Þjóðviljinn - 10.11.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.11.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. nóvember 1973. ÞJODVILJINN — SÍÐA 7 Jakobína Siguröardóttir skrifar „Blessaöur maöurinn að biöja min! Hann hefði getaö látið þaö vera eins og hinir”, var haft eftir gamalli konu á Suðurlandi, sem aðeins hafði fengið einn biðil um ævina, en ekki haft vit á að taka honum og þessvegna piprað. En hún var honum þakklát alla ævi fyrir hugulsemina. Þetta kom mér nú fyrst i hug, þegar ég las greinina þina, Franz Gislason. Það er nú meiri lofræðan um mig og minn skáldskap, sem þú flytur þarna i upphafi, eiginlega las ég hana sem órimað ljóð. Svei mér þá, að ég fór bara hjá mér við að lesa-þetta um sjálfa mig og þetta litilræði, sem mér hefir tekist að klúðra saman um dagana. Ég sat þarna eins og dolfallin og las þetta fagra ljóð aftur. Og þá datt mér svolitið ljótt i hug, en ég segi ekki hvað það var, það var svo ljótt. Og óðara minntist ég Snorra og þess sem hann segir um sann- leiksgildi lofkvæða: ,,En það er háttur skálda að lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir, en engi myndi það þora að segja honum sjálfum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði, vissi að hégómi væri og skrök, og svo sjálfur hann.” Að lokinni þessari upprifjun sló ég þvi föstu, að þér hafi einhvern- tima dottið i hug, að þessi skáld- kona væri til, sem þú lýsir svona fallega i ljóðinu þinu, og að ég væri hún. Fyrir mörgum árum orti maður til min kvæði, sem var bara ansi gott. Þegar ég svo las framhaldið greinar þinnar um „bölið mikla,” þá læddist að mér sá grunur að þér kynni að fara eins og þessum forvera þinum. Þessvegna ætla ég að skrifa þér um hæl og reyna að fyrirbyggja það, að þú snúir þvi kvæði til ein- hverrar annarrar, sem þú nú hefir ort til min. Þú hefir greini- lega misskilið ýmislegt i greinar- korninu minu, sem þú á eftir lof- kvæði þinu gerir að umræðuefni. Það getur verið að þér finnist ljótt að ganga með hugsjónir i koll- inum. En mér finnst það alls ekki Ijótt. Ef kommúnistar hafa likar hugsjónir og ég, þá dettur mér ekki i hug að meina þeim það, slður en svo. En það var nú samt ekki „allsnægtariki kommún- ismans”, sem ég hafði i huga þegar ég skrifaði þetta greinar- korn, enda ekki svo vel heima i marxiskum fræðum, fremur en öðrum fræðum,.að ég geti notað það til viðmiðunar i minum viðhorfum til samfélags þess sem við nú búum við hér á Islandi. Þú minnist á Votmúlann. Þú ert vonandi ekki að láta þér detta i hug, að ÉG sé þriðji aðili hinna fjdrsterku manna, sem vildu fá að kaupa Votmúlann, og vildi ekki láta birta nafn sitt opin- berlega? Nei, ég veit að þú vænir MIG ekki um slikt. En fyrst þú nefndir Votmúlann, þá ætla ég að segja þér dálitla sögu. Það var einu sinni uppi Hornstrendingur, sem hélt þvi fram að enginn maður ætti að eiga jörð, heldur ætti hún að vera sameiginleg eign allra manna. Hann var sonur Halls gamla á Horni. Þá var marxisminn ekki fæddur, að ég held. Hvernig heldur þú að maðurinn hafi farið að þvi, að komast að þessari niðurstöðu? Ég held að hann hafi hugsað dálitið upp á eigin spýtur og svo hafi það verið lifsreynslan og e.t.v. sagan af sameignarsamfélagi hinna fyrstu Kriststrúarmanna, sem sannfærðu hann um þetta. Annars var hann talinn heiðingi og hálf- gerður