Þjóðviljinn - 18.10.1973, Síða 13

Þjóðviljinn - 18.10.1973, Síða 13
Fimmtudagur 18. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 POULÖRUM: r 1 L l. J BOÐORÐIÐ 14 að væna hann um að hafa veitt AIgx . — Veit hún það? — Hún sagði mér það rétt áðan á hótelinu. — Að hún væri hrædd um að það gæti verið ég. — Já, vist var hún hrædd, en ekki hrædd um að það gæti ver- ið.... Hún vissi mætavel að það varst þú og enginn annar. — Hamingjan góða! Hvað á ég að segja við hana, þegar ég kem heim? Mark horfði skelkaður fram fyrir sig. Ég leyfði honum að þjást og var nógu illgjarn til að bæta gráu ofná svart með þvi að segja kæruleysislega: — Tja, það gæti reynst erfitt að gera heimkomu hetjunnar nógu glæsilega. — Ha? sagði hann viðutan. — En það bjargast. Hann hlustaði ekki á mig. Hann spurði sjálfan sig árangurslaust: —Hvernig gat hún vitað það? Hvernig gat hún...? Hann hristi höfuðið og siðan tók ég að mér að svara spurningunni. — Það get ég sagt þér: Þú ert nefnilega lélegur leikari, að minnsta kosti þegar þú stendur frammifyrir Rósu. Þú hefðir eins getað afhent henni skriflega játn- ingu og að sýna henni framani þig á eftir. — Þú átt þó ekki við það bók- staflega, að hún hafi séð það á mér? — Jú, einmitt bókstaflega. Núhef ég aldrei....! sagði hann. — Þú hefur ekki verið giftur nema þrjá mánuði heldur. En þannig er það nú einu sinni og þú verður að hafa það hugfast fram- vegis. — En Johs, hvernig brást hún við. — Vel. Þegar ég var búinn að útskýra ögn fyrir henn hvað undir bjó, varð hún næstum snortin yfir þvi að þú skyldir hafa verið svo hugulsamur að fremja rán min vegna. — Hvað sagði hún? — Hún sagðist skilja þig vel — eða betur að minnsta kosti. Ég hlýt að vera i miklu áliti hjá henni. — Nei, þetta hlýtur að vera lýgi! „ , —Hvort? spurði ég. — En i sannleika sagt, Mark, þá er hug- takið lygi ekki til i sambandi við Rósu. — Nei, það er alveg rétt, sagði hann. Eftir þetta sátum við þöglir nokkra stund, hvor um sig niður- sokkinn i eigin hugsanir. Ég býst við að Mark hafi verið að hugsa um Rósu en hugsanir minar sner- ust fremur um Alex, sem lá i sjúkrarúmi sinu og var örugglega að segja við sjálfan sig, að hann skyldi svo sannarlega ná sér niðri þegar hann kæmist á fætur aftur. Ég vissi svo sem að ég átti ekki von á góðu frá honum. Alex hafði aldrei getað sætt sig við auðmýk- ingar og móðganir, og þannig hafði það verið allt frá barns- aldri. Honum lá við köfnun og þvi linnti ekki fyrr en hann hafði hefnt sin á einhvern hátt, og hið versta sem gat hent hann var að láta snúa á sig i fjármálum. Það voru hans eigin forréttindi að fé- fletta aðra og það var ekki nema grin og gaman þegar það tókst. Þannig leit hann á málið. En að nokkrum kæmi i hug að snúa við blaðinu og reyna að beita hann slikum brögðum.... Hann skyldi svo sannarlega gefa þeim rauðan belg fyrir grána, fjandans kvik- indunum. Ég hafði heyrt hann taka þannig til orða. Já, Alex var með eindæmum viðkvæmur og hörundsár fyrir öllu sem kom við sjálfan hann. En gagnvart öðrum var hann alger- lega tilfinningalaus. Það var eins og það væri gat, tómarúm i sál- inni þar sem samúðin átti að vera. Hann gat aðeins fundið til með sjálfum sér. Og þess vegna var aldrei að vita á hverju var von frá honum. Hann var algerlega óútreiknan- legur, vegna þess að enginn gat sett sig inn i hugarástand hans. — Hvað um peningana? spurði Mark. — Þú ætlar þó ekki að skila honum þeim aftur eða hvað? — Nei, sagði ég. — Það