Þjóðviljinn - 31.10.1973, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 31.10.1973, Qupperneq 11
Miðvikudagur 31. október 1973. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 11 Getraunaspá GSP Fyrsti leikurinn á þessum getraunaseöli, seðli númer 11, býður svo sannarlega upp á nokkra spennu. Liverpool leikur þá gegn Arsenal á útivelli og þótt liðunum liafi ekki gengið vel i vetur hafa leikir þeirra á- vallt verið fjörugir og spenn- andi. Að venju eru úrslit leikja lið- anna (> siðustu árin birt fyrir aft- an hverja spá. Arsenal— Liverpool 2 Arangur Arsenal fram að þessu hefur verið fádæma léleg- ur. Liðið er fyrir neðan miðja deild, með 12 stig eftir 13 leiki. Ekki verður Liverpool heldur hrósað fyrir sinn árangur, liðið hefur valdið aðdáendum sinum sárum vonbrigðum með slakri útkomu. Ég hef þó meiri trú á Liverpool, sem er nú i 6. sæti með 15 stig. Liverpool hefur þó ekki unnið Arsenal á þessum velli siðustu 6 árin, en þrisvar náð þar jafntefli. Úrslit: 2-0, 1-1, 2-1, 2-0, 0-0, 0-0 Coventry City — Ipswich X Arangur beggja liða er þokka- legur, þau eru bæði ofarlega með 15 stig. Leikurinn ætti að verða jafn ef miðað er við fyrri getu, og erfitt er að spá öðru en jafntefli. Úrslit: -, 0-2, 3-1, 1-0, 1-1, 2-1 Derby — Q.P.R. 1 Nýliðarnir i 1. deild hafa stað- ið fyrir sinu fram að þessu, en erfitt er þó að spá þeim sigri gegn Derby, sem átt hefur marga góða leiki og er nú i 4. sæti með 18 stig, ásamt Burnley og Everton. Heimavöllurinn ætti að tryggja sigurinn. Úrslit: 4-0, -, -, -, - Everton — Tottenham 1 Það er furðulegt hve hinum ágætu leikmönnum Tottenham hefur gengið illa, ekki aðeins nú i ár, heldur einnig undanfarin. Einhverra hluta vegna ná leik- mennirnir ekki saman og þrátt fyrir miklar tilraunir skila þeir ekki þeim árangri sem ætlast er til. Everton hefur gengið vel fram að þessu, liðið er með 18 stig og er i 2. sæti. Úrslit: 01,0-2, 3-2, 0-0, 1-1, 3-1 Leeds — West Ham 1 Hér ætti ekki að vera nokkur vafi á úrslitunum. Leeds trónar með 5 stiga forystu á toppnum meðan West Ham situr i fallsæt- inu með aðeins 7 stig. Úrslit: 2-1, 2-0, 4-1, 3-0, 0-0, 1-0 Manch. United — Chelsea 1 United er nú i 16.sæti meðan Chelsea er i 17. og má af þvi sjá, að munurinn á liðunum er ekki mikill. Það er athyglisvert að United hefur ekki, þrátt fyrir heimavöllinn, náð að sigra Chelsea á þeim velli i 6 ár. Ég hef trú á að nú loksins takist þeim það, liðið hefur átt marga I)enis I.aw góða leiki á heimavellinum nú i vetur. 1-3, 0-4, 0-2, 0-0, 0-0, 0-1 Newcastle — Stoke 1 Heimasigur ætti að vera ör- uggur. Newcastle er i 5. sæti meðan Stoke er mjög neðarlega, og hefur enga getu sýnl i vetur. Úrslit: 1-1, 5-0, 3-1, 0-2, 0-0, 1-0 Norwich — Leicester X Þrátt fyrir greinilega knatt- spyrnulega yfirburði Leicester yfir Norwich, hef ég trú á að heimavöllurinn færi lakara lið- inu annað stigið. Leicester er nú i miðri deildinni með 13 stig, Norwich er nálægt botninum með 8. Úrslit: -, -, 3-0, 2-2, -, 1-1 Sheff. Utd. — Birmingham 1 Stigasöfnun Birmingham gengur ekki sem skyldi, iiðið er i neðsta sæti 1. deildar með að- eins 5 stig eftir 13 leiki. Þótt Sheffield hafi ekki sýnt neina sérstaka getu ætti liðið að vinna þennan leik nokkuð örugglega. Úrslit: -, 2-0, 6-0, 3-0, -, 0-1 Southampton — Burnley 2 Southampton er mjög vaxandi lið um þessar mundir og hefur náð að sýna vaxandi getu und- anfarið. Burnley hefur hins veg- ar sýnt afar mikla getu i allan vetur og ætti að sigra i þessum leik nokkuð örugglega. Úrslit: 2-2, 5-1, 1-1, 2-0, -, - Wolves — Manch. City 1 Oheppnin eltir Úlfana leik eft- ir leik. Liðið hefur marga frá- bæra leikmenn á sinum vegum og það hlýtur að koma að þvi, að