Þjóðviljinn - 02.11.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.11.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN i' östudagur 2. nóvemher 1973 Föstudagur 2. nóvember 1973 ÞJÓÐVrLJINN — StÐA 9 IlauAsokkar efndu til fundar um fyrirvinnuhugtakift i Norræna húsinu á iaugardaginn i siðustu viku. Frá fundinum hefur verift greint i Þjóðviljanum áftur en hér á siöunni birtum viö ræöu Svövu Jakobsdóttur alþingism anns, sem sagði frá umræöum um mái þetta á vettvangi Noröurlanda- ráðs og breytingum sem sérstök nefnd hefur iagt til aö geröar veröi á löggjöf landanna i átt tii jafnréttis kynjanna varöandi framfærsluskyldu og réttindi. A undanförnum árum hafa átt sér staö viötækar umræöur innan Noröurlandaráös um fyrirvinnu- hugtakið. Segja má, að þeirri um- ræðu hafi veriö lokiö — a.m.k. i bili, með samþykkt varöandi fyrirvinnuhugtakið á þingi Noröurlandaráös i febrúar s.l. Samþykktin hljóðar svo ( i þýöingu minni ): Noröurlandaráð mælist til þess viö ríkisstjórnir Noröur- landa, 1. aö þær láti fara fram athugun á réttarrcglum sínum I þvi skyni aö afnema ákvæöi sem hafa i för meö sér mismunun á körium og konum sem fyrir- vinnum. 2. aöþær leitist við aö samræma mcrkingu fyrirvinnuhugtaksins og framkvæmd þess á svo sem kostur er, jafnframt þvi aö litið veröi á konur og karla sem jafn- réttháar fyrirvinnur og fram- færslusky Idan vcrði þannig tengd hörnunum, og 3. aö þær skipuleggi almanna- Iryggingakcrfi sitt á þann veg, aö sá sem annast og hefur umsjá meö smábörnum, las- huröa gamalmcnnum, iiörum sjúklingum eöa iiryrkjum eigi aögaug aö tryggingunum. Mér þykir rétt aö rekja nokkuð forsögu þessarar samþykktar til þess aö varpa Ijósi á tilgang hennar og markmiö. Upphaf þessa máls hjá Norðurlandaráði voru þrjár tillögur sem visað var til félagsmálanefndar ráðsins. Allar þessar tillögur fjölluðu að einhverju leyti um stöðu fjöl- skyldunnar i þjóðlélaginu — ein fjallaði um lyrirvinnuhugtakið, önnur um auknar tryggingabætur til húsmæðra, og hin þriðja um rýmkun á fjölskylduhugtakinu i lögum. Á að afnema fram- færsluskyldu hjóna? t 1. tillögunni var þess farið á leit að Norðurlandaráð beitti sér fyrir þvi við rikisstjórnir Norður- landa, að þau samræmdu fyrir- vinnuhugtakið i lögum sinum. t greinargerð er bent á, að fyrirvinnuhugtakið hal'i mótast með það fyrir augum að tryggja stöðu konunnar á þeim tima, er hún starfaði eingöngu innan veggja heimilisins. En með si- vaxandi þátttöku i atvinnulifinu, breyttum lifsháttum, og auknum möguleikum til menntunar viröist fyrirvinnuhuglakið i nú- verandi mynd orðið úrelt. A okkar dögum eigi ekki lengur við að löggjafinn liti á karlmanninn sem aðalframfæranda og konuna eingöngu viö heimilisstörf og á framfæri karlmannsins. Endur- skoðun löggjafar með tilliti til nýrra og breyttra tima væri þvi aökallandi. t greinargerðinni er ennfremur bent á að norræn hjúskaparlög- gjöf byggist á þeirri forsendu að báöir aðilar séu jafnréttháir að- ilar, hafi sömu skyldum að gegna og njóti sömu réttinda. Hins vegar sé önnur löggjöf, svo sem skattalöggjöf og tryggingalöggjöf að mörgu leyti i andstööu við grundvallarstefnu hjúskaparlög- gjafarinnar. En niðurstaða flutningsmanna er sú, að breyta þurfi húskaparlöggjöfinni engu siður en annarri löggjöf sem feli i sér