Þjóðviljinn - 10.11.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNLaugardagur 10. nóvember 1973. Aukin fræðsla í félags- málakennslu Ungmennafélögin sérlega ötul í félagsmálafrœðslu Meðal þeirra verkefna, sem mest eru aðkallandi á vettvangi æskulýðsmála, er þjálfun og fræðsla félagsforystumanna og leiðbeinenda. Skortur fleiri hæfra leiðtoga og leiðbeinenda kemur á ýmsan hátt I veg fyrir eðlilega þróun og eflingu æskulýðsstarfs I landinu. Æskulýðsráð rikisins markaði sér þvi i upphafi þá stefnu, að eitt af fyrstu verkefnum ráðsins skyldi vera að beita sér fyrir samræmdu og yfirgripsmiklu átaki i félagsmálafræðslu æsku- lýðsfélaga og samtaka, með þvi aö standa fyrir samningu náms- efnis fyrir félagsmálanámskeið og að veita æskulýðsfélögum Ný bók (Jt er komin bókin Brynjólfur hiskup Sveinsson eftir Þórhall Outtormsson cand. mag. Ilér er gefin hlullæg og raunsæ mynd af lili hins merka biskups, sem var cinn af öndvegismönnum á hinni myrku 17. öld bað má ekki seinna vera að þjóðinni berist sagnfræðileg og hlutlæg frásögn um ævi og starf Brynjólfs biskups, þegar farið er að gefa út bækur þar sem hann er sagður tala i beinni ræðu gegnum konu norður á Akureyri. Allt frá dögum þeirra feðgina hafa þau Brynjólfur og Ragnheiður dóttir hans verið Islendingum sérstak- lega hugstæðar persónur. Isafoldarprentsmiðja gefur bókina út i flokknum ,,Menn i öndvegi”, en i þeim bókaflokki hefur komið út önnur bók eftir Þórhall, þ.e. Jón biskup Arason. Út er komin hjá Isafoldarprent- smiðju sagan Krfðasilfrið eftir norsku skáldkonuna Anitru i þýð- ingu Hersteins Pálssonar. Sagan gerist á fyrri hluta 18. aldar. Ein aðalpersónan heitir Óli Hannibal. betta er 8. bókin eftir Anitru, sem út kemur á islensku. Eftirtaldar barnabækur eru ný- útkomnar hjá tsafoldarprent- smiðju: Asta og eldgosið i Eyjum eftir Þóri S. Guðbergsson og Rúnu Gisladóttur. Myndskreytingar eftir Baltasar. Úlla horfir á heiminneftir Kára Tryggvason með myndum eftir Sigrid Valtingojer. Stafa og vísnakvereftir Herdisi Egilsdóttur. Bókin er byggð á hinum vinsælu þáttum i barna- tima sjónvarpsins þar sem visur Herdisar voru sungnar við lag eftir Sigurð Rúnar Jónsson. nokkurn fjárhagslegan stuðning viö framkvæmd slikra nám- skeiða. Á s.l. vetri efndi æskulýðsráð, i samráöi við fræöslunefndir UMFI og t.S.Í., til námskeiðs fyrir félagsmálakennara að Leirár- skóla i Borgarfirði, og lagði þar fram námsefni til nota á félags- málanámskeiðum. Hafa félagasamtök og skólar nú þegar haldið 24 námskeiö með alls 488 þátttakendum, þar sem fariö hefur verið yfir námsefni þetta. Fóru námskeiðin fram undir handleiðslu áðurgreindra félagsmálakennara og með nokkurri aðstoð æskulýðsráðs. Æskulýösráð hefur átt góða sam- vinnu við fjölmarga aðila um fræðslustarfsemi þessa og hefur þáttur Ungmennaíélags tslands verið þar stærstur. Um siðustu helgi efndi Æsku- lýösráð rikisins til framhalds- námskeiös fyrir félagsmála- kennara i Alftamýraskóla i Reykjavik. A námskeiði þessu var einkum fjallað um kennslufræöileg atriði, framkvæmd félagsmálanám- skeiða og uppbyggingu slikrar Iræðslu i náinni framtið. Leið- beinendur á námskeiðinu voru