Þjóðviljinn - 18.10.1973, Side 3

Þjóðviljinn - 18.10.1973, Side 3
Fimmtudagur 18. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 ÁF VOTMÍJLAMÁLl Fiskvinnsla hafin í Yest- mannaeyjum Eyjaberg og Vinnslustöðin hófu fiskmóttöku í síðustu viku Líf er nú sem óðast að komast í eðlilegt horf í Vestmannaeyjum eftir gosið. Og það sem markar ef til vill hvað mest tima- mót nú á eftirgostímanum erað fiskmóttaka erhafin í Vestmannaeyjum. myndi fara hægt af staö og svo yrði um alla fiskvinnslu i Eyjum til að byrja með. — Menn eru svona að liðka vél- ar og önnur tæki, þannig að allt geti verið tilbúið til stórátaka þegar vertiðin hefst eftir áramót- in, sagði Sigurður að lokum. —S.dór Á litlu myndinni sést Brynjólfur Sandholt dýralæknir miða byssunni með deyfingarskotunum á ís- hirnina. A myndinni að ofan til hægri sést að hann hefur hæft i mark, en eigi aö siður virtust bangs- arnir mjög tregir til að láta deyfast. Eftir enduFtekna dey fingarskammta dösuðust þeir samt nokkuö svo aðhægt var að koma trollneti utan um þá og hifa þá upp á bilpall eins og sést á neðstu myndinni. Siðan var þeim ekið að nýja bústaðnum og lyft af bilpallinum og þeir látnir siga niöur i bjarnargryfj- una. Ahnenningur njóti lista- verkanna A fundi borgarstjórnar Reykjavíkur i dag leggur Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins fram eftirfarandi tillögu: „Reykjavikurborg á fjölda listaverka, sem ekki hafa ver- ið né eru til sýnis fyrir al- menning. Þar sem verk þessi eru sameign Reykvikinga á- lyktar borgarstjórn, að eðli- legt sé að koma þeim fyrir, þar sem almenningur á þess kost að njóta þeirra. Borgar- stjórn felur þvi borgarlög- manni i samráði við forstöðu- menn borgarstofnana að gangast fyrir þvi, að lista- verkum borgarinnar sé komið t'yrir i stofnunum borgarinnar eins og skólum, sjúkrahúsum, bókasöfnum og annars staðar, þar sem almenningur fær not- ið þeirra”. Asmundur felur Reykjavíkur borg umsjá lista- verka sinna Asmundur Sveinsson mynd- höggvari vill að Reykvikingar fái að njóta listaverka hans i framtiðinni. Var á siðasta borgarráðs- fundi lagt fram bréf frá lista- manninum, þar sem hann m.a. lýsir það eindreginn á- setning sinn að fela myndir sinar i safninu og garðinum við Sigtún i umsjá Reykja- vikurborgar iframtiðinni með nánar greindum skilmálum. Skeyti Guðmundar Dan. óstaðfest Skeyti þaö er Guðmundur Daníelsson rithöfundur og hreppsnefndarmaður á Sel- fossi sendi til Votmúla- greifanna á Selfossi til þess að annar varamaður hans yrði tekinn fram fyrir fyrsta varamann á hreppsnefndarfundi þar sem Votmúlakaupin voru sam- þykkt var ekki undirritað af Guðmundi og því óstað- fest. Bergþór Finnbogason, hrepps- nefndarmaður Alþýðubandalags- ins á Selfossi skýrði okkur frá þessu i gær og sýndi okkur jafn- framt skrifaðar athugasemdir starfsmanns Landssimans á skeyti Guðmundar, þar sem skráð er það sem að ofan segir. Bergþór sagði að áróður Vot- múlagreifanna væri ekki þungur. Þeir væru að skjótast á milli húsa og fara laumulega. Helst segja þeir fólki að kaupin verði hvort eð er felld og þvi sé i lagi að bjarga Sjálfstæðisflokknum og greiða at- kvæði með kaupunum svo skellurinn verði ekki of mikill. Sagði Bergþór að fólk á Selfossi væri góðgjarnt og huggaði gjarn- an kjökrandi krakka, og gæti þessi áróöur þvi hugsanlega haft einhver áhrif. Skætingur sá sem er að finna i Suðurlandi finnst okkur ekki svaraverður þvi þar er farið fram hjá málefnunum, sagði Bergþór. Fólk er búið að gera þetta upp við sig og það sýna undirskriftir Sel- fossbúa. Aðeins er eftir að stað- festa þann hug sem þar kom fram. Þá gerðist það, sagði Bergþór, að oddviti staðfesti, óafvitandi, á siðasta hreppsnefndarfundi, að samþykkt hreppsnefndar frá 22. ágúst um Votmúlakaupin hafi verið ólögleg. Þetta gerðist þann- ig að minnihlutinn