Þjóðviljinn - 23.11.1973, Side 1
Rikisstjórnin:
Fellst á
hækkun
— Enda verði féð
til framkvœmda
Þjóðviljanum barst i gær
fréttatilkynning frá iðnaðar-
ráðuneytinu þar sem fram
kemur að ráðuneytið hefur að
fengnu samþykki rikis-
stjórnarinnar fallist á 12%
hækkun gjaldskrár Hitaveitu
Reykjavikur frá 1. des. að
telja cnda verði féð sem fæst
viö hækkun notað til
framkvæmda varðandi
hitaveitu i Kópavogi.. og
Hafnarfirði.
Þá kemur og fram í frétta-
tilkynningunni að ráðuneytiö
hefur ákveöið að láta fara
fram könnun á þvi hvernig
unnt sé með sem skjótustum
hætti að nýta innlenda
orkugjafa i stað oliu til húsa-
hitunar og annarra þarfa.
Frétta tilky nn ing ráðu-
neytisins fer hér á eftir:
Iðnaðarráðherra, Magnús
Kjartansson.hefur i dag ritað
borgarstjóranum i Reykjavik
með afriti til bæjarstjórarina i
Kópavogi og Hafnarfirði,
svohljóðandi bréf:
A rikisstjórnarfundi i dag
var rætt um oliuskort,
sihækkandi verð á oliu og
vandamál sem hljótast kunna
af þeirri þróun fyrir
tslendinga. í samræmi við
ákvarðanir, sem teknar voru á
fundinum, heimilar iðnaðar-
ráðuneytið Hitaveitu
Reykjavikur 12% hækkun á
gjaldskrá sinni frá og með 1.
desember 1973.
Þessari hækkun er ætlað að
auka framkvæmdir Hitaveitu
Reykjavikur, og er hún bundin
þvi skilyrði að staðið verði að
fullu við þau fyrirheit um
framkvæmdahraða sem hita-
veitan hefur gefið bæjar-
stjórnum Kópavogs og
Hafnarfjarðar. Verði
misbrestur á efndum þeirra
fyrirheita mun iðnaðarráðu-
neytið endurskoða gjaldskrá
hitaveitunnar á nýjan leik.
Jafnframt hefur iðnaðar-
ráðuneytið ákveðið að láta
framkvæma könnun á þvi
hvernig unnt sé með
skjótustum hætti að nýta
innlenda orkugjafa i stað oliu
til húshitunar og annarra
þarfa. Mun könnun þessi m.a.
beinast að þvi hvort ekki sé
unnt að flýta hitaveitufram-
kvæmdum i nágranna-
byggðum Reykjavikur
umfram það sem nú er
fyrirhugað. Væntir iðnaðar-
ráðuneytið þess að Hitaveita
Reykjavikur láti i té öll gögn
sem að notum mega koma i
þessari könnun, þegar eftir
verður leitað.”
í DAG
Þjóðviljinn ræðir við
Olgu Guðrúnu Árnadótt-
ur, Silju Aðalsteinsdótt-
ur og fjórar fóstrur —
sjá 4. og 5. síðu.
Leikdómur um Don
Juan er á síðu 7.
Sparar svartolía 200
milj. á togaraflotann?
Gasolía á togara myndi kosta um 320 milj. kr.
á næsta ári miðað við lítrann á 11,00 kr.
Opinberir aðilar reiknuðu það
út á miðju þessu ári að tniðaö við
þáverandi oliuvcrð og þáverandi
togaraeign landsmanna myndi
gasolia á togarana kosta um
160—170 milj. kr. á ársgrundvelli.
Verð á litra var þá og er raunar
enn 5,80 kr. hver litri. Nú er hins
vegar gert ráð fyrir þvi að gasoli-
an hækki i 11,00 kr. hver litri.
þannig að gera mcgi ráð fyrir
að verja þurfi um 320 milj. kr. til
gasoliunotkunar togaraflotans á
næsta ári.
Þessi alvarlega staðreynd hlýt-
ur að fá útgerðarmenn til þess að
staldra við og athuga sinn gang,
og þá er það spurningin hvort þeir
snúa sér ekki að þvi af alvöru að
nota svartoliu i togarana sem hef-
ur raunar þegar verið reynd hér
með góðum árangri. Ef svartolia
væri notuð i stað gasoliu mætti
áreiðanlega lækka töluna fyrir
næsta ár um tvo þriðju eða 200
miljónir króna.
Hér er um ótrúlega upphæð að
ræða, en Þjóðviljinn hefur borið
hana undir kunnáttumenn, sem
telja að upphæðin sé sist of há.