kuklari af sinum sam- tiðarmönnum. En ég er á sama máli og hann og hef myndað mér þær skoðanir á likum forsendum. Og ég er ákaflega mótfallin sér- eignarfyrirkomulaginu (nema á kvæðum, sem eru ort til min) eins og þér er vitanlega ljóst, þar sem þú ert svona mikill aðdáandi þessa dýrindis skáldskapar, sem ég hef látið frá mér fara. Ég trúi þvi heldur ekki, að nokkur maður 'ilji láta meta hverja lifsstund sina til peninga. Þú segir að hver lifsstund okkar sé mæld i krónum og aurum. „Þeir gera það”, segir þú, og mér skilst að þú furðir þig á, að mér skuli ekki vera þetta ljóst, og að ég skuli ekki vera sátt við þá óumflýjanlegu ráðstöfun „þeirra". Að ég samþykki ekki að „þeim” hafi tekizt þetta, þrátt fyrir mikla áráttu til að stefna i þá átt, er einfaldlega sú stað- reynd, að „þeir” hafa ekki náð sliku valdi yfir minum lifs- stundum fram til þessa. Ég hef notið þeirrar náðar, að mér hefir veitzt ýmislegt, sem ekki er hægt að meta til peninga, ekki hægt að kaupa fyrir alla heimsins peninga, hversu ginnandi heiti, sem myntirnar kunna að bera. An þess hefði mér ekki fundizt lifið eiga hinn minnsta rétt eða afsökun fyrir þvi að láta mig vera til og þurfa að leggja svo hart aö mér til að tóra, sem ég hef orðið að gera, og sjalfsagt einnig til að deyja, þegar þar að kemur. Ég veit ekki hvernig útsýnið er i Breiðholtinu, þvi ég hef ekki komið þangað ennþá, en mér þykir útsýnið i Reykjavik engu siðra en af hólnum hérna i Garði, i fegurstu sveit landsins, að þinum dómi. Bæði þar og hér hef ég notið unaðar af að horfa á það sem ekki verður metið til fjár og mun veita öðrum af auðlegð sinni löngu eftir að við erum öll. Stundum hef ég „lagt það á mig” að vaka um nætur að vori til að ganga út til þess að njóta þess, sem hvorki verður metið til peninga né goldið með þeim. Og i samvistum við aðrar mann- eskjur, reyndar einnig við frændur okkar dýrin, hef ég fengið að njóta þess, sem ekki verður metið til fjár né heldur goldið. Ég trúi þvi bara alls ekki, að „þeir” hafi farið svona illa með þig, að þú hafir ekki notið neinna lifsstunda, sem hafa verið ósnortnar af „stiku Verð- lagningarmeistarans mikla”. Enda væri þá ekki svo mikið eftir i þér af gvuði, (Yrði það ekki talin ritvilla i landsprófsstil. að staf- setja þetta orð svona?) að hann færi að láta á sér kræla i þinu hjarta, nei, augum, fyrir min orð. Það er vist fjarska litið eftir af honum gvuði i mér, ég hef ekki álitið að ég væri aflögufær, en fyrst þú segir þetta... Kannski ætti ég samt að minnast á það við prestinn — en það getur beðið um stund. Ég vona að það sé ekki farið að slá út i fyrir mér. Hvað heldur þú um það? Þú gafst mér margar ágætar ábendingar i þinu tilskrifi. Það getur vel verið rétt hjá þér, að takist okkur að fara þá leið, sem ég var að reyna að benda á, þá verði með timanum hægt að losna við launakerfi og verðmiðla, en svo framsýn hef ég ekki verið til þessa. Og vitanlega finnst þér dálitið kjánalegt, að ég skuli miða framfærsluskyldu for- eldra og annarra framfærenda við 16 ára aldur barna. 