beint misrétti. Flutningsmenn lögðu þvi til, að afnumin yrði hin gagnkvæma framfærsluskylda hjóna í hjónabandslöggjöfinni, en i staðinn yrði hvor aðili um sig fjárhagslega sjálfstæður og ekki framfærsluskyldur gagnvart öðrum en börnum sinum. Tvenn rök voru aðallega færð fyrir þessari róttæku breytingu: annars vegar var bent á, að þrátt fyrir jafnréttisákvæði hjóna- bandslöggjafarinnar, heföi hlut- verkaskipting kynjanna áhrif á afstöðu yfirvalda, sem lýsti sér t.d. i þeim venjum og reglum sem giltu eftir hjónaskilnað, en þá er farið að lita á konuna sem væri hún á framfæri, og hins vegar var bent á, að nú, er konan hefði sömu réttindi og karlmaðurinn með til- liti til náms og starfs, gæti fram- færsluvernd i hjónabandi ekki lengur staðist. Þaö er ef til vill fróðlegt aö geta þess hér, að til stuðnings þessum máluflutningi sinum, vitnuðu flutningsmenn til samþykktar sem gerö var af hálfu Sambands norrænna kven- réttindafélaga á fundi, sem hald- inn var hér á tslandi árið 1968. Flutningsmenn birta raunar samþykktina i heild með tillögu sinni. Þessi samþykkt S.N.Kven- réttindafél. fer fram á endur- skoðun fyrirvinnuhugtaksins i norrænni löggjöf með þaö fyrir augum, aö stefnt verði aö þvi að hverjum fullvaxta manni veitist tækifæri til sjálfstæðrar tilveru með eigin fjárhagslega abyrgð. Framfærsluskylda nái þá ein- göngu til barnanna. Er svo að sjá sem þessi samþykkt Sambands norrænna kvenréttindafélaga hafi verið kveikja tillögunnar og ein meginorsök þess að umræður um þetta atriði spruttu upp i Norðurlandaráði. Fulltrúi Kven- réttindafélags tslands, Lára Sigurbjörnsdóltir, skrifar fyrir þess hönd undir samþykktina. Eins og ég mun vkja að siðar í máli minu, þá var efni þessarar tillögu tilefni mikilla umræðna á ráðstefnu Norðurlandaráðs sem haldin var um fyrirvinnuhugtakið i april 1972. Kinstaklingurinn eða fjölskyldan önnur tillagan af þeim þrem sem ég nefndi i upphafi, fjallaði um tryggingagreiðslur til hús- mæðra, þeirra sem afla sér ekki sjálfstæðra tekna. Þar er farið fram á, að Norðurlandaráð beiti sér fyrir þvi að staða húsmæðra innan tryggingakerfisins sé könnuð og á grundvelli slikrar könnunar verði gerðar breytingar og úrbætur til að tryggja afkomu- öryggi þeirra. Tekið er fram i greinargerð, að húsmæður séu verrsettar en aðrir i ýmsu þvi er varði lengd vinnutima, orlof, laun fyrir vinnu sina og eftirlaun. Ekki gerðu ílutningsmenn tillögunnar neina grein fyrir hvernig þeir hugsuðu sér framkvæmd þessara atriða, en eins og við sjáum af hinni endanlegu samþykkt ráðsins, þá var lagt til að þeir aðilar sem annast börn eða aöra sem þu rfa umsjár við njóti réttinda i tryggingakerfinu. Þriðja tillagan sem fyrir félagsmálanefndinni lá, gekk nokkuð i aðra átt. Þar var þess farið á leit að Norðurlöndin endurskoðuðu löggjöf sina með tilliti til fjölskylduhugtaksins, á þann veg að ýmiskonar félagsleg og f járhagsleg aðstoð sem bundin væri hinni hefðbundnu fjölskyldu, þ.e.a.s. foreldrum eða foreldri og börnum þeirra, næði einnig til annarra heimila þar sem börn væru fyrir, þ.e.a.s. þeirra sem væru á framfæri fósturforeldra, ömmu og afa, eða eldri systkina. Um þessa tillögu er ástæðulaust að fara mörgum orðum hér á þessum vettvangi, þar eð islensk löggjöf gerir ekki upp á milli barna á þann veg