Þjóðviljinn - 22.11.1973, Síða 14

Þjóðviljinn - 22.11.1973, Síða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. nóvember 1973. Bankar Framhald af bls. 3. varðandi framkvæmdir rikis- bankanna. Gylfi sagði það rétt, aö ekki hafi verið venja, að viö- skiptabankarnir hefðu samráð við ráðherra um sin bygginga- mál, en taldi að annað ætti að gilda um Seölabankann, og meðan hann hefði sjálfur verið ráðherra bankamála hafi jafnan verið náið samráð milli ráðu- neytisins og bankastjórnar Seöla- bankans. Sagðist Gylfi ekkert vilja segja um það, hvort byggingin væri æskileg eða óæskileg, en hins vegar vildi hann , spyrja Lúðvik Jósepsson, sem fer með bankamál, hvort hann hafi virkilega ekki vitað um þessar framkvæmdir fyrirfram. Lúðvik Jósepsson ráðherra sagði einfalt að gefa svör við heldur sérkennilegum spurning- um Gylfa Þ. Gislasonar. Þessi svör hefði hann gefið áður, og Gylfa væri áreiðanlega full kunnugt um þau. Lúðvik minnti á, að þaö hefði komiö fram hjá dr. Jóhannesi Nordal af hálfu seðlabanka- stjórnarinnar i sjónvarpsþælti i sumar, að bankastjórnin hal'i ekki taliö sig þurfa að leita til ráðherra varðandi þetta byggingamál, þar sem bankastjórn og bankaráð Seðlabankans hefðu valdið i þess- um efnum. Þennan skilning bankastjórnarinnar hafi Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra tckið undir á alþingi og talið réttan. Aðrir lögfróöir menn, sem ég sneri mér til, sagði Lúðvik, réðu mér einnig frá þvi, að ætla að stöðva málið með ráðherra- valdi, þar sem ég hefði ekki vald til þess aö lögum. Til min var ekki leitað. Valdiö ekki ráðherrans. Og ég get endurtekiö hér, að mér var algerlega ókunnugt um það, þegar bankaráð tók sina ákvörðun og samdi við verk- taka, — það var ekki til min leitað. 1 lögum er nákvæmlega sama orðalag um Seðlabankann og aðra rikisbanka varðandi valdsvið ráðherra annars vegar og bankastjórnar og bankaráða hins vegar. Og eins og hér hefur verið rakið hefur yfirleitt ekki verið leitað til ráðherra, þegar bankarnir hafa ráðist i bygginga- framkvæmdir. Auðvitað hafði ég eins og aðrir, heyrt um margra ára áform Seðlabankans um byggingu, og það áður en ég varð ráðherra, en samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja fer ég ekki með vald i slikum málum, enda ekki til min leitað. En það skal tekið fram að samstarf mitt sem ráð- herra við stjórn Seðlabankans varöandi yfirstjórn peningamála almennt hefur verið gott. En það er ekkert einfalt mál fyrir ráðherra, að gripa fram fyrirhendurá þingkjörinni nefnd, i þessu tilviki bankaráði, sem komist hefur að einróma niður- stöðu, og allra sist þegar sú lög- skýring íiggur fyrir að valdið sé alls ekki ráðherrans. Mun ekki standa á mér Ég tel hins vegar sjálfsagt, að fá aíveg úr þvi skorið hvort úr- skurður ráðherra á að gilda i sliku máli eða ekki, og það væri vissulega ekkert á móti þvi að ráðherra hefði slikt vald, en að minu viti ætti það þá ekki að gilda um rikisbankana eingöngu, heldur um bankana i landinu ylirleitt. En eins og menn vita, þá hafa ekki verið i gildi hér nein lög um fjárfestingareftirlit, og meira að scgja var tekið fram, er Fram- kvæmdastofnun rikisins var sett á fót, að starfsemi hennar fæli ekki i sér fjárfestingareftirlit af neinu tagi. En það mun ekki standa á mér að vera með sliku ákvæði um aukið vald ráðherra yfir Iramkvæmdum bankanna, ef slikt er nú vilji manna. Innan skamms má vænta frumvarps til breytinga á lögum um viðskipta- bankana, og væri þá eðlilegast að taka þelta þar með. Ellert íicram lýsti stuðningi við frumvörp Bjarna. Gylfi Þ. Gislason sagði, að sér væri kunnugt um, að bankastjórn Seðlabankans hcfði sömu skoðun á liigformlegri hlið málsins, og fram hefði komið hjá forsætisráð- herra á alþingi i haust, en hann sagðist engu að siður sannfærður um, að dómstólar hefðu dæmt á annan veg , ef til þeirra kasta hefði komið. Itjarni (iuðnason mælti að lok- um fáein orö og var svo málinu visað til nefndar. Guðrún Framhald af bls. 3. ekkert undan, sagöi Guðrún, þarna koma fram þær systur sorg og gleði, meira að segja ástarsorg. Bókin segir frá minu listamannslifi jafnt sem einkalifi og ég vona aö fólki falli hún i geð, en ég geri mér grein fyrir þvi aö einhverjir eiga eftir að hneykslast og segja sem svo — heyra hvernig hún talar um manninn sinn eöa eitthvaö i þeim dúr, sagöi Guðrún. Bókinn kemur út i dag. Það er bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri sem gefur hana út og sagði Geir S. Björnsson framkvæmdastjóri forlagsins aö ekkert hefði veriö til sparað að gera þessa bók sem best úr garði. Bókin er rúmar 200 bls., prýdd fjölda mynda. Þess má að lokum geta, að n.k. þriðjudag verða þau Guðrún A. Simonar og Gunnar M. Magnúss i Bókaverslun Eymundssonar milli kl. 14 og 15 og munu þá árita bækur fyrir þá sem vilja og milli kl. 16.30 og 17.30 verða þau i bókaverslun