1 trúnaði sagt, þá var ég hálf-hrædd um, að það yrði talin ósvifin árás á helgi f jölskyldufyrirbærisins — og einkum hjónabandið, ef ég ympraði á þvi að samfélagið sæi um framfærslu allra barna innan þess, svo að ég lét slag standa. En vitanlega hefir þú bæði rétt fyrir þér og kjark til að segja það. En þetta, sem þú spyrð um, hvort hægt sé að meta lifsháska til fjár, ja, það er nátturlega von þú spyrjir, en ég hafði raunar fyrir- vara og sagði: ef til vill, en vitan- lega hefir þú rétt fyrir þér. Það er alls ekki hægt. Og raunar óþarft i samfélagi af þvi tagi, sem „hugsjón erfiðisins” lætur sig dreyma um. (Getur erfiðið annars hugsað?) Ég hef verið með gamla fyrirkomulagið i huga, þrátt fyrir allt. Sennilega ómeðvitað verið að hugsa um nafnið, sem hann Jónas heitinn frá Hriflu gaf hættutrygg- ingunum, sem togarasjómenn vildu fá á striðsárunum og áttu aö tryggja fjölskyldum þeirra nokkurn lifeyri, ef þeir færust, sem vel gat komið fyrir á þeim árum og kom fyrir þó nokkrum sinnum. Hann Jónas heitinn nefndi þetta „hræðslupeninga”, og meir að segja verstu land- krabbar eins og ég sögðu voða ljóttum Jónas fyrirað tala svona. t rauninni ertu svo uppfullur af hugmyndum um hvernig hægt væri að létta af okkur þessu sér- eignaskæklatogi, sem ég var að tala um i greininni minni, að mér dettur i hug að hér sé hann fundinn, sem getur lagt á ráðin um framkvæmd þessarar samfé- lags- eða kerfisbreytingar, sem ég var þar að tala um. Hver veit? Þú talar nokkuð um Þingeyinga og virðist vera vel kunnugur þeim. Ég verð vist að segja þér eins og er, að það eru ekki fyrst og fremst Þingeyingar, nánar til- tekið af þér Mývetningar, sem mest hafa gamnað sér. min eyru um þessi starfsævistyttingarmál ykkar háskólamanna. Það vill svo til, að ég er ekki Mývetningur og það veldur þvi, að ég á oft tal við utansveitarfólk. En ég er ekk- ert að halda þvi fram, að Mývetn- ingar hafi ekki skopazt eitthvað að þessu lika. Þeir eru ekki eins þunglyndir og þú virðist imynda þér, og það er rétt meðfarið hjá þér, að hér fyrirfinnst heima- varnarliö sjálfskipað, hefir reyndar ekki látið sér nægja það eitt, að fara með gatslitna brand- arann um manninn sem pissar upp i vindinn, heldur tekið til hendinni, þegar þvi þótti sem pissið myndi verða einum of mik- ið, kynni að lenda á og menga hið þjóðkunna þingeyska loft og flæða hömlulaust yfir heilar sveitir. Þvi var það, að ég minntist lang- skólagenginna óþurftarmanna, sem gengið hefðu um garða hér i sveit, en láðist að geta þess, að sem betur fer eru þeir fleiri, þeirrar stéttar menn, sem lagt hafa góðum málstað liðsinni i orði og verki af ósérhlifni og skilningi og án tillits til þess hvort þeir bæru annað úr býtum fyrir sitt framlag en þakkir nokkurra smá- bænda og þeirra venzlafólks. Framtiðin mun skera úr um það, hvers virði þau ósérplægnu störf reynast. Nú, en þótt þú byrjir á þvi, aö yrkja mér þetta fagra ljóð, þá er engu likara þegar liður á siöari hluta tilskrifs þins, en að þú sért eitthvað sár viö mig, gerir mér jafnvel upp orð, sem ekki fyrir- finnast i minni grein. Einhver gæti jafnvel freistazt til að hugsa sem svo, að ég væri að brjóta það með mér, hvort ekki væri einhver leið til að láta háskólabyggingarnar fara sömu leið og fræga stiflu hér i sveit. En þetta hlýtur að stafa af hörmu- legum mislestri hjá þér. Þú talar bara eins og ég áliti menntamenn þjóðhættulega, og þá alveg sér- staklega háskólagengna menn. Mig minnir að ég tæki það greini- lega fram, að við sem þjóð hefðum þörf fyrir menntamenn á öllum sviðum, jafnt og aðrar stéttir. . En ég er algerlega and- vig þvi kerfi, sem gerir menn