Þjóðviljinn - 22.11.1973, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. nóvember 1973.
Fiskvinnsluskólinn9 Fisk-
mat ríkisins og frœðsla um
fiskvinnslu og fiskmat
Aö undanförnu hefur verið
skýrt frá þvi i dagblöðum, útvarpi
og sjónvarpi, að nemendur i
Irysta og öðrum bekk Fisk-
vinnsluskólans hefðu lagt niður
nám i skólanum um óákveðinn
lima til að mótmæla þvi að Fisk-
mat rikisins hafði auglýst fisk-
iðnaðarnámskeið til uppfræðslu
starfsfólki frá frystihúsum lands-
ins, m.a. til að leita eltir hælum
mönnum, sem lela mætti mats-
störf i ýmsum frystihúsum á
komandi vetrarvertið. En vöntun
er nú á malsmönnum i mörg
Irystihús á vertiðinni, og án slikra
manna gela húsin ekki starlað.
Ilvað viðvikur nemendum Fisk-
vinnsluskólans, þá útskrifast eng-
inn nemandi Irá skólanum fyrr en
einhverntima á næsta ári svo
vöntun matsmanna i Irystihúsin
nú verður ekki fullnægt með nem-
endum þaðan að þessu sinni.
Vegna margra nýrra liskvinnslu-
stiiðva sem helja loðnufrystingu
lyrir japanska markaðinn strax i
byrjun komandi vertiðar, þá er
þessi matsmannavöntun nú meiri
en ella mundi vera. Mikill l'jöldi
þeirra manna sem sótl hal'a þessi
námskeið á undanförnum árum
hafa ekki staðnæmst nema stutt i
þessu starl'i, þó þeir hal'i byrjað,
heldúr horfið til annarra starfa
hetur launaðra þar sem styttri
hefur verið vinnudagur.
Annars koma slik námskeið
sem þessi þvi aðeins að góðu
gagni, að inn á þau sóu einungis
valdir menn með mikla og alhliða
reynslu i fiskvinnslu ásaml sæmi-
legri undirstöðumenntun, en sem
gerir menn þá hæla til að vinna i
i'leiri en einni alvinnugrein.En þá
er heldur ekki vist, að þeir stöðv-
ist lengi við fiskvinnsluna þegar
annað hýðst betra.
Vonandi verða skólamennirnir
stiiðugri i slarfi þegar þeir taka
við af námskciðsmönnunum sem
verkstjórar og matsmenn i lisk
vinnslustöðvum; við skulum vona
það.
l>essi merkilega og ómerkilega
deila út af auglýstu fiskiðnaðar-
námskeiði virðist að siðustu i höf-
uðdráttum snúast um það hver
hefði rólt til að halda slik nám-
skeið og hverjir ekki. Fisk-
vinnslumenn gátu umborið slikt
námskeið ef það veitti takmörkuð
róttindi og FiSkvinnsluskólinn
hóldi námskeiðið. Sá leiði mis-
skilningur virðist hafa hertekið
menn, ef marka má blaðaskrif
um málið, að Fiskvinnsluskólinn
einn hel'ði rótt til að starfrækja
námskeiðið fyrir liskiðnaðarfólk
Til að taka af allan misskilning
i þessu efni, þá birti óg hér 3.
grein laga um Fiskvinnsluskól-
ann, en hún hljóðar svo: ..Skólinn
skal starfrækja námskeið fyrir
starfsfólk i ýmsum greinum fisk-
iðnaðarins og miði þau einkum að
þvi að veita þeim starl'smönnum
fiskiðjuvera er vinna við móttöku
og verkun sjávarafla, hagnýta
Iræðslu um meðferð og vinnslu
aflans. Námskeið þessi skulu
haldin i verstöðvum landsins eftir
þvi sem við verður komið",
Hér er ekki talað um að skólinn
hafi neinn einkarétt á fræðslu, og
samkvæmt orðanna hljóðan virð-
ist frekar átt við almenna fræðslu
fiskiðnaðarfólks heldur en nám-
skeiðshald fyrir matsmenn.
Sannleikurinn er sá, að svo illa
hefur verið að Fiskvinnsluskólan-
um búið frá hendi menntamála-
ráðuneytis allt frá upphafi, að
hann hefur verið illa i stakk búinn
til að geta veitt þá verknáms-
fræðslu, sem krafist er i hliðstæð-
um skólum erlendis, sem hafa til
afnota velbúin alhliða fiskiðjuver
þar sem verknámskennslan fer
fram.
