Þjóðviljinn - 16.10.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.10.1973, Blaðsíða 1
DIOÐVIUINN Þriðjudagur 16. október 1973. — 38. árg. — 237. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON APflTEK OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7. í NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Funda- höld í London í gœr Framhaldið i dag. Rœðir Olafur við Home i dag einnig? Frá Hirti Gunnarssyni i Lond- on: Þegar ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, kom hingað á sunnudagskvöld, var haft eftir honum að hann myndi gera sitt besta i viðræðunum við Heath en ráðherrann vildi ekkert segja um málið annars og kvaðst vilja sjá til uns fund- ir hefðu verið haldnir. Fundur hófst svo kl. 10.30 i morgun og ræddust þeir þá tveir við forsætisráðherrarnir i hálfa klukkustund, en siðan hófust viðræður ráðherranna og embættismanna þeirra. Af tslands hálfu tóku þátt i við- ræðunum Hans G. Andersen, Hannes Jónsson og Niels P. Sigurðsson. Fundinum lauk um kl. eitt og siðan hófst framhaldsfundur kl. 4. Þá ræddust ráðherrarnir við, en siðan hófst fundur með embættismönnunum. t gær- kvöld sátu tslendingarnir kvöldverðarboð Heaths og þar átti að halda viðræðunum á- fram. Jafnvel var talið hugs- anlegt að viðræðum verði framhaldið i fyrramálið, þriðjudag, og sagt var að for- sætisráðherra myndi hitta Home að máli á morgun. Forsætisráðherrarnir hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um fundina, en i tilkynn- ingu sem gefin var út var tekið fram að viðræðurnar hefðu verið „vingjarnlegar”. AP-fréttastofan sagði i dag að rætt hefði verið um tillögur Heaths á fundunum i dag, en Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, vildi ekkert við það kannast. Hann kvaðst hins vegar vera bjartsýnn á að i viðræðunum mætti leggja grundvöll að frekari viðræð- um fulltrúa deiluaðila. RÁÐSTEFNA ASÍ: Lágmarkslaun 35 bús á mánuði vísitölu- greiðslum verði breytt Skattafrádráttur hœhhaður. Eflt félagslegt framtak í húsbyggingamálum Ráðstefnu Alþýöusambands ts- lands um kjaramál lauk á laugar- daginn. Þar voru samþykktar meginkröfur verkalýðshreyfing- arinnar fyrir þá kjarasamninga sem senn hefjast. Þjóðviljinn mun birta kröfurnar f heild í blaö- inu á morgun, en hér verður aö sinni aöeins tæpt á aðalatriðun- um. Sameiginlegar kröfur t samþykkt ráöstefnunnar um sameiginlegar kröfur er gerð grein fyrir aðalkjarakröfunum i níu liðum: 1. Lægstu laun verði 35.000 kr. á mánuði eða um 40,90% hækkun. Mánaðarlaun meö visitölu allt að 31.000 hækki samsvarandi. Umsamin laun verði grunnlaun og kaupgreiðsluvisitalan sett á 100. Verðlagsuppbætur greiðist hlutfallslega að fullu upp að 50 þús. kr., en þar fyrir ofan sama krónutala og á 50 þús. kr. 2. Auk almennra hækkana verði 15% hækkun á alla fiskvinnslu- taxta. 3. Verkafólk sem unnið hefur hjá sama atvinnurekanda 4 vikur fái föst vikulaun sem svari til 40 klst. i dagvinnu. Þegar verkafólk hefur unnið sér þessi réttindi inn skal það fá einnar viku uppsagn- arfrest með sömu kauptryggingu. Frh. á bls. 15 1 gær voru kröfur verkalýðsfélaganna afhentar fulltrúum Vinnuveitcndasambands Islands. Myndin hér aö ofan var tekin viö þaö tækifæri. A kjararáöstefnu Alþýðusambandsins var kosin 30 manna samninga- nefnd, en sú nefnd hefur kosið sér 7 manna framkvæmdanefnd, er gekk á fund vinnuveitenda. Kr atast j órn Þykir litlu gœfulegri en hinni fyrri t 1 Noregi OSLÓ 15/10 — Trygve Bratteli, leiötogi Verkamannaflokksins norska, lagði ráðherralista sinn fyrir Ólaf konung I dag7og tekur stjórn hans að forminu til við völdum klukkan tólf á morgun, eftir staðartima. 1 stjórninni eru eingöngu ráð- herrar úr Verkamannaflokknum, en sem kunnugt er vantar mikið á að sá flokkur hafi meirihluta á Stórþinginu, svo að hin nýja Verðandi á 1. des. hátíð: ISLAND UR NATO - HERINN BURT I gær rann út framboösfrestur til kosninga f nefnd til að annast hátfðarhöld stúdenta á 1. desem- ber. Kosningar munu svo fara 833.4 milj. Loftur Baldvinsson EA hefur nú selt Norðursjávarsfld fyrir 54 miljónir króna og skarar langt fram úr næstu skipum. I öðru sæti er Guðmundur RE með sölu fyrir 39.4 miljónir og í þriðja sæti er Súlan EA með sölu fyrir 38,5 milj. Islensku síldveiðiskipin seldu i siðustu viku 2705 lestir fyrir 79,9 miljónir og var meðalverðið kr. 29,55. Samtals hafa skipin selt fyrir 833.4 miljónir króna og er meðal- veröið 24,20. fram á laugardag. 