sem tillagan gerir ráð fyrir. Það er einmitt skýrt tekið fram i tryggingarlög- gjöf okkar, bæði um barnalifeyri og fjölskyldubætur, að þær skulu greiddar þeim sem annast fram- færslu barnanna. Grundvallarmunur er á fyrri tillögunum tveim og hinni þriðju og siðustu. t hinum tveim fyrri — um fyrirvinnuhugtakið og um auknar tryggingabætur til hús- mæðra er forsenda sú, að einstak- lingurinn sé grunneiningin, sem ráðiafstöðu löggjafans.Gengiö er út frá þvi að fjölskyldan sé ein- staklingnum ekki lengur sá fjár- hagslegi bakhjarl sem hún var forðum og ekki nægileg trygging fyrir fjárhagslegri afkomu. 1 til- lögunni um fyrirvinnuhugtakið er beinlínis gert ráð fyrir, að svo eigi heldurekki að vera. Aliar tillögur um bætta réttarstöðu húsmæðra innan tryggingakerfisins — að þær eigi sama rétt til bóta og aðr- ir, og sú krafa að þeirra nánustu eigi rétt til bóta eftir þær, byggj- ast einnig á þeim skilningi, að húsmæður séu sjálfstæðar fyrir- vinnur, en ekki á framfæri eigin- manns. Flutningsmenn þriðju tillög- unnar halda sig hins vegar innan Lág laun kvenna undirrót misréttis vébanda fjölskyldunnar og vilja rýmka það hugtak i lögum, en fé- lagsmálanefndin sneri þeirri til- lögu i hina áttina, þvi að i hinni endanlegu samþykkt Norður- landaráðs er lagt til að bætur trygginganna skuli veitast þeim er annast barn eða aðra, án tillits til hjúskaparstéttar eða kynferð- is. Að þvi leyti er samþ. i sam- hljóðan við þá skipan sem tiðkast hér á landi. Þaö er skemmst af aö segja, að félagsmálanefndin lagði mikla vinnu i þessar tillögur, og þrjú ár liðu áður en hún komst að niður- stöðu um i hvaða formi hennar eigin tillaga til Norðurlandaráös- ins ætti að vera. Au:k fjölmargra umsagna sem nefndinni bárust um tillögurnar, hélt Noröur- landaráð sérstaka ráöstefnu um málið i april 1972. Þá ráðstefnu sóttu þingmenn, embættismenn, fulltrúar úr ráðuneytum og full- trúar frá ýmsum hagsmunasam- tökum. Sjálf átti ég kost á að sitja þessa ráðstefnu og var hún að mörgu leyti fróðleg — og ekki sist fyrir þá sök, að ég fékk sann- reynt, að við tslendingar stöndum nú i ýmsu tilliti framar hinum Norðurlandaþjóðunum — einkum á þetta við um tryggingalöggjöf- ina. Vegna þess misræmis sem ó- hjákvæmilega er i löggjöf hinna ýmsu þjóða, er ógerlegt og ónauð- synlegt að rekja hér umræður ráðstefnunnar nema að þvi leyti sem þær varða heildarstefnuna. Undirrót misréttisins eru lág laun kvenna Markmiði ráöstefnunnar. verð- ur kannski best lýst með inn- gangsorðum eins ræðumannsins, Ryssdals, hæstaréttardómara frá Noregi, en hún sagði: „Viðleitni okkar hlýtur að beinast að þvi að kanna hvernig megi með löggjöf eða á annan hátt, koma á jafnrétti karla og kvenna, bæði efnahags- legu og lagalegu”. Við áframhaldandi umræður kom i ljós, að menn voru yfirleitt ekki sammála um leiðina að þessu markmiði. Margir drógu i efa, að afnám framfærsluskyldu hjóna hefði nokkur afgerandi áhrif i þá átt að ná jafnrétti, en affarasælla væri að meta aðra þætti sem réðu meiru umþátttöku kvenna i atvinnulifinu. í þessu sambandi væri endurskoðun skattalöggjafar,tryggingalaga og vinnulöggjafar brýn og þyrfti hún að haldast i hendur við auknar fé- lagslegar úrbætur. Talsmenn þessarar skoðunar töldu slikar aðgerðir — styttingu vinnutim- ans, fleiri