Þjóðviljinn - 31.10.1973, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 31. október 1973.
FRANZ GÍSLASON:
Grein þessi átti upphaflega að
birtast í Þjóðviljanum sunnu-
daginn 28. okt., en vegna
plássleysis varð hún að biða þar
til nú.
1
Oft hef ég dáðst að skáldkon-
unni i Garði. Hugurinn reikar til
nærfærinna lýsinga mannlegs
hversdagsleika i Dægurvisu.
Sópararnir i Snörunni birtast mér
i miskunnarlausum nöturleika
þeirrar raunsæju þjóöfélagssýnar
sem ég imynda mér að aðeins
verði skynjuð með skyggnum
augum stórra skálda. Og þegar
höfuðið drúpti og brjóstið koðnaði
af skömm andspænis óþurftar-
verkum föðurlandslausra ætt-
jarðarsala, — hvaðan kom þá
ljóðhvötin hvella, hver smiðaði
vopnin, hver fylkti riðluðum
fylkingum okkar, umkomulitilla
visnasöngvara dægranna og
snöruhangara sóparakerfisins?
Skáldkonan i Garði. Og drúpandi
höfuð reigðust aftur á hnakka um
leið og samanfallin brjóstin þönd-
ust út af stoltum stormhviðum
sósialiskrar sigurvitundar.
Æ,æ, — er nú ekki farið að slá úl
i fyrir mér! Og það áður en ég
byrja á greininni sem raunar átti
aldrei að verða nein grein, heldur
aðeins stutt og gagnorð athuga-
semd!
Hugurinn reikar svo viða.
En nú er best að hafa sig að efn-
inu: þessari fjárans grein sem
Garðskonan skrifaði i sunnudags-
blaðið okkar eð var. ,,Er hægt að
meta mannsævina til peninga?”
— spyr hún (og svei mér ef hún
spyr ekki af nokkrum þjósti). Nei.
Auðvitað svörum við þessari
spurningu upphafinni ásjónu með
milt en ákveðið mannúöarblik
(gott ef ekki pinulitið af honum
gvuði, likt og hún lilla Hegga) i
augum: Nei. Nei, auðvitaö verður
mannsævin ekki mæld i krónum á
hinum Frjáisa Markaði? Rétt
eins og hægt væri að mæla mán-
uði, vikur eða klukkustundir
mannsævinnar i pundum, mörk-
um og dollurum! Eða rúblum, ha
ha ha...
Nei, biðum nú við... Hvað sagði
ég nú? (Það er þó ekki farið að slá
út i fyrir mér aftur!?). Mánuðir,
vikur, klukkutimar! Mánaðar-
kaup, vikukaup, timakaup!!
Ansvitans uppákoma: menn
meira en láta sér detta i hug hvort
hægt séað meta stundir mannsins
til fjár: Þeir gera það! Þvilikt
fjarstæðuhneyksli: þeir leyfa sér
að verðleggja stundir okkar, allt
frá hinum dýrmætustu augna-
blikum til hinna auvirðilegustu.
Er þeim þá ekkert heilagt? Ef
betur er að gáö sést að nær sér-
hver ferþumlungur tilveru okkar
hefur löngum verið mældur i
krónum og aurum. Jafnvel leynd-
ustu blettirnir eru ekki ósnortnir
af stiku Verölagningarmeistar-
ans mikla. En þvi miður er sölu-
verð okkar tiðast raunlega lágt.
Það kemst ekki i hálfkvisti við
lóðirnar fyrir austan fjall. Það
leggst litið fyrir verkmanns stund
i verðmælingu þúfnakollanna i
Votmúla. Enda semja innri hylk-
in i astralsveitunum ekki um
kaup hins vinnandi manns héðan.
En sleppum öliu gamni: er ein-
hver leið að losna við að láta meta
ævi sina til peninga?
2
Mikið var siðasti kaflinn i grein
Jakobinu fallegur: þar sem hún
talar um jöfn laun til aiira, a.m.k.
eftir sextán ára aldur. Að visu
vefst fyrir mér af hverju jafn-
launaákvæðið skal miðast við
sextán ára aldur: — og hærri laun
fyrir hættuleg störf (er kannski
hægt að meta Iffsháska til fjár?)
finnst mér vera svolitill hortittur
á hugsjóninni. Já, hugsjóninni: ég
fæ ekki betur séð en þarna sé enn
á ný brugðið upp framtiðarsýn
hins kommúniska allsnægtar-
samfélags sem við ætlum að
stofnsetja á Iðavöllum þá allar
byltingar eru um garð gengnar.