Máls og menningar að Laugavegi 18 i sömu erindum. —S.dór Enginn bætist við Framhald af bls. 1 Northern Sky sé ekki lokið fyrr en búið er að rannsaka það þar i landi? — Þaö er allt i lagi með það. Þeirmega rannsaka og rannsaka eins og þeir vilja. Það er ósköp eðlilegt að þeir vilji það mennirnir. Til þess fá þeir að fylgjast með þessu að þeir geti rannsakaö það sem upp kemur. — Breytir það engu um niður- stöðu? — Það getur verið undirstaða þeirra kröfu um ieiðréttingu ef þeir telja að farið hafi verið rangt að. -úþ Ekki ég Framhald af bls. 1 að færa sönnur á að hann hefði ekki veriö meö skipið þegar siglt var á Þór. Þjóðviljinn hafði I gær tal af bæjarfógetanum á tsafirði, Þorvarði Kerúlf Þorsteinssyni, og sagði hann að skipstjórinn á St. Leger hef’ði getaö fært sönnur á það aö hann hefði ekki verið á skipinu þá, en samkvæmt skips- hafnarskrá var hann fyst skráður á skipið 20. ágúst og þá sem skip- stjóri, og ekki verið á skipinu fyrir þann tima. ,,Ég tel að rannsókn gagnvart þessu skipi sé lokið,” sagði Þor- varöur. Togarinn mun vera farinn út þegar þetta er lesið. Blaöamaður spurði fógeta hvort hann vissi hver hefði verið skipstjóri á togaranum þegar áreksturinn varð. Sagöist fógeti vita það eftir öðrum leiðum en frá núverandi skipstjóra, sem reyndar hefði neitað að gefa upp hver skipstjórinn hefði verið, en hins vegar hvorki gert að neita né játa, er nafn þess var nefnt sem stýröi ásiglingunni á Þór. Nafn skipstjórans taldi fógetinn ekki rétt að gefa upp að svo stöddu. -úþ Kvenfélag Ha llgrimskirk ju Basar félagsins verður hald- inn laugard. 24. nóv. n.k. Mun- um veröur veitt móttaka i fé- lagsheimili kirkjunnar limmtud. 22. og föstud. 23. nóv. milli kl. 3 og 6 siðdegis. Upplýsingar veitir Þóra Ein- arsdóttir i sima 15969. SeWIBÍLASTÖOIN HF mwm Duglegir bílstjórar FH - Valur Framhald af 11 slöu gerir þegar það er komið á stór. an völl. Eins og menn muna sigraöi Þór Armann um siðustu helgi 13:11, en Haukar sigruðu Ar- mann á dögunum 14:13. Þarna virðist þvi vera um nokkuð áþekk lið að ræða, ef marka má þessi úrslit, og getur leikur þeirra i kvöld orðið ansi skemmtilegur. Söluskattur í Kópavogi Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast Iögtak fyrir ógreiddum söluskatti 3. ársfjórðungs 1973, sem lagður hefur verið á gjaldendur i Kópavogi, svo og samkvæmt viðbótarálagningum vegna eldri tlmabila. Fer lögtakið fram að iiönum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, ef skil hafa þá ekki verið gerð. Jafnfram ákveöst stöðvun atvinnurekstrar hjá þeim söluskattsgjaldendum, sem eigi standa skil á söluskatt- skuldum samkvæmt ofangreindu. Bæjarfógetinn i Kópavogi. f|| ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á grjótmulningsvél fyrir Grjót- nám Reykjavikurborgar. Útboðsgögn eru afhent I skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 4. janúar 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, SVEINN ÓSKAR GUÐMUNDSSON múrarameistari, Frakkastigll verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 23. nóvember kl. 3 e.h. Þórfrlður Jónsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Magnús B. Kristinsson Guðmundur Sveinsson Guðlaug Einarsdóttir Atvinna Verkamenn óskast Óskum eftir að ráða menn til margvis- legra verksmiðjustarfa. Leitið upplýsinga hjá verkstjóra i sima 51915. Garða-Héðinn h/f Stórási 4—6 Garða- hreppi. V erkamenn Viljum ráða duglegan verkamann. Upplýsingar hjá verkstjóra i sima 24360. Fóðurblandan h/f Labórant Stórt fyrirtæki i Reykjavik óskar að ráða karl eða konu til starfa á rannsóknastofu. Starfið er sjálfstætt og fjölbreytilegt. Einhver undirbúningsmenntun og, eða starfsreynsla og þjálfun er nauðsynleg. Umsóknir er greina aldur, menntun og fyrri störf sendist til blaðsins fyrir mánudagskvöld n.k. merkt „starf 88”. Laus staða Dósentsstaða I hreinni stærðfræði við stærðfræðiskor verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla Islands er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1974. Laun samkv. Launakerfi opinberra starfsmanna. Umsækjendur um dósentsstööu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unniö, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 19. nóvember 1973. Deildarverkfræðingur Staða deildarverkfræðinga áætlunardeild- ar er laus til umsóknar. Starfið felur i sér gerð áætlana um hafna- framkvæmdir, þar með gagnasöfnun, skipulags- og þróunarathuganir. Verkin eru unnin i samráði við sveitastjórnir og aðra þá aðila, sem þessi mál varöa, og krefjast störfin reynslu i skipulagsmálum, sjálfstæðis i framsetningu og lipuröar í samskiptum. Upplýsingar um starfið fást hjá hafnamálastofnun rikis- ins. HAFNAMALASTOFNUN RtKISINS Bif véla virk j ar, vélvirkjar eða menn vanir bifreiðaviðgerðum óskast. Upplýsingar i simum 20720 og 13792. ísarn hf.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.