dagvistunarheimili, bætta menntunaraðstöðu kvenna — mun þyngri á metunum en hjú- skaparlöggjöfina. Aðrir voru þeirrar skoðunar, að framfærsluskylda hjúskaparlög- gjafarinnar stuðlaði að þvi að halda við hefðbundinni hlut- verkaskiptingu kynjanna og þá um leið hinu hefðbundna uppeldi stúlkubarna sem gerði ráð fyrir þvi að þær kæmust um siðir á framfæri eiginmanns. Væri hin gagnkvæma framfærsluskylda afnumin mundu konurnar fyrst reyna að búa sig undir starf og afla sér starfstekna i jafnrikum mæli og karlmenn, og þá fyrst væri hinu raunverulega jafnrétti náð. Inn i þessar umræður spunnust hugleiðingar varðandi ýmsar tryggingabætur, og þá einkum ekkjulifeyrinn, en margir ræðu- menn bentu á, að konur væru i langmestum meirihluta þeirra sem nytu tryggingabóta. Bent var á, að ef framfærsluskylda i hjóna- bandi yrði afnumin, mundu út- gjöld hins opinbera aukast aö miklum mun, þvi það gefur auga leið, að ef eiginmaðurinn hættir að sjá fyrir konu sinni, þá verður einhver annar að gera það — ef ekki hún sjálf, þá hið opinbera. Urðu margir til að benda á, að við yrðum að horfast i augu viö stað- reyndir þjóðfélagsins eins og þær lægju fyrir — konur væru lág- launahópar á vinnumarkaðnum, meginþorri þeirra með svo lág laun. að þau nægðu þeim engan veginn til lifsframfæris; konur, sem komnar væru yfir miðjan aldur væru vanbúnar að fara á vinnumarkað; sums staðar væri heldur enga vinnu að hafa, ann- ars staðar engin dagvistunar- heimili o.s.frv. Aðrir sem fylgjandi voru af- námi framfærsluskyldunnar i hjónabandi. töldu að þessum sömu fjármunum, sem rikið verði til tryggingabóta til framfærslu kvenna i þjóðfélaginu, væri betur varið þeim til sjálfshjálpar. I þessu sambantii upplýsti einn danskur þingmaður, að á árinu 1966—67 hefði danska rikið variö hálfri miljón d.kr. til menntunar einstæðra, en 116 milj. d.kr. i ekkjulifeyri. Yfirleitt voru menn á þeirri skoðun að afnema bæri trygg- ingargreiðslur sem tækju mið af hjúskaparstétt viðkomandi aðila, svo sem ekkju- og ekkjumannalif- eyri, en taka þess i stað upp kerfi sem miðaði eingöngu við einstak- linginn, efnahag hans og ástæður. Ef ég ætti að leitast við að draga saman umræðurnar um fyrirvinnuhugtakið á þessari ráð- stefnu, hygg ég að það sé best gert með orðum danska deildar- stjórans Bitsch, en inntak orða hans var á þá lund, að ekki mundi skipta svo miklu máli, hvort kveðið væri á um gagnkvæma framfærsluskyldu i hjúskapar- löggjöfinni eða ekki, þar eð það mundi tæplega hafa áhrif á sam- búðina eða samskipti hjónanna innbyrðis; hins vegar gæti það skipt máli vegna þeirra áhrifa sem það hefði á löggjafann á öðr- um sviðum og á ýmsar félagsleg- ar ákvarðanir. Bitsch lýsti þeirri skoðun sinni, að engin breyting á hjúskaparlögum gæti leyst þann vanda, sem væri undirrót mis- réttisins, en það væru hin lágu laun kvenna. Hér vil ég þó bæta við orðum er Inger Margrethe Pedersen, dóm- ari sagði, en hún er mörgum kunn hér á landi siðan hún flutti fyrir- lestur hér i Norræna húsinu ein- mitt um þetta efni — en hún sagði: Við höfum lengi búið við mótsögn i lögunum i Danmörku án þess það kæmi að sök. — Jafn- vel þótt afnumin væri fram- færsluskylda i hjónabandslög- gjöfinni, gæti önnur löggjöf geng- ið út frá hinu gagnstæða. Velferð barnsins Kröfur um fleiri