1.600 tonn á ári
Við spurðum útgerðaraðila i
gær, hvað þeir teldu oliunotkun-
ina mikla á togara. Einar Sveins-
son framkvæmdastjóri Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar dró fram
reikning fyrir Mal á sl. ári. Þá
.kostaði brennsluolian i hann 6,3
milj. kr. Mestallt árið var litrinn
af gasoliu-undir 4 krónum, hækk-
Framhald á 14. siðu
Svona reiður var Haukur óðalsbóndi á svipinn, en lögregluþjóninn
brosti bara. Verkfallsverðirnir stóöu sina vakt meö heimspekilegri ró.
Sjá baksíöu
Forsœtisráðherra um rannsóknarnefnd á landhelgisgœsluna!
mun ekki taka það
illa upp
Ég vona að allsherjarnefnd
komist að þeirri niöurstööu, að
ckki sé ástæða til skipunar
sérstakrar rannsóknarnefndar er
hún hefur kynnt sér alla
málavexti. En ef allsherjarnefnd
telur sig ekki geta gengið úr
skugga um, hvað rétt er,og telur
þörf á skipan sérstakrar rann-
sóknarnefndar, þá er sjálfsagt aö
hún geri tillögu um það, sem
alþingi verður að meta. Ég mun
ckki taka það illa upp, og min
vegna má rannsóknin taka til
ársins alls og miðanna hvar sem
er allt i kringum landið. Ég tel að
starfsmenn landhelgisgæslunnar
geti gengiö kinnroðalaust undir
hvaða rannsókn sem er.
— Á þessa leið mælti ólafur
Jóhannesson forsætisráðherra á
alþingi i gær, er tillagan um
skipun sérstakrar rannsóknar-
nefndar vegna starfa landhelgis-
gæslunnar á Vestfjarðamiðum á
timabilinu frá 15. okt. s.l. kom til
umræðu. Flutningsmenn tillög-
unnar eru þeir Karvel Pálmason
og Hannibal Valdimarsson.
Karvel mælti fyrir tillögunni.
Hann kvaöst vilja taka fram, aö
hann teldi ekki ástæðu til að ætla,
aö forsætisráðhráðherra hefði
farið með rangt mál, er hann lýsti
þvi yfir 22. okt. s.l., að fyrirmæli
sin til landhelgisgæslunnar hefðu
ekki breyst. En þar sem mjög
mikið bæri á milli ásakana vest-
firskra sjómanna um aðgerðar-
leysi gæslunnar annars vegar og
yfirlýsinga talsmanna land-
helgisgæslunnar hins vegar væri
skipun rannsóknarnefndar nauð-
synleg til að leiða hið sanna i ljós.
Jónas Arnason var meðal
þeirra, sem til máls tóku. Hann
lýsti stuðningi við tillöguna, en
taldi að rannsóknin ætti að miðast
við allan timann frá þvi fiskveiði-
landhelgin var færð út og ekki
vera einskorðuð við Vestfjarða-
mið eingöngu.
Jónas sagði, að óánægjan með
landhelgisgæsluna hefði oft
bitnað á áhöfnum og yfirmönnum
varðskipanna, sem væri al-
gerlega ómaklegt. Þeir ættu
vissulega allt annað skilið en
liggja undir ámæli um dugleysi
og þess vegna þyrfti sann-
leikurinn að koma i ljós.
Það sem miður hefur farið hjá
landhelgisgæslunni hefur að
minni hyggju ekki heldur fyrst og
fremst verið sök ráöherra, sagði
Jónas, heldur annarra yfirvalda
gæslunnar. En það er dreng-
skapur forsætisráðherra, sem þvi
veldur, að hann vill i engu skjóta
sér á bak við undirmenn sina.
Jónas kvaðst vilja óska for-
sætisráðherra sérstaklega til
landhelgisbrjóturinn verið
strikaður út af skrá, og það einn
allra versti þrjóturinn, Northern
Sky.
JSátiar frá
umrœðunum
á síðu 4.
MOSKVU 22/11 — Helsti leiðtogi
frelsishreyfingar Palestinu -
manna, Jasser Arafat, er kominn
til Moskvu ásamt með
palestlnskri sendinefnd til við-
ræðna viö sovéska leiötoga, upp-
lýsti talsmaöur sovéskra yfir-
valda i dag.
hamingju með, að nú háfi fyrsti
Enn leitað sátta
Meiðyrðamál það sem dætur
próf. Árna Pálssonar höfðuðu á
hendur Sverri Kristjánssyni
sagnfræðingi vegna ummæla i út-
varpsviðtali i sumar kom ekki
fyrir rétt i gær, eins og gert var
ráð fyrir.
Komu lögmenn beggja aðila sér
saman um að biða með þing-
festinguna og reyna til þrautar að
ná sáttum.
-vh