Þjóðviljinn - 02.11.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. nóvember 1972
MOWIUINN
MÁLGAGN SÓSiALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar:
Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Áskriftarverð kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
MIKIÐ ER í Hl)FI
Flokksráð Alþýðubandalagsins, sem i
eiga sæti nær 100 fulltrúar úr öllum kjör-
dæmum landsins kemur saman til fundar i
Kópavogi i kvöld, og þar verður þingað yf-
ir helgina. Milli landsfunda er það flokks-
ráðið, sem fer með æðsta vald i málefnum
Alþýðubandalagsins og tekur ákvarðanir
um störf og stefnumótun.
Þegar flokksráðið kemur nú saman eru
pólitiskar aðstæður með þeim hætti, að
taka verður til meðferðar og ákvörðunar
málefni, sem vissulega eru vandmeðfarin
og erfið úrlausnar.
Alþýðubandalagið hefur nú átt aðild að
rikisstjórn nokkuð á þriðja ár, og vissu-
lega hefur margt áunnist, svo sem veru-
lega bætt lifskjör launafólks og glæsileg
atvinnuuppbygging um land allt, og þá,
ekki sist sú breyting sem orðin er frá nið-
urlægingu viðreisnaráranna á sviði utan-
rikismála og varðandi allt, sem lýtur að
samskiptum við erlend herveldi og auð-
hringa.
En margt er eftir að framkvæma af þvi,
sem rikisstjórnin setti sér i upphafi, og tvö
af veigamestu baráttumálum Alþýðu-
bandalagsins eru enn i deiglu, þ.e. land-
helgismálið og herstöðvamálið.
Samstaða i rikisstjórninni hefur yfirleitt
verið góð, og yfir timabilið i heild i raun-
inni betri en hægt er að búast við, þegar
þrir ólikir stjórnmálaflokkar starfa sam-
an. En hinu er ekki að neita, að atburðir
siðustu vikna i landhelgisdeilunni hafa
varpað nokkrum skugga á þetta góða
samstarf. Alþýðubandalagið átti ekki hlut
að þeim tilboðum til Breta, sem ólafur
Jóhannesson forsætisráðherra setti fram i
London, og hefur hann reyndar tekið skýrt
fram sjálfur á opinberum vettvangi, að á-
kvörðun um þau tilboð hafi hann tekið einn
á eigin ábyrgð, án samráðs.
Þjóðviljinn hefur ekki ásakað forsætis-
ráðherra um landráð af þessum ástæðum,
eins og Morgunblaðið heldur fram. Vissu-
lega geta bæði einstaklingar og stjórn-
málaflokkar metið stöðuna i deilu við
sameiginlegan andstæðing nokkuð ólikt og
einn talið að meiru sé fórnandi fyrir
bráðabirgðasamkomulag en annar, enda
þótt báðir stefni heils hugar að sama
marki.
Það er ekkert launungarmál, að Al-
þýðubandalagið er ekki sátt við þann
„samkomulagsgrundvöll”, sem Bretar
hafa boðið. Þess vegna hefur af Alþýðu-
bandalagsins hálfu verið lögð á það mikil
áhersla að knýja fram breytingar á upp-
kastinu og fá fram skýringar á þeim atrið-
um, sem óljós eru. Hver niðurstaðan verð-
ur i þeim efnum liggur enn ekki ljóst fyrir.
Hegðun landhelgisbrjótanna nú undan-
farna daga hér á miðunum meðan á
samningaþófinu hefur staðið gefur vissu-
lega ekki tilefni til bjartsýni um nokkra
sanngirni af Breta hálfu, og vist er um
það, að furðulegt athafnaleýsi landhelgis-
gæslunnar að undanförnu verður ekki til
að gera gallaðan samkomulagsgrundvöll
aðgengilegri.
Við þessar aðstæður kemur það i hlut
flokksráðsfundar Alþýðubandalagsins að
móta stefnu og ákvarðanir flokksins fyrir
næstu daga og vikur. Hér skal aðeins á það
minnt, að innan fárra mánaða fæst úr þvi
skorið, hvort fyrirheitið i stjórnarsáttmál-
anum um brottför hersins af Keflavikur-
flugvelli nær fram að ganga. Það fyrirheit
er einn af hornsteinum stjórnarsam-
starfsins, og horfur um framgang þess
máls hljóta að ráða miklu um niðurstöður
Alþýðubandalagsins nú.
Þing Alþýðusambands Vestfjarða:
Verulega laimahækkun
til þeirra lægst launuðu
Dagana 20. og 21.
október var haldið á ísa-
firði 21. þing Alþýðu-
sambands Vestfjarða.
Þingið sóttu fulltrúar frá
flestum verkalýðsfélög-
um á Vestfjörðum.
I stjórn Alþýöusambands Vest-
fjarða voru kjörnir:
Pétur Sigurösson lsafiröi, for-
seti, Björgvin Sighvatsson Isa-
firði, varaforseti, Guðm. Friðgeir
Magnússon Þingeyri, ritari,
Bjarni L. Gestsson tsafiröi, gjald-
keri, Hörður Snorrason Bolunga-
vik, meðstjórnandi, og vara-
menn: Karvel Pálmason
Bolungarvik, Pétur Pétursson
tsafirði, Hendrik Tausen Flat-
eyri.