lagði fram sauömeinlausa tillögu um lóðaút- hlutun, sem var tekin til bókunar með þeim ummælum oddvita, aö hún yrði ekki tekin til umræðu á fundinum þar sem hún væri ekki á boðaðri dagskrá! Til upprifjun- ar skal þess getið að Votmúla- kaupin voru ekki á boðaðri dag- skrá þess fundar sem samþykkti þau 22. ágúst. Þá urðu söguleg umskipti við kjörstjórnarkjör, sagði Bergþór. Votmúlagreifarnir vildu fá inn i meirihluta hennar fylgjendur sina og kusu þvi Jakob Hafstein og Gisla Bjarnason og til vara Jón Jóhannesson prentara, þann sem prentar kjörseðlana, og Birgi Jónsson, en hann mun ekki vera fylgjandi kaupunum, svo eitthvað virðist vera litið um fylgjendur þeirra austur þar. Minnihluti hreppsnefndar stakk hins vegar upp á Ingva Eben- hardssyni, hreppsstjóra og sýsiu- nefndarmanni, en hann hefur veriðformaður kjörstjórnar allan sinn hreppsstjórnarferil. Enn- fremur gerði minnihlutinn tillögu um Öskar Þór Sigurðsson kenn- ara i kjörstjórn. Þá gerðist það að oddvitinn neitaði að taka við Ingva i kjör- stjórnina á þeim forsendum, aö hann væri sýslunefndarmaður, en jafnframt Votmúlakosningunum er kosið um hvort Selfosshreppur skuli verða kaupstaður. Þess má Frh. á bls. 15 ÍSBJARNAFLUTNINGUR - Það voru Vinnslustöðin og Eyjaberg, tvær af stærstu fisk- verkunarstöðvunum i Vest- mannaeyjum, sem byrjuðu fisk- móttöku rétt fyrir siðustu helgi. Auðvitað er þetta fremur litið enn sem komið er, en afköst munu aukast jafnt og þétt eftir þvi sem á liður. Það eru einkum trollbátar sem leggja upp hjá stöðvunum. Fiskiðjan, sem er ein af stærri fiskverkunarstöðvunum i Eyjum getur ekki hafið fiskmóttöku strax og er jafnvel búist við að það verði ekki fyrr en um áramót. Sigurður Þórðarson, eigandi Eyjabergs, sagði að hann væri ekki búinn að taka frystihúsiö i notkun, heldur saltaði hann þann fisk sem hann tæki við. Sigurður sagðist taka við af einum báti sem stæði og hefði hann byrjað um siðustu helgi. Væri það mest ufsi sem hann hefði verkaö til þessa. Frystihúsiö sagðist Sigurður taka i notkun fljótlega, en sagðist Tillaga Alþýðubandalagsins í borgarstjórn: Samstarfsnefndir kennara, foreldra og nemenda skólayfirvöldum til ráðuneytis A fundi borgarstjórnar i dag leggur Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfultr. Alþýðubandalagsins fram tillögu sem miðar að meiri áhrifum nemenda, foreldra og kennara á ýmis þau málefni er varða skólastarfið og samskipti skóla og nemenda. Tillaga hennar er svohljóðandi: „Borgarstjórn ákveður, að viö hvern skóla borgarinnar skuli starfa samstarfsnefndir kennara, foreldra og nemenda. Nefndir þessar skulu vera skólayfirvöldum til ráðuneytis um málefni, er varöa samskipti skóla og heimila, starfstima og aðbúnað nemenda i skólum, heimanám, tómstundaiðju og önnur mál, er snerta hag nem- enda. Borgarstjórn felur fræðsluráði að setja nánari reglur um skipan og störf nefndanna, en bendir i upphafi á eftirfarandi verkefni: a) Leitast verði við að koma á heilbrigðum matarvenjum i skól- unum og koma I veg fyrir sælgæt- isát og sjoppuráp á skólatima. 1 þvi skyni verði hafðar á boðstól- um léttar skólamáltiðir (brauð, mjólk og ávextir eða heitur mat- ur), sem seldar verði á kostnað- arverði og framreiddar I sam- ræmi við aðstæður i hverjum skóla. b) Nefndirnar beiti sér fyrir að- gerðum, sem miði að þvi að sporna við reykingum skóla- nema, neyslu áfengis og annarra fikniefna”. I sambandi við þau verkefni, sem Adda Bára bendir þarna á, má minna á, að fyrir liggur ýtar- leg könnun á morgunmatarvenjum skólabarna i Reykjavik, mögu- leikum á skólamáltiðum og kostnaði við mismunandi tegund- ir þeirra, sem unnin var af Bene- dikt Gunnarssyni tæknifræðingi á vegum fræðsluráðs borgarinnar sl. vetur og kynnt á borgar- stjórnarfundi i vor.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.