Þjóðviljinn - 26.10.1973, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÓDVILJINN F»studagur 26- október 1073.
Vatnsgat
Framhald af bls. 9.
auðvaldið hefur svindlað inn á
hana með kosningabraski og aug-
lýsingaskjalli. Bandariska stór-
veldið er jötunn, sem byrjaður er
að rotna lifandi.
Risinn rotnandi
Þegar svo er komið er gjarnan
gripið til blóta til að sefa reiði
guðanna i þjóðarsálinni. Agnew
greyið hefur þegar verið lagður á
þann stall, en hann var aldrei
mikill bógur og útilokað að hann
dugi kerfinu lengi til frið-
þægingar. Sjálfur forseti Banda-
rikjanna væri ólikt myndarlegri
fórn, og ekki óhugsandi að fall
hans gæti orðið til að endurvekja
traust einhvers hluta Bandaríkja-
manna á þjóðfélagskerfi sínu.
Það er þó óvist. Gore Vidal,
Norman Mailer og fleiri snjöll-
ustu skribentar bandariskir
stunda það mjög að likja banda-
riska stórveldinu við Rómarveldi
á hnignunarskeiði þess. En
Rómarveldi hjarði furðu lengi
hálfdautt og rotnandi og pestin af
þvi er varla meira en svo horfin
úr heimsstjórnarmálunum enn.
Þetta er sögulegur lærdómur,
sem núverandi bandamönnum
Bandarikjanna væri hollt að hafa
i huga. Tilstandið kringum Nixon
nú, hvernig sem það endar fyrir
hann og hans forsetadóm, gæti
vel verið byrjunin á endaíokum
bandariska heimsveldisins.
dþ.
Nöldur
Framhald af 2 siðu
ættu alltaf samleið með Sjálf-
stæðisflokknum, guð almátt-
ugur og forseti Bandarikj-
anna?
Og svo ég haldi áfram að
tala út úr minu hjarta, sem
senn fer til helvitis, þá langar
mig til að vita eitt i viðbót. Af
hverju er nú verið að hleypa
svona hálfvitagangi i útvarpið
sem andlegri næringu á sið-
asta sunnud. sumarsins? Ég
þykist sjálfur vera afskaplega
hlynntur málfrelsi á öllum
sviðum, en hafi þetta verið
hugsað þannig af hinni sam-
hentu forystu útvarpsins, þá
mótmæli ég. Það er ekki nema
sjálfsagt, að hann Bjarni
Guðnason fái að tala i útvarpið
um leið og hinir, — hann ætti
meira að segja að fá að tala
lengur en hinir, sem hann er
skemmtilegri en þeir, — en
það er ijótur andstyggðar-
hrekkur við mig og allar góðar
gamlar konur, sem vilja heyra
eitthvað uppbyggilegt á sið-
asta sunnudegi sumars, að
hleypa óðum mönnum i hlust-
irnar á okkur, sem ekkert er-
indi virðast eiga þangað annað
en það að sanna áþreifanlega,
að þeir séu afkomendur apa i
beinan karllegg, með þvi að
segja okkur til helvitis og telja
sig þess umkomna að biðja
fyrir öðrum, þegar tveir
striða. „Likna striðandi lýði”.
Vegagerð
Framhald af bls. 4
vegar með öllu ofviða að verða
við þeim kröfum, nema til kæmi
aðstoð af hálfu hins opinbera, —
eins og gert er ráð fyrir i þessari
tillögu. Ef ekki kæmi til þessi
aðstoð af hálfu rikisins, ættu þessi
sveitarfélög ekki annars kost —
til að verða við þessum sjálfsögðu
kröfum um varanlega gatnagerð
og aukið hreinlæti, sem henni
fylgir, aukiðhreinlæti sem ætti að
miðast við það að þóknast ekki
aðeins þeim útlendu aðilum sem
kaupa framleiðsluna heldur
einnig þvi fólki sem vinnur við
hana — án aðstoðar ríkisins
mundu þessi sveitarfélög ekki
eiga annars kost til að koma sliku
fram en að auka álögurnar á
þetta fólk, en auknar álögur gætu
svo valdið þvi að fólk hrektist
burt úr þessum byggðarlögum,
burt frá hinum þýðingarmiklu
framleiðslustörfum, sem þar eru
unnin, til annarra starfa sem flest
hver mundu að likindum verða
miklu þýðingarminni fyrir
þjóðarbúið i heild. Þetta vildu
þessir tveir sveitafetjórnarmenn á
Snæfellsnesi að bentyrði á, svo að
mönnum mætti verða ljósara
hvað þessi sveitarfélög eru komin
i slæma klemmu með þessi mál.
Sigurvilji
Framhald af bls. 11.
minútu bætti Langan öðru marki
við,3:2.
Siðustu minúturnar voru æsi-
spennandi, en þrátt fyrir þunga
sókn tókst irunum ekki að jafna,
en það hefði þýtt að þeir hefðu
farið áfram með 3 stig þar eð þeir
unnu fyrri leikinn 4:3.
Glæsilegur og vel þeginn sigur
islenska liðsins var i höfn og
gleymum þvi ekki, að hann var
fyllilega sanngjarn. —S.dór
Iljónin Bent llolstein og Jithe Holstein eru hér á myndinni en þau hafa unnið við uppsetninguna.
Mynd af mynd eftir Evu Sörensen. (Myndir AK)
7 ungir Danir sýna
Bretland
íhaldið
tapaði
London 25/10 — Breski verka-
mannaflokkurinn hefur 6.5%
meiri fylgi en ihaldsflokkurinn
samkvæmt skoðanakönnun sem
birt var i Lúndúnablaðinu Daily
Telegraph i dag. Samkvæmt
henni hefur Verkamanna-
flokkurinn fylgi 39.5% kjósenda,
thaldsflokkurinn 33% og Frjáls-
lyndi flokkurinn 25.5%.
