Þjóðviljinn - 23.11.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. nóvember 1973. ÞJÓDVILJINN — StÐA 5
Á að gera börnin að kerfisþrælum?
Mogginn þolir ekki annað
en gamla íhaldsáróðurinn
Barnasaga i útvarpinu hefur
nú heldur betur hleypt illu
blóði i Morgunblaðsliðið. Má
nú dag eftir dag sjá
skemmtilegt sýnishorn af
þeirri geðshræringu sem
gripur um sig i ihalds-
málgagninu i hvert sinn sem
kynnt eru önnur þjóðfélags-
viðhorf i útvarpi eða sjónvarpi
en þau sem þessir sömu
fjölmiðlar hafa linnulaust
hamrað á, ekki sist i harna-
timunum. Þessi geðvonsku-
sirkus Moggans komst á nýtt
stig i gær. Þar er ekki aðeins
allur „Velvakandi” undir-
lagður i svartagallsrausi,
eignuðu einhvcrjum konum,
heldur reyna tveir af starfs-
mönnum útvarpsins með svo-
litið lágkúrulegum hætti að
hlaupast undan þeirri skelfi-
legu ábyrgð sem þessi
barnasaga i útvarpinu kynni
að leggja á þeirra mjóu
herðar.
Af þessu tilefni sneri Þjóð-
viljinn sér til Silju Aðalsteins-
dóttur, sem þeir Hjörtur
Pálsson og Baldur Pálmason
telja höfuðábyrga fyrir þvi að
setja þjóðfélag Moggans á
annan endann.
— Já, ég neita þvi ekki að
það veldur mér bæði undrun
og vonbrigðum að lesa þessi
viðbrögð þeirra Baldurs og
Hjartar, sagði Silja. Ég hefði
trúað þvi, að i svona máli
myndu þeir félagar standa
með mér eins og menn i stað
þess að reyna að koma
einhverjum imynduðum
sakargiftum yfir á mig. Ég
veit hreint ekki við hvað þeir
eru hræddir, blessaðir. Ég
skal taka það fram strax að ég
tel þetta góða sögu og ágætt
mótvægi gegn ýmsum
hjákátlegum músa- og hunda-
sögum sem lesnar hafa verið
upp i þættinum. Það er raunar
skammsýni i fólki að vera að
æsa sig upp út af einstökum
köflum sögunnar. Þetta er
jákvæð saga, og ég held að
jafnvel þeir,sem verst láta nú,
verði ánægðir með söguna i
heild. f lokin sættast börnin og
foreldrarnir, en öfugt við hefð-
bundnar sögur eru það börnin
sem hafa um það frumkvæðið
og vitið sem til þarf. í sögunni
er raunverulega hið
gamalkunna mótif um barnið
sem ris gegn foreldravaldinu
og neitar að sætta sig við
rikjandi ástand. Munurinn er
bara sá að hér eru það börnin
semhópursemrisaupp, og það
virðist valda þessari
óskaplegu hneykslun i
Morgunblaðinu. Boðskapur
sögunnar er einfaldlega sá að
börnin hafi sinn tilverurétt
eins og aðrir og þau eigi rétt
til þess að fá að mótast sem
sjálfstæðir einstaklingar en
ekki bara til að þjóna hinum
eldri og kerfinu.
Silja sagði að hvað sem
svardögum þeirra Baldurs og
Hjartar liði, þá væri það
staðreynd að búið hefði verið
lesið inn og greitt fyrir það, og
það meira segja komið inn i
dagskrá útvarpsins? Gera
gamalgrónir starfsmenn
Rikisútvarpsins virkilega
kunningjum sinum þann
„vinargreiða” að útvega þeim
Rœtt við Silju Aðalsteinsdóttur
vegna œsiskrifa Morgunblaðsins
að velja, þýða og lesa söguna
inn á band strax i júni, og það
var meira að segja búið að
borga verkið. Þetta játar
Baldur raunar i Morgun-
blaðinu i gær, og báðir vilja
þeir Hjörtur og hann láta lita
svo út sem sagan hafi samt
ekki verið samþykkt. Mér er
spubn, sagði Silja, hvenær er
efni samþykkt ef það er ekki
gert þegar það hefur verið
OLGA GUÐRÚN:
„skotsilfur”, svo notuð séu orð
Baldurs, fyrir efni sem ekki er
flutt?
Silja var ekki ráðin til að
velja efni i þennan þátt fyrr en
i lok októbermánaðar s.l.