En slik skilyrði eru þar talin ó-
aðskiljanlega frá góðum fisk-
vinnsluskóla. Ég held að það hefði
verið mikið slys af Alþingi að fela
menntamálaráðuneytinu slikan
skóla sem Fiskvinnsluskólinn er i
eðli sinu, þvi tæplega er hægt að
búast við þvi, að það ráðuneyti
búi ylir mestri þekkingu á þörfum
sliks skóla, þar sem þær þarfir
eru algjörlega sórstæðar. Að
minu mati hefði legið beinast við
að láta Fiskvinnsluskólann heyra
undir sjávarútvegsráöuneytið,
enda er fyrir hendi góð erlend
reynsla af slikri skipan, eins og
t.d. hjá Norðmönnum. 1 3. grein
gildandi fiskmatslaga frá 1968
segir svo: „Sjávarútvegsráö-
herra skal að l'engnu áliti Fisk-
mats rikisins, Rannsóknarstofn-
unar fiskiðnaðarins og helstu
samlaka útvegsmanna, sjó-
manna og eigenda fiskvinnslu-
stiiðva selja reglugerðir og er-
indispróf um l'ramkvæmd laga
þessara”.
Siðan kemur löng upplalning
verkefna, en 9. atriðið i þessari
upptalningu er að ráðherra setji
kröfur um menntun og reynslu
forslöðumanna Fiskmats rikisins
og einstakra deilda þess, yfirfisk-
matsmanna, fiskmatsmanna og
verkstjóra við fiskverkun”.
l>ar sem löggjafinn hefur lalið
sjávarútvegsráðhcrra en ekki
menntamálaráðherra að móta
þær menntunarkröfur sem gera
þarf til lorustumanna i fiskiðn-
aðarmálum, þá var eðlilegt að
liskvinnsluskóli heyrði undir það
ráðuneyti. sem mótaði kröfurnar.
þá heyrir Fiskmat rikisins undir
sjávarútvegsráðherra, en það er
höfuðnauðsyn að á milli Fisk-
vinnsluskólans og Fiskmats rikis-
ins riki á öllum timum góð og
snuröulaus samvinna. En ég held
að hætta geti verið á togstreitu
milli þessara stofnana. ef þær
heyra ekki báðar undir sama
ráðunevti. Eg tel t .d. næstum úti-
lokað að hægt só að starfrækja
rikismat á fiski og fiskafurðum
með þvi að l'ela einhverjum öðr-
um að þjálfa menn til matsstarfa.
Að sjállsögðu á það að vera hlut-
verk fiskvinnsluskóla að kenna
nndirstöðuatriðin jafnt i fiskmati
sem öðrum fiskiðnaðarstörfum,
en þega: kemur að þvi að þjálfa
mennina i sjálfum matsstörfun-
um þá verður Fiskmat rikisins að
taka við. Viðvikjandi t.d. sumum
matsgreinum. svo sem fullverk-
uðum saltfiski og skreið, þar þarf
langa þjálfun ef matið á að vera i
lagi. Þá er ekki hægt að gera
kröfu til þess að fiskvinnsluskóli
eða kennarar hans fylgist með
kröfum hinna ýmsu markaða frá
ári til árs, en það þarf og verður
Fiskmat rikisins að gera, annars
er það ekki i lagi.
Fiskvinnsluskólinn og Fiskmat
rikisins eiga að vera eins og tvær
greinar á sama stofni, sem þjóna
sama tilgangi. Að sjálfsögðu þarf
að tryggja nemendum Fisk-
vinnsluskólans róttindi til starfa
að loknu námi, enda þarf að miða
námskrölur og þekkingu við til-
tæk störf i okkar fiskvinnsluþjóð-
félagi, þannig að fiskiðnaður okk-
ar fái notið starfa þeirra, sem frá
skólanum koma. Norðmenn eru
komnir langt á undan okkur i
fræðslu um allar greinar fisk-
vinnslu sinnar, en Fiskmat rikis-
ins þar dettur ekki i hug að afsala
sór róttinum á þvi að halda nám-
skeið til þjállunar mönnum þegar
með þarf i þjónustu þess, og er þó
búið að starfrækja fiskvinnslu-
skóla þar i áratugi.
