Þjóðviljinn - 26.10.1973, Qupperneq 9
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 26. október 1973.’
Köstudagur 26; október 1973. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9
af
erlendum
vettvangi
Við biðjum um aðrar
bænir fram
að þú brákir þig ekki
i Vietnam;
það væri mein ef þú
brytir bein
nema banakringluna,
Uncle Sam.
Þessa dagana er þó nokkuð útlit
fyrir að uppfylling þessarar
frómu og eðlilegu óskar óteljandi
góðra manna um viða veröld,
sem fram kemur i þessari limru
Þorsteins Valdimarssonar, eigi
ekki ýkja langt i land. Bandariska
kerfið, höfuövigi heimsauö-
valdsins, virðist hálsbroti næ'r,
eða komið á fremsta hlunn með
aö kafna i dauninum af eigin
rotnun, eins og lika mætti orða
það.
Þetta er i annað sinn á þessari
öld, sem hið kapítaliska kerfi
Vesturlanda riðar til falls. 1 fyrra
skiptiö var það i heimskreppunni
kringum 1930, en þá var málunum
bjargað i bráöina með tiltölulega
yfirboröskenndum efnahagsráð-
stöfunum, sem tveir framámenn
sitt hvorum megin Atlantshafs
stóðu fyrir. Roosvelt og Hitler
hétu þeir, sniðugir náungar hvor
á sinn hátt, og þótt þeir kæmu
ekki skapi saman eiga þeir það þó
sameiginlegt að vera feöur þess
fyrirbæris, sem rikjandi öfl
Vesturlanda eru nú stoltust af:
velferðarkapítalismans.
Afleiðingar
Indókinastriðsins
En nú glymur klukkan á ný, og
þykir vist fáum mikið. Vietnam-
striðið, sem Gore Vidal, einn
snjallasti og markvissasti rit-
höfundur og þjóðfélagsgagn-
Liklega hefur enginn stjórnmálamaður oröið grinleikurum annað eins
eftiriætisviðfangsefni og Richard Nixon. Textinn við þessa mynd úr
Louisville Courier-Journal hljóðar svo: Ég verð eftir sem áður bundinn
ákvörðun minni varðandi þessi segulbönd.
rýnadi Bandaríkjanna eftir siöari
heimsstyrjöld (og i samræmi við
það alveg óþýddur á fslensku),
kallar að hafi orðið Bandarikj-
unum álika feigðarflan og herför
Aþenumanna gegn Sýrakúsu
forðum tíö, hefur i senn fært i
aukana óhjákvæmilega spillingu
bandariska kerfisins og flett ofan
af henni. 1 sambandi við þaö strið
hefur dunið yfir bandarisku
þjóðina hvert hneyksliö öðru
grófara, svo að hún hefur
beinlinis ekki haft undan að taka
við og blaserast, þrátt fyrir mikla
þjálfun. Það hefur sýnt sig að
„drengirnir” i bandariska
hernum, sem auk annars sitja i
herstöð fáeina kilómetra frá
höfuðborg íslands, hafa reynst
engu slakari við striðsglæpi en
Þjóðverjarnir og Japanirnir, sem
þeir þóttust vera að frelsa
heiminn undan fyrir rúmum
aldarfjórðungi. öflugasti flugher
i heimi hefur árum saman haft
með höndum fjöldamorö og pynd-
ingar á saklausu bændafólki i
Indókina og þar að auki beitt
efnafræðivisindum nútimans,
BYRJUNIN Á ENDINUM?
eins og þau fullkomnust gerast, á
þrautskipulagðan hátt i þeim til-
gangi, að eyðileggja landið um
aldur og ævi. Þar viö bætist svo
að þrátt fyrir alla tæknina og
fjöldamorðin hefur bandariska
hernum, þeim öflugasta i heimi,
mistekist að sigrast á fátækum og
tiltölulega fámennum þjóðum
Indókina. Um beinan hernaðar-
legan ósigur er að visu varla hægt
að tala i þessu sambandi, heldur
móralskan. Bandariski herinn
missti hreinlega kjarkinn, brotn-
aöi, fór i kerfi, þegar hann upp-
götvaði þá staðreynd að góðir
drengir með göfugan málstað
geta verið ósigrandi, þótt öllum
heimsins morðingjum með alla
heimsins tækni til ráðstöfunar sé
attgegn þeim i senn. Heil herfylki
lögðust i hass og heróin,
hermennirnir skutu yfirmenn
sem dirfðust að skipa þeim að
berjast og að siðustu var það ráð
tekið að kalla landherinn i Indó-
kína heim, af þvi að hann var
hreinlega kominn i verkfall,
orðinn óhæfur til viga.