dagvistunar- heimili ,og bætta félagslega þjón- ustu uröu tii þess að jafnhliða skoðanaágreiningi um fyrir- vinnuhugtakið og áhrif þess, risu deilur um hvernig búa ætti að börnúnum —hvort þau ættu að al- ast upp eingöngu á heimilunum, eða hvort stefna bæri að félags- legri lausn eða félagslegri aöstoð við uppeldið. Einstaka raddir heyrðust um það að móðirin ætti að vera heima hjá börnunum — þeir sem héldu þessu fram, voru nokkrir karlmenn komnir á efri ár: Hins vegar snerust umræð- urnar af meiri alvöru um, hvort og hvernig bæri að launa það starf, sem annar hvor aðilinn, móðir eða faðir, innti af hendi, ef hann dveldist heima um skeið við umönnun barna. Sú hugmynd, að greiða laun úr tryggingunum þótti almennt ekki aðgengileg, þótt sumir héldu fast við hana. Bent var á, að slikar upphæðir, ef ætti t.d. að miða við laun á almennum vinnumarkaði, yrðu svo háar, að ekkert þjóð- félag risi undir þvi. Vildu menn hins vegar fara inn á þá braut, að greiða slik h,,heimalaun”, þá væri lika nauðsyn að fara að skattleggja hússtörfin, en t.d. norski ræðumaðurinn benti á, að það væri ekki gert i Noregi, hver svo sem ynni þessi störf, hús- móðirin eða einhver annar fjöl- skyldumeðlimur. Það sama gildir á Islandi — við skattleggjum ekki heimilisstörfin. Þá var og bent á þann sjálfsagða hlut, að heimilis- störf legðust ekki niður á þeim heimilum þar sem bæði hjón vinna úti — ætti þá að skalttleggja þetta fólk bæði fyrir vinnu þess utan heimilis og fyrir heimilis- störf sem það ynni á kvöldin og um helgar? Nokkrar umræöur spunnust einnig um þaö hvort greiða ætti svonefnt „várdbidrag”, sem e.t.v. mætti kalla uppeldislaun á islensku, til þeirra sem önnuðust börn á heimilum, en þvi máli mun hafa verið hreyft i Sviþjóð og Danmörku. Um þetta voru skipt- ar skoðanir. Þau rök voru færð gegn þessari skipan, að hún myndi hefta nauösynlega upp- byggingu dagvistunarheimila og koma i veg fyrir að konur sæktust eftir eða byggju sig undir nauð- synlega þátttöku i atvinnulifinu, en þessi uppeldislaun eru hugsúð sem timabundnar tryggingabæt- ur. Ahersla var þó lögð á, að slik eftir Svövu Jakobs- dóttur laun ættu að vera tengd barninu og fylgja þvi hver svo sem annað- ist uppeldi þess. A þann hátt mundi móðirin, húsmóðirin, hverfa úr sinum sjálfskipaða sessi. Svo sem sjá má af hinni endan- legu samþykkt Norðurlandarsðs, leggur félagsmálanefnd ekki til að farið verði út á þá braut að greiða húsmæðra- eða heima- laun. Raunar er orðalagið nokkuð óvisst, og trúlega verður að lita á það að mestu i ljósi þeirrar stað- reyndar, að i sumum þeim lönd- um sem hér eiga hlut að máli, njóta húsmæður minni réttinda hjá almannatryggingum en aðrir, hvað snertir sjúkradagpeninga, örorkustyrk, eftirlaun. Ef unnt er að tala um niður- stöðu þessarar ráðstefnu Norður- landaráðs, þá var hún aðeins ein: að velferð barnsins skyldi ætið höfð að leiðarljósi. A þetta gátu auðvitað allir fall- ist — en eftir stóð auðvitað ágreiningurinn um, hvernig vel- ferð barnsins yrði best tryggð. Félagsmálanefndin sameinað- ist þó um tillögu þá sem ég las hér i upphafi málsins, og ég held ég ljúki þessu spjalli með þvi að vitna i ræðu framsögumanns nefndarinnar á Norðurlandaráðs- þinginu, þar sem stefnumörkunin kemur skýrt fram: „... nefndin hefur byggt niðurstöðu sina