Þjóðviljinn - 23.11.1973, Qupperneq 3
Föstudagur 23. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Hvar voru nú sjálf-
skipaðir menningar-
frömuðir tónlistar?
Hvar voru allir borgararnir ^ sinfóniutónleika hvert sinn sem
sem gefa sig upp sem listunnend- þeir eru haldnir i borginni?
ur á miðvikudagskvöldiö var, og Qg vegna þeirrar spurningar
þjónaverkfall I borginni? Vaknar hin: hvers vegna kemur
Fáir þeirra sáust i það minnsta
á stórkostlegum tónleikum i
Austurbæjarbiói þar sem tón-
listarmaðurinn og hljóðfæra-
leikarinn John Hawkins og söng-
konan Wilma Reading komu list
sinni á framfæri við allt of fáa Is-
lendinga, en húsið var ekki nema
rúmlega hálffullt.
Hvað er það sem gerir það aö
verkum að allt að þvi eitt þúsund
af þjóðflokknum islenska kemur
ekki þetta fólk á tónlistarviðburð
þar sem slikir ótviræðir lista-
menn koma til leiks?
Gæti svarið legið i skilgreiningu
hégómans um æðra og óæðra?
Af þessum stórmerka listavið-
burði mun Andrea Jónsdóttir
segja nánar i Þjóðviljanum á
þriðjudag.
A myndinni að ofan er Wilma
Reading að ráðfæra sig við njót-
endur listar sinnar. -úþ
Vefnaðarvörustríð:
Hver má selja
hverjum?
Upp er komið í Breiðholti eins
konar vefnaðarvörustrið. Er þvi
þann veg farið að kaupmaður
einn telur sig hafa einkarétt á að
seija Breiðhyltingum vcfnaðar-
vöru, en um nokkurt skeið hefur
kaupkona úr Vestmannaeyjum
selt Breiðhyltingum þann
varning.
Þannig er að i Arnarbakka 2 i
Breiðholti I eru margar verslanir
i einu og sama húsnæðinu. Þegar
skipulag að hverfinu var gert og
samþykkt var ákveðið að hús-
næðið yrði hólfað niður til ákveð-
innar jjjónustustarfsemi sem þar
ætti að fara fram. Var til að
mynda úthlutað ákveðnu rúmi
fyrir ákveðnar tegundir verslun-
ar, svo sem nýlenduvöruverslun,
annað undir skósmiðaverkstæði,
næsta fyrir hárgreiðslustofu,
siðan m jólkurbúð og aftur og einn
koll af kolli.
Þetta hefur þó riðlast töluvert.
Sá sem til dæmis ætíaði að byggja
skóbúð eða skóverkstæði seldi
Verslunarbankanum húsnæði sitt
og fleira mætti til nefna af
svipuðu tagi.
Eigi að siður mun lóða-
samningur vera bundinn þannig
að úthlutunin sé einskorðuð viö
ákveðna þjónustu. Hins vegar
hafa breytingar á lóðasamningn-
um, eða réttara sagt brot á hon-
um, til dæmis með tilkomu
bankans, verið látin óátalin, enda
kvartanir ekki borist.
Næst gerist sá kapituli i þessari
samvinnusögu frjálsra viðskipta
að upp er sett hannyrðaverslun
kaupkonu úr Vestmannaeyjum,
Guðrúnar Loftsdóttur, en þar átti
samkvæmt lóðarsamningi að
vera rakarastofa. Annar við-
skiptaaðili hafði hins vegar leyfi
samkvæmt lóðarsamþykkt fyrir
að versla með vefnaðarvöru á
þessum stað, og hefur hann nú
gert kröfu um að þessum
verslunarrekstri verði hætt, þar
eð hann telur sig hafa einkaleyfi á
að versla með slikan varning við
Breiðhyltinga.
óljóst mun vera hvaða áhrif
það hefði þó svo borgin félli ein-
hliða frá öllum kvöðum varðandi
lóðasamningana, en megingalli
þeirra er sá, að þegar kaupmaður
tryggir sér þau einkaleyfi til
verslunarrekstrar á þessum stað
sem fengist hafa fylgja þeim eng-
ar skyldur jafnframt, þannig td.,
aö sá sem hefur rétt til að versla
með matvöru gæti eíngöngu verið
með eina tegund af matvöru, td.
bjúgu eingöngu, og enginn gæti
hreyft hönd né fót, þvi skyldur
kaupmannsins samkvæmt lóðar-
samningnum eru ekki finnanleg-
ar.