ITT og Watergate
Svo rak hvað annað. Pentagon-
skjölin sýndu að hver Banda-
rikjaforsetinn fram af öðrum
hafði logið að þjóðinni án þess að
blikna eða blána, fyrir svo utan
svik á gefnum loforðum, sem að
visu þykja óviða tiðindi þegar
stjórnmálamenn eru annars-
vegar. Uppljóstranirnar um auð-
hringinn ITT minntu á það, sem
raunar var löngu vita, að banda-
riskir auðhringar ganga aö þvi
sem hverri annarri rútinu i fullu
samráði við bandarisk stjórnar-
völd og bandarlska leyniþjónustu
að brugga banaráð þeim rikis-
stjórnum, sem liklegar eru til að
verða bandariskum hagsmunum
eitthvað andstæðar. Það mál
leiddi lika i ljós að nánustu sam-
starfsmenn Nixons og flokkur
hans voru mútuþegar stórauð-
valdsins. Svo kom Watergate-
skandalinn eins og kóróna ofan á
allt saman, og forseti „forustu-
lands lýðræðisins”, ráðherrar
hans og nánustu ráðunautar stóðu
frammi fyrir alheimi sem simplir
innbrotsþjófar með götustráka-
karakter, sem háð höfðu „lýð-
ræöislega” kosningabaráttu með
þvi að kaupa smámellur fyrir
þúsund kall til að hlaupa um æp-
andi og alstripaðar fyrir framan
skrifstofur andstæðinganna,
sleppa músum inn á kjörfundi
þeirra og dreifa gróusögum um
siðferðisbrot.
Gestapóþefur i
helli minum
Málaþvargið út af þessu var búið
að standa það lengi, að flestir
voru hættir að hlusta eftir þvi,
þegar loksins dró til tíðinda nú
um helgina. Nixon komst að
þeirri niðurstöðu að hann væri I
þeim mun sterkari aðstöðu en
aðrirafbrotamenn að honum gæti
liðist að setja af dómara sinn, og
það gerði hann. Þetta tiltæki, sem
jaðrar við tilraun til stjórnarbylt-
ingar, vakli snarpari andstöðu en
forsetinn hafði reiknað með. Einn
fréttaritarinn talaði um Gesta-
pó-þef i haustloftinu, þegar lög-
reglumenn frá FBI innsigluðu
skrifstofur þeirra Cox dómara,
Richardsons dómsmálaráðherra
og Riickelshaus aðstoðardóms-
málaráðherra, svo að þeir gætu
ekki náð þaðan skjölum, sem
hugsanlegt væri að beita gegn
Nixon. — Þetta þefjar af einræði,
sagði Edmund Muskie, einn af
helsutu framámönnum demó-
krata. — Aðgerðir forsetans,
stefna öllu okkar pólitiska kerfi i
voða. — Þetta er hreint gerræði af
forseta, sem hræðist æðsta dóm-
stól landsins og ber enga virðingu
fyrir lögunum, sagði Edward
Kennedy. Hver þingmaðurinn af
öðrum, jafnt i fulltrúadeild og
öldungadeild, demókratar fyrst
og fremst en siðan i vaxandi mæli
repúblikanar, tóku i sama streng.
Varla nokkur málsmetandi
maður treysti sér til að taka svari
forsetans, og skoðanakönnun
benti til þess að aðeins tæplega
tiundi hluti bandarisku þjóðar-
innar liti nú á forseta sinn sem
ærlegan og sannorðan mann.
Lögfræðingar i löngum bunum
yfirlýstu að Nixon heföi sett sig
yfir landslög með þvi að neita
réttinum um segulböndin, og
fussuðu við þeirri afsökun hans að
hann þyrði ekki að afhenda spól-
urnar vegna „öryggis rikisins”.
