Þjóðviljinn - 22.11.1973, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 22.11.1973, Qupperneq 5
Fimmtudagur 22. nóvember 1973.ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Hagræðing í málmiðnaði Nýlega er lokið námskeiði í hagræðingu, fyrir framleiðslu- fyrirtæki i málmiðnaöi. Leiðbein- endur á námskeiðinu voru tveir Danir frá Tæknistofnun Jótlands, Morsö Andersen og Kaj Toft. Þátttakendur voru um tuttugu frá niu fyrirtækjum i málmiðnaði. Fyrirtækin eru Blikksmiðjan Vogur, Blikk og stál, Blikksmiðj an Glófaxi, Blikksmiðja J.B. Péturssonar, Garða-Héðinn, Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar, Vélsmiðjan Klettur, Virnet hf. i Borgarnesi og Stál- umbúðir. Námskeiðið var haldið á vegum Félags islenskra iðnrekenda. Fjöldi þátttakenda takmarkaðist af starfsaðferðum leiðbeinenda. Fengu þeir i byrjun sendar til Danmerkur margvislegar upp- lýsingar um þátttökufyrirtækin og unnu að undirbúningi i mánaðartima, áður en þeir komu til tslands. Eftir þessum upp- lýsingum bjuggu þeir til hugsað fyrirtæki, sem starfaði að fram- leiðslu i málmiðnaði. Voru þátt- takendur látnir leysa Ur margvis- legum verkefnum varðandi fyrir- tækið, reikna Ut hagkvæmni framleiðsluvara, gera starfs- lýsingar og lýsa starfsþáttum, koma upp pappirsgangi innan fyrirtækisins, gera nákvæma fjárhagsáætlun tvö ár fram i tlmann og finna aðferðir til að tryggja að hægt sé að hafa ná- kvæmt eftirlit með framkvæmd fjárhagsáætlana. Yaldamesta kona í USA Býr með tveimur hundum í bifreið „hér og þar í nágrenni Washington,’> Dixie Lee Ray, forstjóri Kjarn- orkustofnunar Bandarikjanna, kemur til tslands á morgun í boði fslensk-ameríska félagsins. Flyt- ur hún fyrirlestur I Norræna húsinu laugardaginn 24. nóvem- ber um ástandið i orkumálum. Ollum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. Þá mun hún undirrita sam- vinnusamning um upplýsinga- skipti og aðra samvinnu við Orkustofnun, á meðan hún dvelst hér á landi. Dr. Ray var skipuð forstjóri Kjarnorkustofnunarmnar i febrú- ar 1973, en sú stofnun hefur um- sjón með allri notkun kjarnorku I Bandarikjunum, bæði til friðsam- legra nota og hernaðarlegra. Er hún talin valdamesta kona i stjórn Bandarikjanna. Dixie Lee Ray er doktor i liffræði sjávar. Dixie Lee Ray er litrik kona, sem hefur óvenjulega lifnaðar- hætti. Þegar hún flutti til Washington fékk hún sér inn- réttaðan bil. Býr hún i honum hér og þar i hágrenni Washington, ásamt tveimur hundum, sem hún skilur sjaldan við sig. Annar er 50 kilóa skoskur veiðihundur og hinn lítill kjölturakki. 'Nýjung í hljómleikahaldi Sinfóníuhljómsveitarinnar T ónleikar unga fólksins t dag, 22. nóv. ;( messudegi heilagrar Ceciliu, verndar- dýrlings tónlistarinnar, heldur Sinfóniuhljómsveit tslands auka- tónleika fyrir almenning með nýju sniöi undir heitinu „Með ungu tónlistarfólki", og er ætlunin að halda tvenna slíka tónleika á y firstandandi Yiðbótarrit- launanefnd Hinn 8. þ.m. skipaði mennta- málaráðuneytið úthlutunarnefnd i samræmi við reglur nr. 307/1973, um viðbótarritlaun. 1 nefndinni eiga sæti: Rannveig ÁgUstsdóttir, B.A., samkvæmt tilnefningu Rithöfundafélags Islands, Bergur Guðnason, lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu Félags islenskra rithöfunda, og Þorleifur Hauksson, lektor, samkvæmt tilnefningu kennara i islenskum bókmenntum við Háskóla íslands, og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. (Frá menntamálaráðuneytinu) starfsári, — hina slöari i mars 1974. Fyrirmynd er sótt til samsvarandi tónleika viða um lönd, sem tengdir eru samtökum, er „jeunesses musicales” nefnast, þ.e. alþjóðlegt bandalag tónlistaræskunnar. Koma jafnan fram á slikum tónleikum efnilegustu listamenn úr hópi æskufólks, einleikarar, einsöngvarar og stjórnendur, sem litt hafa haft sig i frammi sakir æsku sinnar en eiga framtiðina fyrir sér. Jafnframt kynna hinir ungu listamenn oft tónsmiðar samtiðarinnar eða verk frá eldri timum, sem sjaldan heyrast, þótt annað ættu skilið. Hugsunin, sem að baki sliks tónleikahalds býr, er sem sé sú, aö endurnýja listina, yngja hana upp með þvi að láta unga leiða hina ungu til skilnings og mats á góðri tónlist. Þeir, sem koma fram á þessum fyrstu tónleikum með Sinfóniu- hljómsveit Islands, eru einleikararnir úrsúla Ingólfsson þianóleikari og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari, en auk þeirra Jónas Tómasson þjóðavettvang og eins heima fyrir i Sviþjóð. Honum eru umhverfismál mjög i huga og einnig dreifing valds, og i myndum sinum kemur hann jafnan