á þeirri staðreynd að útivinna kvenna fer sivaxandi, og þær verða þar með sjálfstæðar og jafnréttháar fyrirvinnur i reynd., Þá hefur nefndin haft að leiðar- ljósi hinn almenna vilja að slá vörð um hagsmuni barnsins. Nefndin hefur ennfremur komist að þeirri niðurstöðu, að félagsleg sérréttindi til húsmæðra verði að vera bundin þvi skilyrði að hún annist aðra á heimilinu”. — Siðar kemur fram i ræðu hans, að nefndin ætlar þessi sérréttindi ekki eingöngu konum i þessari aðstöðu, heldur og hinum sivax- andi hópi karlmanna, sem tekur að sér umönnun heimilis. „Útfrá þessum staðreyndum”, segir framsögumaðurinn enn- fremur, „hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé lengur raunhæft að halda i fyrir- vinnuhugtak sem felur i sér þann skilning, að karlmaðurinn sé aðalfyrirvinnan, og konan sé á framfæri hans. Nútimalöggjöf á þvi ekki lengur að innihalda regl- ur og ákvæði sem hafa i för með sér mismunun á körlum og kon- um sem fyrirvinnum. Nefndin er á einu máli um að jafnréttisstefn- an eigi að komast i fulla fram- kvæmd og þykir eðlilegt aö það gerist með samvinnu Norður- landanna allra”. Lögreglan fær leynivopn gegn óæskilegum mótmælum: Ósýnileg Ijós og óheyranlegt hljóð Hugsum okkur mikla kröfu- ellegar mótmæla- göngu. Lögreglan hefur viðbúnaö þar sem talið er að aðgerðirnar beinist gegn ,,lögum og reglu". Þá fær allt í einu hluti af mótmæl- endum flogaveikiköst og engist sundur og saman. Hinir hvorki sjá né heyra neitt sérstakt, en finna þó fyrir óþægindum í eyrum og augum, líkt og af loft- þrýstingi og Ijósblossum. Um fjórða hluta af þátt- takendum verður ómótt. Fólkið verður gripið skelf- ingu og hópurinn dreifist. Það cr ekkert óliklegt að slikt eigi eftir að gerast, þvi að fyrir- tækið Allen Interuatioiial, sér- fræðingur i lögreglubúnaöi, er að gera tilraunir með eins konar flogaveikisbyssur. Þær byggjast á svipuðum for- sendum og nútima diskótek. Það eru notuð blossaljós (strobóskóp) og mikill hávaði. Munurinn er sá að hér mundi verða um slika tiðni að ræða að enginn mundi sjá eða heyra, hvað um væri að vera. Það cr alkunna að Ijós sem er kveikt á og slökkt i sifellu — þannig er um sjónvarpsskerminn veldur flogaveikiköstum hjá fólki, sem þjáist af þeim sjúk- dómi en getur einnig unnið á fólki sem aldrei hefur kennt sjúk- dómsins. Ljósblossar með reglu- legu millibili geta fengið Ijórða hvern mann til að verða ómótt. Ilann fær einkenni af sjóveiki, á erfitt með snöggar hreyfingar og liggur við svima. Hættulegasta tiðnin reynist vera um 16 rið (eða hertz, þ.e. 15 blossar á sekúndu). Þess vegna hefur sums staðar verið bannaö blossaljós i diskótekum með meiri tiðni en 8 riðum. Liklegt þykir að lögreglan muni nota tiðnina 10 til :i() rið. og að notað infrarautt ljós. Það kemst gegnum lokuð augnalok. en sést samt ekki. Hins vegar eru áhrifin þau sömu og venjulegt ljós væri notað. Siðan er búist við að samtimis ljósblossunum verði notaðir hátalarar sem varpi út gifur- legum hávaða á tiðninni 4-7 rið á sekúndu. Hljóðið va>ri últra- sóniskt. þ.e. á bylgjum sem mannlegt eyra greinir ekki sem hávaða, heldur ka-mi mjög skerandi tilfinning. Vitað er að flugher Bandarikj- anna gerði samning við rann- sóknarstofu i Denver, Colorado, árið 1964 um að rannsaka hæfni vopna af þessu tagi. Kemur