Hrossakaup við
Watergate-nefnd
Nú er það svo að Cox dómari
var skipaður af Nixon og þar af
leiðandi tilheyrandi stjórninni,
svo að strangt tekið hefði mátt
segja að Nixon hefði verið i sinum
fulla rétti að reka hann. En nú
hafði forsetinn gert um það
hrossakaup við þá Sam Erwin,
formann Watergate-nefndar
öldungadeildarinnar, og Howard
Baker, aðalmann repúblikana i
nefndinni, um að afhenda nefnd-
inni úrdrátt úr samtölunum á
spólunum. Þannig vonaðist Nixon
til að komast klakklaust frá
réttarúrskurðinum um að hann
ætti að afhenda John dómara
Sirica spólurnar. Að dómi Cox
sýndi Nixon réttinum ruddalega
fyrirlitningu með þessum hrossa-
kaupum. Fyrir skömmu stað-
festi svo alrikisáfrýjunardómstóll
úrskurð Sirica um afhendingu
segulbandanna og fleiri skjala, og
gaf Nixon frest, sem rann út á
föstudaginn, til aö annaöhvort
afhenda gögnin eða áfrýja til
hæstaréttar.
En Nixon afhenti hvorki né
áfrýjaði. Kannski bilaði hann ein-
faldlega á taugum, með strið
tsraelsmanna og Araba i fanginu
og yfirvofandi oliukreppu ofan á
allt annaö. Kannski hefur hann
verið kominn meö aðkenningu af
stórmennskubrjáiæði, eins og eini
stórveldisleiðtoginn á þessari öld,
sem náö hefur þvi að verða ill-
ræmdari en hann, var altekinn af.
Hvað sem þvi liður, og þótt deila
megi um hvort Nixon hafi með
kúpptilraun sinni beinlinis framiö
stjórnarskrárbrot, þá virðast
flestir á einu máli um að hann
hafi brotiö freklega gegn anda
stjórnarskrárinnar. 1 þvi ljósi fær
brottresktur þeirra Cox,
Richardsons og Riickelshaus
meginþýðingu. Þvi að sá brott-
rekstur jafngildir þvi, að Nixon
hefur á þann ruddalega og ein-
ræðiskennda hátt, sem raunar oft
áður hefur sýnt sig að er ein-
kennandi fyrir hann, gengið á
gefin heit viö þjóðþingið og
þjóðina. I sjónvarpsræðu þritug-
asta april sl„ þegar hann fjallaði
um Watergate-málið, og skipaði
Richardson i embætti dómsmála-
ráðherra, komst hann svo að orði
meðal annars: „Eg hef gefið
honum (Richardson) ótakmarkað
umboð til þess aö taka ákvarðanir
varðandi Watergate-rannsókn-
irnar og skyld mál... Bg ætlast til
þess, að i minni forsetatið geti
ekki minnsti vafi leikið á þvi, að
réttlætinu veröi framfylgt til hins
ýtrasta og aö það gagni jafnt yfir
alla.”
Kerfisþreyta
Ekki sist á grundvelli þessa
umboös útnefndi Richardson i
málinu sérlegan ákæranda með
viðtækt umboð og vald til rann-
sókna og aðgerða. Oldungadeildin
samþykkti þann skilning fyrir sitt
leyti meö þvi að staðfesta út-
nefningu Richardsons. Það sem
Nixon framkvæmdi þvi með
gerræði sínu var fyrst og fremst
að breyta þvert gegn eigin
ákvörðunum og loforðum. Þannig
leit Richardson lika á málin, og á
þeim grundvelli sagði hann
fremur af sér en að hlýðnast
skipuninni um að reka Cox.