fram sem forsvari litla einstaklingsins. Teikningar hans á ritstjórnarsiðunni i Aftonbladet eru ætið hans eig- in skýringar á atburðunum, túlkaðar á sérstakan og áhrifamikinn hátt. Ewert Karlsson hefur einnig myndskreytt hinar þekktu barnabækur um Vicke Viking eftir Runer Jonsson, en bækurnarhafa verið þýddar á fjölda tungumála. NU i ár kemur Ut Sviþjóðarkrónika, hin 17. I röðinni, þar sem hann ásamt rithöfundinum Gunnar Ericsson Utskýrir og skrifar um sænska stjórnmálaatburði Teikningar EWK í Norrœna húsinu A morgun hcfst i anddyri Norræna hússins sýning á teikningum eftir sænska teiknarann Ewert Karlsson, en hann er kunnastur fyrir pólitiskar teikningar. Ewert Karlsson, þekktari sem Ewk af undirskriftinni, er sænskur teiknari, vfðfrægur fyrir teikningar sinar Ur heimi stjórnmálanna. Meðal stór- blaða, sem hafa birt teikning- ar hans, má nefna Observer, Suddeutsche Zeitung og sér- staklega New York Times, sem hefur birt teikningar hans reglulega nokkur siðustu ár. Ewert Karlsson er fæddur 1918 i östergötland. Þar dvaldist hann fram til 1951, en fluttist þá til Stokkhólms, þar sem hann hefur siðan ein- göngu fengist við teikningar. Menntun sina hlaut EWK i búnaðarskóla og á teikninám- skeiði i bréfaskóla NKl, en strangt sjálfsnám hans, sem hann aflaði sér með vinnu, lestri og ferðalögum, hefur fært honum alþjóðlega viður- kenningu. EWK hlaut fyrstu verðlaun við teiknihátiöarnar i Montreal 1964 og 1967, og á sömu hátið 1969 hlotnuðust honum „Grand prix” — verðlaunin fyrir teikningu af Maó, sem nú má heita orðin sigild. 1 ár hlaut hann verð- laun fyrir mynd af Kissinger sem friðarengli. EWK er venjulega talinn „pólitiskur" teiknari, þar sem hann sækir efni sitt úr heimi stjórnmálanna, bæði á al- á sinn hátt. Arið 1969 stóð hann ásamt blaðamanninum Dieter Strand að fréttabók frá Bandarikjunum, Ett ar með Nixon, og teikningar hans hafa komið út i mörgum bind- um: Nunor och nyllen (1953), Fallfrukt (1955), En samling EWK (1962) og Bilder (1970). Um 50 bestu teikninga EWKs verða til sýnis i and dyri Norræna hússins dagana 23. nóvcmbcr til 3. desember. Hann mun sjálfur verða við og spjalla um og skýra Ut teikningar sinar laugardag og sunnudag 24. og 25. nóvember kl. 17:00. Að þvi loknu verður sýnd kvikmynd, sem hefur verið gerð af sænska sjón- varpinu um EWK og starf hans. Tónlistarfólkiö sem fram kemur á sinfóniutónleikum unga fólksins. Frá vinstri: Páll P. Pálsson, (Jrsúla Ingólfsson og Sigurður Ingvi Snorrason. (Ljósm, A.K.) yngri, tónskáld, sem á nýlegt tónverk á efnisskránni, sem kallast „ Leik-leikur”, öðru nafni „Play-play” og hefir ekki heyrst fyrr á opinberum tónleikum. Úrsúla mun leika tvö pianótónverk með hljómsveitinni: Konsert-Rondo i A-dúr, K.386 eftir Mozart, og Capriccio, bráðskemmtilegt tónaspil eftir Stravinsky.og hefir hvorugt verkiö heyrst hér fyrr á tónleikum. Hið sama má segja um tónverkið, sem Sigurður Ingvi leikur á sitt hljóðfæri, apsódiu fyrir klarinettu eftir Debussy, — það verk er allsendis óþekkt hér á landien mikiö sælgæti forvitnum tóneyrum, þvi að Debussy var allra tónskálda næmastur fyrir litum og blæbrigðum tóna og hljóðfæra. Að lokum verður flutt af hljómsveitinni einni hið eld- fjöruga tónaljóð Tsjaikovskys, Capriccio Italien, einskonar Italskur „leik-leikur”. Páll Pampichler Pálsson stjórnar þessum tónleikum og einnig þeim siðari, sem haldnir verða á vori komanda, en á þeim tónleikum koma fram tveir aðrir nýir einleikarar með hljómsveitinni, þau Anna Aslaug Ragnarsdóttir pianóleikari — hún leikur konsert eftir Prokofieff — og Jón Sigurbjörnsson, sóló-flautuleikari hljómsveitarinnar, sem flytur flautukonsert eftir Mozart. A þessum tónleikum mun einnig verða flutt nýtt eða áður óþekkt verk eftir Skúla Halldórsson. Þúsnnd hluthafar í Saiiivi n nu ban ka Nýlokið er hlutafjárútboði Samvinnubankans, er hófst hinn 17. nóv. i fyrra, á 10 ára afmæli bankans, þcgar ákveðið var að auka hlutafé hans úr 16 i 100 milj. kr. Sala hlutabréfanna gekk vel og höfðu þegar um sl. áramót selst bréf fyrir 65 milj. eða 3/4 hlutar hlutafjáraukans. 1 vor var sýnt að hlutabréfin myndu seljast upp, en þá lágu fyrir pantanir fyrir allri hlutafjáraukningunni. Hlutafjár- útboðinu var þó haldið opnu fyrir einstaklinga fram til 17. nóv. sl., er rétt ár var liðið frá upphafi þess. Hlutabréf hafa nú verið gefin Ut og hefst afhending þeirra innan skamms. Hluthafar bankans eru um 1000 talsins og nemur innborgað hlutafé nú 81 miij. kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.