Fyrsta sagan sem hún valdi til
flutnings var sagan ,,Börn eru
besta fólk” eftir Stefán
Jónsson. En þegar að þvi kom
að flytja söguna, reyndist vera
önnur saga eftir Stefán i
öðrum tima dagskrárinnar og
þótti þvi rétt að fresta
lestrinum. Þá var gripið til
sögunnar sem Olga Guðrún les
nú og var tilbúin frá þeim tima
sem Baldur Pálmason var
með þáttinn á sinni könnu.
Silja kvaðst samt vilja taka
það fram að hún hefði siður en
svo talið það neyðarúrræði,
þvi að sagan væri góð. Hitt
kynni hún ekki við að menn
reyndu að rugla staðreyndum
um aðdragandann. Ofsóknir
Morgunblaðsins á hendur
Olgu Guðrúnu lýstu skynsemi-
skorti og skammsýni.
Silja vinnur nú að
kandidatsritgerð sinni i heim-
spekideild Háskólans, og
fjallar hún um islenskar
barnabókmenntir. Hún kvaðst
vera búin að kanna yfir 200
barnabækur islenskra
höfunda á árunum 1900-70.
Þær væru allar meira og
minna pólitiskar i boðskap
Silja Aðalsteinsdóttir
sinum, en pólitikin gengi öll út
á það að vilhalda hefð-
bundnum skoðunum i þjóð-
félagsmálum, trúmálum og
menningarmálum. Sérstak-
lega væru þessar bækur
óhagstæðar fyrir réttinda-
baráttu kvenna, og nýjungar á
öllum sviðum eiga mótspyrnu
að mæta hjá barnabóka-
höfundum. Þetta skýrði vissu-
lega að nokkru leyti við-
brögðin i Morgunblaðinu,
þegar loksins heyrist saga
sem vekur athygli á að til eru
önnur viðhorf en hið ihalds-
sama kerfi hefur boðið upp á.
r
Eg ein er pólitísk
99
99
Reiðist mest þeim atvinnurógi sem ég verð fyrir
?*>
??
Nú er Mogginn farinn að
magna ofsóknir sinar á
hendur Olgu Guðrúnu
Árnadóttur. A miðvikudag
birti hann kafla úr sögu
hennar ásamt tilheyrandi
athugasemdum. i gær er svo
baksvið „glæpsins” kannað,
og svo flóir hin vanalega viska
Magnúsar Þórðarsonar út
vfir bakka Velvakanda.
i vitnaleiðslum útvarps-
starfsmanna i Mogganum I
gær vekur það furðu að þeir
virðast allir lita á lestur Olgu
Guðrúnar sem einhver afglöp
eða jafnvel glæp. Enginn
þeirra rcynir að verja lestur
hennar. í þess stað reyna þeir
allir að hvitþvo sig af
glæpnum og firra sig ábyrgð á
ákvörðuninni um lesturinn.
Enginn fyrirvari
hjá Baldri
Við hittum Olgu Guðrúnu að
máli og spurðum hana hvernig
málið liti út frá hennar
bæjardyrum.
— í vor sagði ég Baldri
Pálmasyni að ég væri að þýða
þessa sögu og aðra til og
spurði um flutning. Gaf hann
jákvæð svör við þvi og
minntist ekki á neinn
fyrirvara. Svo las ég
meginhluta sögunnar inn á
band 1-2 mánuðum seinna.
Sagan var sett inn á dagskrá i
júli. En i byrjun júli var ég
rekin frá barnatimanum og
skipaði Baldur þá svo fyrir að
sagan skyldi tekin út af
dagskránni „meðan öldurnar
er að lægja” eins og það var
orðað á útvarpinu. Ég spurðist
svo fyrir um það öðru hverju
hvenær hún yrði lesin, en fékk
engin svör.
t byrjun september fær
Baldur Pálmason söguna til
aflestrar. Nokkrum dögum
siðar sótti ég bókina til hans
en þá hafði hann ekki lesið
hana. Var það hans sök eins,
þvi hann vissi að ég þyrfti að
nota hana þar sem ég hafði
ekki lokið við þýðinguna.
Stuttu siðar las ég svo
afganginn af sögunni inn á
band. Ræddi ég þá við Silju
sem kvaðst kannast við efni
bókarinnar. Hún var hin
jákvæðasta og sagðist myndu
taka bókina inn á sina dagskrá
ef Baldur gerði það ekki.
Heyrði ég svo ekki meira um
málið fyrr en flutningur
sögunnar hófst.