Þó gætir ofboð litillar hlédrægni:
þvi i fjáranum að vera að basla
Franz Gfslason
með launakerfi og verðmiðla i
stéttlausu fyrirheitnalandi sam-
eignarmanna, þar sem hverjum
er frjálst að gera það sem hann
girnist og fá það sem hann fýsir?
En þetta eru aukaatriði. Hug-
sjónin sem þarna er túlkuð, er
höfuðmál. Og þarna mætir hún
okkur eins og forn vinur, sem
maður hefur að vísu ekki séð
lengi, en býr þó enn yfir þeim
töfrum sem koma hæggengu
kommahjarta til að slá örar.
3
Það var bara þetta með þessa
háskólamenntuðu. Um þá ganga
greinilega ófagrar sögur i feg-
urstu sveit landsins. Þó er gott til
þess að vita að spaugileg rökfræði
þessa fáráða hóps hefur um skeið
megnað að dreifa þunglyndi Mý-
vetninga, jafnvel laðað fram
brosglettur á annars alvörugefn-
um þingeyskum andlitum. Ekki
var það nú of mikið fyrir öll ill-
virkin. Þvi ekki dreg ég þá stað-
hæfingu i efa að langskólagengnir
óþurftarmenn hafi valdið ómældu
böli i Mývatnssveit. Og sjálfsagt
er það misminni mitt að ég hafi
heyrt þetta stef slegið i öðrum
sveitum. Sjálfsagt skjátlast mér
þegar ég þykist hafa hugboð um
að i allflestum byggðarlögum
landsins sé sifelit til taks sjálf-
skipað heimavarnarlið gegn
menntmannabölinu (sérfræðing-
unum, reiknistokksmönnunum og
verkfræðiglópunum, sem pissa
upp i vindinn).
En hvernig má það vera að
þjóðin hefur flækt sig i þennan
fjanda: að stofna skóla eftir kóla,
stofnun á stofnun ofan, sem hafa
það að aleinasta markmiði að
unga út langskóluðum viðsjáls-
gripum — já, þeir eru jafnvel
styrktir til dvalar við samskonar
stofnanir utanlands — sem fara
svo fylktu liði með reiknistokka
og visindatæki um sveitir lands-
ins, böðlastum eins og naut i flagi
og kóróna svo svivirðuna með þvi
að heimta svimandi há laun fyrir
afrekin? Eitthvað er bogið við
þetta. Er kannski langskólagang-
an lik einhverju fiknilyfi sem
neytandinn, alltsvo þjóðin, getur
ekki án verið eftir að hún hefur
einu sinni ánetjast þvi? Heyrir þá
ekki Háskólinn undir fiknilyfja-
gjöfina eftir allt saman?
Hvar stöndum við? Mér finnst
jörðin skriða undan fótum mér
4
Hundrað og tuttugu þúsund
krónur. Mikið óskaplega eru það
miklir peningar! Ég held að ég
hafi bara aldrei haldið á svo mikl-
um peningum, bráðum orðinn
fertugur. Og nú segir konan i
Garði að þessari fúlgu verði e.t.v.
stungið i lófa mér um hver mán-
aðamót eftir að búið er að semja.
Ég sé vesaling minn i anda... nei
annars, mér er um megn að
höndla þá skáldlegu sýn sem hæf-
ir svona stórum tölum.
Eitt finnst mér þó dálitið ein-
kennilegt: að þessi miklu gleði-
tiðindi skuli berast mér frá Garði
i Mývatnssveit (ef þetta hefði si-
ast út af miðilsfundi i bankaútibú-
inu á Hellu hefði máliö legið ljóst
fyrir). Hvernig stendur á stéttar-
félagi minu, Félagi háskóla-
menntaöra kennara, að leyna mig
þvi ef svo óvænt og gleðileg hvörf
i lifsbaráttu minni eru svo að
segja i seilingarnánd?