Mikill munur hefur verið á úr-
slitum að undanförnu en búist er
við að jafnvægi komist á þau
seinna i haust þegar kjósendur
eru búnir að melta niðurstöður
flokksþinganna sem haldin hafa
verið undanfarið.
Fjórar aukakosningar eigá áð
fara fram 8. nóvember nk. og er
taliðað úrslit þeirra gefi öruggari
visbendingu um styrkleika flokk-
anna. I Berwick og Hove eru
frjálslyndir taldir hafa góða
möguleika á að vinna þingsæti af
ihaldsmönnum. f Norður-Edin-
borg hafa bæði frjálslyndir og
Verkamannaflokkurinn mögu-
leika á að vinna sætið afihaldinu
en Verkamannaflokkurinn er
talinn öruggur með sæti sitt i
Goven i Glasgow
Súlur
Út er gefið á Akureyri timarit
sem heitir Súlur og er sérstaklega
tekið fram i heiti þess að það sé
„norðlenskt timarit”, Ritstjórar
þess eru þeir Jóhannes Öli
Sæmundsson og Erlingur
Daviðsson á Akureyri.
Annað hefti þessa árs er
nýkomið út, og er það jafnframt
sjötta hefti ritsins frá upphafi.
Það flytur ýmislegt þjóðlegt efni
sem kallað er og fróðleik af þvi
tagi. Auk ritstjóranna eiga efni i
ritinu þeir Kristján frá Djúpalæk,
Eiður Guðmundsson frá Þúfna-
völlum og Hólmsteinn Helgason á
Raufarhöfn, svo að fáir einir séu
taldir.
Kvenfrelsið
Karlmenn keppa Iika um titil-
inn Herra Heimur, og ein slik
keppni var haldin i Genf á
dögunum. Til leiks mættu 72
þátttakendur frá 42 löndum og
sigurvegari varð Lewis Ferr-
ingo frá New York, 21 árs.
Herra Evrópa varð Englend-
ingur.
Á morgun hefst i Norræna
húsinu myndlistarsýning sjö
ungra Dana. Fyrri sýningunni
stendur nefnd á vegum danska
menntamálaráðuneytisins,
sem sinnir þvi hlutverki að
gangast fyrir sýningum i
Jóhannesarborg 25/10.
— Dómari sá sem
stjórnar rannsókninni
vegn morða lögregl-
unnar á 11 afrískum
verkamönnum i gull-
námu einni i nágrenni
Jóhannesarborgar i
fyrra mánuði kvað upp
þann úrskurð i dag að
ekki væri ástæða til að
áfellast lögregluna fyrir
að hafa skotið á verka-
mennina.
Hann visaði á bug þeirri stað-
hæfingu að koma lögreglunnar á
öðrum löndum, og ber hún að
nokkru leyti kostnað af
sýningunni. Listamennirnir
sjö heita:
Sören Hansen, Ole Heerup,
Bent Holstein, Paul Janus Io-
námusvæðið i þeim tilgangi að
berja niður skærur sem urðu
vegna launadeilna hefði orðið til
að ástandið á staðnum versnaði.
Hann kvað lögregluna hafa að-
eins gert réttar og nauðsynlegar
ráðstafanir til að vernda lif og
sen, Kirsten Lockewitz, Jan
Marcussen og Eva Sörensen.
Þess er að vænta að marga
fýsi að sjá þessa óvenjulegu
kynningu danskrar nútima-
listar. Sýningin verður opin til
6. nóvember.
góð
eignir (hverra?). Engin skothrið
hefði átt sér stað fyrr en eftir að
bæði fulltrúar námustjórnarinnar
og lögregluforingi hefðu reynt
að,,tala verkamennina til”.
Þá kvaðst hann hafa fengið
sannanir fyrir þvi að lögreglan
hefði ekki hafið skothrið fyrr en
verkamennirnir réðust á
„öryggissveitirnar”.
Finnskur málari sýnir
á Akranesi
Um þessa helgi verður 31 mál
verk eftir finnsku listmálarana
Kalervo Konster og Juhani
Taivaljarvi til sýnis i Bók-
hlöðunni á Akranesi. Sýningin
verður opnuð á föstudaginn 26.
október kl. 16. Hún verður opin á
laugardag, sunnudag og
mánudag frá kl. 14 til 22. Flest
málverkin eru til sölu og er verð
þeirra frá 3.000 upp i 18.000
krónur. Kalervo sýnir 12 oliumál-
verk, en Juhani hefur sent 19 upp-
hleyptar myndir á sýninguna.
Sumar þeirra eru landslags-
myndir frá íslandi. Báðir list-
málararnir hafa oft áður sýnt hér
á landi.
Lögreglan er
til síns brúks í Suður-Afríku
BSRB
Framhald af bls. 1
starf milli ASI og BSRB, en i
mjög fámennri atkvæðagreiðlsu
með aðeins eins atkvæðis mun,
18:17, svo vera kann, að viðhorf
breytist er afstaða er tekin til um-
leitana BSRB. 1 gær siðdegis
hafði samninganefndin ekki tekið
afstöðu til málsins.
Engin endurbót segir BHM
Að þvi er Jónas Bjarnason
sagði i gær hefur samningum
BHM litið þokað áfram. Setti
rikið fram tilboð fyrir siðustu
helgi, en samninganefnd BHM
kom með gagntilboð á sáttafund-
inum á miðvikudag. Sagði Jónas,
að i heild væri tilboð rikisins að
áliti samninganefndar BHM
engin endurbót frá gömlu samn
ingunum að þvi er varðaði flesta
starfsmenn rikisins innan BHM.
—vh