Það næsta sem gerist svo i
málinu er að Nixon kúvendir og
lofar að afhenda spólurnar. Efa-
laust er það hin snarpa andstaða
þings, lögmanna og þjóðar, sem
hefur hrætt hann til þeirrar
ákvörðunar. Hinsvegar er hæpið
að það bjargi miklu fyrir hann úr
þessu. t augum almennings
verður hann héreftir væntanl.
bugaöur maður, og mikiö má
vera ef hann hjarir i embætti út
kjörtimabilið, hvernig sem
annars fer. Fréttaskýrendur
kalla þetta mikinn sigur dóms-
valds og löggjafarvalds yfir fram
kvæmdavaldinu, svo og einræðis-
brölti Nixons sjálfs. Spurning er
hvort ekki er hér fremur um að
ræða framhald þeirrar sóknar,
sem varð Agnew að falli. Banda-
riskaþjóðin er orðin yfir sig þreytt
á þvi spillta kerfi auðdrottnunar
og stjórnmálabrasks heima og
erlendis, sem rikjandi aðilar
þessa stórveldis standa fyrir. Hún
er orðin yfir sig svekkt af álits-
hnekki af völdum striðsglæpa og
hneyksla auk efnahagsvandræða
og þjóðfélagslegs misréttis
innanlands. Og sérstaklega er
hún leið á leiðtogunum, sem
Framhald á bls. 14
Já, nú er það svart maður. I staðinn fyrir bolta heldur Nixon á innsigli
forsetaembættisins, og dólgarnir sem ná vilja þvi af honum heita
Watergate, Verðlag á matvörum og Þjóöþingið.
Magnús Kjartansson um landhelgismál á fundi í Stokkhólmi:
Dæmi um það hverju frum-
kvæði smáþjóða geta áorkað
Magnús Kjartansson,
ráðherra situr um þessar
mundir þing Norðurlanda-
ráðs i Stokkhólmi. Samtök
stuðningsmanna Islands i
landhelgismálinu/ sem
starfa í Svíþjóð, fóru þess á
leit við Magnús, að hann
talaði um landhelgismálið
á furidi/ sem þau efndu til.
Ræöu þá, sem við birtum
hér flutti Magnús á slíkum
fundi er haldinn var i
gamla þinghúsinu i Stokk-
hólmi.
1 baráttu þeirri sem við tslend-
ingar höfum háð og heyjum fyrir
stækkun landhelginnar hefur ver-
ið við mikið ofurefli að etja. Risa-
veldin, Bandarikin og Sovétrikin,
eru bæði andstæð þeirri stefnu að
fiskveiðilögsaga nái meira en 12
milur frá landi. Atlantshafs-
bandalagið er andvigt stækkun
landhelginnar og reyndi með öll-
um ráðum að hindra að hún kæmi
til framkvæmda. Tvö af rikjum
Atlantshafsbandalagsins hafa
haft ákvörðun Islenskra stjórn-
valda að engu, en stundað stór-
felldan og kerfisbundinn veiði-
þjófnað innan islenskrar lögsögu.
Bretar hafa sent herskip á vett-
vang til þess að vernda veiðiþjóf-
ana, og hafa herskipin haft þau
fyrirmæli frá bresku stjórninni að
sigla á hin litlu varðskip tslend-
inga og koma þannig i veg fyrir
að þau geti gegnt skyldustörfum
sinum. Hér er um mjög hættuleg
ofbeldisverk að ræða, enda hefur
einn islenskur varðskipsmaður
þegar látið lifið.
Viðurkenning í raun
Þrátt fyrir þetta mikla ofurefli
höfum við þegar náð mjög stór-
felldum árangri. Þrjú riki hafa
gert samninga við okkur um
undanþágur til takmarkaðra
veiða innan islenskrar lögsögu,
Færeyjar, Noregur og Belgia, og
þannig i verki viðurkennt lögsögu
okkar. Onnur riki en Bretar og
Vestur-Þjóðverjar hafa virt hina
nýju landhelgi okkar, en áður
voru á þvi svæði sistækkandi flot-
ar af stórvirkum frystiskipum og
verksmiðjuskipum frá Sovétrikj-
unum, Póllandi, Austur-Þýska-
landi, Frakklandi og Spáni: má
segja að þessi riki hafi viðurkennt
landhelgi okkar i raun. Afli
vestur-þýsku og bresku veiðiþjóf-
anna er mun minni en áður var á
svæðinu, og breskir og vestur-
þýskir sjómenn verða æ tregari
lil að stunda veiöar við þær að-
stæður sem nú eru á tslandsmið-
um. Við höfum jafnan boðið Bret-
um og Vestur-Þjóðverjum upp á
samninga um stuttan aðlögunar-
tima, og þeir hafa smátt og smátt
nálgast sjónarmiö okkar, en i
þeim viðræðum er það ófrávikj-
anlegt grundvallarskilyrði frá
okkar hálfu, að eftirlit með fram-
kvæmd slikra samninga sé alger-
lega i höndum Islendinga. þannig
að samningarnir feli i sér raun-
verulega viðurkenningu á 50
milna landhelginni, þó að formleg
viðurkenning biði.
