Þjóðviljinn - 31.10.1973, Síða 15

Þjóðviljinn - 31.10.1973, Síða 15
Miðvikudagur 31. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Á skiðum á malbiki! ENN NÝ ÍÞRÓTTAGREIN Rúlluskíði í gær sögðum við frá brekkuflugi og i dag tökum við fyrir nýja iþróttagrein, sem er að ryðja sér til rúms i Sviþjóð, en það er skiðaganga með nýju sniði. Undir skiðin eru sett þrjú hjól og þú getur farið um allt á skiðum, þar sem til- tölulega slétt er undir. Rullskidor kalla Sviarnir þessi skiöi og það útleggst rúlluskiöi samanber rúllu- skautar. TaliB er aB nálægt 50 þúsund manns hafi þegar fengið sér þennan útbúnað, en sænsku blaBi, sem fjallar um málið, finnst skiðin of dýr, en þau kosta frá kr. 3.500,00 til kr. 7.000,00. Þegar hafa risið upp niu sænsk fyrirtæki, sem fram- leiða rúlluskiði, en þau eru einnig framleidd i Noregi og Austur-Þýskalandi. Stafirnir eru lengri en venjulegir skiða- stafir og með beittari oddi til að þeir spyrni betur i asfaltið. Þá er byrjað að leggja rúllu- sklðabrautir úr plast- og trefjaefnum. Þeir sem ganga á rúlluskið- unum á þjóðvegum geta verið i lifshættu, sérstaklega þeir sem ekki hafa fullt vald á sér, en nokkurn tima tekur fyrir viðvaninga að ná fullu jafn- vægi og að halda beinu striki. Erfitt er að stansa snöggt, en hægt er að draga úr ferð með þvi að fara i plóg. Rúlluskiðin komu fyrst fram Japanir hafa engar djúpstæðar lífsreglur 1 viðtali er bandariskt vikublað átti við japanska félagsfræðing- SALON GAHLIN — Leigubilarhér i kaupstaðnum aka árlega marga hringi i kringum jöröina. — Ekki að furöa þótt hér sé erf- itt að ná i leigubil. inn Chie Nakane kom fram sú skoðun félagsfræöingsins, að Jap- anir væru i eðli sinu ákaflega i- haldssamir, en samt væri hægt að gera frjálsræðislegar breytingar i Japan ef þess er aðeins gætt, að slita einstaklinginn ekki úr tengslum við umhverfi sitt óg samfélag. Japanir eru ákaflega miklar hópsálir, ekki sist vegna þess að ættarbönd eru ekki sér- staklega sterk i japönsku þjóðfé- lagi, enda getur einstaklingur ekki vænst mikils stuönings hjá sinum nánustu. Um tvitugt reynir hver Japani að stofna til vináttu við skólafélaga eða vinnufélaga sem hann væntir að endist ævi- langt. Félagsfræðingurinn segir að mismunurinn á Japönum og Kin- verjum sé einkum sá, að hugsun Kinverjans byggist á lifsreglum, en hugsun Japanans meir á kringumstæðum hverju sinni. Japanir hafi i raun engar djúp- stæðar llfsreglur. Þetta getur verið hættulegt þvi ef einhverjum tekst að beina fólk- inu inn á vafasamar brautir vant- ar sjálfsgagnrýnina og skirskotun til lifsreglna, segir félagsfræðing- urinn. Úr enskum sveitar- blöðum Hundurinn Penny gerði lika mikla lukku. Eigandi hans kann lika sitthvað fyrir sér — hann spilar m.a. lög á hjólhesta- pumpu með nefinu. Frú Anita Knox og fjögur börn hennar eyddu heilum morgni i að horfa upp eftir niðurfalls- röri. Og þar, starandi á þau, var höggormur. Drukkinn maður hringdi á lög- reglustöðina og sagði að úr bil sinum hefði verið rænt stýrinu, mælaborðinu, bremsunni og kúplingunni. Lögreglan lofaði að rannsaka málið en áður en hún hafðist handa hringdi sá drukkni aftur og sagði: Þetta er allt i lagi, ég settist óvart aftur I I I I I I i! ™ Hátindur kvöldsins verður þeg- ar kveikt verður i sundlauginni Ljónið beit Ijónatemjarann i 0g sundmennirnir stinga sér i bakhlutann og hann varð hinn laugina. Siðast þegar þetta var reiðasti. Hann sagði að sökin gert brenndist einn sundmaður- lægi i of háu kjötverði. inn illa. Hér sér aftan á skxðin, tvö hjól að aftan og eitt að framan. Göngu- maðurinn er hér i sérstakri göngubraut. i Austur-Þýskalandi. Sænskur skiðamaður kynnti sér þessa iþróttagrein þar og kom til Sviþjóðar með fyrstu rúllu- skiðin árið 1970, og nú þjálfa allir helstu göngugarpar Svia á rúlluskiðum, þegar snjór er ekki fyrir hendi. Siðastliðinn sunnudag var haldin fyrsta rúlluskiðakeppn- in i Stokkhólmi og tóku yfir 100 manns þátt i aðalkeppninni. „Skipuft gæti ég, væri mér hlytt44 Frá Fjóröungssanibandi Norölendinga bel'ur blaöinu borizl ei'tirfarandi bréf: Akureyri, 12. októbcr 1973. Hér meö cr yður tilkynnt að Fjórðungsþing Norölcnd- inga 1973 vcröur haldiö á Húsavík dagana 21., 22. og 23. október nk. Sjá meöfylgjandi dagskrá. Þar sem Fjóröungs- sambandiö er ekki kunnugl um hvcr annast fréttaöflun á Húsavík fyrir yöur, cr hér með leitaö bcint til yðar og óskað eftir því að þér hafið hæfa menn á staðnum til fréttaöflunar og myndatöku. Mcðfylgjandi cr fréttabréf Fjórðungssambands Norö- lendinga, sem æskilegt er að sagt vcrði frá í fréttum. Viðbrögð yðar við þessari málaleitan verður að sjálf- sögðu til frekari athugunar og dregnar af þcim niður- stöður. f. h. Fjórðungssambands Norðlendinga Áskeli Einarsson (sign.) (Úr Verkamanninum) SÍÐAN UMSJÓN: SJ Hann var dreginn fyrir dóm vegna ölvunar á almannafæri og hafði eftirfarandi sér til varnar fyrir réttinum: Ég er nýkominn af spitala þar sem ég var til lækninga sem áfengis- sjúklingur. Eg fékk mér bara einn til að ganga úr skugga um hvort mér væri batnað! I HEIMS" PRESSAN 89 ára gamall Frakki, Joseph Bastianelli, búsettur i Vichy Frakklandi, lagði af stað fótgang- andi héiman frá sér 3. september sl. Ferðinni var heitið til Rómar til að hitta páfann. Joseph gekk 1000 kilómetra leið og hann sagði fréttamönnum i Róm núna fyrir helgina, að páfinn hefði lofað að taka á móti sér persónulega. Joseph, sem er fæddur á Korsiku, en starfaði lengst af sem járn- brautaverkamaður, sagðist lengi hafa haft þessa ferð i huga áður en lifsfjörið þryti. Ef þið trúið enn á tiskuna frá Paris, þá er hér eitt nýlegt dæmi frá St. Laurent og á að vera svar gegn losaralegum klæðaburði ungdómsins. Klæðnaðurinn minnir mjög á kvenfatnaðinn i striösbyrj- un.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.