Þjóðviljinn - 26.10.1973, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. október 1973.
Helgi Seljan og Jónas Arnason mœltu fyrir tillögu sinni:
Ríkið eigi hlut að átaki
í varanlegri gatnagerð
úti u m land
Á fundi Sameinaðs alþingis í gær mælti Helgi
Seljan, alþingismaður, fyrir tillögu til þings-
ályktunar, sem hann flytur ásamt Jónasi Árnasyni
um aukinn stuðning rikisins við varanlega gatna-
gerð i þéttbýli og rykbindingu þjóðvega.
Samkvæmt tillögunni skal stefnt að 5 ára fram-
kvæmdaáætlun á sviði varanlegrar gatnagerðar,
sem taki til allra þéttbýlisstaða með 200 ibúa og
fleiri.
t þessu skyni skal m.a. leitaft eftirtaiinna leifta, segir i tillögunni:
,,1. Rikift útvegi sveitarféiögunum lánsfé til framkvæmdanna. A
framkvæmdaáætlun rikisins hvert ár skal vera ákveftin upphæð til
varanlegrar gatnagerftar i þéttbýli. Fé þetta skal lánaft sveitarfélögum
meft hagstæðum kjörum.
2. Hlutur sveitarfélaga I hensinskatti verfti aukinn svo, aft hift svo-
kaliaða þéttbýlisvegafé tvöfaidist. Einnig verfti endurskoftaftar reglur
um úthlutun fjárins og fólksfjöldatakmörk þeirra sveitarfélaga, er
fjárins njóta.
3. Rikift taki á sig stóraukna hlutdeild i rykbindingu þjóftvega, sem
liggja um kaupstafti og kauptún. Jafnhlifta þessu skal gert verulegt
átak i þvi af hálfu rfkisins aft rykbinda þjóftvegi, þar sem þeir iiggja
um bæjarhlii bænda og gegnum ræktunarlönd.
IIEI.OI SEI.JAN SAGÐI m.a. I framsöguræftu:
Verkefnið komið
i forgangsröð
Langflest sveitarfélögin hafa
búiö við óhæft ástand gatna,
sem eins og i greinargerðinni
stendur hafa verið forarleðja ein i
rigningartið en umbreyst i ryk-
mekki i þurrkum.
Fyrst nú á siðari árum hafa
sveitarfélögin almennt farið að
lita á það sem óhjákvæmilegt
verkefni sitt að koma þessm
málum i betra horf, leggja götur
varanlegu slitlagi með tilheyr-
andi umbótum á holræsakerfi,
þ.e. gera virkilegt stórátak til
þess að gjörbreyta ástandinu.
Segja má að alls konar
umræður um hreinlæti og
hollustuhætti m.a. i sambandi
við okkar dýrmæta matvælaiðnað
hafi hér miklu um valdið. En
sveitarfélögin hafa verið i öðrum
verkefnum og blátt áfram ekki
getað af fjárhagsástæðum sinnl
svo dýru og veigamiklu verkefni.
En nú er verkefnið allt i einu
komið i forgangsröð. Krafa
ibúanna er sú að hér verði gerð
stórkostleg bragarbót, fólk unir
þvi einfaldlega ekki, að það sé
einkaréttur þeirra, sem i mesta
þéttbýlinu búa, aö hala mann-
sæmandi götur. Þessi er sú
meginástæða, sem þvi veldur, að
þetta er nú eitthvert helsta en um
leið fjárfrekasta verkefnið, sem
sveitarfélögin glima við.
Aðstoð við
fjármagnsútvegun
Og við blasir sú augljósa stað-
reynd, að sveitarfélögin ráða ekki
við þessa framkvæmd að
óbreyttu fyrirkomulagi. Núgild-
andi skipting og upphæð þétt-
býlisvegafjár var ákveðin með
aílt aðrar framkvæmdir i huga,
með minna umfang og af allt ann-
arri gerð og ódýrari. Það hve
hraða þarf framkvæmdunum,
m.a. vegna krafna erlendis frá
um aukið hreinlæti umhverfis
fiskvinnslustöðvar, kallar enn-
fremur á sérstaka aðstoð við fjár-
magnsútvegun.