Þáttur i
alþjóðlegri sókn
Árangri okkar höfum við náð
vegna þess að við höfum ekki
staðið einir i baráttu okkar, held-
ur notið sivaxandi stuðnings al-
mennings viða um heim, ekki sist
frænda okkar á Norðurlöndum,
og ég vil þakka þeim samtökum
sem að þessum fundi standa fyrir
baráttu þeirra i okkar þágu. Ég
er sannfærður um að allur þorri
sænsku þjóðarinnar styöur ts-
lendinga i þessum örlagariku
átökum, þótt sænska rikisstjórnin
hafi þvi miður ekki enn séð sér
færtað fylgja þeim stuðningi eftir
I verki. Hitt er nauðsynlegt að
menn geri sér ljóst að hér er ekki
einvörðungu um að ræða hags-
muni tslendinga, þótt öll framtið
okkar sé undir þvi komin að við
náum sigri i þessari baráttu,
heldur er frumkvæði okkar þáttur
i alþjóðlegri sókn til þess að
tryggja rétt hverrar þjóðar yfir
auðlindum sinum, til að vernda
auðlindir gegn rányrkju og til
þess að tryggja sjálfsákvörðun-
arxétt og aukið fullveldi smá-
þjóða. Það er þetta alþjóðlega
samhengi sem veldur þvi að við
teljum okkur vissa um sigur.
Gegn leifum
nýlendustefnunnar
Landhelgin var á sinum tima
ákveðin af nýlenduveldunum i
samræmi við hagsmuni þeirra á
sviði gróða og valda, en á kostnað
þeirra þjóða sem undirokaðar
voru. Svo aö tekið sé dæmi af okk-
ur tslendingum var landhelgin
ákveðin 3 milur 1901 meðan við
vorum enn dönsk nýlenda:
danska stjórnin gerði þann samn-
ing til þess að tryggja markað
fyrir landbúnaðarvörur sinar i
Bretlandi. Hliðstæðar ákvarðanir
urðu aðrar ófrjálsar þjóðir heims
að þola meðan nýlenduveldin, og
ekki sist Bretar, drottnuðu á
heimshöfunum. Eftir að nýlendu-
stefnan hrundi til grunna i lok sið-
ustu heimsstyrjaldarhafa iðnþró-
uð riki og auðhringir kappkostað
að halda áfram efnahagslegri
yfirdrottnun sinni og arðráni,
m.a. með þvi að halda við sem
þrengstri landhelgi strandrikja.
Baráttan fyrir efnahagslögsögu
strandrikja, er þannig barátta
gegn leifum nýlendustefnunnar,
barátta gegn yfirdrottnun og arð-
ráni iðnvæddra stórvelda og auð-
hringa. Valdhroka og hræsni stór-
veldanna má m.a. marka af þvi
að þau telja sér rétt að lýsa efna-
hagslögsögu yfir hafsbotninum,
yfir oliu, gasi og öðrum auðlind-
um sem þar er að finna, mörg
hundruð milur frá landi, en ætla
að neita strandrikjum um hlið-
stæðan rétt yfir auðlindum hafs-
ins sjálfs. Slik kenning fær auð-
vitað með engu móti staðist.
Strandriki, landgrunn þess og
hafið yfir þvi er landfræðileg, lif-
fræðileg og efnahagsleg heild sem
ekki veröur hlutuð sundur. Ný al-
þjóðalög geta ekki byggst á öðru
en þessari óvéfengjanlegu stað-
reynd, ef þau eiga að stuðla að
jafnrétti allra þjóða. Þvi er bar-
átta okkar tslendinga hluti af
mjög örlagariku alþjóðlegu rétt-
lætismáli.