Hér fer á eftir samþykkt þings-
ins um kjaramál, en öðrum álykt-
unum mun Þjóöviljinn gerá skil
siðar:
Að tryggja vaxandi
kaupmátt launa
,,21. þing Alþýðusambands
Vestfjarða itrekar fyrri sam-
þykktir sinar, um nauðsyn þess
að kaupgjaldsbarátta launþega-
samtakanna og efnahagsstefna
rikisvaldsins beinist fyrst og
fremst að þvi takmarki, að
tryggja öruggan og vaxandi
kaupmátt launa, samfara fjöl-
þættri og stöðugri atvinnu um allt
land.
Reynslan hefur leitt þaö i ljós,
að á timum verðþenslu og ört
vaxandi dýrtiöar minnkar til
muna hlutdeild launþeganna
einkum láglaunastéttanna i þjóð-
artekjunum, þessi þróun hefur
enn haldist þrátt fyrir góðan
árangur i samningunum 1971.
Þingið bendir á að enn skortir
mikið á, að umsaminn dagvinnu-
timi nægi til aö tryggja meðalfjöl-
skyldu lifvænlega afkomu.
21. þing A.S.V. skorar á Alþingi
aö breyta lögum um almanna-
tryggingar á þann veg, að
greiðslur úr lifeyrissjóðum, sem
næmu allt að 50.000,00 krónum á
ári hjá einstakling, verði ekki
dregnar frá tekjutryggingar-
ákvæöum laganna.
21. þing A.S.V. lýsir ánægju
sinni yfir að kjör sjómanna hafa
batnað vegna hækkaös fiskverðs
og leiöréttingu á skeröingarlög-
unum frá 1968. Þingið minnir þó
á, að enn rennur hluti af brúttó-
aflaverðmæti til útgerðarinnar og
kemur ekki til skipta. Þingið
skorar á stjórnvöld að hlutast til
um, að þessi skerðingarákvæði
laganna verði felld niður með
öllu.
Þrátt fyrir hækkað fiskverð vill
þingið benda á, að steinbitur og
koli eru þýðingarmikið hráefni i
vestfirskum fiskiðnaöi og seljast
fyrir gott verö á erlendum mörk-
uöum. Telur þingið aö verðlagn-
ing þeirra sé ekki sambærileg við
aðrar fisktegundir og skorar á
Verðlagsráö sjávarútvegsins að
leiörétta þaö við næstu verö-
ákvörðun.
Sérstaka hækkun til
fólks i fiskiðnaði
21. þing A.S.V. lýsir stuðningi
sinum við framkomnar tillögur
frá annarri kjaramálaráðstefnu
A.S.t., sem haldin var i Reykja-
vik 12. og 13. okt. sl.
Sérstaklega leggur þingið á-
herslu á eftirfarandi:
1. Verulega launahækkun til
þeirra lægst launuðu.
2. Sérstaka hækkun til fólks
sem vinnur i fiskiðnaði.
3. Kauptryggingu timavinnu-
fólks.
Þingið telur að ef þessar kröfur
ásamt skattfriðindum verka-
fjólks i fiskiðnaði næðu fram að
ganga, myndi það hamla gegn si-
vaxandi flótta verkafólks frá
þessum undirstööuatvinnuvegi
þjóðarinnar.
21. þing A.S.V. telur að stjórn-
völd þurfi að gera róttælcar að-
gerðir til úrbóta i húsnæöismál-
um á Vestfjörðum.
21. þing A.S.V. skorar á þau að-
ildarfélög, sem fara með samn-
inga sjómanna og væntanlega
stjórn sambandsins, að móta sem
fyrstkröfur þær, sem lagðar yrðu
fram i væntanlegri samningsgerö
á milii sjómanna og útgerðar-
manna.
21. þing A.S.V. mælir meö
framkominni .tillögu um að ár-
gjöld félagsmanna verði innheimt
i hlutfalli af launum og felur
væntanlegri sambandsstjórn að
vinna aö þvi aö þetta fyrirkomu-
lag verði tekið upp innan félaga
A.S.V. sem fyrst”.
SOLUSTAÐIR:
Hjólbaröaverkstæöiö Nýbaröi/ Garöahreppi, simi 50606.
Skodabúöin, Kópavogi, sími 42606.
Skodaverkstæöiö á Akureyri h.f. sími 12520.
Menningarengsl íslands og Ráðstjórnar-
rikjanna —
Tónleikar
sovéskra listamanna i Austurbæjarbiói
þriðjudaginn 6. nóvember 1973 kl. 19.
Listamennirnir eru:
Oleg Ptukha, ba^sasöngvari frá Moskvu
Valdis Zarinsj, fiðluleikari frá Lettlandi
N. Illjúkevitsj, pianóleikari frá Moskvu.
Flutt verða m.a. verk eftir: Tsjækovski,
Músorgski, Sjostakovitsj, Glier, Rak-
hmaninof, Khatsjatúrjan, Jurjan, Vitlos,
Glinka og Sviridof.
Aðgöngumiðasala hjá Máli og menningu,
Laugavegi 18.
MÍR