...t fyrsta lagi er i tillögunni
bent á, að nauðsynlegt sé að gera
áætlun um brýnustu fram-
kvæmdir á þessu sviði. Til þess
bæði að gera sér nokkra grein
fyrirumfangi verkefnisins svo og
besta fyrirkomulagi á fram-
kvæmdum hlýtur þetta að teljast
sjálfsagt.
í tillögunni er bent á þá
nauðsyn, sem sveitarfélögunum
er á þvi, að fá fjármagn að láni
með hagstæðum kjörum. Það
hlýtur að teljast sjálfsagt að rikið
komi hér enn frekar á móti
sveitarfélögunum en verið hefur.
Það telst ekki óeðlilegt, þegar
þetta verkefni er komið i fremstu
röð velflestra þéttbýlisstaöa á
tslandi, aö til þess sé sérstaklega
varið fjárhæð til lána handa
sveitarfélögunum.
Ilelgi Seljan
ákveðin var það við allt aðrar
aðstæður en nú rikja.
Svo þýðingarmikið mál,sem hér
er á ferð, er ekki hægt að láta
sitja i sama farinu, búa við
óbreytt ástand ár eftir ár. Hér
þarf þvi endurskoöunar og athug-
unar við. Gera þarf vissar
breytingar á vegalögum er snerta
þá ýmsu liöi, er um er fjallað i til-
lögunni.
Þegar sveitarfélögin á Austur-
landi hófu samræmt átak s.l.
sumar, átak sem vegna samvinnu
og uppbyggingar framkvæmda er
vissulega til fyrirmyndar, þá kom
upp það vandamál, hvernig
minnstu þéttbýlisstaðirnir fengju
risið undir þessu verkefni, þar eð
þeir, vegna ákvæða i lögum,fengu
ekki úthlutað þéttbýlisfé og stóðu
þvi mun lakar að vigi en önnur
sveitarfélög, sem þéttbýli væru. 1
greinargerð er sérstaklega vikið
að þessu atriði, og þar m.a. á það
bent, hve vafasamt sé að láta
fólksfjöldann einan ráða úthlut-
uninni.
Nú er ég alls ekki að segja, að
stórlega eigi að skerða hlut
Reykjavíkur, eða þeirra þétt-
býlisstaða, sem best eru settir,
þvi fer fjarri að við flutnings-
menn höfum það i huga, enda
leggjum við til að samhliða
þessari endurskoðun stórhækki
heildarupphæð þéttbýlisvegafjár.
En meö breyttum reglum um
útdeilingu þessa fjár, reglum,
sem m.a. tækju tillit til þess sér-
staklega, hvernig ástand gatna-
kerfis hinna einstöku staða kann
að vera, hvar á vegi þau eru stödd
með sinar framkvæmdir, aðstöðu
sveitarfélagsins i heild, m.a.
vegna mismunandi landslags og
ýmissa erfiðleika þess vegna, svo
og annars þess, er hér kemur inn i
heildarmyndina, þá gæti eðlilega
svo farið, aö Reykjavík fengi ekki
hlutfallslega eins mikinn skerf og
nú, einfaldlega af þvi, að staða
hennar reyndist svo góð saman-
borið við önnur sveitarfélög, að
sanngjarnt mætti teljast að til
þess væri nokkurt tillit tekið.
Það eitt er ljóst, að ibúafjöldinn
segir hér ekki alla sögu, og þó sá
mælikvarði sé einfaldastur og um
margt eðlilegur að hluta, hljóta
önnur sjónarmið að koma til
einnig.
Um endurskoðun þessara mála,
sem tillagan gerir ráð fyrir.
þingsjá þjóðviljans
Þéttbýlisvegafé
tvöfaldist
Aðalefni tillögunnar má segja
að liggi i tölulið 2, þar sem lagt er
til, að hlutur sveitarfélaga i
bensínskatti eða kannski réttara
sagt heildartekjum til vegamála
ár hvert verði aukinn, svo að hið
svonefnda þéttbýlisvegafé tvö-
faldist. Hér er vissulega um stórt
stökk að ræða og reyndar miðað
við miklu annan skilning á
notkun þessa fjár en er i núgild-
andi vegalögum. Enda er það
megintilgangur tillögunnar i
heild að hreyfa við ýmsum
ákvæðum i þeim lögum. Þegar
reglurnar um þéttbýlisvegaféð
voru upphaflega settar og pró-
senta þess af heildarupphæð
tillögu okkar er einmitt vikið að
þvi, að þessi ákvæði skuli endur-
skoðuð og bent á töluna 200 ibúar
til viðmiöunar i stað 300 áður, en i
greinargerðinni er tekið fram að
þessi tala sé aðeins til ábend-
ingar.