að forréttindamönnum fyrir það eitt að hafa menntazt i háskóla til einhvers starfs. Þú fræðir mig vitanlega um margt. Og eitt atriðið i þeirri fræðslu er það, sem mér hafði reyndar dottið i hug áður, að auðvitað hefja lang- skólamenn, a.m.k. flestir, starfsævi löngu áður en þeir út- skrifast úr háskólum. Þú segir það sjálfur, að þú hafir unnið fyrir þér á námsárum þinum og söinulciöis skólasyslkini þin. Svo að þetta um stuttu starfsævina er eins og hvert annað bull, bara meinlaust grin. Nema þá ef einhver glæpist á að taka það fyrir alvöru og meta til f jár. En er ekki eitthvað meir en litið bogið við þá staðreynd, sem þú segir frá um þetta fyrirvinnumál, að skólafóik geti á þremur til fjórum mánuðum unnið sér fyrir heils árs framfæri, þegar venjulegt verkafólk helir svona rétt sæmi- lega afkomu með þvi að vinna allt árið, nema kannski sumarfriið, og oftast einn til tvo lima i eftir- vinnu daglega? livaða störf eru það, sem skólafólk fær svona vel launuð yfir sumarmánuðina? Geta ekki aðrir — ég á við fólk, sem ekki er i skólum —■ líka fengið svona vel launaða sumarvinnu? Eru þetta ekki störf, sem eru unnin I þágu þjóðfélagsins? t alvöru talað, Franz, þá þekki ég reyndar nokkrar ungar mann- eskjur, sem eru i ýmsum skólum, þ.á m. menntaskólum, og vinna yfir sumarmánuðina. En ég þekki aðeins örfáa pilta, sem með þvi að vinna eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu eins og orkan framast leyfir, geta tórt yíir veturinn á'.Sumarkaupi sinu, og þó varla nema með ivilnun i fæði og húsnæði hjá einhverjum skyld- mennum. Slika meðferð á manneskjunni álit ég smánarmeðferð og svi- virðu við æskuna og mannseðlið. Þessvegna finnst mér að hver manneskja eigi að fá sömu laun, hvort sem hún stundar nám eða erfiðisvinnu. Eða er nám ekki vinna? ()g við einu þætti mér mjög fróðlegt að fá svar frá þér: Ertu viss um að allir, sem verða verkamenn hafi valið sér ævi- starfið? Getur ekki verið, að enn sé til fólk, sem ekki fær hærri laun en svo að þvi sé alls ómögulegt að sjá sér farborða yfir árið með fjögra mánaða kaupi? Þekkir þú enga manneskju, sem vinnur heilsdagsvinnu og hefir ekki nema tuttugu til tuttugu og tvö þús. á mánuði? Ég þekki slikt fólk. Meir að segja fólk sem færi i einhvern skóla, ef það hefði efni efni á þvi. Þú átt gott að þekkja ekki svoleiðis fólk, skal ég segja þér, þvi það getur komið manni til að æsa sig upp. En þér að segja, þá er það nú aðallega kvenfólk, sem fær svona lágt kaup. Og stelpurnar geta vitanlega gifzt. Já, já, mikil ósköp, þær geta kannski náð i sérfræðinga. Og þó hann hafi ekki hundrað og tuttugu þús. á mánuði, þá hefir hann vonandi eitthvað meira en óbreyttur ög ósérhæfður verka- maður. Þær geta kannski orðiö læknafrúr, meir að segja pró- fessorafrúr, og þurfa enga menntun til, bara svolitla lagni og hagsyni við að pota sér áfram með einstaklingsframtakinu og á þann hátt, sem tilheyrir okkar ágæta samkeppninskerfi. En það eru ekki ailir ánægðir með þetta fyrirkomulag. Meir að segja sextán — sautján ára stelpur segja ljótt um það og það laglegar stelpur. Auðvitað ekki allar. Og ég hef heyrt stráka segja, að þeir séu ekkert upp á það komnir i framtiðinni, að vera skyldaðir til að vera „fyrirvinnur” full- hraustra kvenna og leggja á sig — ef ekki sérhæfingarnám, þá eftir- vinnu og helgidagavinnu. Ég