Norska fiskmatið tekur ekki
menn frá fiskvinnsluskólunum i
þjónustu sina, nema að þjálfa þá
fyrst við dagleg störf á stuttu
námskeiði. Þá er lika verið að
koma lræðslu þar um sjávarút-
veg og fiskvinnslu inn i sem flesta
skóla. Það sama þurfum við að
gera hór, sem erum mikið meira
háðir sjávarútvegi heldur en
Norðmenn. Slik fræðsla sem ég
nelni hór, hún á ekki að^veita nein
starfsróttindi, en er nauðsynleg
samt. Almenn námskeið fyrir
fiskiðnaðarfólk eru lika nauðsyn-
leg. þó þau veiti ekki i framtiðinni
starfsróttindi i fremstu hlutverk-
um innan fiskiðnaðarins.
Fiskvinnsluskólinn
og framtíöin
Við lslendingar stöndum nú á
timamótum hvað uppfræðslu
liskiðnaðarfólks viðkemur. Að
sjálfsögðu er það orðið úrelt
námsfyrirkomulag að uppfræða
forystumenn i fiskiðnaði á stutt-
um námskeiðum eingöngu. Sem
slik eiga námskeiðin að hverfa.
en halda áfram sem hjálpartæki
um almenna fræðslu fiskiðnaðar-
fólki til handa. svo og til þjálfunar
á mönnum i gæðamati á fiski og
fiskafurðum. en á þvi sviði missa
þau aldrei gildi sitt. Núverandi
Fiskvinnsluskóli og aðrir slikir
sem stofnaðir kunna að verða
þurfa að kunna að miða störf sin
og kennslu fyrst og fremst við
mannaþörf fiskiðnaðarins og þró-
un hans á hverjum tima. á þann
eina hátt er mögulegt að losna frá
þvi að þurfa að uppfræða forvstu-
menn námskeiðum eingöngu. en
slikt er nevðarúrræði i framtið-
inni. Ég lit þannig á. aö mikið af
þeirri vitleysu og misskilningi
sem fram hefur komið i sambandi
við það námskeið sem nú á að
fara aö halda, sé til komið vegna
þess að ekki er nógú náin sam-
vinna á milli Fiskvinnsluskólans
og Fiskmats rikisins, sem ein-
faldlega stafar af þvi að þessar
tvær stofnanir heyra undir sitt
hvort ráðuneytið. Sjávarútvegs-
ráðuneytinu er lögð sú skylda á
herðar samkvæmt lögum að sjá
fyrir þvi, að tiltækir séu á hverj-
um tima nógu margir hæfir
menn, sem annast geti eftirlit
með fiskframleiðslunni, svo og
útflutningsmati sjávarafurða.
Þarna heíur menntamálaráðu-
neytið engar lagalegar skyldur
gagnvart fiskiðnaði okkar. 1 4.
grein gildandi reglugeröar um
mat á saltfiski til útflutnings, þar
sem taldar eru upp lagalegar
skyldur Fiskmats rikisins, þar er
ein skylda þess talin sú: ,,Að
halda námskeið fyrir fiskmats-
menn og að öðru leyti sjá um að
framleiðendur geti fengið þjón-
ustu hæfra manna i sambandi við
saltfiskmat. Námskeið þessi
skulu jafnan auglýst opinberlega
og skulu þau haldin eigi sjaldnar
en einu sinni á ári. Enn fremur
skulu haldin stutt endurhæfingar-
námskeið fyrir starfandi fisk-
matsmenn þegar þess er þörf”.
Eins og fram kemur i gildandi
reglugerðargrein hér að framan,
þá er tómt mál að tala um að
Fiskmat rikisins skuli hætta að
halda námskeið meðan þvi er
lagalega skylt að gera það, sam-
kvæmt gildandi reglugerð. En
vonandi þróast menntunarmál
fiskiðnaðarmanna þannig á næstu
árum. að einungis menn frá fisk-
vinnsluskóla hvort sem þeir
verða einn eða fleiri, komi inn á
sórhæfð fiskmatsnámskeið þegar
nauðsyn veröur talin á að halda
þau i framtiðinni. Svo lengi sem
hér verður rikismat á útfluttum
sjávarafuröum verður sú stofnun
sem annast það mat að geta sann-
reynt hæfni þeirra manna, sem
framkvæmd matsins annast, og
verður það best gert gegnum stutt
þjálfunarnámskeið. Allavega
verður F'iskmatið að hafa hönd i
bagga með þjálfun matsstarfa
þeirra manna, sem frá fisk-
vinnsluskóla koma.