Fólksfjöldinn
einn á ekki
að ráða
Þá vil ég vikja að þvi atriði er
snertir endurskoðun regina um
úthlutun þéttbýlisvegafjar, sem
tillagan gerir ráð fyrir. Eflaust er
hér komið að umdeildasta og
viðkvæmasta atriðinu, þvi hver
vill halda sinu, hvernig sem aö-
staða hans og geta til fram-
kvæmda er að öðru leyti. í
teljum við sjálfsagt að haft sé
náið samráð við Samband
islenskra sveitarfélaga.
Rykmökkinn
lægir ekki
allan daginn
Siðan vék Helgi Seljan að
aðstæðum i kauptúnum, þar sem
fjölfarinn þjóðvegur liggur
gegnum kauptúnið, svo sem'dæmi
eru um allviða, og taldi hann að
bað fengi engan veginn staðist, að
sveitarfél. ein bæru kostnað af að
leggja varanlegt slitlag á slikar
götur. Þarna yrði rikið að bera
kostnaðinn, a.m.k. að hálfu. Að
óbreyttum lögum er hér mikill
vandi á höndum fyrir þau sveitar-
félög, sem i hlut eiga, og búa við
mikinn umferðarþunga gegnum-
aksturs, en ná þó ekki hrað-
brautarmarkinu.
í lok ræðu sinnar vék Helgi að
þeim hluta þingsályktunartil-
lögunnar, er lýtur að rykbindingu
þeirra vegarhluta, sem liggja um
ræktunarlönd bænda og bæjar-
hlöð, þar sem umferð er mikil.
Benti hann á að líka þyrfti að
hyggja að þessu verkefni. Helgi
sagði m.a.:
Það þarf ekki að lýsa þvi
ástandi, sem fjölmörg sveita-
heimili búa við i þurrkum
sumarsins, ef fjölfarinn þjóð-
vegur liggur um hlaðið eða með-
fram túnum, vinnustöðum sveita-
fólksins. Viða hagar svo til að
rykmökkinn lægir aldrei allan
daginn. Að næturlagi virkar rykið
svo sem mistur eða móða yfir
sveitinni. Og þetta er ekki
einungis vandamál sumarsins.
Vetrarlangt glimir bóndinn og
fólk hans við þetta sumarryk
umferðarinnar.
Þó að við flutningsmenn til-
lögunnar gerum ekki ráð fyrir að
þessi vandamál verði leyst
endanlega i fljótheitum, þá
teljum við rétt og skylt að vekja á
þeim athygli og stuðla að þvi að
hafist verði handa.
Að lokinni ræðu Helga töluðu
Ólafur G. Einarsson og Stein-
grimur Hermannsson, er báðir
lýstu stuðningi við meginsjónar-
mið þingsályktunartillögunnar.
Jónas Arnason, sem ásamt
Helga Seljan er flutningsmaður
að tillögunni,sagði m.a.:
Ég ræddi fyrir skemmstu við
tvo forystumenn I málefnum
sveitarfélaga á Snæfellsnesi, þá
Skúla Alexandersson, oddvita á
Hellissandi, og Árna Emilsson,
sveitarstjóra i Grundarfirði.
Þeim kom saman um að næst
aðstoð við ibúðabyggingar hefði
aðstoð af hálfu rikisins við varan-
lega gatnagerð mesta þýðingu i
þeirri viðleitni að koma i veg fyrir
flutning fólks úr sjávarþorp-
unum, viðhalda byggð þar og
auka hana. En um nauðsyn þess
fyrir allt þjóðarbúið ætti ekki að
þurfa að ræða, enda mun öllum
ljóst hve stór hluti þessara
byggðarlaga er i sköpun þjóöar-
auösins. Þeir héldu þvi fram
báðir þessir menn, að sjávar-
þorpin úti á landi ættu það inni
hjá þjóðfélaginu i heild að götum
þarna yrði komið i sama horf aö
þvi er snertir varanlegt slitlag
eins og nú er orðið hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Þegar svo væri
komiðog fyrr ekki mætti segja að
goldin væri skuld þjóðfélagsins
við þessi byggðarlög. Þessi
byggðarlög hefðu að undanförnu
orðið að nota takmörkuð efni sin
til að laga göturnar næst fisk-
vinnslustöðvunum. 1 þetta hefðu
þau orðið að verja miklum fjár-
munum, enda yrðu ekki með öðru
móti uppfylltar þær kröfur um
hreinlæti, sem hinir útlendu
kaupendur framleiðslunnar
gerðu.