Auölindum eru
takmörk sett
Ég minntist áðan á auðlindir
hafsins. Til skamms tima virtust
menn halda að auðlindir hnattar-
ins, þar á meðal hafsins, væru ó-
endanlegar: á þeim væri hægt að
býggja siaukinn hagvöxt. Nú vita
menn af dýrkeyptri reynslu að
auölindunum eru takmörk sett og
þar með þeim hagvexti sem mið-
ast við þær. Hafið er gott dæmi
um þetta. Siðustu áratugi hafa
iðnaðarrikin komið sér upp svo
háþróaöri veiðitækni, aö þeim er
unnt aö soga heilar fiskigöngur
gersamlega úr sjónum. Þetta
hefur leitt til þess að fiskistofn-
arnir eru viða i bráðri hættu. I
Norður-Atlantshafi telja fiski-
fræðingar að flestir stofnar af
nytjafiski séu ýmist fullnýttir eða
ofnýttir, þannig að vaxandi sókn
muni aðeins leiða til eyðingar
auðlindanna. Allir þekkja dæmið
um sfldina sem nú má heita
horfin úr Norður-Atlantshafi. Við
tslendingar höfum nú’alfriðað
islenska sildarstofninn um
tveggja ára skeið, og hann er eini
sildarstfoninn i Norður-Atlants-
hafi sem er farinn að vaxa á
nýjan leik. Þorskaflinn á
miðunum umhverfis tsland
minnkar ár frá ári. Dánartala
þorsks á þessum miðum er nú
70% — þ.e.a.s. af 100 þorskum i
Magnús Kjartansson
ársbyrjun hafa 70 verið veiddir i
árslok.Sivaxandi hluti aflans hef-
ur verið ókynþroska fiskur, og
fiskifræðingum ber saman um að
með þessu áframhaldi muni fara
eins með þorskinn og sildina
áður.
Rányrkja bitnar beint
á okkur sjálfum
Þetta ástand er ein megin-
ástæðan fyrir þvi að við tslend-
ingar höfum stækkað landhelgi
okkar: við viljum koma i veg
fyrir að fiskimiðin umhverfis
landið verði rúin og iifsmöguleik-
ar tslendinga að engu gerðir. Þeir
hagsmunir okkar falla saman við
þá nauösyn alls mannkyns að
fiskstofnarnir i heimshöfunum
verði ekki eyddir með blindri
græðgi og skammsýnum gróða-
sjónarmiðum stórvelda og auð-
hringa. Tryggingin fyrir þvi að
við tslendingar verndum sjálfir
auðlindirnar i hafinu umhverfis
tsland er sú að við eigum alla af-
komu okkar undir þeim og rán-
yrkja bitnaöi beint á sjálfum okk-
ur. Hitt munum við að sjálfsögðu
tryggja að viö höfum fiskiflota og
fiskiðnað til þess að nýta stofnana
sem best og tryggja þannig að
hlutur tslands i matvælafram-
leiðslu i heiminum verði jafnan i
eðlilegu hámarki. Okkur er að
sjálfsögðu ljóst aö aögeröir okkar
á þessu sviöi hrökkva skammt
nema einnig komi til alþjóðleg
samvinna um vernd og hagnýt-
ingu auðlinda i hafinu, en stækk-
un fiskveiðilögsögunnar um-
hverfis tsland er fraiplag okkar
til umhverfisverndar á þessu
sviði og skynsamlegrar nýtingar
auðlinda, en engin vandamál
brenna heitar á mannkyninu um
þessar mundir.
Smáþjóöirnar losi sig
undan þessu fargi
Ég nefndi einnig i upphafi að ég
teldi stækkun fiskveiðilögsögunn-
ar framlag okkar til þess að
tryggja sjálfsákvörðunarrétt og
aukið fullveldi smáþjóða. Margir
hafa orðið til þess, og þar á meðal
sumir svokallaðir ábyrgir stjórn-
málamenn á Norðurlöndum, að
gagnrýna íslendinga fyrir að taka
einhliða frumkvæði i stað þess að
biða eftir hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna og væntan-
legum alþjóðalögum. Þetta við-
horf er i samræmi við þá tilhneig-
ingu sem mótað hefur heimsmál-
in I sivaxandi mæli að undan-
förnu, að reyna að bæla smáþjóð-
irnar, frumkvæði þeirra og
ákvöröunarrétt. Risaveldin reyna
að skipta hnettinum á milli sin i
áhrifasvæði og binda hin smærri
riki með ákvörðunum sinum.
