Þjóðviljinn - 31.10.1973, Page 1
RO
UÚBVIUINN
Miðvikudagur 31. október 1973 38. árg. 250. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
flPOTEK
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7.
NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2,
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SÍMI 40102
Endur-
skoðun
olíusölu
Eitt af ákvæðum i málefna-
samningi ríkisstjórnarinnar fjall-
aði um endurskoðun oliusölunnar
i landinu, cn mikij gagnrýni hefur
lengi verið fyrir hendi á hið þre-
falda og dýra dreifingarkerfi
fyrir oliu, sem hér hefur verið
haldið uppi af þremur olíufclög-
um.
Viðskiptaráðherra hefur nú
skipað nefnd, sem falið er það
verkefni að endurskoða oliusöl-
una i landinu, og er henni ætlað
sérstaklega að kanna leiðir til að
tryggja hagsmuni sjávarútvegs-
ins varðandi oliuviðskipti.
t nefndina hafa verið skipaðir:
Hjalti Kristgeirsson hagfræðing-
ur sem er formaður nefndarinn-
ar, Pétur Pétursson alþm., Hall-
grimur Sigurðsson framkv.stj.,
Gunnar I. Hafsteinsson lögfr.,
Helgi E. Þórðarson verkfr. og
Arnmundur S. Backman.
Rætt við Breta
Undanfarna daga hafa islenskir
embættismenn frá utanrikisráðu-
neytinu, sjávarútvegsráðuneyt-
inu og dómsmálaráðuneytinu átt
viðræður viö breska embættis-
menn hér á landi i framhaldi af
samningatilraunum um land-
helgisdeiluna.
Einnig hafa Einar Agústsson
utanrikisráðherra og John Mc-
Kenzie sendiherra Breta á tslandi
rætt málin. Embættismenn-
irnir munu afhenda ölafi
Jóhannessyni forsætisráðherra
skýrslu um viðræðurnar i dag, er
forsætisráðherra kemur heim frá
Sviþjóð.
Bótagreiðslur
Viðlagasjóðs
Nú standa yfir bótagreiðslur
Viðlagasjóðs til þeirra Vest-
mannaeyinga, sem misstu hús sin
i jarðeldunum. t þessum áfanga
fá menn greiddan 1/4 af bruna-
bótamati að frádregnum veð-
skuldum. Búið er að greiða bætur
fyrir 214 hús, og er heildarupp-
hæðin 136,9 miljónir króna.
24 viðlaga-
sjóðshús
Þorlákshöfn
Um siðustu hclgi voru lyklar
afhentir að 24 viölagasjóös-
húsuin i Þorlákshöfn og er fólk
þegar farið að flytja i húsin en
þetta eru fyrstu húsin sem
„Villi frændi”, eins og sjóður-
inn er nú kaliaður, afhcndir i
Þorlákshöfn. Hefur frágangur
húsanna tafist nokkuð ýmissa
orsaka vegna.
t byrjun nóvember er svo
áætlað að afhenda næstu 18
hús og er nú unnið að lokafrá-
gangi þeirra.
íbúar flestra þeirra húsa
sem afhent voru um helgina
hafa ekki búið i Þorlákshöfn
fram að þessu og eins mun
vera með þá sem fá húsin 18 i
byrjun næsta mánaðar. Mann-
fólki kemur þvi til með að
fjölga allmjög i Þorlákshöfn
næstu dagana.
—Þ.S.
Vestfirskir sjómenn um Landhelgisgœsluna:
Hjúkrunar-
„GERA OKKUR
fólk fjöl-
mennti
AÐ LYGURUM”
r
Astandið eins og áður en fœrt var út i 50 milur
Vegna ummæla tals-
manna Landhelgisgæsl-
unnar þar sem hann segist
ekki kannast viö þær að-
stæður sem vestfirskir sjó-
menn segja á miðunum
fyrirvestan, höfðum viðtal
af tveimur togaraskipstjór-
um um borð í skipum
þeirra á miðunum út af
Vestfjörðum.
Fyrst töluðum við við Jóhann
Simonarson á togaranum Bessa
frá Súðavik. Sagði hann, að þar
sem þeir væru að veiðum, 30-40
milur frá landi, væri fjöldi er-
lendra skipa, Færeyingar sem
þarna veiða samkvæmt heimild,
en auk þess V-Þjóðverjar og
Bretar, lfklega 15—20 skip auk Is-
Iendinganna.
— Það er alveg óhætt að taka
þá trúanlega þessa menn héðan,
sem hafa verið að skýra frá þvi að
Bretar hafi verið að veiðum i friö-
aða hólfinu. Okkur finnst furöuleg
yfirlýsingin frá Landhelgisgæsl-
unni; það er eins og að hérna séu
einhverjir stráklingar, sem gangi
ljúgandi um. Það hefur verið tal-
að um það hér á miðunum i morg-
un hvernig standi á þessu og
hvaðan þessar fréttir koma til
Gæslunnar, og ekki annað hægt
að sjá en þessi blaðafulltrúi hafi
þetta beint frá Landhelgisgæsl-
unni.