En fólkið sem ynni við fram-
leiðsluna hlyti einnig að gera
sinar kröfur um aukið hreinlæti
við hibýli sin, — og slikar rétt-
lætiskröfur væru gerðar. Viðkom-
andi sveitarfélögum væri hins
Eramhald á 14. siðu.
Seðlabankinn gerir út á lax
Hálf miljón fyrir 3-4 daga
í JSorðurá, segir Jónas Arnason
..Hafa einhverjar rikisstofnanir
leyfi til þess samkvæint lögum
efta reglugerðum að kaupa lax-
veiftileyfi handa starfsmönnum
sinum efta þeirra gestum”?
Þessi fyrirspurn Jónasar Arna-
sonar alþingismanns til fjár-
málaráðherra lá fyrir fundi sam-
einaðs alþingis i gær.
Jónas fylgdi fyrirspurninni úr
hlaði og minnti i upphafi máls
sins á það, að i ágústniánuði kosta
veiðileyfi fyrir 10 stengur i 3-4
daga i Norðurá i Borgarfirði um
500 þúsund krónur, eða nær tvö-
faldar dagvinnutekjur verka-
manns yfir árið.
Siðan sagði Jónas:
1 ágústmánuði siðastliðnum
voru bankastjórar og ýmsir fleiri
slikir áhrifamenn i fjármálalifi
þjóðarinnar við veiðar i þrjá eða
fjóra daga i Norðurá. Seðlabank-
inn borgaði veiðileyfin. Bankinn
borgaði þarna sem sé upphæð
sem samsvaraði tvöföldum árs-
tekjum verkamanns til þess að
nokkrir helstu áhrifamenn i fjár-
málalifi þjóðarinnar gætu i þrjá
eða fjóra daga öðlast þá
hressingu sem fylgir þvi að renna
fyrir sporðaspræka stórlaxana i
Norðurá.
— Þessi fyrirspurn min er
borin fram til þess að fá það upp-
lýst hvort gert sé ráð fyrir
þessum laxveiðifriðindum i
kjarasamningum bankastjóra og
annarra slikra, og einnig hvort
æðstu menn annarra rikis
stofnana njóti þá ekki samskonar
friðinda. Séu hinsvegar þessi
friðindi einskorðuð við æðstu
menn Seðlabankans, þá vaknar
auðvitað sú spurning hvort til
þess liggi einhverjar ástæður - til
Jónas Arnason
dæmis læknisfræðilegar á-
stæður — að endilega þurfi að
leggja fram af almannafé sem
svarar tvöföldum verkamanns-
launum sumar eftir sumar til
þess að umræddir bankastarfs-
menn geti öðlast þá andlegu og
likamlegu hressingu sem fæst við
það að veiða lax. Ég segi sumar
eftir sumar, vegna þess að mér er
kunnugt að þessi kostnaðarsama
Seðlabankaveiði i Norðurá hefur
átt sér stað minnsta kosti tvisvar
áður, þ.e. i fyrrasumar og i
hitteðfyrrasumar.
ilalldór E. Sigurðsson fjár-
málaráðherra svaraði fyrir-
spurninni, og sagði að engin rikis-
stofnun á vegum fjármálaráðu-
neytisins hefði laxveiðihlunnindi.'
Einnig tóku til máls alþingis-
mennirnir Benedikt Gröndal.sem
taldi að rik ástæða hefði verið til
þess að leggja fram slika fyrir-
spurn, Bjarni Guönason. sem
taldi hér enn eitt dæmi á ferðinni
um að bankavaldið hegðaði sér
eins og riki i rikinu, og Björn
Pálsson , sem benti á að margir
laxveiðimenn teldu sig veiöa fyrir
meira en næmi kostnaði, svo að
e.t.v. gerði Seðlabankinn þetta i
hagnaðarskyni.