Þjóðviljinn - 02.11.1973, Blaðsíða 1
UOBVIUINN
Föstudagur 2. nóvember 1973 38. árg. 252. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA
Nýir Akureyrar-
togarar:
Svalbakur
°g
Sléttbakur
Tveir togarar bættust i tog-
araflota Akureyringa í gær, en
þá komu til landsins færeysku
togararnir sem Útgeröarfélag
Akureyrar hefur fest kaup á.
Þar meö gerir ÚA út 6 togara.
Vilhelm Þorsteinsson, ann-
ar tveggja forstjóra ÚA, sagði
blaðinu að togarar þessir væru
smiðaðir i Noregi siðast á ár-
inu 1968 og á árinu 1969. Stærð
þeirra er 834 tonn brúttó. Eig-
andi þeirra til þessa hefur ver-
iðpqrtafélagið Stella i Klakks-
vik. Verð hvors togara fyrir
sig er 11,4 miljónir norskra
króna.
ÚA gerði út fjóra togara, áð-
ur en þeir færeysku komu til
sögunnar. Það eru Kaldbakur,
Svalbakur EA 2, Harðbakur
EA 3 og Sólbakur. 1 febrúar i
vetur var togaranum Sléttbaki
lagt, og verður hann ekki
gerður út aftur. Þessir togarar
eru siðutogarar að Sólbak
slepptum, en hann er fransk-
smiðaður skuttogari, keyptur
til landsins árið 1972.
— Hugmynd okkar er að
gera út þessi fjögur skip á-
fram, sagði Vilhelm. — Þessir
tveir togarar eru þvi viðbót.
Hvort það tekst, það er önnur
saga.
Nýju skipin verða skirð
Svalbakur EA 302 og Sléttbak-
ur EA 304.
—úþ
Bruni á
Blika-
stöðum
í gær kom upp eldur í
heyhlöðu að Blikastöðum í
Mosfel Issveit. Klukkan
18.10 var Slökkvi I ið
Reykjavíkur kvatt á vett-
vang og var þá allmikill
eldur i hlöðunni. Ekki mun
hlaðan hafa verið alveg
full af heyi.
Samkvæmt upplýsingum
SlökkviIiðsins tókst fljót-
lega að koma léttfroðu yf ir
heyið og bægja frá hættu á
að eldurinn breiddist út.
Mikill reykur var frá eld-
inum í byrjun, en hvarf,
þegar léttfroðunni hafði
verið komið yfir heyið.
Myndin sýnir björgun
fiðurfjár úr brunanum og
ber með sér að björgunar-
mennirnir voru ekki allir
háir í loftinu. (Ljósm. AK)
Flokfesráðsfundur-
inn hefst í kvöld
Ragnar Arnalds
og Lúðvik
Jósepsson flytja
framsögurœður
á kvöldfundinum
Flokksráðsfundur Al-
þýðubandalagsins hefst i
kvöld kl. hálfniu. Verður
fundurinn haldinn i Þing-
hóli i Kópavogi.
Flokksráð Alþýðubandalagsins
skal koma saman til funda a.m.k.
einu sinni á ári þau árin sem
landsfundir eru haldnir, en
landsfundir skulu haldnir á
þriggja ára fresti hið minnsta.
Flokksráð er kosið beint i hinum
einstöku Alþýðubandalagsfélög-
um. Alls eru um 90 félagar i
flokksráði. Flokksráð kýs mið-
stjórn og markar stefnu i veiga-
miklum málum, þannig að
flokksráðið er á ýmsan hátt að-
eins smærri mynd landsfundar,
sem þó getur einn breytt lögum
flokksins og hann velur formann,
varaformann og ritara flokksins,
Á fyrsta fundi flokksráðsins i
kvöld verða kosnir starfsmenn
fundarins og þeir Ragnar Arnalds
og Lúövik Jósepsson flytja yfir-
lits- og framsöguræður. Mun for-
maður flokksins flytja yfirlit um
störf flokksins á liðnu ári og verk-
Kagnar Arnalds
efnin framundan. Þá mun Itagn-
ar fjalla sérstaklega um barátt-
una fyrir auknu jafnrétti og lýð-
ræði.
Ræða sjávarútvegsráðherra
mun fjalla um þróun landhelgis-
málsins og efnahagsmállin.