Þjóðirnar eru njörvaöar saman i
hernaðarsamsteypur og efna-
hagsbandalög. Þetta leiðir til
vaxandi ófrelsis rikja og einstak-
linga, hefur i för með sér skerð-
ingu á lýöræði og köld, ómannleg
viðhorf. Ég er þeirrar skoðunar
að fátt sé nauðsynlegra i heims-
málum um þessar mundir en að
smáþjóöirnar losi sig undan
þessu fargi, taki upp sjálfstæðari
stefnu og athafnir og aukna sam-
vinnu sin á milli. Frumkvæði Is-
lands á sviði landhclgismála er
mjög glöggt dæmi um það hverju,
jafnvel hinar smæstu þjóðir geta
áorkaö ef þær beita sjálfsákvörð-
unarrétti sinum af djörfung og
festu.
Svo tóku Bretar sér
12 milur
Þegar við Islendingar stækkuö-
um landhelgi okkar i 12 milur 1958
var þeirri aðgerð tekið af sama
fjandskap og stækkuninni nú.
Bretar sendu herskip sin á ts-
landsmið og beittu hernaðarof-
beldi i nokkur ár. En fáeinum ár-
um siöar var 12 milna fiskveiði-
lögsaga orðin algild regla, og
jafnvel Bretar tóku hana upp.
Þegar við tslendingar ákváðum
1971 aö stækka fiskveiðilögsöguna
i 50 milur, var efnahagslögsaga
litið á dagskrá og stórveldin virt-
ust hafa komið sér saman um að
festa tólf milna regluna sem al-
þjóðalög um ófyrirsjáanlega
framtið. Frumkvæði okkar hefur
hins vegar valdið algerum
straumhvörfum, áhuginn á eðli-
legri og óhjákvæmilegri efna-
hagslögsögu strandrikja hefur
blossað upp um allan heim, og
það er nú þegar ljóst að meirihluti
þeirra rikja sem þátt munu taka i
hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna aðhyllist efnahagslög-
sögu allt að 200 milum. Þetta er
ákaflega skýrt dæmi um það
hverju frumkvæði smáþjóða get-
ur áorkað, ef þær móta stefnu
sem er i samræmi við hagsmuni
þeirra sem afskiptir eru og arð-
rændir. Mérþætti það miklu máli
skipta ef framtak islands á þessu
sviði stuölaði að þvi að fleiri smá-
þjóðir framfylgdu sjálfstæðri
stefnu án tillits til stórvelda og
bandalaga. Mér er það sérstakt
ánægjuefni að geta lýst þessari
skoðun minni hér i Sviþjóð, þvi ég
tel að Sviar hafi á undanförnum
árum veriö öðrum smáþjóðum
gott fordæmi á ýmsum sviðum
með sjálfstæðri og einarðri
stefnumótun á sviði alþjóöamála.
Að færa þann sigur fjöl-
mörgum þjóðum heims
t þessum orðum minum hef ég
reynt að setja stækkun fiskveiði-
lögsögunnar umhverfis tsland og
átökin um hana i alþjóðlegt sam-
hengi. Við óskum vissulega eftir
sem virkustum stuðningi i einka-
striði okkar við voldugar rikis-
stjórnir og auðhringi sem vilja
halda áfram aö ræna auðlindir
okkar, en þó skiptir öllu að menn
geri sér ljóst að hér er um miklu
stærra vandamál að ræða en lifs-
hagsmuni islensku þjóðarinnar
einnar. Þegar við vinnum sigur
erum við að færa þann sigur fjöl-
mörgum þjóöum heims sem eiga
hliðstæðra hagsmuna að gæta. Ef
tækist að buga okkur yrði það á-
■ fail fyrir öll hin fátækari riki
heims, það mundi torvelda og
tefja alþjóðlega þróun sem er ó-
hjákvæmileg. Það er þessi al-
þjóðlegi bakhjarl sem er styrkur
okkar og hefur fært okkur þá
bjargföstu sannfæringu að við
munum ekki aðeins ná 50 milna
fiskveiðilandhelgi, heldur og 20C
sjómilna efnahagslögsögu.