Þjóðviljinn - 26.10.1973, Side 13
Föstudagur 26. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
POULORUM:
r
1 L 1. J
BOÐORÐIÐ
21
uðum að gista, þar til húsið væri
komið i lag. A eftir vildi hún fara
á dansstað, en þar voru eintómir
unglingar, svo að hún sá sig um
hönd. — Og dettur þér ekkert ann-
að i hug? sagði hún. — Er ekki
einu sinni næturklúbbur hér?
Við fórum aftur á hótelið og
drukkum okkur full. Það var létt-
ir þegar nógu langt var liðið á
kvöldið til þess aö við gætum farið
i rúmið. 1 rúminu leið okkur vel —
ennþá að minnsta kosti. Mér hafði
ekki liöiö betur með neinni ann-
arri, og hafi hún ekki haft sömu
sögu að segja, þá smitaðist hún af
ánægju minni. Ég hafði aldrei
þráð nokkurn kvenmann eins og
Virginiu og það dró eljkert úr á-
kafa minum þótt hún reyndi ein-
lægt að litillækka mig. Maður
skilur ekki sjálfan sig.
— Ég skal flýta mér að byggja
handa okkur nýtt hús, sagði ég
einhvern tima um nóttina. — I
skógarjaðrinum er lóð sem...
— 1 þessari uglusveit? sagði
hún út i myrkrið. — Almáttugur
minn!
— Og það fór sem fór, sagði ég
við Marianne, þegar ég var búinn
að segja henni frá þessu samtali,
en ekki frá sjálfum kringumstæð-
unum. — Þegar litið er til baka er
engu likara, en einhver hefði setið
i leyni og skipulagt atburðarrás-
ina, svo að allt hlyti að fara til
fjandans frá þeirri stundu sem
við lentum saman — þarna i ullu-
sveitinni.
Hún fékk húshjálp, sem kom
klukkan sjö að morgni og fór þeg-
ar hún var búin að elda miðdegis-
mat. Hann snæddum við yfirleitt
saman. Siðan kom ég ekki heim
fyrr en um kvöldið, og oft var orð-
ið áliðið, ef ég þurfti að lita eftir
byggingum sem við höfðum um-
sjá með. Það lenti á mér og ég var
verkstjóri heima fyrir og þurfti i
rauninni að sinna öllu þvi verk-
lega, auk þess sem ég sat við
teikniborðið. Ég hafði þvi mikið
að gera og Virginia hafði ekki
annað að gera megnið af deginum
en lesa myndablöðin sem hún var
áskrifandi að. Ég spurði hana,
hvort hún gæti ekki hugsað sér að
vinna á skrifstofunni. En hún
hafði ekki farið úr einkaritara-
starfi i traustu fyrirtæki til að
sitja i einhverjum afkima og
skrifa upp reikninga upp á
tveggja tommu nagla og fimm
tommu gólfborð. Þá vildi hún
heldur láta sér leiðast án þess. En
reyndar lét hún sér ekki leiðast.
Hún kaus heldur að fara til bæjar-
ins, næstum daglega. 1 fyrstu fór
hún með rútunni, það var aðeins
hálftima akstur, og tók oftast
leigubil heim. En fljótlega fór hún
að taka leigubil báðar leiðir. Um
það gátum við rifist. Að visu gat
ég lagt fram peningana, en ef við
ætluðum okkur einhvern tima að
eignast þetta hús...
— Þegar maður er grafinn
hérna hvort sem er, er svo sem
sama þótt það sé i hundahúsi? Og
svo leyfist manni ekki einu sinni
að nota leigubil. .. En þú getur lik-
lega tekið á leigu ibúð i bænum.
Fyrst Alex getur búið þar...
— Það er allt annað með Alex.
011 starfsemin hérna hvilir á mér
og ég verð að vera á staðnum.
— Já, af þvi að þú vilt það sjálf-
ur. En nú hringi ég að minnsta
kosti á leigubil, hvað sem þú seg-
ir.
— Hvað ertu að vilja þangað?
— Ég ætla að heilsa upp á nýju
vinkonuna hans Alexar.
— En fjandinn hafi það, mann-
eskja. Þú ert búin að vera inni i
bæ i allan dag.
— Mér er alveg sama.
Ég mundi greinilega eftir þess-
um orðaskiptum — ef það er rétta
nafnið, — þvi að þetta var i fyrsta
sinn sem hún fór lika út að kvöld-
lagi án þess að hafa þá átyllu að
ég væri ekki heima hvort eð væri.
Að visu átti ég erindi til Korsör,
þar sem ég þurfti að tala við
húsasmið út af einhverjum smá-
breytingum, en ég yrði kominn
þaðan eftir klukkutima. — Þú
getur komið með mér þangað.
— Til Korsör! Ég hef komið
þangað. Korsör er alger dauði.
