Þjóðviljinn - 31.10.1973, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. október 1973.
þingsjá þjóðviljans
Gæsluþóknim ákveðin
án samráðs við kjör-
inn fulltrúa kennara
IIjúkrunarfólk fjölmennti á pallana I gær. (Mynd AK.)
Jónas Arnason bar i gær fram á
alþingi fyrirspurn tii mennta-
málaráðherra um ákvöröun
gæsluþóknunar i heimavistar-
skólum fyrir sl. ár. Kvað þing-
maðurinn sérstakan fuiltrúa
kennara hafa lagt fram tillögu á
nefndarfundi sem menntamála-
ráðuneytiö boðaði til um 22%
hækkun gæsluþóknunar milli ára.
Heföi fulltrúinn sföan ekkert um
mál þetta heyrt uns mennlamála-
ráðuneytið hefði i mars sl. til-
kynnt að samkomulag hefði orðið
um máiið og á þann veg að gæslu-
þóknunin yrði óbrcytt.
Magnús Torfi ólafsson,
menntamálaráðherra, kvað
/ athugun:
V iðvörunarkerfi
vegna hálku
á hraðbrautum
Oddur ólafsson (S) spurði
hvað liði framkvæmd þings-
ályktunartillögu um athugun á
notagildi sjálfvirkra viðvör-
unarmerkja á hraðbrautum.
Björn Jónsson, samgöngu-
ráðherra, sagöi i svari sinu aö
vegagerð rikisins hefði þessa
athugun með höndum. Væri
þess að vænta að skýrslur
hennar lægju fyrir 1. desem-
ber. Hér væri um flókinn
tæknibúnað að ræða sem
þyrfti vandlegrar athugunar
við. Tók ráðherrann undir
meö fyrirspyrjanda og kvað
nauðsyn á þvi aö koma upp
sliku kerfi, einkum vegna
hálku á vegunum og þá sér-
staklega hraðbrautunum.
ráðuneyti sitt ekki vera
aöila til ákvörðunar gæsluþókn-
unar. Slikt heyröi undir fjármála-
ráðuneytið. Hins vegar hefði hið
fyrrnefnda ráðuneyti viljað
stuðla að ákvörðun um mál þetta
með boðum þess fundar sem áður
var um getið. Fjármálaráðuneyt-
ið hefði tilkynnt siðan, að sam-
komulag hefði orðið um að gæslu-
þóknunin ætti að vera óbreytt.
Hefði verið haft samband við
skrifstofur Landssambands
framhaldsskólakennara og Sam-
bands isl. barnakennara sem
hefðu ekki gert athugasemd við
samkomulag þetta.
Jónas Arnason sagði að hér
hefðu greinilega átt sér stað mjög
furðuleg vinnubrögð við ákvörðun
kjaramála. Fulltrúi kennara var
ekki hafður með i ráðum. Það
sem gerist er það eitt að hringt er
á milli ráðuneyta og siðan á skrif-
stofur þar sem starfsmenn verða
fyrir svörum. Þannig hefðu laun
verið ákveðin án samráðs við
kjörinn aðila, eftir að starfinu
hefði verið gegnt mánuðum sam-
an.
Jónas kvaðst hafa flutt fyrir-
spurn þessa fyrir kennara sem
hlut ættu að máli. Kvað hann þá
engan veginn mundu verða
ánægða með þessi vinnubrögð.
Magnús Torfi tók aftur til máls
og kvað unnið að endurskoðun
greiðslureglna. Kvaðst hann vilja
fullvissa fyrirspyrjanda um, að
sér væri það mikið áhugaefni að
ganga frá þessum málum hið
fyrsta.
Halldór Blöndal (S) kvað hér
hreyft merkilegu máli. Hér hefðu
kjör launþega verið ákveðin án
þátttöku launþega og eftir á —
eftir að þeir hefðu innt vinnuna af
hendi mánuðum saman.
Raforkumál
Yestfjarða
I gær voru haldnir tveir fundir i
Sameinuðu þingi. A fyrri fundin-
um voru á dagskrá 20 fyrirspurn-
ir, 6 þeirra fengu afgreiðslu, en 14
voru afgreiddar. Var siðan fundi
slitið og settur fundur á ný, sér-
staklega til að taka á dagskrá
framhald 1. umræðu um fjárlög-
in. Aður en gengið var til dag-
skrár kvaddi Matthias Bjarnason
(S) sér hljóðs utan dagskrár.
