Þjóðviljinn - 02.11.1973, Blaðsíða 16
MQBVIUINN Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöld-, nætur- og helgarþjón- usta lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 2. til 8. nóvember verður i Garös Apóteki og Lyfjabúðinni | •M
Kvoldsími blaoamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Iðunn.
Föstudagur 2. nóvember 1973
Slysavaröstofa Borgarspítalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
NÝ SPRENGJA l_ WATERGATEMÁLimh
Þýðingarmestu segulbands-
spólurnar „voru aldrei til
WASHINGTON 1/11— Eft-
ir að Nixon forseti hefur í
þrjá mánuði reynt að kom-
ast undan því að afhenda
segulbandsupptökur á við-
ræðum við nána samstarfs-
menn sína um Watergate-
málið kemur hann nú með
þá furðuiegu yfirlýsingu,
að tvö þau samtöl sem
mestu skipta hafi í reynd
aldrei verið tekin upp á
segulband.
Nixon bar þetta á borð fyrir
lögfræðinga sina i gær. Hér er um
Góðar viðtökur við
•>•>
.^ií-»niin ti
r>r
Síðdegisstund
Ahorfendur. — Svona Htur fólk út, þegar tekin er af þvl ljósmynd i myrkri. (Ljósm. A.K.)
Þeir þurftu ekki aö kvarta
yfir viðtökum almennings við
„Siðdegisstundinni” i gær,
Leikfélagsmenn. Allir miðar
seldust upp i gærdagjOg þegar
blaðamaður leit þar inn virt-
ust áhorfendur hinir ánægö-
ustu með söng fjórmenning-
anna Böðvars Guðmundsson-
ar, Kristinar ólafsdottur,
Kjartans Ragnarssonar og
Kristins Sigmundssonar.
Eins og skýrt hefur verið frá
var þessi nýbreytni i Iðnó
einkum miðuð við þaö fólk
sem vinnur i miðbænum. Þar
virðast aðstandendur hafa hitt
I mark þvi blaöið fregnaöi t.d.
að einn og sami maöurinn
hefði keypt 60 miöa! Var aug-
ljóst aö þar var um samtök á
vinnustaö aö ræða.
Fjórmenningarnir sungu
eigin lög og þjóðlög við ýmis
þekkt kvæði. Má þar nefna
Kommúnistaflokkur Islands
in memoriam eftir Stein Stein-
arr, Jesús Mariuson eftir Jó-
hannes úr Kötlum, Svarkurinn
eftir Grim Thomsen o.fl.
Leikfélagið áformar aö hafa
slikar siödegisstundir fyrsta
fimmtudag hvers mánaðar, og
veröi viðtökur i framtiðinni
svipaðar þeim sem voru i gær
má búast við aö fljótlega verði
farið aö heimta fleiri sýning-
ar.
—ÞH
Af Vestfjarðamiðum:
Þegar þeir telja
6 teljum við 36!
Skipstjóri á togaranum
Bessa er Jóhann Símonar-
son, og i gær var hann
staddur á Vestfjarðamið-
um og þangað hringdum
við í hann.
— Það er fátt um Breta þar
sem við erum, sagði Jóhann. Þeir
eru á Kögurgrunninu 30 milur frá
landi. Þóeru nokkrir hér, en aðal-
lega eru þetta Þjóðverjar. Við er-
um á Halanum, 40—42 milur frá
landi.
— Hefurðu nokkrar fréttir af
friðaða svæðinu?
— Nei, ekkert siðan i fyrrinótt.
Þá kom þangað varðskip sem
stuggaði við Bretunum, sem
höfðu verið þar i næði i fyrradag.
Það var mikill fiskur þar. Islend-
ingarnir viluðu þaö ekkert fyrir
sér að fylgja Bretunum eftir inn-
fyrir friðaða svæðið. Einhverjir
Bretar komu svo beint þaðan og
hingað.
Við Vestfirðingar viljum að fé-
lagasamtökin hér vinni að þvi að
túlka það sjónarmið okkar að viö
séum andvigir þessu samninga-
makki sem nú er verið að fara i,
við viljum heldur láta þetta vinn-
ast með þvi móti, sem hefur dug-
að okkur hingað til.
Við viljum að alþjóð fái að sjá
hvernig haldið hefur verið á mál-
unum hérna, sérstaklega varö-
andi þessi friðuðu hólf. Það er dá-
litið sárt fyrir okkur, að verða
fyrir vegg i þessum friðuðu hólf-
um, þar sem Bretarnir fara
hindrunarlaust innfyrir, þvi þeg-
ar fiskur gengur hér gengur hann
vanalega vesturum og hverfur
þarna inn i hólfið, þar sem útlend-
ingarnir leika lausum hala. Þeg-
ar gangan er komin austurfyrir
hólfið, er hún vanalega búin. Það
er andskoti hart að snúa bakinu i
fiskinn og keyra frá þegar hvergi
annars staöar er fiskur og horfa á
útlendingana sleikja þetta upp.
Annars er það okkar vilji að það
verði ekki úlfúð og illindi á milli
Landhelgisgæslunnar og okkar.
Þarna hefur eitthvað farið úr-
skeiðis, þar sem Landhelgisgæsl-
an reyndi að bera sannleikann til
baka, eins og allir hérna hafa órð-
ið varir við. Fyrir okkur vakir
ekki það að gera læti og háreisti
út af þessu, hitt viljum við fá að
vita, hvaðan þetta misræmi i frá-
sögnum kemur, þvi þegar Land-
helgisgæslan telur hér 6 erlenda
togara, höfum við hér skipstjóra
sem telur 36 erlenda togara á
sama tima. Þá var heldur ekkert
varðskip á staðnum. —úþ
að ræða samtöl, sem Nixon átti
við þá John Mitchell fyrrum
dómsmálaráðherra og John
Dean, sem stjórnaði kosninga-
baráttu Nixons i fyrra. Þeir höfðu
báðir borið það fyrir Watergate-
lefnd þingsins, að i þessum sam-
:ölum hafi það komið fram að
Vixon fylgdist með tilraunum til
að kveða Watergatemálið niður,
an nú hefur þvi sem sagt verið
;ýst yfir, að sönnunargögn séu
akki til.