verð að viðurkenna, að ég er á sörúu nótum og þetta unga fólk. En það kann að vera vegna þess hve ég er orðin gömul. (Þú skalt ekki taka mark á myndunum, sem Þjóð- viljinn birtir af mér, þær eru hundgamlar, og mér er engin þægð i þessu plati þeirra þarna i blaðinu.) Þér sárnar að ég skuli segja ljótt um grunnskólafrum- varpið. En veiztu bara hvað: Siðan það fór á kreik fyrir almennings sjónir hef ég ekki fyrirhitt eina einustu manneskju, sem ekki segir meir og minna ljótt um það, hvort heldur er háskólagengin eða óskólagengin. Það kom hingað inn á mitt heimili og ég sá ekki með minu viti annað en að blessað fólkið hefði rétt fyrir sér i þetta skipti, þó að álit meirihluta fólks sé ekki ævinlega neinn Salómonsdómur. Þú ert áhuggjufullur vegna allra þessara skóla, sem hafa verið reistir um allt land. Það er ég liika, bæbi vegna þess, að ég er hrædd um að þeir henti illa nýja fyrirkomulaginu, sem grunn- skólafrumvarpið boðar, og af fleiri ástæðum. En sé svo að þú sért ánægður með þetta frum- varp og Magnúsi Torfa verði lagður sá kross á herðar að bera ábyrgð á þvi, að troða Iram- kvæmd þess upp á okkur, hin óánægðu jafnt hinum ánægðu, börn okkar og barnabörn, þá held ég að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af þessum skólum. Þeir eru ekki annað en hús, og hús er ekki mikils virði móts við sálir þeirra, sem hafast við innan veggja þeirra. Það er það lif sem þrifst innan veggja húss, sem gefur þvi gildi, einskonar lifs- anda, eða þá náþef, sé það ekki setið lifandi og starfandi fólki. Og enn eitt: Ertu raunverulega ánægður með þetta sérhagsmuna og sérhæfingarkerfi, sem við búum við? Hvað um framtiðina? Framtið mannkynsins. Ertu viss um að tæknin, einhver tækni, sem ég hef ekki heyrt um, opni þá blindgötu, sem þaövirðist stefna i og opinberi okkur viða vegu, sem við nú höfum ekki hugmynd um að biði okkar? Ef þú sendir mér linu, þá bið ég þig að nefna mig ekki konuna i Garöi, eða Garðs- konu, þvi að hér i Garði búa þrjár bóndakonur og ég kæri mig ekkert um, að þær taki til sin þau kvæði, sem þú yrkir til min, hvort heldur þau eru rimuð eða órimuð. Ég er konan i Garði tvö. Og þú verður að fyrirgefa gömlu konunni i Garði, að hún skilur ekki allt þitt hámenntaða gaman og hleypur ekki eins hratt og þú milli Mývatnssveitar og Hellu, háskólans og Votmúla, að ég nú ekki tali um hin æðri svið. Satt að segja gengur mér dálitið illa á pörtum að skilja hvað þú ert að fara. Þetta hefir verið eins með þig, þegar þú last mina grein, að þú hefir ekki alltaf getað áttað þig á minu ómenntaða gamni né skilið hvað ég var að fara. En mikið skelfing er ég þakklát fyrir tilskrifið og ljóðið og að vita að þú lest það sem ég skrifa. Þú hefðir getað þagað um það eins og hinir. Og ég vona að þú fáir bráð- lega að finna fast land undir fótum, sé svo að þú hafir lent i eitthvert bannsett fenið i þessu samfélagi okkar. Það er nóg af þeim bansettum fenjunum. En ég óska þér þess ekki, að þú fá- ir hundraö og tuttugu þús. á mánuði, úr þvi að þú hefir ekki lent i þvi óláni fram að þessu. Þá fyrst held ég að jörðin færi að skríða undan fótum þér i alvöru. Og þú myndir aldrei framar segja neitt fallegt um mig og skáld- skapinn minn. — Blessaður maðurinn. Jakobfna Sigurðardóttir Garði. Blessaður maðurinnl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.