Beindi hann fyrirspurn til Magn-
úsar Kjartanssonar raforkuráð-
herra um það ástand sem nú er i
raforkumálum Vestfjarða, þar
sem sæstrengurinn yfir Dýraf jörð
er slitinn. Hefði komið fram i
Þjóðviljanum i dag, þriðjudag, að
ekki væru til tæknimenntaðir
menn til þess að sinna þessum
málum. Við værum háðir dansk-
inum með slikar viðgerðir. Lagði
þingmaðurinn til að ráðherra
rannsakaði eða léti rannsaka
þessi mál og þá hvort um vitavert
gáleysi og kæruleysi væri að
ræða, eins og full ástæða væri til
að ætla. Matthias kvað það ekk-
ert nýtt að timum saman væri lát-
ið undir höfuð leggjast að gera við
bilanirá raforkukerfi Vestfjarða.
Magnús Kjartansson kvað
furðulegt að þingmaðurinn skyldi
ekki hafa borið fram fyrirspurn
sina með þinglegum hætti. Það á-
stand sem hann hefði lýst i raf-
orkumálum Vestfjarða hefði
staðið yfir frá 22. sept. sl. og hefði
þingmaðurinn þvi getað lagt fram
fyrirspurn sina fyrir löngu og
ráðherra hefði þá getað aflað
gagna til svara. Taldi iðnaðar-
ráðherra að hér væri um að ræða
misnotkun á fyrirspurnaaðstöð-
unni á alþingi.
Ráðherrann kvaðst vilja taka
undir það, að hér væri vissulega
um alvarlegt vandamál að ræða.
Nauðsynlegt væri að bæta við-
gerðaraðstöðuna, bæði með þvi
að mennta sérstaka aðila til þessa
starfs og lika með tækjabúnaði.
Tók ráðherrann undir það með
Matthiasi að óviðunandi væri að
þurfa að leita til Dana með slikar
viðgerðir, en hér væri einn anginn
af arfi tólf ára viðreisnarstjórnar
sem þingmaðurinn studdi, en
hreyfði þá aldrei þessu máli.
Ráðherrann sagði að lokum að
hann teldi yfirstandandi ástand i
raforkumálum Vestfirðinga al-
gerlega óþolandi og hann mundi
gera sitt besta til þess að bæta þar
úr.
Forseti, Friöjón Þórðarson,
(S) gerði athugasemd við um-
mæli ráðherra. Kvað hann varla
stætt á þvi að neita þingmönnum
um orðið utan dagskrár; hefði
Matthias sagt sér að hann hefði
látið iðnaðarráðherra vita um
fyrirspurnina áður. Hitt væri
augljóst að slikar fyrirspurnir ut-
an dagskrár yrðu að vera stutt-
orðar og helst gagnorðar lika.
Matthias Bjarnason tók aftur til
máls og sagði m.a. að bilanir i
raforkukerfi Vestfirðinga færu
ekki eftir fundarsköpum alþingis.
ný
þingmál
Tillaga til þingsályktunar um
úrræði til að minnka oliukaup er-
lendis frá. Flutningsmenn Bragi
Sigurjónsson o.fl. þingmenn Al-
þýðuflokksins.
Tillaga til þingsályktunar um
bættar vetrarsamgöngur i snjó-
þungum byggðarlögum. Flutn-
ingsmenn Lárus Jónsson og fleiri
þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
spyr sjávarútvegsráðherra um
athugun á rekstri skuttogara.
Mikill áhugi
á sjónvarps-
málum
Hjúkrunarfólki opnað
ur Háskólinn í vetur
án þess að það hafi stúdentspróf?
Þórarinn Þórarinsson spurði
nienntamálaráðherra uin nánis-
hraut i hjúkrunarfræðum sem
stofnuð var við III sl. haust.
Menntamálaráðherra rakti
gang þessa máls og skýrði frá
þvi, að settar nefndir hefðu ein-
dregið lagt til að stofnuð yrði
námsbraut i hjúkrunarfræðum.
Til þess að hjúkrunarfólk — sem
ekki hefur stúdentspróf — hefði
aðgang að deild þessari væri
nauðsynlegt að breyta lögum um
Háskóla islands. Kvaðst ráðherr-
ann vona að senn yrði tilbúið
frumvarp og reglugerð um þetta
mál.
Þórarinn Þórarinsson lagði á-
herslu á nauðsyn þess að málinu
yrði flýtt. Væri seinagangur á
Fjárlaga-
umræða i gær
i gær var framhaldið i Samein-
uðu þingi fyrstu umræðu um fjár-
lagafrumvarpið. Hófst umræð'an
laust fyrir kl. 4, en var siðan
frestað og var henni haldið áfram
fram eftir kvöldi. Atti henni að
ljúka i gær.
samningu frumvarps af hálfu há-
skólans, væru nógir menn til að
semja frumvarp af þessu tagi.
