Þjóðviljinn - 10.11.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.11.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Rósamunda hefði aldrei trúað þvi að svo ruglingslegur draumur gæti þrátt fyrir allt verið svo raunverulegur. Eiginleg áflog höfðu þetta ekki verið, þvi að þeg- ar hún rétti fram hendurnar og ýtti af öllum kröftum hafði hún ekki fundið neina fyrirstöðu — eins og titt er i draumi. Ofsareiðin hafði einfaldlega leyst upp og breyst i snarpa golu, stjörnusáld- ur á svörtum himni, þunglama- legt hljóð eins og öldugangur ein- hvers staðar i nánd. Og i miðjum þrumandi hávaðanum hafði hún séð hatursfullt en fallegt andlitið á Lindy sem þyrlaðist burt i myrkrinu, andlitið á Lindy sem var nú loks ljótt og hræðslulegt hafði i draumnum fyllt Rósa- mundu sælli gleði og ánægjan gagntók hana enn meðan hún var að vakna, hún var haldin mis- kunnarlausri, trylltri gleði. — Ég sigraði. Ég sigraði, hrópaði hún — en hrópið varð þó ekki annað en ónotalegt urg i aumum, þrútnum hálsinum. Drynjandi þrumuhljóð hins óþekkta hafði breyst i þung- an æðaslátt i hennar eigin höfði, stjörnubjart myrkrið breyttist i ijósflekkina frá götuljósunum á svefnherbergisveggnum, en myrkrið hafði lagst yfir meðan hún svaf. Já, það er rétt, ég er með inflú- ensu, hugsaði Rósamunda. Það er þvi ekki að undra þótt mig dreymi undarlega. Þrátt fyrir höfuðverk og þyt fyrir eyrunum reyndi hún aðsetjast upp... að muna... og nú, þegar hún var sest upp og meðvit- undin vaknaði á ný, uppgötvaði hún, að hún hafði alls ekki háttað niður i rúm, hún lá i öllum fötum ofaná sænginni. Og henni var is- kalt. Hún hlaut að hafa fleygt sér út af i rúmið einhvern tima i morgun þegar hún var búin að ljúka af nauðsynlegustu verkun- um — eða var það kannski siðdeg- is? Skyldi ég annars vera með hita ennþá, hugsaði hún ringluð og teygði sig i náttborðslampann. 1 skæru ljósinu hefði raunveruleik- inn átt að birtast henni á ný, en draumurinn vék þó ekki frá henni, ekki einu sinni þegar hún var sest upp. Það var eins og sig- ur hennar i draumnum ólgaði enn I sál hennar og likama, hún fann enn til hinnar djöfullegu gleði sem blossað hafði upp i henni þegar hún sá Lindy stefna til tor- timingarinnar — fegurð hennar, rólegan þokkann og elskusemina hverfa að eilifu. Æ, þetta hafði verið svo dásam- legt. Svo fullkomið, svo gleðilegt, svo ofsafengið og tryllt eins og vindurinn i draumnum sem hvein og blés um hár hennar. Andartak leyfði Rósamunda draumnum að ná tökum á sér á ný. Svo neyddi hún sjálfa sig til að opna augun aftur, litast um i skærri birtu raunveruleikans, taka hitamælinn úr hylkinu og stinga honum upp i sig. Hve mikinn hita skyldi hún hafa haft fyrr um daginn? Hún mundi það ekki, hún mundi alls ekki hvort hún haföi mælt sig, þótt hún hlyti að hafa gert það, annars hefði hitamælirinn naumast legið þarna hjá rúminu. En hvað það var ömurlegt, hugsaði hún allt i einu, að hún skyldi þurfa að liggja þarna al- eins og mæla i sér hitann á fjögra tima fresti. Meðan hún hallaði sér CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ O aftur á bak og beið þess að tvær minútur liðu, lét hún eftir sér þann munað að gefa sig sjálfs- vorkunninni á vald. Fyrir ári — já, bara fyrir miss- iri, hefði þetta verið allt öðruvisi. Fyrir ári hefði Geoffrey haft á- hyggjur af henni, hann hefði verið gagntekinn samúð og bliðu. Strax um morguninn hefði hann tekið eftir þvi að hún var lasin, stjanað við hana, fært henni morgunmat i rúmið, hann hefði skotist heim i matarhléinu til að lita til hennar og nú — á þessum tima dags — hefði hann útbúið handa henni girnilega máltið og hengt gamla, rauða hálsklútinn sinn yfir nátt- borðslampann til að hlifa augum hennar við skerandi ljósinu. Þannig hafði það gengið til þegar