Nú hefur borgarráði borist
undirskriftarlisti liðlega eitt
þúsund manna og kvenna úr
Breiðholtinu, sem fara fram á að
Guðrún Loftsdóttir fá leyfi til að
halda áfram kaupskap sinum þar
efra, og er málið enn i athugun
hjá ráðinu. -úþ
Breiðholt h,f. með nýja byggingartœkni:
Husið tilbúið undir
tréverk á 3 vikum
25 hús byggð með þessari aðferð — höfum áhuga á
stórframkvœmdum í Eyjum, segir framkvœmdastjórinn
— Jú, það er rétt að við erum
að ljúka við smiði steypumóta,
sem við segjum að sé bylting i
húsbyggingum hér á iandi, sagði
Sigurður Jónsson framkvæmda-
stjóri Breiðholts h/f er við rædd-
um við hann i gær. — Mót þessi
munu gera það mögulegt að
steypa hús upp á 3 dögum og aö
húsið verði tiibúiö undir tréverk á
3vikum, nema hvað þá er eftir að
leggja hitalögnina. 1 byrjun næsta
mánaðar munum við byrja að
nota þcssi mót við byggingu 25
húsa i Mosfellssveit á vegum Við-
lagasjóðs. Grunnar eru tilbúnir
undir 10 hús en fram að þessu hef-
ur staðið á gatnageröinni, annars
værum viö byrjaðir, sagði Sigurö-
— Nú stendur til að reisa 250
hús með miklum hraða i Vest-
Auglýsinga
síminn
er17500
m
f/oMirn
mannaeyjum. Hefur ekki verið
leitað til ykkar um að annast það
verk?
— Ja, það hefur ekki verið leitað
til okkar formlega með þetta mál,
en hinsvegar hefur það aðeins
verið rætt við okkur en ég get ekki
sagt að það sé komið á neitt um-
ræðustig ennþá. Aftur á móti höf-
um við áhuga á þessu verkefni,
sem myndi henta okkur vel þar
sem um raðsmiði yrði að ræða en
þaö er einmitt forsendan fyrir
þessari nýju tækni okkar, sagði
Sigurður að lokum.
Þjóðviljinn hefur frétt það eftir
öðrum leiðum að Eyjamenn biði
spenntir eftir þvi að sjá út-
komuna á húsunum 25 i Mosfells-
sveit og reynist hún góð mun ef-
laust verða leitað til Breiðholts
h/f með byggingu húsanna 250 i
Vestmannaeyjum, enda vart
annar aðili islenskur sem getur
boðið uppá sama byggingarhraða
og Breiðholt h/f með þessari nýju
tækni. -S.dór
Minni afli Súgfirðinga
í ár en var í fyrra
Gísli Guömundsson á
Súganda gaf okkur eftir-
farandi aflaskýrslu sem
miðuð er við 17. nóvember,
en þá voru bátarnir búnir
að fara svipaðan róðra-
fjölda og i fyrra.
,,Guðrún Guðleifsdóttir, 39,8
tonn i 10 róðrum, en i fyrra* 52,8
tonn i 8 róðrum.
Ólafur Friðbertsson 52,1 tonn i
10 róðrum, i fyrra 75,2 i 10 róðr-
um.
Sigurvon 41,2 tonn i 9 róðrum,
en i fyrra 74,8 tonn i 10 róðrum.
Kristján Guðmundsson 57 tonn i
10 róðrum, i fyrra 77,3 tonn i 10
róðrum.
Björgvin hefur bara landað hér
einu sinni, 7,3 tonnum. Hann ligg-
ur ennþá bilaður.
Svo kom hérna nýtt tæpiega 300
lonna skip, skv. gamla málinu, i
gærmorgun, Sverdrupson,
þriggja og hálfs árs að aldri,
norskur. Freyja á bátinn, en á
hvaða veiðiskap hann fer veit ég
ekki.” -úþ
NORDMENDE
kemur með nýja vídd í ferðasjónvarps-
tœkjum „SPECTRA- DIMENSION 5"
„Spectra - dimension 5". Nýja víddin í tœkni og gœðum
Nóatúni sími 23800
Klapparstíg sími 19800
Akureyri sími 21630
Hœgt að setja i tvenns konar stöðu
til þœginda fyrir óhorfendur
Þœgilegt stjórnborð
Elektróniskar sleðamótstöður tryggja
betri stjórn ú mynd og hljóði
„Spectra - dimension 5" er fóanlegt
í fimm mismunandi litum:
orange, hvítu, rauðu, grœnu og kolsvörtu
I