Og það er viðar fjár von. A
meðan ég bið eftir staðfestingu
frá FHK ætla ég að dunda mér við
að semja bakreikning á foreldra-
nefnurnar minar fyrir vangoldinn
lifeyri frá sextán ára aldri til þri-
tugs. Og ég ætla að hafa upp á
gömlu skólasystkinunum minum
og hvetja þau til hins sama, þvi i
fávisku sinni munu flest þeirra
hafa hegðað sér likt og ég: gleymt
að taka út lifeyrinn hjá pabba og
mömmu en i staðinn puðað við aö
vinna i öllum frium til að greiða
kostnaðinn af óþurftariöju sinni i
menntaskólum landsins og há-
skólastofnunum heimsins.
Þetta endar með þvi að ég verð
vellrikur. Kannski ég hafi þá aft-
ur fast land undir fót'um?
5
Hugurinn reikar svo viða.
Hvilikir blindingjar höfum við
verið, mennt- og háskælingar af
minni kynslóð! t fyrsta lagi: að
augu okkar skyldu reynast star-
blind frammi fyrir hugsjón erf-
iðisvinnunnar, frammi fyrir há-
leitri köllun „frum-atvinnugrein-
anna”. t öðru lagi: að við skyld-
um ekki sjá hve mjúkt hægindið
var sem okkur var boðið upp á
meðan við skoðuðum á okkur
naflann (og jafnvel hjartað, heil-
ann og kynfærin). I þriðja lagi: að
við skyldum ekki eygja hættuna
framundan: fyrirsjáanlega hlut-
Framhald á bls.~14
Háskólabölið
og hugsjónir
erfiðisins
HORN
í SÍÐU
Votmúlar in
memoriam
Votmúlagreifadæmi er liðið
undir lok. Fólkið á Selfossi,
hinn óbreytti múgur, vildi ekki
eignast Votmúlajarðirnar, og
það sem meira er um vert,
fólkiö vildi ekki leggja blessun
sina yfir gróðabrall jarða-
braskara.
Þetta er atriði sem vert er
aö hafa i huga þegar litið er til
umsagnar fólksins á Selfossi
um fyrirhuguð kaup hreppsins
á Votmúlajörðunum.
En eins og áður hefur verið
skrifað hér eru fleiri Votmúlar
en sá I Flóanum, og þvi ef til
vill ótimabært að skrifa minn-
ingargrein um Votmúla.
En ef betur er að gáð, gæti
sú kosning sem fram fór á Sel-
fossi einmitt oröið til þess, að
þrátt fyrir allt sé minningar-
grein um Votmúla landsins
timabær. Hún er það ef stjórn-
endur vilja notfæra sér hug
fólksins til þeirra, sem um allt
of langan tima hafa fengið að
leika lausum hala og braska
með land og lóðir, sem þétt-
býliskjarnar þurfa til samfé-
lagslegra afnota.
Þau 78% Selfyssinga , sem
kusu gegn kaupum Selfoss-
hrepps á umræddum jörðum,
eru ekki bara 78% Selfyssinga,
heldur þverskurður af vilja
þjóðarinnar; hún vill ekki láta
það viðgangast að einstakir
gróðabrallarar geti krafist
miljóna fyrir lönd og lóðir sem
þeir hafa ekkert i lagt til
verðmætisauka, lendur sem
samfélagslegar þarfir hafa
gert að verðmæti umfram
aðrar jarðir. Fólkið i landinu
vill að lönd og lendur séu eign
hins opinbera, svo að gróða-
sjúkir hugir braskaranna fái
ekki að leika sér að þeim. Þær
eru samfélagseign.
En það hlakkar samt sem
áður i þeim sem undir urðu i
Votmúlakosningunum á Sel-
fossi. Oddviti hreppsins, sá er
einna harðast beitti sér fyrir
þvi að hreppurinn léti fé al-
mennings renna til spákaup-
manna, lét þau orð falla hér i
blaöinu er leitað var umsagn-
ar hans um úrslit kosning-
anna, að það borgaði sig ekki
alltaf að vera framsýnn!
Það hlakkar i fulltrúum
braskaranna.
Hvers vegna skyldi maður-
inn hafa viðhaft þessi orð?
Jú, einfaldlega vegna þess,
að braskarastéttin hefur haft
þau tök á þjóðfélagsþróuninni
hér á landi, verðlagsþróun-
inni, að ein miljón i dag er ekki
nema hálf miljón á morgun.