þettá fram i NATO-skýrslu sem komist hefur i hendur „óhlutvandra” manna. A sama hátt og Bandarikja- stjórn hefur notað Indó-Kina sem eins konar lifandi rannsóknar- stolu til prófunar á vopnum sinum, er Norður-lrland notað af hermálaráðuneyinu i London. Timaritið New Scientist i London skýrði frá þvi i haust, að últrahljóðs-lallbyssa væri á til- raunastigi hjá breska hernum i aðalstöðvum hans i Lisburn á Norður-lrlandi. Séu einkenni fórnardýranna þau sem að oían greinir, sjóveiki og svimi. Sagt er að unnt sé að útbúa bátalarana eins og byssur að þvi leyti að þeim megi miða að ákvcðnum skotmörkum. Sé þá hægt að gera alveg vissa menn óvirka, þótl þeir standi i þéttumhópi, og fólkið i kringum þá finni ekki til óþægindanna. Það gelur þvi farið svo, að timi lögreglukylfa og táragass sé liðinn hjá. Lögregla allra landa sé að lá miklu virkari vopn gegn þeim mannljölda sem talinn er l)úa yfir óæskilegum hugsunum. (Úr l’ol. ltevy) Flogavcikibyssa aft verki. Verftur talift löglegt aft nota vopn sem lemstra heilabúift? Sveinafélag húsgagna- smiöa Sveinafélag húsgagnasmiða i Reykjavik er 40 ára i dag, 2. nóv- ember 1973. Fyrir rúmum 40 ár- um eða þegar kreppan stóð sem hæst, fundu sveinar i húsgagna- smiði það best, aö nauösynlegt var að stofna eigið stéttarélag, en á þessum árum voru þeir ásamt öðrum trésmiðum þeirra tima i Trésmiðafélagi Reykjavikur, sem þá var óskipt iðnaðarmanna- félag bæði sveina og meistara. Helsti hvatamaður að stofnun félagsins var Helgi Jónsson, og reyndist þvi siðan styrkur félagi. Stofnfundur var haldinn 2. nó- vember 1933, i Baðstofu Iðnaöar- manna að mættum 23 mönnum. Það má með sanni segja að fyrstu ár félagsins hafi verið erf- iður skóli, og þó sérstaklega árin 1936 og 1937. Fyrst 11 vikna verk- fall árið 1936, og siðan fengu þeir fjörutíu á sig 78 daga verkbann árið 1937. Þessi ár reyndust fél. sá próf- steinn er tilvera þess heíur byggst á, og má nærri geta hvort ekki hafi þá reynt á þrautseigju og félagsþroska þessara manna i örmum haröhentra kreppuár- anna. Auk nokkurra kjarabótá er náðust úr deilum þessum var samið um 10 slysadaga, orlof lengt úr 3 dögum i 6 daga á ári, 8 stunda vinnudagur náðist 1. mars 1942 og fast vikukaup 1. mai 1945. Nú, árið 1935, gengur félagið i ASl. Allt frá upphafi hefur það siöan staðið dyggilega vörð um hagsmuni húsgagnasmiða og auk beinna kjarabóta lagt sérstaka á- herslu á orlofsmál félaganna og veikindatryggingar. Eitt mesta vandamál okkar, sem lengi hefur verið fylgja okk- ar og er hvað geigvænlegast i ára dag, er sú ásókn i að rýra réttindi okkar húsgagnasmiöa. Hjálpast þarna margt að; sérstaklega má nelna hið opinbera i þessum efn- um. Þaö iðnnámsfyrirkomulag sem nú er við lýði i dag er aö drepa niður stétt húsgagnasmiða. Allar opinberar aðgerðir um iönþróun beinast að þvi að bola okkur úr okkar eigin fagi. Auk þessa sækja atvinnurekendur okkar eftir hinu svokallaða ódýrara vinnuafli (ó- faglærðu fólki) sem reynist oft i reynd mun dýrara þegar á herðir. Allt þetta gerir það aö verkum að ungir menn velta þvi fyrir sér áð- ur en þeir fara að læra húsgagna- smiði, og nú er útskrifaður fjöldi sveina kominn niður i 8 i ár, i staðinn fyrir 25 á ári um langt árabil áður. Framhald á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.