Að loknum framsöguræðunum
l.úövik Jóscpsson
hefjast almennar umræður.
Fundur hefst svo að nýju kl. 10 i
fyrramálið með framsöguræðu
Magnúsar Kjartanssonar. Hann
ræðir sjálfstæðismálin og þróun
islenskra atvinnuvega. Ráðgert
er áð flokksráðsfundinum ljúki á
sunnudagskvöld.
(iisli (iuömundsson viö tal-
sliiöina i vigtarskúrnuni.
Gisli á Sú»anda:
,Þar
voru
tveir
djöflar
Gisli (iuömundsson frélta-
ritari okkar viö Súgandafjörö
hlustar alla daga á hátana I
talslööinni, og þvi hringdum
viö vcstur i gær aö fá hjá hon-
um upplýsingar um ásland
inála á Vcstfjaröamiöum.
Gisli sagði:
— Eg talaði við Sigurvon
áðan, en hún var 30 milur i
norður frá Súgandafirði, og
þar var enginn andskotans
togari, sagði stýrimaðurinn.
Ólafur Friðbertsson var
norðvestur að vestri frá Súg-
andafirði, 30—35 milur, og þar
var enginn togari heldur.
Guðrún Guðleifsdóttir var
nokkuð norðar en Sigurvon;
þar var ekkert skip sjáanlegt.
Kristján Guðmundsson var
á Hornbanka, sama stað og i
gær, og þar voru tveir djöflar.
Mimir var norðan til við
Guðrúnu Guðleifsdóttur. Þar
var engan togara heldur að
sjá, og Bragi frá Flateyri var
16 sjómilur norövestur af
Barða og þar var friður og ró.
Togararnir eru mest á ör-
bylgjunum og i þeim heyri ég
ekki og þeir ekki til min.
—úþ
IRSKIR FANGAR FLÝJA
DUBLIN 1/11 — Lögregla og her-
menn i trska lýðveldinu leita nú
ákaft að þrem foringjum frá
stærsta fangelsi Dublin. Flóttinn
varð með þeim hætti að félagar
IRA-foringjanna rændu þyrlu,
neyddu flugmanninn til að lenda i
fangelsisgarðinum og hirtu þaðan
fangana. Einn þeirra er Seamus
Twoney, áður foringi IRA i Bel-
fast. öfíugur vörður hefur verið
settur á landamæri Norður-ír-
lands og i hafnir til að koma i veg
fyrir að fangarnir komist úr landi.
FISHING NEWS:
Frystiflotinn í Grims-
by tvöf aldaður
I því kunna breska blaði
Fishing News birtist
tuttugasta og sjötta október
s.l. frétt þess efnis, að í vik-
unni þá á undan hefði sam-
band breskra togaraeig-
enda lýst því yfir að frysti-
skipafloti þess, sem gerður
er út frá Grimsby yrði tvö-
faldaður.
Eins og sakir standa, gera
breskir togaraeigendur út þaðan
fimm slik skip (það sjötta hefur
ekki veriö gert út um nokkra
hriö). Nú á aö yfirfæra til borgar-
irinar þrjú frystiskip frá Hull.
Þessi þrjú skip bera jafn stór-
kostleg nöfn og Illustrious, Invin-
cible og Implacable.
Þá eru i byggingu tvö ný frysti-
skip, að nafni Roman og Goth,
sem einnig á aö gera út frá
Grimsby. Það fylgir með sögunni
að þessari stækkun frystiflotans
verði fagnað af mörgum aðilum
innan iðnaöarins i borginni. Fisk-
kaupmenn og aðrir, sem annast
dreifingu á fiski, óska i sivaxandi
mæii eftir fiski, sem frystur er i
skipum út á sjó. Fyrirtæki eins og
þau, sem reka kæligeymslur,
hafa lika áhuga á þessu, og þetta
er liklegt til þess að auka eftir-
spurn eftir vinnuafli i þessa grein.
Þessu á einnig að fylgja vaxandi
atvinna fyrir sjómenn, þar eð
togaraeigendur segja að hin nýju
skip verði mönnuð frá Grimsby.
Samband breskra togaraeig-
enda (British United Trawlers)
er dótturfyrirtæki fiskiðnaðar-
hringsins Associated Fisheries
Ltd. og gerir nú út tuttugu og
fjóra frystitogara, þar af átján
frá Hull.