20. október. Tvö framboð bárust að þessu sinni: eitt frá Verðandi og annað frá Vökupiltum. Framboð Verð- andi er likt og undanfarin ár helg- að baráttunni gegn heimsvalda- stefnunni og slagorð 1. des. þvi: island úr Nató — herinn burt. I dreifiriti sem frambjóðendur létu frá sér fara i gær er bent á að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að fylkja liði undir ofan- nefndum kjörorðum þvi eftir ára- tuga baráttu er sigur i herstöðva- málinu i sjónmáli. Frambjóöendur Verðandi til 1. des. nefndarinnar eru Arni Hjart- arson, Ingimar Ingimarsson, Ey- vindur Eiriksson, Þuriður Jó- hannesdóttir, Vigfús Geirdal, Alf- heiður Ingadóttir og Jón Guðni Kristjánsson. Aðalræðumaður Lúö- Verðandi verður Vésteinn viksson rithöfundur. Hægri menn afrekuðu það i þetta sinn að berja saman fram- boð en róður þeirra inn i þessa nefnd hefur gengiö erfiölega und- anfarin ár. 1 fyrra tókst þeim ekki aö koma saman framboði og árið þar áður fékk listi þeirra ekki nema rúm 20% atkvæða. Fram- boð þeirra felur i sér að Þorsteinn Thorarensen rithöf- undur og Ardis Þórðardóttir reifa umræðuefnið Maðurinn og báknið. Fyrir skömmu var talið vist að umræðuefni Vökupilta yrði 200 milurnar en þeir munu hafa heykst á þvi eftir fundinn sem haldinn var nýverið á Hótel Sögu um landhelgismálið og frægur er orðinn. —ÞH stjórn hans verður aö treysta á utanflokksfylgi, ef hún ætlar að sitja til frambúðar, og hefur Sósialiska kosningabandalagið, sem fékk sextán þingsæti i kosn- inginum og varð helsti sigurveg- ari þeirra, einkum veriö tilnefnt i þvi sambandi. Auk Brattelis sjálfs, sem nú verður aftur forsætisráðherra Noregs, eru helstu ráðherraemb- ætti skipuð sem hér segir: Utan- rikisráðherra er Knut Fryden- lund, landbúnaðarráðherra Thor- stein Treholt, viðskiptamálaráð- herra Jens Evensen, dómsmála- ráðherra Inger-Louise Valle, kirkju- og menntamálaráöherra Bjartmar Gjerde, sjávarútvegs- málaráöherra Eivind Bolle, fjár- málaráðherra Per Kleppe, varn- armálaráðherrá Alv Jakob Fost- ervoll, umhverfisverndarráð- herra Tor Halvorsen og félags- málaráðherra Sonja Ludvigsen. Sigurvegari fer, — hrakfallabálkur kemur Það má heita kaldhæöni örlag- anna að Verkamannaflokkurinn, sem varö einn mesti hrakfalla- bálkur-þingkosninganna á dögun um, skuli nú taka við stjórn landsins að nýju, og að forustu- flokkur fráfarandi stjórnar, Kristilegi þjóðarflokkurinn, skuli hafa verið annar af tveimur helstu sigurvegurum kosning- anna, Ofan á það bætist að fyrri stjórn Brattelis féll á stuðningi sinum við Efnahagsbandalag Evrópu, og hrakfarir flokks hans i kosningunum voru fyrst og fremst af sömu orsök. En Kristi- legi þjóðarflokkurinn átti stjórn- arforustu sina og kosningasigur á hinn bóginn fyrst og fremst að þakka andstöðu sinni við EBE. Af ummælum norskra blaða i dag aö dæma er hinni nýju stjórn tekiö af ýkja mikilli hrifningu. Talsmenn landsbyggðarinnar telja hana hafa verið setta hjá við úthlutun ráðherraembætta, eink- um þó norðurhluta landsins. Eitt blaðið komst svo að orði að Ei- vind Bolle væri sá eini i stjórn- inni, sem væri i einhverri lifandi snertingu við atvinnuvegina. Bolle er fimmtugur að aldri, bú - settur i Lofoten, hefur verið fiski maður að atvinnu frá sextán ára aldri og þar að auki gegnt mörg- um trúnaöarstörfum fyrir fiski- mannasamtök landsins. Bolle er Frh. á bls. 15 Sauðárkrókur: VITNA- LEIÐSLUR STANDA ENN YFIR Sem kunnugt er fannst Skarphéðinn Eiriksson látinn fýrir utan hús á Sauðárkróki sl. föstudagsmorgun og voru áverkar á likinu. Siðan hafa staðið yfir stans- lausar vitnaleiðslur i málinu, en engin niðurstaða fengist enn. Beðið er eftir krufnings- skýrslu lækna i Reykjavik, og fyrr er engrar niðurstöðu að vænta i þessu máli, að þvi er fulltrúi bæjarfógeta á Sauðár- króki sagði okkur i gær. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.