Skoöanafrelsiö
er mergurinn málsins
Mér finnast min persónulegu
mál ekki koma þessu við á
nokkurn hátt. Það sem er
meginatriði þessa máls er
hvort allar skoðanir fá inni i
útvarpinu eða ekki. Þegar ég
kem i útvarpið hlaupa allir
upp til handa og fóta og hrópa
póiitik! pólitik! Annað barna-
efni en mitt er aldrei bendlað
við pólitik.
Hvernig er með þessar
venjulegu barnasögur, eru
þær ekki lika pólitiskar? t
þeim eru dásamaðir kostir'
einkaframtaksins, kjarnafjöl-
skyldunnar, mögnuð upp
hlutadýrkun barna, verka-
skipting kynja viðgengst þar
osfrv. Eða bækurnar hennar
Enid Blyton. 1 þeim er alið á
kynþáttahatri, talað um
„svörtu mennina að sunnan” i
niðrandi tón, og i Dodda-
bókunum hennar er vondi
maðurinn svartálfur. Nú og
hvaö með indjánasögurnar og
hasarbækurnar sem dengt er
yfir börnin? Eða allar Jesú-
sögurnar? Þetta er allt saman
pólitik. Alls staðar er verið að
endurspegla reyfaraheim
fullorðna fólksins og sætta
börnin við hlutina eins og þeir
eru.
En svo þegar einhver dirfist
að hrófla við þessari mynd þá
er öskrað pólitik! pólitík!
Foreldrar hræddir
viö börn sin?
A þeim skrifum sem orðið
hafa um mig i Velvakanda og
annars staðar fæ ég ekki
annað séð en að þessir
foreldrar sem eru svo
hneykslaðir á mér séu dauð-
hræddir við börnin sin. Þau
mega ekki vita meira en þeir.
Eða hvernig ber td. að skilja
setningu eins og þessa sem
birtist i Velvakanda: „Mig
langar til að benda meirihluta
útvarpsráðs á það, að ekki má
gera börnin svo spök, að þau
geti ekki talað við fáfróða
loreldra sina.”
En fyrir utan þessar
pólitisku ofsóknir þá er ég
öskureið yfir þessum atvinnu-
rógi. Það er verið að
eyðileggja möguleika mina
sem þýðanda og til að lifa á
þann hátt sem ég hef gert
hingað til. Og ef það er ekki
atvinnurógur, veit ég ekki
hvað hann er.
Ég er alvarlega aö hugsa
um að fara i mál út af þessu.
—ÞH
Jóhann Geirdal formaður SÍKN:
SlKN lýsir fullum
stuðningi við ÆSÍ
5. landsþing S.Í.K.N. var haldiö
dagana 17. og 18. nóv. i Æfinga-
og tilraunaskóla Kennaraháskóla
islands. Gestir þingsins voru:
Ólafur S. Ólafsson formaður
LSFK og Ingi Kristinsson for-
maður SÍB.
Tryggvi Gunnarsson fyrr-
verandi formaður setti þingið. Að
loknum umræðum um skýrslu
stjórnar kynnti Ingólfur A.
Þorkelsson skólameistari nokkur
atriði Grunnskólafrumvarpsins.
Eftir nokkrar umræður var
ákveðið að setja á stofn starfshóp,
sem fjalla á um Grunnskóla-
frumvarpið og taka til meðferðar
kosti þess og galla og halda
ráðstefnu innan 4. mánaða.
Akveðið var að veita fóstrum
allan þann stuðning, sem unnt er,
i baráttu þeirra fyrir viðunandi
launum. Einnig var ákveðið að
halda áfram baráttu fyrir mötu-
neyti og húsnæði fyrir framhalds-
skólanema utan af landi.
Að lokum fór fram stjórnar-
kosning og skipa hana eftirtaldir
Jóhann Geirdal
aðilar: Jóhann Geirdal formaður
Margrét Bóasdóttir ritari
Borghildur Jósúadóttir gjaldkeri
Guðrún Þóra Hjaltadóttir með-
stjórnandi, Guðrún Asgrimsdóttir
meðstjórnandi.
Vegna yfirlýsingar SIKN frá
þvi i vor um cndurskoöun á aðild
að Æ.S.Í. vill hin nýkjörna stjórn
taka fram eftirfarandi:
Þessi yfirlýsing var gefin út af
stjórn, sem raunar hafði ckki
umboð SÍKN.
Núverandi afstaða SÍKN til
Æ.S.Í. er að SÍKN beri að starfa
áfram innan Æ.S.Í. og er fullur
stuðningur við Æ.S.Í. i þvi máli er
olli ágreiningnum.
Auglýsinga-
síminn er 17500