Reynir G. Karlsson æskulýðsfull- trúi, Sigurður R. Guðmundsson skólastjóri, Guðmundur Gislason kennari og Sigurþór Þorgilsson fulltrúi i kennslufræðideild Fræðsluskrifstofu Reykjavikur. Að námskeiðinu loknu fengu þátttakendur afhent skirteini, sem veitir þeim rétt til þess að kenna námsefni Æskulýðsráðs rikisins á félagsmálanámskeið- um. Þeir, sem hlutu þessa viður- kenningu voru:Arnaldur M. Bjarnason, h’osshóli, S-Þing. Birgir Karlsson, Leirárskóla, Borgarlirði. Birgir Olsen, Ytri- Njarðvik. Guðmundur H. Einars- son, Reykjavik. Guðmundur Gislason Reykjavik. Guðmundur Guðmundsson, Vorsabæjarhjál.. Arn. Guðmundur Sigurmonsson, Ytri-Tungu, Snæf. Guðni Jónsson, Reykjavik. Guðni Björn Kjærbo, Keflavik. Gunnlaugur Snævarr, Reykjavik. Helgi Gunnarsson, Vik i Mýrdal. Helgi Jóhann Þóröarson, Egilsstöðum. Hólm- bert Friðjónsson, Keflavik. Ingi- mundur Ingimundarson, Sauðár- króki. Jóel Blomquist Jacobsson, Reykjavik. Jóhannes Sigmunds- son, Syðra-Langholti, Árn. Karl Eysteinn Rafnsson, Höfn, Horna- firöi. Kristján L. Möller, Siglu- firði. Magnús Ólafsson, Sveins- stöðum, A-Hún. Niels A. Lund, Miðtúni, N-Þing. Ólafur Oddsson, Hálsi, Kjós. Pétur Þórarinsson, Reykjavik. Rikharður Jónsson, Akranesi. Sigurður Geirdal, Kópavogi. Siguröur Ragnarsson, Reykjavik. Sigvaldi Ingimundar- son, Reykjavik. Tryggvi Gunnarsson, Reykjavik. Sig. Valdimar Bragason, Dalvik. Þór- oddur Jóhannesson, Akureyri. Þorvaldur Pálmason, Borgar- firði. (Fréttatilk. frá ÆRR) Brynjólfur biskup Sveinsson Hjúkrunarnemar styðja lœknanema Frá Hjúkrunarnemafélagi ts- lands hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning: Fundur i Hjúkrunarnemafé- lagi Islands, fimmtudaginn 8. nóv. 1973, lýsir yfir eindregnum stuðningi við aðgerðir Félags læknanema siðastliðinn föstudag i sambandi við fjöldatakmörkun i læknadeild og úrbætur i hús- næðismálum læknadeildarinnar. Fundurinn lýsir einnig yfir ánægju sinni á viðbrögðum og undirtektum, er Félag lækna- nema fékk hjá viðkomandi ráð- herra og ráðuneyti. Þurfi að koma til frekari að- gerða af hálfu Félags lækna- nema, mun Hjúkrunarnemafélag tslands styðja þær með þátttöku. AF HRÁU OG SOÐNU Hinn viðfrægi existensíalisti,sociolog og structuralisti ClaudeLevi- Strauss, sem hefur með bók sinni ,,Le cru et le cuit"eða ,,Hrátt og soðið" lagt grundvöllinn að þeirri antropologi, eða mannfræði, sem nú er víðtekin um allan hinn menntaðaheim.sagði einu sinni við mig þar sem við sátum á Dóme í París og dreyptum á glasi þessa ó- gleymanlegu setningu: ,,Et si nous mangions quelque chose", eða svo notuð sé tunga feðra vorra: ,, Blessaður, við skulum fá okkur eitthvað að éta" Þessi fleygu orð rif juð- ust upp fyrir mér þegar ég sá sjónvarpsþáttinn hans Magnúsar Bjarn- freðssonar í vikunni, þar sem frábær kokkur sýndi okkur hvernig hægt væri á ódýran og hagkvæman hátt að matreiða sjattí- brían, en það er kjötrétt- ur, sem samanstendur af því, sem kallaðar eru nautalundir, og alls konar viðbótarkryddi og kræs- ingum. Það eina, sem ég ekki gat fyllilega gert mér grein fyrir í umræddum sjónvarpsþætti, var það hvar venjuleg vísitölu- f jölskylda ætti að ná sér í aura til