Undir það tók einnig Halldór
Blöndal.
Benda umræður á alþingi til
þess að á yfirstandandi þingi
verði háskólalögunum breytt svo.
að hjúkrunarfólki verði opnaður
háskólinn.
Fyrirspurnir
Pétur Sigurðsson (S) spyr
félagsmálaráðherra um styttingu
vinnutimans.
Sami spyr dómsmálaráðherra
um landhelgissjóð og innheimtu-
menn hans.
Steingrimur Hermannsson (F)
spyr heilbrigðisráðherra um
byggingu læknisbústaðar á
Hólmavik og samgönguráðherra
um hafnaáætlun.
Halldór Blöndal (S) spyr
sjávarútvegsráðherra um
rekstrargrundvöll skuttogara.
Sami spyr fjármálaráðherra
um verkfallsrétt opinberra
starfsmanna.
Jón Armann Héðinsson (A)
á alþingi
Jónas Jónsson (F) spurði
menntamálaráðherra um dreif-
ingu sjónvarps. Menntamálaráð-
herra svaraði:
Samkvæmt upplýsingum Rikis-
útvarpsins hefur á þessu ári eink-
um verið unnið að þeim verkefn-
um i dreifikerfi sjónvarps sem áð-
ur voru ákveðin.
Rakti ráðherra siðan einstakar
framkvæmdir. Þá greindi hann
frá þvi að aðflutningsgjöld af
sjónvörpum hefðu numið þessum
upphæðum.
1968 56,7 milj. kr.
1969 51.4 milj. kr.
1970 35,8 milj. kr.
1971 24,0 milj. kr.
1972 24,6 m ilj. kr.
1973 20.0 milj. kr. (áætluð upp-
hæð)
Loks kvað ráðherrann ekki
vera uppi áform um aðrar tekju-
öflunarleiðir vegna dreifingar á
sjónvarpi.
Jónas Jónsson (F) tók til máls,
en siðan Benedikt Gröndal (A) og
sagði hann að huga yrði að nýjum
tekjustofnum þar sem nú færu
senn að kalla að endurnýjunar-
nefnd af ýmsu tagi.
Þá var spurt um rannsókn á
móttökuskilyrðum fyrir sjónvarp
á fiskiskipum. Það var Karvel
Pálmason (SFV) sem spurði.
Menntamálaráðherra kvað rann-
sókn ekki lokið á þessu máli.
Hefði Landsiminn rannsóknina
með höndum. Karvel Pálmason
lýsti vonbrigðum sinum með að
rannsókninni væri ekki lokið og
hvatti ráðherra til þess að ýta
rækilega við embættismönnum
sinum.
Rœtt um aðstöðu nemenda utan af landi:
Borgin synjaði um afnot
Tónabœjar fyrir mötuneyti
I gær urðu nokkrar umræð-
ur á alþingi um aðstöðu nem-
enda landsbyggðarinnar i
skólum höfuðborgarsvæðisins.
Spunnust umræðurnar i fram-
haldi af fyrirspurn um málið
og síðan ýtarlegu svari
menntamálaráðherra. 1 svari
hans kom m.a. fram að borgin
hefði ekki tekið undir þá mála-
leitan rikisins að fá Tónabæ til
reksturs mötuneytis fyrir
nemendur utan af landi sem
stunduðu nám i skólum i borg-
inni.
Jónas Arnason tók til máls
og sagði að á siðasta þingi
hefðu þingmenn allra flokka
tekið höndum saman um, að
samþykkt var þingsályktun-
artillaga um aðstöðu nemenda
utan af landsbyggðinni.
Kvaðst Jónas Arnason vilja
þakka menntamálaráðherra
sérstaklega hversu skjót við-
brögö hann hefði haft i þessu
máli, enda þótt enn vantaði
mikið á að ástandið væri orðið
ákjósanlegt.
Jónas sagði það dæmigert
um skilninginn á vanda nem-
enda utan af landi hér i höfuð-
borginni að Reykjavik hefði
ekki sinnt málaleitan mennta-
málaráðuneytisins um Tóna-
bæ.
Geir Hallgrimsson kvað
ekki unnt að láta Tónabæ af
hendi. Þar væri rekin mikils-
verð starfsemi fyrir borgar-
ana.
Jónas Arnason spurði hvort
málaleitan menntamálaráðu-
neytisins hefði alveg verið
synjað eða hvort tilmælum
hefði hreinlega ekki verið
svarað. Ekki taldi Geir Hall-
grimsson ástæðu til að svara