myndi ekki bæta neitt úr skák. Alex myndi bara lita á það sem hræðslu við hann og álita að hann gæti þjarmað enn meir að mér. Og hverju hann gæti þá tekið upp á.... Auk þess myndi það verða til þess að sannfæra hann um að ég stæði á bakvið þessa árás á hann. Ef hann er þá i nokkrum vafa. — Og að ég hafi framkvæmt það? sagði Mark. — Já einmitt. — En hann getur ekki sannað neitt. — Sannað! sagði ég. — Hvern fjandann hefur hann að gera við sannanir. Hélstu kannski að hann færi til lögreglunnar? Nei, það er engin hætta á þvi. — En hvað þá? Ég yppti öxlum og spurði sjálf- an mig um hið sama. Ég fékk ekkert svar. Siðan spurði jég Mark hvað hann hefði gert við pening- ana. — Biddu þangað til Alfreð er farinn, vinnutimanum er að ljúka. Þá getum við sótt þá. — Hvernig náðirðu i her- bergislykilinn hans á hótelinu? — Hamingjan sanna! sagði Mark og stóð upp og sótti töskuna sina sem hékk i fatahenginu. Það glamraði i henni og nú fyrst tók ég eftir þvi að lyklakippan hékk ekki á vanalega naglanum á veggnum. Þar eru lyklar að venjulegum hurðalásum. Við- skiptavinirnir fá kippuna lánaða og prófa sig áfram uns þeir finna þann rétta. Hið sama hafði Mark gert. Hann sagði: — Ég setti þá i töskuna i gær- kvöld til þess að muna eftir þvi að taka þá með i morgun. Og svo gleymi ég að hengja þá á, sinn stað. — Já, þú hefur sannarlega meðfædda hæfileika. Ef þeir hefðu nú komið hingað til að yfir- heyra þig og hefðu heimtað að fá að lita i töskuna? — Minnstu ekki á það! — Og ertu kannski með pening- ana i hitabrúsanum? — Nei, svo vitlaus er ég ekki. Þeir eru úti i skemmu. — Já, það var svo sem auðvit- að, sagði ég, og þegar Alfreð var búinn að stinga inn kollinum og kveðja, fórum við fram og sóttum þá. 1 einum básnum stóðu svo sem tiu mahognihurðir upp við vegginn og Mark tók helminginn fram og sagði: — Sjáðu þarna — bakvið. Hann hafði sett peningana i þlastpoka og dreift þeim, þannig að næstum ekkert fór fyrir þeim. Pokinn var limdur fastur á hurð með limbandi. Ég hrósaði honum fyrir klókindin. — Næst rænum við banka og notum þennan felustað. Ef heppn- in er með okkur, verða þeir alltaf einar tiu minútur að finna felu- staðinn. Nei, Mark, þetta er ekki vettvangur fyrir þig. Hann tautaði eitthvað óskiljan- legt og hefði sennilega roðnað, ef hann hefði getað það. Þetta var hálfkaldranalegt af mér. Siðan fórum við aftur inn i skrifstofu hans og ég tók peningana upp úr plastpokanum og fleygði honum i bréfakörfuna. Þetta voru eintóm- ir fimm hundruð króna seðlar. — Hvað ætlarðu að gera við þá spurði Mark. — Leggja þá inn á morgun með þriggja mánaða uppsagnarfresti, svo að þeir renti sig. — Þér er ekki alvara! — Nei, einhverjum kynni að þykja það undarlegu. Ég legg þá inn i peningaskápinn. Þetta eru þó peningarnir okkar. Hann var hálfeymdarlegur á svipinn. Ég var næstum leiður yfir þvi að hafa þurft að slá botn- inn úr hinum ævintýralegu fyrir- ætlunum hans á þennan hvers- dagslega hátt. — Farðu heim til Rósu, sagði ég. — Þar verðurðu að reyna að standa þig og gættu þess nú að flækja ekki málið að óþörfu. Þegar hann var farinn af stað á reiðhjólinu,fór ég inn á mina eigin skrifstofu i ibúðarhúsinu og lagði seðlana i peningaskápinn. Ég taldi þá fyrst og þeir voru ekki nema fimmtán. Alex hafði fjar- lægt einn þeirra. Samt hafði hann tilkynnt lögreglunni, að átta þús- undum hefði verið rænt frá hon- um. Auðvitað, hugsaði ég — þótt ég gæti ekki gert mér grein fyrir af hverju það var svo