— Þú ert nú lika klikkuð, fjand-
inn hafi það, sagði ég, og hún
sagði eitt og annað um hvernig ég
væri, fyrst og fremst andstyggi-
legur og andstyggilega leiðinleg-
ur. Ég var alger dauði, rétt eins
og Korsör, og bráðum væri hún
búin að fá nóg... Að hirast i svona
afkima, af hverju átti hún að láta
bjóða sér það. Hún gæti fengið
skilnað hvenær sem væri vegna
andlegrar grimmdar minnar.
— Æ, haltu kjafti, það er i Ame-
riku, sagöi ég.
Svona gátum við haldið áfram.
Það endaði yfirleitt með þvi — og
einnig þetta kvöld — á þvi að ég
gafst upp og sagði: nú jæja, i
hamingjunnar bænum, gerðu það
þá. Blessuð farðu að heimsækja
nýju gáluna hans Alexar ef það er
eitthvert sáluhjálparatriði fyrir
þig. En það var ástæðulaust að
taka leigubil.ég var að fara sömu
leiðina eftir þrjú kortér. Hún
nennti svei mér ekki að biða eftir
þvi.
— Allt i lagi, þá förum við
strax!
Við ókum af stað og ég hleypti
henni út hjá háhýsinu þar sem Al-
ex bjó og sagðist ætla að biða
meðan hún athugaði hvort stelp-
an væri þar, annars ætti hún
varla neitt erindi til bæjarins. En
hún kærði sig ekki um að ég væri
að snuöra um hana. — Hypjaðu
þig af stað, mannfjandi! hrópað
hún likt og bærinn yrði þá fyrst
þolanlegur, þegar ég væri farinn
burt. Ég ók af stað og i Korsör
haföi ég nægan tima til að hima
og naga mig i handarbökin yfir
þvi, að allt væri enn einu sinni
orðið umsnúið á milli okkar, en
var það ekki alltaf sama sagan,
og hvað átti ég að gera til að
hindra að við hegðuðum okkur
svona barnalega og heimskulega
— og að ég væri þessi bölvaður
auli.
En Johs, sagði Marianne. —-
Það er alveg eins og þetta hafi
verið allt annar maður en þú.
— Það var ég, sagði ég. —- Og
bara að það endi ekki á þvi, að þú
komist að raun um að ég sé ennþá
sami maðurinn og...
— Þegiðu, sagði hún. — Það er
óþarfi að ræða þetta. En
hvern var hún að hitia þarna i'
Slagelse?
— Ég veit það varla, nema nýju
vinkonuna hans Alexar.
— En ekki Alex?
— Hann var viðstaddur — þegar
þær hittust i glæsilegu ibúðinni.
En hún var ekki sérlega hrifin af
honum, eftir þvi sem hún sagði,
hann var ekki eftir hennar
smekk. Hún gekk mikið upp i eig-
in smekk. Það var eitthvað læðu-
pokalegt við Alex, auk þess sem
það var enginn still yfir honum.
Hún lýsti mér stundum sem
þungri og silalegri verkamanna-
blók. En hvert var ég annars
kominn? Jú, ég man að ég tók
lyftuna þangað upp eitt kvöld um
elleftuleytið, þegar ég kom af
fundi i Slagelse. Það er eitt af
þeim fáu skiptum sem ég hef
komið til Alexar. Við vorum ekki
vinir, aðeins vinnufélagar. Ég fór
þangaö til að taka Virginiu með
heim i bilnum. Hún og stelpan
sátu i stofunni i risastóra, hálf-
hringlaga sófanum. Alex lá i
sporöskjulöguðu rúminu með
gylltan þúða undir hnakkanum og
las i kúrekahefti, rétt eins og
hann væri enn i kojunni á upp-
tökuheimilinu, ef maöur lokaði
augunum fyrir umhverfinu, sem
auðvitað var ógerningur... Hann
hafði sennilega aldrei lesið neitt
annað, nema þá auglýsingadálka
i dagblöðunum. — Komdu hingað
inn og lokaðu, Johs, sagði hann. —
Nú eru þær búnar að sitja og mala
i þrjá tima um kjóla og snyrtivör-
ur og tiðaverki, og ef þú þarft að
fræöast eitthvað um slikt, þá
skaltu bara spyrja mig... Þetta
var svo sem allt ósköp notalegt og
heimalegt.
— Ók hún svo heim með þér?
— Já, við ókum heim saman, og
þótt við höfum trúlega þrasað
eitthvað á leiðinni var ekkert i
veginum það kvöld. Þannig var
eitt og eitt kvöld, en það varð æ
lengra á milli þeirra...
Þaö voru næturnar sem ég átti
við þótt ég segði kvöld. Enn komu
nætur þegar við brunnum af þrá
hvort til annars, það átti við um
mig að minnsta kosti og henni lik-
aði það vel, og engin hafði nokk-
urn tima jafnast á við Virginiu.