hún var siðast veik, og hún mundi hvernig hún hafði legið i rósrauð- um bjarma eins og drottning i há- sæti. Höfuðverkurinn jókst þegar hún deplaði augunum til að bægja frá tárunum, sem sóttu að henni. Hún var hálflömuð af þrá eftir Geoffrey. Ekki þeim Gefofrey sem hann var nú, kurteisum og skylduræknum og einlægt með dálitið samviskubit, heldur þeim Geoffrey sem hann hafði áður verið — þeim Geoffrey sem hann hafði verið i fjöldamörg ár, áður en Lindy hafði flust inn i næsta hús. Klukkan var oröin hálftiu og hann var ekki kominn heim enn. Þetta var tillitslaust af honum. Nú lét Rósamunda sér ekki nægja sjálfsvorkunnina eina, nú varð hún ósanngjörn lika. Þvi að hún vissi vel, að það var ósanngirni af henni að ætlast til þess að Geof- frey neitaði sér um að koma seint heim þetta eina kvöld i viku, þeg- ar hann vissi ekki einu sinni að hún var veik. En hann hefði átt að vita það, andmælti dekurbarnið i Rósa- mundu og tottaði hitamælinn eins og ungbarn snuð, af þörf fyrir sams konar huggun sem var ekki annað en tómleiki. Hann heföi ekki ált aö láta blekkjast svona auðveldlega i niorgun, þegar hún haföi látiö seni ekkert væri og farið á fætur eins og vanalega til aö dútla i eldhúsinu. Hann liefði átt að sjá, aö hún gat varla staöiö á fótuniim, aö liún hélt sér uppi til aö enguni dytti i hug aö hún væri iniviidunarveik kona, eiginkonan seni geröi sér upp veikindi i von uni aö iiölast af vorkunnsenii þaö seni liiin fær ekki lengur fyrir ásl- ar sakir. Og þetta er óréttlátt, þvi að ég var veik i alvöru, það var engin uppgerð, hugsaði Rósamunda sárgröm i eymd sinni. Rétt eins og likamshitinn gæti leyst vanda hennar, tók hún hitamælinn út úr sér, bar hann að lampanum og sneri honum til og frá til að geta greint silfurþráðinn litla.... boð- skap frá öðrum heimi... hann elskar mig... elskar mig ekki... Næstum 39,5. Rósamunda var fegin þvi að hitinn var svona hár. Það var eins og það gæfi skýringu á — já, skýringu á öllu saman. Að hún var svo niðurdregin og miður sin, að henni fannst Geoífrey hefði átt að vera kominn heim fyrir löngu og að hana hefði dreymt þennan óhugnað um ves- lings Lindy. Að hugsa sér að hana skyldi dreyma að hún hrinti Lindy fram af klettabrún eða ein- hverju i þá átt — jú, það hlaut að hafa verið bjargbrún, eftir öldu- niðnum og stormhvininum að dæma — og vera himinglöð yfir þvi i þokkabót — og ekki vitund hrædd eða skelkuð eins og maður hlyti að verða i veruleikanum, ef maður kæmist að raun um aö maöur hefði myrt nágranna, sem var vægast sagt óþolandi. Þvi að hún gat ekki þolað Lindy, já, stundum hataði hún hana beinlinis. Hver myndi ekki gera það i hennar sporum? En — og það var eiginlega það sem hafði gert þetta allt saman svo ó- þægilegt — þrátt fyrir þetta hat- ur, hafði hún aldrei verið blind fyrir hinum mörgu jákvæðu eig- inleikum Lindýar. Lindy var skemmtileg, hún var glaðlynd og hressileg og uppfull af frumleg- um hugmyndum. Hún gat lika verið vingjarnleg á sinn hátt og sýndi stundum furðu skarpan skilning á erfiðleikum fólks. Og eiginlega var ekki hægt að full- yrða að hún hefði vitandi vits gert sér far um að gera Rósamundu mein, að það væri viljandi sem hún reyndi að eyðileggja hjóna- band þeirra. Enda gerðist það ekki i raun og veru. Það var eitt- hvað miklu óljósara — eitthvað sem ómögulegt var að koma orð- um að. Ef til vill var það aðeins svipurinn á andliti Geoffreys, gleðin i rödd hans þegar hann byrjaði setningu sem fjallaði um Lindy, hvernig hann gaut augun- um yfir aö húsi Lindyar i stað þess að horfa á sitt eigið hús, þeg- ar hann opnaði garðshliðið á kvöldin. Laugardagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl ), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Anna Snorradóttir heldur áfram að lesa söguna „Paddington kemur til hjálpar” eftir Michael Bond ( 9 ) . M o r g u n 1 e i k f i m i (endurt.) kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgun- kaffiökl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um útvarpsdagskrána auk þess sagt frá veðri og veg- um. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Oskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 iþróttir. Jón Asgeirsson segir frá. 15.00 tsleuskt niál. Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 15.20 útvarpsleikrit barna og unglinga: „Siskó og Peilró", saga eftir Estrid Ott i leikgerð Péturs Sumarliðasonar. Þriðji þáttur: Leikstjóri: Kelmenz' Jónsson. Persónur og leik- endur: Siskó Borgar Garð- arsson. Pedró Þórhallur Sigurðsson. Faðir Ameriko Jón Aðils. Spánverjinn Einar Þorbergsson. Kristó- fer Hjalti Rögnvaldsson. Juan Sigurður Skúlason. Kennslukona Ingibjörg Þor- bergs. 1. drengur Hörður Torfason. 2. drengur Hákon Waage. 15.00 Karualög. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppiiuin. örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.15 Kratnburðarkennsla i þýsku. 17.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Framhaldsleikritið: „Snæbjörn galti" eftir Gunnar Kenediktsson. Annar þáttur. Leikstjori: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Kjarvör llelga Bachmann. Geirlaug Guðrún Stephensen. Snæbjörn Þorsteinn Gunnarsson Hallgerður Kristbjörg Kjeld. Jórunn Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Eðna Bryndis Pétursdóttir. Tungu-Oddur Jón Sigur- björnsson. Sögumaður Gisli Halldórsson. 19.55 Tónlisl úr „Sögu I vestur- bænuiii" eftir Leonard Kernsteiu. Natalie Wood, Richard Beymer, Rita Moreno o.fl. flytja. Stjórn- andi: Johnny Green. 20.15 Ór iiýjum bókum. 20.55 Frá Noröiirlöndum. Sigmar B. Hauksson talar. 21.15 llljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréltir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. o a O Laugardagur 17.00 iþróttir. Meðal efnis my.nd Irá Evrópubikar- keppninni i frjálsum iþrótt- um og Enska knattspyrnarn Derby/QPR, sem hefst um klukkan 18.00. Umsjónar- maður Omar Ragnarsson. 19.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.30 lllé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veöur og auglýsingár. 20.25 Krellin blaöakonaJiresk- ur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Ileba Júliusdóttir. 20.50 Ugla sat á kvisti. Skemmtiþáttur með söng og gleði. Gestir þáttarins eru Hanna Valdis Guðmunds- dótlir og Jóhann G. Jóhannsson. Umsjónar- maður Jónas G. Jónsson. Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. 21.20 Pliinpton i Afriku.Kvik- mynd um bandariska ævin- lýramanninn George Plimpton, sem að þessu sinni bregður sér á filaveið- ar i Afriku. Þýðandi og þul- ur Jón O. Edwald. 22.10 llæltuleg tilraun (Experiment Perilous). Bandarisk biómynd Irá ár- inu 1944, byggð á sögu eftir Margaret Carpenter. Leik- stjóri Jacques Tourneur. Aðalhlulverk Hedy Lamarr, George Brent, og Paul Lu- cas. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Myndin greinir Irá lækni nokkrum, sem fyr- ir sérkennilega tilviljun kemst i kynni við konu, er segir honum frá lifi sinu og framtiðaráformum. Næsta dag deyr konan skyndilega, og hjá lækninum vaknar grunur um að þar sé ekki allt með felldu. SÓLÓ- eldavélar Framleiöi SöLo-eldavélar af mörgum stærðum og gerö- um. — einkuin liagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaöi og báta. — Varahlutaþjónusta — Viljum sérstaklega benda á nýja gerö cinhólfa eldavéla lyrir smærri báta og litla sumarbústaöi. LLDAYKLAVERKSTÆÐI .ÍÓIIANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F. KLEPPSVEGI 62. — SÍMI33069. I Auglýsingasíminn er 17500 !lODvium

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.