heilladisin snúist i lið með Úlf- unum. Sigur gegn City væri mikilvægt spor i rétla átt. Úrslit: 0-0, 3-1, 1-3, 3-0, 2-1, 5-1 C. Palace — Nott’m Eorest 1 C. Palace er lið i miklum upp- gangi um þessar mundir og náði mikilvægu stigi af núverandi bikarmeisturum, Sunderland, i siðasta leik. Liklegt er að sigur- viljinn sé þvi i hámarki núna og heimavöllurinn ætli að tryggja sigurinn. „Ég kann ekkert annaö en að raöa saman múrsteinum” Þess vegna neitar Tony Book, aldursforseti 1. deildar, aö hætta í knattspyrnunni Tony Book, elsti leikmaður 1. deildar, fékk aðeins tveggja vikna sumarfrf i ár. Það hlýtur þó að hafa orðið honum kærkomin tilbreyting frá dagsins önn, þvi sennilega hafa fáir meira að gera en einmitt hann. Auk þess sem Tony Book æfir mjög mikið og reglulega, stundar hann nú nám i stjórnunarfræði, sem er töluvert viðamikið náms- efni. A meðan félagar hans sleiktu sólskinið i sólarlöndunum i sumar sat Book því með sveittan skall- ann yfir námsbókunum. Hann gefur eftirfarandi skýr- ingu: Sumir leikmenn, eins og Steve Highway og Brina Hall, sem leika með Liverpool, hafa lokið háskólaprófum og þurfa þvi ekki að kviða framtiðinni. Þeir hafa örugga atvinnu um leið og knattspyrnuferlinum lýkur. Málinu er öðruvisi farið hjá mér. Ég hef ekki gert neitt annað allt mitt lif en að raða saman múrsteinum og byggja þannig hús. Ég er alls ekki að óvirða þá atvinnugrein en samt get ég ekki hugsað mér aö fara i það starf aftur, er knattspyrnuævintýri minu lýkur. Ég vil geta gert eitt- hvað annað en að vinna við hús- byggingar, mest langar mig til að starfa áfram i knattspyrnunni, t.d. sem framkvæmdastjóri. En ég hef enga sérmenntun, ekki á neinu sviði, og þess vegna er ég nú sestur á skólabekk. Ég reyni að leika knattspyrnu eins lengi og ég mögulega get þvi ég á ennþá ekki i nein önnur hús að venda. Knattspyrnutiminn er mérdýrmætur.ég hef miklar tekj- ur og ætla að ljúka námi meðan ég er ennþá að leika fótbolta. Ég kom mjög seint inn i knatt- spyrnuna fyrir alvöru. Ég vann lengi i byggingavinnu, sem var illa launuð, og á kvöldin æfði ég með litlu 5. deildarfélagi. Það var oft mikið álag á mér á þeim tima, mun meira en nú. Þá vaknaði ég daglega klukkan 5.30 til að fara i vinnuna og vann stanslaust til klukkan 8 á kvöldin. A hverju kvöldi æfði ég siðan frá klukkan hálfniu til 11. Þá var ég uppgötvaður Ég var þvi orðinn töluvert gam- all þegar Malcolm Allison, fram- kvæmdastjóri Manchester City, kom auga á mig og keypti mig til sins félags. Byrjunin hjá City var erfiö, ég var óvanur að leika með svo sterku félagi og gegn svo sterkum andstæðingum. Smám saman fann ég mig þó með strák- unum og fékk sjálfstraustið að nýju”. Allison framkvæmdastjóri seg- ist sennilega aldrei hafa gert betri kaup en þegar hann keypti Book. Fnginn hreyfir mótbárum gegn þeirri fullyrðingu. Allir vita hve miklum hæfileikum Book er búinn, jafnt utan vallar sem inn- an. Tony hefur stjórnað City af mikum dug og leitt það til fjöl- margra sigra. Hann er nú 38 ára gamall og enn einn alsterkasti varnarleik- maður Englands. Hann gerir sér þó grein fyrir að hann er að renna sitt skeið á enda og nú er aðeins timaspursmál hvenær ferli hans lýkur. Tony segir: Ég mun reyna að tengjast knattspyrnunni á ein- hvern hátt áfram, eftir að ég hætti að leika hana sjálfur. Það væri vissulega gaman að geta orðið framkvæmdastjóri einhvers knattspyrnuliðs, — slikt freistar min ákaflega. Sennilega verður honum að ósk sinni. Ensk knattspyrna hefur ekki efni á að missa menn eins og Tony Book. —gsp Tony Book — situr nú á skólabekk um leið og hann æfir knattspyrn- una af fullum krafti og vel það. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.