að standa straum af þessari ofsalegu steik, sem þarna var á boðstól- um, en það er nú önnur saga og kemur þessu máli ekki teljandi við. Samt sakar ef til vill ekki að geta þess, að ef vísitöluf jölskyldan ís- lenska ætti að éta svona sjattibrían, eins og okkur var sýndur í sjónvarpinu, er óhætt að fullyrða að rétturinn fyrir fimm manns mundi ekki kosta undir sex til sjö þúsund krónur, en svo notuð séu orð kellingarinnar: ,,Prísarnir þeir punta uppá ketið". Annars hefur eitt af uppáhaldsblöðum mín- um, Alþýðublaðið, haft á síðum sínum undanfarið alveg frábærar matar- uppskriftir, og kennir þar margra grasa, svo ekki sé meira sagt. Ég hef nú að vísu ekki Alþýðublaðið við höndina, en ekki kæmi það flatt uppá mig þótt ég rækist á einhvern veginn eftirfar- andi mataruppskrift þar: Ef bjóða á uppá þrírétt- aða máltíð, til dæmis, þegar þjóðhöfðingjar eiga í hlut (hér hef ég í huga matseðilinn, sem sérfræðingur minn i matargerð bar fyrir Eisenhower um árið, en þar var aðalrétturinn ,,Hanged meat á la Hóls- fjöll"), þá má gjarnan hafa sem forrétt aust- rænan þorsk. Þorskurinn er tekinn og baðaður upp- úr koníaki, en síðan settur uppá tein, þannig að höf- uðið snúi fram, en got- raufin aftur. Ef um kjúkling er að ræða þá er það undir öllum kringum- stæðum gumpurinn, sem á að snúa aftur þ.e.a.s. ef grillinu er snúið rétt. Sem sagt háls fyrst, en gump- ur eða gotrauf síðast. Mörgum finnst mjög gott að hafa flameraðar plómur með, en þá ber að gæta þess að flambera plómurnar áður en þær eru orðnar sveskjur, en sveskjur eru eins og kunnugt er stundum not- aðar í sveskjugraut og þá annað hvort með rjóma útá eða ekki. Sumum finnst æskilegt að hafa sérstakan disk fyrir sveskjusteinana, og má gjarnan hafa það eft- ir smekk hvers og eins, en varast ber að spýta stein- unum á eldhúsgólf, þar sem börn og jafnvel eldri konur geta hrasað um þá ef ekki er höfð fu11 aðgát. Ef sósan er of þykk má gjarnan þynna hana með vatni, eða einhverju öðru, sem er þynnra en sósan. Ef sósan er hins vegar of þunn má setja í hana matarlím, sneiða hana síðan niður í . þunnar eða þykkar sneiðar, hella siðan yfir hana koníaki eða bensíni og snæða hana logandi, þó eftir að búið er að setja hana i eldfast fat ásamt tímían lárberjalaufi og logandi brauðsnúðum. Gæta ber þess, þegar verið er að snæða logandi sósuna, að kveikja ekki i augnahárum og augna- búnaði. Besti hluti kjúklingsins er að sjálfsögðu gumpur- inn, en mörgum finnst betra að láta hann þiðna áður en hann er snæddur og pensla hann síðan með sólblómaolíu. Austræna þorskinum er siðan dýft ofan í sjerrí og rauðvíni hellt yf ir og allt sett í eld- fast fat og soðið uns klofnu brauðsnúðarnir eru gegnumheitir. Austrænn þorskur, k j úk I ingag um pur og nautalundir, soðið í rauð- víni með sérrýídýfu eru uppáhaldsréttir Biafra- manna og Pakistana, enda eins og segir í Al- þýðublaðinu ,,gómsætir réttir og hollir fyrir hraustan líkama" og valda hvorki fitu né,kölk- un. Eða hvað sagði ekki Hjálmar forðum: „Ef að sultur syrfi að sýnist mér að væri gott að eiga Alþýðublað með útbeinuðu læri". Flosi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.