Og ástæðan til þess, að hinum
sigruðu er hlátur i hug, er sú,
að ef rikisvaldið gripur ekki
inni og stöðvar þá þróun, sem
hér hefur verið undanfarin ár
og áratugi, veit oddvitinn að
eftir 4 ár, kannski 5 eða þá 6
ár, verður hægt að selja Vot-
múlann fyrir 70, 80 jafnvel 90
miljónir!
Það er þetta sem Selfossbú-
ar voru að mótmæla, og það er
þetta sem þjóðin öll mundi
mótmæla fengi hún færi á þvi.
Og til þess að tilhlökkun
þeirra, sem i fyrirsvari eru
fyrir sliku braski, og þeirra,
sem i sliku braski standa,
breytist ekki sigurbros eftir
nokkur ár, til þess að hinir
sigruðu i dag geti ekki eftir fá-
ein ár staðið frammi íyrir
fjöldanum sem sigurvegarar
og sagt: — við urðum ofan á,
við höfðum rétt fyrir okkur, —
til þess að þetta gerist ekki,
þarf rikisstjórnin að gripa i
taumana og stöðva þennan
þjóðhættulega fáránleik.
Nú hefur verið lagt fyrir al-
þingi að nýju litið breytt fum-
varp til jarðalaga, sem ekki
var útrætt á siðasta þingi.
Þjóðviljinn hefur gert frum-
varpþettaaðumtalsefniogsett
fram ákveðnar skoðanir um á
hvern hátt beri að afgreiða
það. Þvi skal ekki fjölyrt um
galla þess hér að þessu sinni,
en þó bent á einn, sejn sýnir
glögglega viðhorf valdastétt-
arinnar til hagsmuna almenn-
* ings.
t hverri greininni af annarri
I jarðlagafrumvarpinu er um
það rætt, að náist ekki sam-
komulag um verð jarðar, þeg-
ar riki eða sveitarfélög kaupa
af einstaklingum, það er þeg-
ar almenningur kaupir af
eignastéttinni, skuli kveðja til
dómkvadda matsmenn sem
úrskurði verðið eftir gang-
verði jarða þess tima sem úr-
skurður er upp kveðinn.
Sé hins vegar um það að
ræða, að einstaklingur vilji
kaupa af rikinu eða sveitarfé-
lögum, þ.e.a.s. almenningi, þá
ber að miða söluverð eignar-
innar við fasteignamat, sé
ágreiningur um verð.
Útkoman:
Vilji Sveinn Benediktsson,
s^m á jörðina ölfusvatn i
Grimsnesi, selja rikinu hana
má hann kalla til matsmenn
og láta meta jörðina, en sjálf-
ur mat hann hana fyrir nokkr-
um árum á 55 miljónir.
Ef rikið ætti hins vegar
sömu jörð, og Sveinn ætlaði að
kaupa hana af rikinu, bæri
rikinu að selja hana, þessa 55
miljóna króna jörð, þannig að
tekið væri mið af fasteigna-
mati, sem er 150 þúsund! Vont
er þeirra ranglæti, en verra er
þeirra réttlæti.
Þvi er það, að ráðamönnum
ber að skilja, að það er krafa
fólksins að slikum skripalát-
um löggjafans verði hætt.
Og alþingi ber að setja lög,
sem koma i veg fyrir slikt,
koma i veg fyrir að glott hinna
sigruðu i dag breytist I sigur-
bros á morgun.
Þess vegna ber að setja I lög
að framreikna fasteignamat
til núgildis krónunnar, og visi-
tölubinda það siðan.
Að þvi búnu er um að velja,
að lögbinda skilyrðislausan
forkaupsrétt rikis og sveitar-
félaga að öllu landi og sam-
timis að setja i lög, að ekki sé
leyfilegt að selja jarðir á öðru
verði en þvi sem fasteignamat
segir til um, eða að heimila
svo háa sölu sem vill umfram
fasteignamatsverð, en það
sem umfram það er sé skatt-
skylt til rikis og sveitarfélaga,
strax á fyrsta ári eftir sölu, að
90%, og þá látið engu skipta
hvort jörö hafi verið i eigu
þess sem selur um lengri eða
skemmri tima.
Af þessum tvennum kostum
er sá fyrri sýnu betri. Það er
sá kosturinn sem fólkið vill og
bfður eftir að tekinn verði.
—úþ