á þeim að
heyra en bjargfasta trú á sig-
ur Israelshers.
Frjálslyndir magnast
LUNDCNUM 15/10—Samkvæmt
siðustu skoðanakönnunum um
fylgi bresku stjórnmálaflokkanna
munar harla litlu á fylgi þriggja
þeirra stærstu. 35,4 prósent kváð-
ust hallast að Verkamanna-
flokknum, 34,2 prósent að íhalds-
flokknum og 29,1 prósent að
Frjálslynda flokknum.
Kúvæt, Súdan, Túnis, Alsir og
Marokkó.
Samkvæmt egypskum heimild-
um hefur veriö tiðindalitið á
Sínal-vigstöðvunum i dag, en
tsraelar segja hins vegar að
Egyptar hafi sótt fram af
grimmd, einkum á vígstöðvunum
norðanverðum. Israelsmenn
segjast þó hafa megnað að standa
af sér áhlaupin. Talsmaður tsra-
elshers sagði I dag, að Egyptar
legðu sig nú alla fram til að ná
mikilvægum vegi, sem liggur frá
tsrael inn á Slnai-eyðimörk norö-
anverða. Sagði talsmaðurinn að
næstum allur egypski herinn væri
kominn yfir Súesskurð I þessum
tilgangi.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Suðurnesjum
Félagsfundur i Framsóknarhúsinu miðvikudaginn 17. okt. klukkan 8
siðdegis.
Fundarefni:
I. Kosning fulltrúa á flokksráðsfund
II. Vetrarstarfið
Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins og Geir Gunnarsson,
alþingismaður mæta á fundinum. Stjórnin
t gær fór fram 2. samningafundur Bandalags starfsmanna rikis og bæja og fulltrúa fjármálaráðuneytis-
ins. Þessi mynd var tekin i nýju tollstöðinni, þar sem fulltrúar BSRB voru að þinga áður en gengið var til
fundar við mótaðilann i yfirstandandi samningum.
Taílandsstjórn fallin
Blóðugar óeirðir í Bankok
Vopnahléstillaga risa
veldanna á döfinni?
Saúdi-Arabía og
Kúvæt senda her