Segulbandsupptökurnar tvær
sem nú er sagt að aldrei hafi verið
til voru taldar skipta mestu máli
af þeim niu sem Archibald Cox
var rekinn frá rannsókn málsins
fyrir að krefjast i sinar vörslur.
Nixon lét siðan undan miklum
mótmælahrópum gegn þessari
afgreiðslu og lofaði að afhenda
John Sirica dómara spólurnar til
að hann gæti kynnt sér þær bak
við luktar dyr.
Sam Ervin formaður Water-
gatenefndar öldungadeildar
þirfgsins hefur skýrt svo frá, að
hann hafi i fyrra mánuði fengið
staðfestingu á þvi i Hvita húsinu
að ofangreindar upptökur væru
til. Sömu upplýsingar hefði Cox
fengið.
Enginn býst við ööru en þessi
nýju tiðindi verði til þess að
magna nýja öld mótmæla gegn
framferði Nixons. Að sjálfsögðu
spyrja menn fyrst af öllu hvernig
i ósköpunum standi á þvi að svo
lengi hafi dregist að tilkynna að
áðurnefnd samtöl væru ekki tii á
spólu.
Einn af ráðgjöfum Nixons hefur
gefið þá skýringu, að samtalið við
Dean hafi ekki verið tekið upp
vegna bilunar i tækjabúnaði og að
samtalið viö Mitchell, sem átti
sér stað nokkrum dögum eftir
innbrotið i Watergate hafi farið
fram um sima sem ekki var i
sambandi við upptökutæki.
Nýir menn
Nixon útnefndi i dag Leon Jaw-
orski lögfræðing frá Texas nýjan
rannsóknardóióara i Watergate-
málinu. Hefurhonum verið heitið
þvi að hann fái að hafa frjálsar
hendur um rannsókn málsins og
að ekki megi vikja honum frá,
nema samþykki leiðtoga þing-
flokkanna komi til. Um leið skip-
aöi Nixon William Sabe, öldung-
ardeildarþingmann frá Ohio
dómsmálaráðherra í stað
Richardsons, sem sagði af sér
þegar Cox var rekinn frá rann-
sókn Watergatemálsins á dögun-
Olíubann á Holland
setur EBE í klípu
LONDON 1/11 Krafa Hollands um
jafna dreifingu á þeirri oliu sem
berst til aðildarrikja Efnahags-
bandalagsins hefur sett EBE i
mikinn vanda. Utanrikisráöherra
Hollands, van der Stoel, bar þessa
kröfu fram i gær, eftir að sex
Arabaríki höfðu lýst oliusölu-
banni á Holland vegna þess að
það hefði stutt tsrael I striðinu, og
i dag bættist Saudi-Arabia við.
Þaðan hafa komið 25% af þeirri
oliu sem Holland kaupir.
Bæöi Frakkland og Bretland
eru litt hrifin af þvi að taka undir
hjálparbeiðni Hollendinga vegna
þess að Arabarikin mundu telja
bað ögrun við sig og breyta eftir
þvi. Oliusölubannið til Hollands
kemur reyndar fljótlega viö kaun
fleiri en Hollendinga sjálfra, þvi
Rotterdam er ein helsta innflutn-
ingshöfn á olíu fyrir Beneluxlönd-
in og Vestur-Þýskaland. Sendi-
herra Libýu i Bonn hefur þegar
varað stjórn Brandts við þvi, að
þaö gæti teflt oliuinnflutningi
Vestur-Þýskalands i voða ef aö
hún taki afstöðu með stjórn Hol -
íands i þessu máli.
Oliusala Arabarikja til Vest-
ur-Evrópu hefur þegar minnkaö
um 26%. I Hollandi hefur óþörf
umferö þegar verið bönnuð á
Þeodorakis
boðið að
snúa heim
AÞENU 1/11 Upplýsingamálaráð
herra grisku herforingjastjórnar-
innar skýrði frá þvi i dag, að hið
þekkta griska tónskáld, Þeodor-
akis, mætti snúa heim ef hann
vildi. Þeodorakis var handtekinn
eftir valdaránið 1967, en fékk að
fara úr landi 1970. Ráðherrann lét
og að þvi liggja að leyft yrði að
flytja þau verk Þeodorakisar i
Grikklandi, sem honum hefði ver-
ið leyft að flytja fyrir 1967.
sunnudögum, og hvarvetna er
hvatt til að spara oliu. Verð á oliu
til kyndingar hefur þegar hækkað
i Vestur-Þýskalandi og á Italiu.
Nokkur leiguflugfélög héldu fund
i Kaupmannahöfn i dag og ræddu
um hækkun á fargjöldum vegna
hækkandi verðs á flugvélabens-
ini. I Bandarikjunum hefur inn-
anlandsflug hjá þrem stærstu
flugfélögum landsins þegar verið
skoriö niður verulega i sparn-
aðarskyni.
Blaðberar
óskast
nú þegar i eftir talin
hverfi:
Þórsgötu
Laugavegur 11
Seltjarnarnes
Sörlaskjól
Háskólahverfi
Skipasund
Sigtún
Hverfisgötu
Hjarðarhaga
Langholtsveg
170-200
Hafið samband við af-
greiðslu Þjóðviljans i
simum
17500 eða 17512.
'1