— Um hvað ertu að hugsa,
Johs? spurði Marianne. Ég hafði
hugmynd um að hana grunaði það
og ég taldi rétt að sniðganga
sannleikann litið eitt.
— Um allar þessar vinkonur Al-
exar, sagði ég. — Hann hafði
skipti stöku sinnum og leit vist
aðallega á þær sem eins konar
skrautmuni i ibúðinni. En hvað
svo sem stúlkan hét þá stundina,
varð Virginia á augabragði stór-
vinkona hennar, og um leið var
hún búin að eignast vini og kunn-
ingja — og ekki mátti gleyma við-
skiptasamböndum Alexar. Þetta
Föstudagur 26. október
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunstund barnanna kl
8.45: Bessi Bjarnason leik-
ari endar lestur á sögunni
,,Spóa” eftir ólaf Jóh.
Sigurðsson (4). Tilkynning-
ar kl. 9.30. Þingfréttir kl.
9.45. Létt lög á milli liða.
Morgunpopp kl. 10.25: Otis
Redding syngur. Fréttir kl.
11.00. Tónlist eftir Ravel:
Trieste-trióið leikur Trió i a-
moll fyrir pianó, fiðlu og
selló. / Christa Ludwig og
Douglas Whittaker syngja
söngva frá Madagaskar. /
Hljómsveit Tónlistar-
skólans i Paris, leikur ,,La
Valse”.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Meft sinu lagi. Svavar
Gests kynnir lög af hljóm-
plötum.
14.30 Slftdegissagan: „Vift
landamærin” eftir Terje
Stigen. Þýftandinn, Guö-
mundur Sæmundsson lýkur
lestri sögunnar (12).
15.00 Miftdegistónleikar:
Itzhak Perlman og Konung-
lega filharmóniusveitin i
Lundúnum leika Fiðlukon-
sert nr. 1 i D-dúr op. 6 eftir
Paganini, og „Carmen-
fantasiu” eftir Sarasate,
Lawrence Foster stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornift
17.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir.
18.45 Veðurfregnir.
18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Fréttaspegill.
19.15 Þingsjá. Daviö Oddsson
stud. jur. hefur umsjón með
höndum.
19.40 Drengur i vandræftum.
Páll Asgeirsson læknir tal-
ar.
20.00 Sinfóniutónleikar frá
austurriska útvarpinu.
Flytjendur: Sinfóniuhljóm-
sveitin i Vin, Raissa
Bobrionova sópransöng-
kona og Valerij Klimoff
fiðluleikari. Stjórnandi:
Maxim Sjostakovitsj. a.
Atriði úr óperunni „Eugin
Onegin” eftir Tsjaikovský.
b. Sinfónia nr. 5 i d-moll eft-
ir Sjostakovitsj.
21.00 Þar gróa nú svartir
sandar. Kristján Ingólfsson
kennari á Hallormsstað tal-
ar við hjónin Sigurjón
Einarsson og Þorbjörgu
Benediktsdóttur i Arbæ á
Mýrum i Austur-Skafta-
fellssýslu.
21.30 tltvarpssagan: „Heimur
i fingurbjörg” eftir Magmis
Jóhannsson frá Ilafnarnesi.
Jakob S. Jónsson les sögu-
lok (6).
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir. Réttvisi i
réttarþjóftfélagi. Hjörtur
Pálsson les úr minninga-
blöðum Gunnars Benedikts-
sonar (3).
22.40 Draumvísur. Sveinn
Arnason og Sveinn Magnús-
son kynna lög.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
SANDVIK
snjónaglar
SANDVlK SNJÓNAGLAR veita öryggi í
j snjó og hólku. Lótið okkur athuga gömlu
hjólbarðana yðar og negla þá upp.
Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða.
Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22,
GÚMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SÍMI 31055
oa
20.00 Fréttir.
20.25 Veftur og auglýsingar.
20.30 Fóstbræftur. Breskur
sakamála- og gaman-
myndaflokkur. Þýöandi Jón
Thor Haraldsson.
21.25 Landshorn . Frétta-
skýringaþáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður
Guðjón Einarsson.
22.00 Músik og myndir.Banda-
riskur skemmtiþáttur með
popptónlist og myndefni
ýmiss konar.
22.25 Dagskrárlok.
SÓLÓ-
eldavélar
Hramieifti Sol.o-eldavélar af mörgum stærftum og gerft-
um. —einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústafti
og bála.
— Varahlutaþjónusta —
Viljum serslaklega benda á nýja gerft einhólfa eldavéla
f.vrir smærri háta og litla sumarbústafti.
ULDAVKI.AVKRKSTÆÐI
ÍÓIIANNS I R. KRIST.JÁNSSONAR H.F.
KLEPPSVEGI 62. — SÍMI33069.
Iiinhiiisviðskipii leið
til liinsviðskipta
"BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS