Þjóðviljinn - 02.11.1973, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.11.1973, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 2. nóvember 1<)7.'1 Samtök heilbrigðisstétta halda fund i Domus Medica laugardaginn 3. nóvember kl. 14 -17. Dagskrá: I. Fundarsetning: Arinbjörn Kolbeinsson læknir formaður samtakanna. II. Framsöguerindi: A. Undirbúningur og kynning á náms- braut i hjúkrunarfræðum innan Háskóla íslands Ingibjörg R Magnúsdóttir hjúkrunarkona. deildarstjóri i heilbrigðisráðneytinu. B. Menntun meinatækna — Væntanlegt háskólanám. Bergljót Halldórsdóttir meinatæknir. C. Undirbúningur að menntun sjúkra- þjálfara á Islandi. Maria Þorsteinsdóttir sjúkraþjálfari. III. Umræður og fyrirspurnir. Heilbrigðisstéttir, mætið vel. Stjórnin. Hús til sölu á Reydarfirði Kauptilboð óskast i húseign Pósts og sima á Reyðarfirði. Húsið er 1206 rúmmetrar að stærð og fylgir þvi 1887 fermetra leigulóð. Eignin verður til sýnis væntanlegum kaupendum fimmtudaginn 8. og föstudag- inn 9. nóvember n.k., kl. 3-5 e.h. báða dag- ana og eru tilboðseyðublöð afhent á staðn- um. Tilboð eiga að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. mánudaginn 19. nóv. 1973. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 H ús til sölu á Þingeyri Kauptilboð óskast i húseignina Aðalstræti 14 (hús Pósts og sima), sem er 720 rúm- metrar að stærð ásamt 350 fermetra leigu- lóð. Eignin er til sýnis væntanlegum kaupend- um miðvikudaginn 7. og fimmtudaginn 8. nóvember n.k., kl. 4-6 e.h. og eru kauptil- boðseyðublöð afhent á staðnum. Tilboð eiga að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. hinn 20. nóv. 1973. INNKAUPASTQFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 36814 Frá BSAB Þeir félagsmenn BSAB, sem vilja koma til greina við sölu eldri ibúða hjá félaginu eru beðnir að láta skrá sig á skrifstofu BSAB og geta menn gert það hvenær sem er. Verður þá haft samband við þá sem láta skrá sig, þegar einhver af ibúðum þeim sem byggðar eru hjá BSAB eiga að selj- ast. Stjórn BSAB Siðumúla 34, sími 33699. Risaveldi Framhald af bls. 7. uppi að ekkert geti stuðlað betur aö friði í gervöllum heimi en að hermenn snúi hver heim til sins lands. bað er athyglisvert að undanfarinn áratug hefur að nokkru verið horfið frá stjórn- málaviðhorfum kalda striðsins, en sjálft kerfið, vélin, sem hélt þvi i gangi, er enn fyrir hendi. Hér veldur miklu um sú við- leitni þess griðarlega valda- bákns, sem herir og stóriönaður mynda i félagi, að halda kalda- striöskerfinu i gangi og jafnvel blása i ófriðarglæður til þess að tryggja áframhaldandi áhrif sin og gróða. Eisenhower fyrrum Bandarikjaforseti varð meöal annarra til þess að vara viö þessari hættu. Ástæðan til þess að dregið hefur úr spennunni milli austurs og vesturs er auð- vitað ekki eingöngu einlægur friðarvilji. Sovétrikin hafa meö- al annars áhuga fyrir vaxandi vinsemd við Vesturlönd vegna vandræðanna i sambúð þeirra og Kinverja, og þeirra eigin inn- anlandsvandamál valda hér einnig nokkru um. Á sama hátt hef ég takmarkaða trú á sáttfýsi mr. Nixons. Eg held að kring- umstæðurnar hafi á margan hátt þvingað hann til að leita sátta. ()g auðvitaö skyldi maður ekki i þessu sambandi vanmeta allar þær stofnanir og hreyfing- ar, sem unnið hafa að þvi að tryggja heimsfriðinn. brýsting- urinn frá þeim hefur ekki verið neitt smáræði. Eg hallast að þvi að stefnur i stjórnmálum séu ekki markaðar á einum degi eða i einum mánuði, heldur af langri röð alvika og atburða. Ég held þannig að bannið við tilraunum með kjarnorkuvopn sé mjög að þakka mótmælaaðgerðum þeim, sem á Vesturlöndum áttu sér stað gegn þeim tilraunum. Eg skil vel að Islendingar vilji losna við bandarisku herstöð- ina, það er lika baráttumál okk- ar innan Verkamannaflokksins að losria við bandarisku her- stöðvarnar, sem staðsettar eru i okkar landi og þar sem eru geymd kjarnorkuvopn. Og eins og ég drap á áðan, tel ég fráleitt að um nokkurt jafnræði geti verið að ræða fyrir riki, sem ekki hefur kjarnorkuvopn, i bandalagi við risaveldi sem hef- ur þau. 1 sliku bandalagi er það risaveldið eitt, sem tekur ákvarðanirnar. bvi eru her- stöðvar hlutaðeigandi risaveldis ! landi bandalagsþjóðar auðvit- að næsta alvarlegt mál fyrir þá þjóð. En ég held ekki að við losn- um endanlega við hættuna af kjarnorkustyrjöld fyrr en öll kjarnorkuvopn hafa verið eyði- lögð. Kosningahorfur — Hvenær heldurðu að næstu þingkosningar verði i Bretlandi, og hvað heldurðu um úrslit þeirra? — Ég tel sennilegast að stjórnin biði með það fram i október að ári, i von um að verð- lagið kunni að lækka eitthvað þangað til eða að efnahagsað- stoð i einhverri mynd frá EBE kunni eitthvað að hressa upp á álit almennings á ihaldinu. En ég held ekki, i fullri hreinskilni sagt, að ihaldið vinni þær kosn- ingar. Eg geri ráð fyrir sigri Verkamannaflokksins, þó ekki með miklum yfirburðum. Og með tilliti til atburða undanfar- inna ára gæti sá sigur haft i för með sér meiri grundvallar- breytingar i breskum stjórn- málum en 1964, þegar Verka- mannaflokkurinn sigraði siðast. <lþ. 40 ára Framhald af bls. 9. 1 stjórn félagsins eru nú, Krist- björn Arnason, formaður, Bragi Mikaelsson, varaformaður, Bolli A. Ölafsson ritari, Ottó Malmberg gjaldkeri og Ingvi Tómasson, varagjaldkeri. t tilefni af þessum merku tima- mótum i sögu félagsins, 40 ára af- mælis, mun félagið standa fyrir hátiðarfundi i Átthagasal Hótel Sögu, sunnudaginn 4. nóvember. Mun þar félögum þess ásamt eig- inkonum boðið upp á kaffiveiting- ar auk fjölbreytilegrar dagskrár. Snorri Jónsson, forseti ASl, flytur ávarp, einnig Benedikt Daviðs- son, formaður SBM. 1 örstuttu máli verður sagt frá ýmsum at- burðum i sögu félagsins, auk þess mönnum þökkuð tryggð við félag- ið. bá mun Lúðrasveit verkalýðs- ins leika nokkur lög, auk laga- flutnings nokkurra manna úr Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar og að lokum verður leik- þáttur Vésteins Lúðvikssonar, „Vinur i raun”, fluttur á vegum MFA. (Fréttatilk frá Sveinafél. húsg.smiða i Rvk) Fram vann Framhald af bls. 11. menn máttu ekki orðið blaka hendi án þess að vera reknir af leikvelli og voru Valsmenn i sam- tals 13 minútur einum færri inná, en Framarar i 4 minútur. Slikt segir til sin i hörðum leik. Leikurinn byrjaði af miklum krafti og var nokkuð jafn til að byrja með. Jafnt var 1:1 og 2:2,en siðan náðu Framarar forystunni og héldu henni til leiksloka. Minnstur var munurinn i fyrri hálfleik 4:3 og i siðari hálfleik 10:7 en yfirleitt var hann 4 til 5 mörk. 1 leikhléi var staöan 9:5 Fram i vil. Snemma i siðari hálfleik var Agúst ögmundsson rekinn af leikvelli i 5 minútur sem er nán- ast einsdæmi i islenskum hand- knattleik og ástæðan var sú að hann greip utanum leikmann!!! Og þar með voru Valsmenn að- eins 5 inná þar eð Ólafi Bene- diktssyni hafði verið visað af leik- velli nokkrum sekúndum fyrir leikhlé. Og Ágúst var ekki fyrr kominn inná en Gisla Blöndal var visað af leikvelli, þannig að fyrstu 10 minútur leiksins i siðari hálf- leik voru Valsmenn einum færri inná, og gerði þetta endanlega út um leikinn. Framarar sigu hægt og rólega framúr, og eftirleikur- inn var þeim léttur, Vals-liðið brotnaði niður. Mestur varð munurinn 8 mörk, 16:8,en undir lokin, þegar aðeins 2 minútur voru til leiksloka, tóku dómararnir að dæma töf á Fram- liðið, sem þó breytti leik sinum ekki neitt, og þá fyrst fóru Vals- menn að skora og leiknum lauk með sigri 18:13 eða 5 marka mun. Maður veit ekki enn hvort Framarar eiga eitthvað i bak- hendinni þegar gönguhandknatt- leiknum sleppir, en ef svo er ekki fer illa fyrir þeim þar eð ótrúlegt er að þeim liðist að leika svona i allan vetur. Bestu menn liðsins að þessu sinni voru þeir Jón Sigurðs- son markvörður, Axel Axelsson og Pálmi Pálmason. bessir þrir menn lögðu grunninn að sigri Fram i leiknum. Hjá Val bar Ólafur Benedikts- son af,og þrátt fyrir 18 mörk varði hann af snilld, og hafi landsliðs- nefnd ekki séð það fyrr þá hlýtur hún að hafa séð það nú, að hann er okkar besti markvörður. —S.dór Sjóminjasafn Framhald af bls. 4 Knörrinn bá greindi Gils frá þvi að eitt þeirra mála sem hefðu ýtt undir áhuga á sjóminjasafni meðal Hafnfirðinga, er hugmyndin um smiði knarrar sem væri i öllu sem likastur þeim farkostum er is- lenskir landnámsmenn komu á hingað til lands. Greindi hann sið- an frá þvi mikla starfi sem unnið hefur verið i Danmörku i sam- bandi við Hróarskelduknörrinn. Hefðu danskir fornminjafræðing- ar lýst sig reiðubúna til þess að láta vitneskju sina islenskum að- ilum i té, ef hér yrði gerður slikur knörr. Hróarskelduknörrinn er eina varöveitta skipið sinnar teg- undar i heiminum, en slik skip voru notuð litið breytt um 200-300 ára skeið. Ýmsir menn, undir for- ustu nokkurra Hafnfirðinga, hafa nú bundist samtökum um að kanna þetta knarrarmál nánar. Hins vegar er þetta mál ekki i beinum tengslum við sjóminja- safnshugmyndina, sagði Gils og lýsti þvi yfir sem sinni skoðun, að hann styddi hugmyndina um knörrinn, ef hægt er að leysa mál- ið á áhugagrundvelli; en ég teldi, sagði ræðumaður, að varðveisla sliks skips yrði góður stuðningur og mikill fengur fyrir nýtt sjó- minjasafn. 1944 — 1974 t lok ræðu sinnar greindi Gils frá þvi að hann hefði nýlega átt þess kost að sitja fund áhuga- manna um sjóminjasafn. bar hefði þjóöminjavörður gert glögga grein fyrirafstöðu sinni og eggjað menn til framgöngu. bjóð- minjavörður lét og þá skoðun i ljósi, að auðveit ætti að vera að byggja sjóminjasafn tslands i á- föngum. Að lokum hefði hann bent á að árið 1944 hefði ákvörðun verið tekin um byggingu bjóð- minjasafnshúss og það orðið veg- leg gjöf til ungs lýðveldis. Færi vissulega vel á þvi.að ákvörðun um stofnun sjóminjasafns yrði á- kveðin þjóðhátiðarárið 1974. Und- ir þetta kvaðst Gils vilja taka heils hugar. Siðan tóku til máls Jón Skafta- son og Matthias Á Mathiesen, og svo Gils Guömundsson aftur. Var þá umræðu lokið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.