Okkur finnst það mjög leiðin-
legt að verið er að bera það til
baka sem við erum að segja, það
er nógu leiðinlegt að horfa upp á
útlendinga veiða hér á friðuðum
svæðum, sem við alls ekki meg-
um fara inn á, og tilgangurinn
með friðuninni er auðvitað enginn
meðan þeir geta þurrausið þessi
svæði. Þarna hefur verið mikið
fiskisvæði.
— Er eitthvað af varðskipum
þarna núna?
— Nei, hér sjást afar sjaidan
varðskip. Oftast nær þegar við
sjáum varðskip er það annað-
hvort undir Græauhlið eða liggj-
andi inni á tsafirði. Það eru einu
skiptin sem við sjáum þessi varð-
skip. Það er best að það komi al-
veg fram eins og sannleikurinn er
i þessu máli.
Þegar við höfum samband við
þá, er þetta sama viðkvæði, að
þeir skuli koma þessu rétta boð-
leið til sinna yfirmanna. Það gera
þeir vafalaust. Einn skipstjórinn
hér spurði varðskip að þvi hvort
það mætti ekkert gera og fékk það
svar að það væri óljóst hvort þeir
Framhald á bls. 14
á þingpalla
Ka-tt var um námsbraut i
hjúkrunarfræðum i fyrir-
spurnatima á alþingi i gær.
Magnús Torfi Ólafsson
inenntamálaráölierra, svar-
aði fyrirspurn um málið. Af
þessu lilefni fjölmennti hjúkr-
unarfólk á þingpalla. —
l.jósm. A.K.
Sjá siðu
Góð rjúpnaveiði
þegar viðrar til veiðanna, sagði Leopold á Hreðavatni
Leopold Jóhannsson
veitingamaður á Hreða-
vatni sagði okkur i gær
að góð rjúpnaveiði hefði
verið það sem af er, að-
eins ef viðrað hefði til
veiðanna, en veður hef-
ur verið afar vont þar
efra undanfarið. Sagði
Leopold að gangnamenn
hefðu séð mun meira af
rjúpu i haust en undan-
farin 2 til 3 ár, en enn
sem komið er væri hún
litið farin að flokka sig á
kunnum veiðistöðum.
Þó sagði Leopold að kunnir
veiðimenn hefðu komið með þetta
20 til 30 til 30 rjúpur eftir daginn
undanfarið sem væri um það bil
helmingi meira en var i fyrra og
hitteðfyrra.
Mesta veiði sem Leopold sagði-
ist hafa heyrt um i nágrenni
Hreðavatns i haust væru 50 rjúp-
ur eftir daginn hjá tveim veiði-
mönnum. Og það mesta sem hann
hefði heyrt um á Holtavörðuheið-
inni væru 35 hjá einum manni eft-
ir daginn.
Leopold sagði að mjög margir
kæmu að Hreöavatni til rjúpna-
veiða úr Reykjavik, Borgarnesi,
Akranesi og viðar. Væru það oft-
ast sömu mennirnir ár eftir ár. Þó
sagði hann að alltaf kæmu ein-
hverjirsem ekki heföu komið fyrr
og bað hann okkur aö taka það
skýrt fram að bændur þar efra
vildu umfram allt að þeir sem
koma til veiöanna tilkynntu sig og
fengju leyfi. Ekki peninganna
vegna, heldur til að menn vissu
um hverjir eru til fjalla þann og
þann daginn. Þaö hefði komið
nokkrum sinnum fyrir að menn
hefðu verið farnir að undirbúa leit
aö mönnum, sem ekki komu fram
á réttum tfma, að mönnum
fannst, eftir að frést hefði af þeim
við veiðar, án þess að þeir hefðu
tilkynnt sig. Svo kæmu þessir
menn ef til vill niður fjarri bæj-
um. Þetta kostaði bæði tima, pen-
inga og áhyggjur.
—S.dór
íslenskar Golan-hæðir
I.eópold Jóhannsson á
Ilrcðavatni sagði að mjög
mikil aðsókn liefði verið að
lioltavörðuheiðinni fyrstu
dagana eftir að leyfilegt var^
að veiða rjúpu og hefði
Þorkell i L'crjukoti sagt viö sig'
að ástandiö á Iloltavörðuheið-
inni hefði veriö einna likast
þvi sem menn hugsa sér á-
standiö i Golanhæðum.
Menn gátu vart hreyft sig
fyrir kúlnahrið. Astæðan fyrir
þessum mikla fjölda þar efra
er sú, að leyfi til veiða eru seld
beggja vegna heiðarinnar, og
menn þykjast ekki, eða vilja
ekki, kannast við landamörkin
og þvi er alltof stór hópur
saman kominn á alltoí litlu
svæði. Er slikt auðvitað stór-
hættulegt.
—S.dór