Þaö virðist orðið timabært að
sett verði reglugerð um starfs-
róttindi og skvldur þeirra manna,
sem frá Fiskvinnsluskólanum
koma á næstunni. En um leið og
þaö er gert. þá verður lika að
trvggja rétt þeirra manna, sem i
fiskvinnslunni starfa nú sem fisk-
matsmenn og hafa hlotið löggild-
Þessi mynd var tekin I gær á fyrsta kennsludegi fiskiðnaðarnámskeiösins.
fískimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld^,
ingu til þeirra starfa eftir langa
starfsþjálfun, námskeið og sjálfs-
nám i fiskverkun. Við stöndum i
þessum efnum i likum sporum og
þegar lög um iðnnám gengu i
gildi, en þá voru starfandi mönn-
um i hverri iðngrein, sem höfðu
hlotiö viöurkenningu i iðninni sem
hæfir menn, veitt meistararétt-
indi. Þannig þarf lika að ganga
fyrir sig gagnvart þeim löggiltu
fiskmatsmönnum sem nú eru að
störfum sem fiskmatsmenn. 6g
veit ekki betur en þetta fyrir-
komulag hjá iðnaðarmönnum
hafi lukkast mjög vel og enginn á-
greiningur orðið á milli hinna
tveggja starfshópa á meðan þeir
störfuðu saman. Þetta gæti þvi
verið til fyrirmyndar þegar málin
horfa svipað við á sviði fisk-
iðnaðarmála nú.
Ég mun vera einn af þeim
fyrstu mönnum sem vöktu athygli
á þvi opinberlega hver nauðsyn
okkur væri á þvi að stofna fisk-
vinnsluskóla. Ég hafði skrifað
Ijölda greina um málið áður en
það fékk nokkurn hljómgrunn hjá
opinberum aðilum. Ég veit að
þörfin fyrir fiskiðnaðarmenn frá
slikum skóla er margföld nú, á
við það sem hún var þegar ég
skrifaði fyrstu greinina um mál-
ið. Og einmitt vegna þess álit ég
að Fiskvinnsluskólinn búi ekki
ennþá við þær aðstæður, sem
hann þarf að búa við svo hann fái
notið sin til fullnustu. Þetta kost-
ar að sjálfsögðu talsvert fjár-
magn. En skólann sem á að sjá
aðalútflutningsatvinnuvegi
landsins fyrir hæfum fiskiðnaðar-
mönnum og forystumönnum i
fiskiðnaði, þann skóla má ekki
stofna af vanefnum og reka með
kotungsbrag. En að minu mati
hefur þannig verið að skólanum
búið hingað til. Ef að sú fáránlega
deila, sem staðið hefur um rétt til
námsskeiðshalds að undanförnu
gæti orðið til þess að mál Fisk-
vinnsluskólans yrði tekið fyrir af
rikisstjórn og Alþingi og ráðið til
lykta þannig að sómi væri að,
mætti segja að deilafi hefði gert
gagn, þó hún væri ekki merkileg
sem slik
Málinu ráöiö til lykta
meö sameiginlegu
námskeiðsha Idi
F’yrir atbeina sjávarútvegsráð-
herra og ráðuneytis hans, þá hef-
ur deilunni um námskeiðshald
nú verið ráðið til lykta með sam-
komulagi, sem felur það i sér að
Fiskmat rikisins og Fiskvinnslu-
skólinn halda auglýst fisk-
iðnaðarnámskeið nú sameigin-
lega, undir forustu fulltrúa frá
sjávarútvegsráðuneytinu. Hins-
vegar verði fiskiðnaðarnámskeið
framvegis haldin á vegum F’isk-
vinnsluskólans eftir þvi sem með
þarf. Hér hefur verið stigið þýð-
ingarmikið spor i þá átt að af-
marka starfssvið þessara tveggja
rikisstofnana, sem nauðsyn kref-
ur að hafi góða samvinnu sin á
milli i framtiðinni.
En hlutverk Fiskvinnsluskól-
ans hlýtur fyrst og fremst að
verða það i framtiðinni að út-
skrifa hæfa menn, sem geta tekið
að sér ýmis forustuhlutverk i is-
lenskum fiskiðnaði, svo og
margskonar eftirlits- og mats-
störf hjá rikismatinu og fram-
leiðslufyrirtækjum.
Til þess að Fiskvinnsluskólinn
geti á fullkominn hátt staðið undr
þessu nauðsynlega hlutverki sinu,
þá þarf starfsaðstaða skólans á
verknámssviðinu að batna mikið
frá þvi sem verið hefur og hann
að fá til sinna umráða litið fisk-
iðjuver þar sem hægt er að kenna
allar greinar fiskverkunar. Fyrr
verður hann ekki fullkominn
verknámsskóli. Að koma þessu i
lag ætti að vera verðugt verkefni
fyrir nemendur skólans.