sjálfsagt fyrir Alex, kannski var hann með þvi að gefa til kynna að ætlunin hefði verið að næla i þessi átta þúsund og enginn gæti leyft sér að haga sér þannig gagnvart honum. Biddu bara, heyrði ég fyrir mér að hann sagði, meðan ég lokaði peningaskápnum. — Jæja, við sjáum hvað setur, sagði ég upphátt, og Júmbd,sem mókti eins og vanalega undir skrifborðinu, vaknaði og tók und- ir með samþykktarurri. Ég klór- aði hoaum bakvið eyrað, tróð i pipuna mina og byrjaði að biða. En ekki eftir Alex, hann var sennilega úr leik i bili. Nema hann tæki upp á þvi að senda Sólun HJÖLBARÐAVIÐGERÐIR 11 snjómunstur veitir góða spyrnu w í snjó og hólku. önnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. Snjóneglum hjólbarða. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík, Fimmtudagur 18. október 7.00 Morgunútvarp.Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunstund barnannakl. 8.45: „Börnin, sem óskuðu sér um of”, ævintýr eftir Hjálmar Bergman. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða Morgunpopp kl. 10.25: George Harrison syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötu- safnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 A frivaktinni.Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Við landa- mærin” eftir Terje Stigen.Þýð- andinn, Guðmundur Sæmunds- son, les (6) 15.00 Miðdcgistónleikar. Pró Musica sinfóniuhljómsveitin i Vin leikur Sinfóniettu eftir Leos Janácek, Jascha Horenstein stj. Filharmóniusveitin i New York leikur Sinfóniu nr. 4 i G- dúrop. 88 eftir Antonin Dvorák, Bruno Walter stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar, 19.00 Veðurspá. Bein lina.Spurn- ingum svarar forustumaður úr Framsóknarflokknum. Um- sjónarmenn: Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 19.45 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.50 Gestir i útvarpssal: Manu- ela Wiesler, Sigurður Snorra- son og Snorri örn Snorrason leika.a. Entr’acte eftir Jacques Ibert. b. Trió fyrir flautu, klari- nettu og gitar eftir Joseph Kreutzer. c. Etýða nr. 11 eftir Heitor Villa-Lobos. 20.15 Landsiag og leiðir.Skjöldur Eiríksson skólastjóri á Skjöldólfsstöðum talar um Jökuldal og nágrenni. 20.40 óperettutónlistSari Barana, Kurt Wehofschitz, Hansen-kór- inn og hljómsveit útvarpsins i Bayern flytja, Carl Michalski stj. 20.55 Leikrit: „Ósköp er það hörmulegt” eftir Miodrag Djurdjevic-Þýðandi: Karl Guð- mundsson. Leikstjóri: Erlingur Gislason. Persónur og leik- endur: Hann: Gisli Halldórs- son. Astfangna stúlkan: Ingunn Jensdóttir. Kaldlynda stúlkan: Edda Þórarinsdóttir. Táning- urinn: Halla Guðmundsdóttir. Sú siðasta: Brynja Benedikts- dóttir. Þjónn: Guðjón Ingi Sigurðsson. Gestur: Karl Guð- mundsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.35 Manstu eftir þessu? Tón- listarþáttur i umsjá Guðmund- ar Jónssonar pianóleikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. ARISTO léttir námid é—JBjMiÉH i íil^ I '""'"’k'ó....ll»..46' ‘' Vo'' od' bo líreMiiíWiig^^ 'X!.,!a-.a-TTi--"-. ■jif 7w ' «» • 'nV " ' ' á' '' »•'»* »••• i*WiU Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðféiags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinp full- komnum hjálpargögnum við -námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna f huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóia- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271. RAFLAGNIR SAMYIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.