Þjóðviljinn - 23.11.1973, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 23.11.1973, Qupperneq 11
Köstudagur 2:i. nóvember 197:1. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 Islenskur sigur Axel og Björgvin fóru í gang og færðu Fram sigur yfir Pancevo ÞaO var vissulega ekki gæfulegt útlitiö í Laugardalshöllinni i gær- kvöld , þegar leikur Fram gegn júgóslavneska liöinu Dynamo Pancevo var hálfnaöur. Staöan i leikhléi var 7-6 fyrir Júgóslava, og liö Fram haföi valdiö von- brigöum. En i siöari hálfleik tókst þeim betur upp, Axel og Björgvin náöu aö bæta skotanýtinguna og fyrir bragðiö sigraöi Fram i leiknum, en naumlega þó. Loka- tölurnar urðu 17-16, eftir aö Fram hafði náð 4 marka forskoti rétt fyrir leikhlé. Júgóslavneska liöiö náöi ekki aö sýna sérstaka getu, leikmenn þess voru taugaóstyrkir en sigur Fram var þó aldrei öruggur. Axel tók forystu fyrir Fram á 6. min. með marki úr vitakasti, en áður höfðu Framarar farið illa með mörg ágæt tækifæri, t.d. átti Björgvin 3 mjög góö marktæki- færistrax i byrjun. Júgóslavarnir komust siðan i þriggja marka forskot, 6-3 á 20. min. fyrri hálf- leiks, en i leikhléi var staðan 7-6 fyrir Pancevo. Útlitið var óneitanlega fremur dökkt, e.t.v. ekki vegna þess að Fram var undir i markatölu, heldur vegna þess að liðið hafði misnotað illilega ágæt tækifæri og þar af leiðandi valdið von- brigðum. Sérstaklega höfðu þeir Axel og Björgvin átt slakan leik, þ.e. skotanýting var léleg. En i siðari hálfleik mætti Framliðið ákveðið til leiks og tók strax afgerandi forystu, t.d. 15 — 10 er 7 minútur voru eftir. En þá sigu Júgóslavar aftur á, og er tæplega 2 min. voru eftir var aðeins 1 marks munur og Fram i vörninni. Staðan var 16 — 15, en Björgvin skoraði 17 — 15 og islenskur sigur var i höfn. Rétt fyrir leikslok skoraði Pancevo liðið siðasta mark leiksins: loka- tölurnar urðu 17-16. Einn maður var öðrum áberandi betri i Framliðinu. Það var Guðjón Erlendsson, sem varði oft stórkostlega i siðari hálfleik, m.a. 2 vitaköst i röð. Honum er öðrum fremur að þakka sigur Fram i þessum leik. Hjá Júgóslavneska liðinu var aðeins einn maður áberandi. Það var fyrirliðinn Kristic Milan, sem bar uppi allan leik liðsins og skoraði sjálfur 3 mörk. -gsp Valur tarsaði fyrir FH ííolandstnsistaranótinu í handknattleik suöur í Hafnarfiröi i gœrkbeldi meö 23 mörkum á sig fengnum gegn aöeins 16 skoruö- um, Jafntefli varð hjá Haukum og pór frá Akuroyri, P.2.122. Trimm-ljósmyndasamkeppni framlengd A s.l. vori efndi Trimm-nefnd ÍSÍ til ljósmyndasamkeppni, i samstarfi við Ljósmyndarafélag Islands, sem einn liö i þvi að auka skilning og glæða áhuga meðal al- mennings á nauösyn þess að trimma, sjálfum sér til likam- legrar og andlegrar uppbygging- ar. Myndirnar máttu vera frá hvers kyns útilifi og iþróttum og öllum heimil þátttaka, en vitað er að stór hópur fólks hefur þaö sem tómstundaiðju að fást við mynda- tökur og tilheyrandi starfsemi. Fyrir nokkru rann út skilafrest- ur, en þátttaka varð ekki eins mikil og vænta mátti. Hefur þvi veriö ákveðiö aö framlengja ljós m y nd as am - keppna, og er skilafrestur til 15. febrúar 1974. Hverjum einstakiingi er heimilt að senda 5 svart/hvitar myndir, og mega þær vera i stærðunum frá 13x18 cm upp i 30x40 cm og skulu upplimdar á pappaspjald. Einnig má hver einstaklingur senda 5 litskuggamyndir, og verða þær að vera innrammaðar i 5x5 cm eða 7x7 cm ramma. Allar myndir skulu merktar dulnefni, og i umslagi merktu sama dulnefni skai vera nafn, heimilisfang og simi viðkomandi aðila. Myndirnar á að senda til skrifstofu fSÍ i Laugardal, merkt- ar „Ljósmyndasamkeppni”. Landskeppni við Finna næsta ár Arsþing Golfsambands is- lands var haldiö um siöustu heigi, þar sem mættir voru 30 fulltrúar frá flestum golfklúbb- uni landsins. A þinginu var rætt um Noröurlandamótiö í golfi sem fram fer hér á landi næsta sumar eins og Þjóöviljinn hefur eitt blaða skýrt frá. i sambandi viö þetta Norður- landamót er fyrirhugað aö heyja landskeppni i golfi viö Finna hér á landi og þá senni- lcga áður en NM hefst. Einnig hefur veriö reynt aö fá landskeppni i golfi við Tékka, Austurrikismenn og Lúxem- búrgarmenn. Eru þau mál enn til athugunar. A þinginu kom fram aö fjár- hagur GSÍ er all-góöur endaþótt meira væri um að vera hjá golf- mönnum sl. ár en nokkru sinni fyrr. 'A þinginu var rætt um kaup á dýrum vélum til viðhalds vallanna i landinu, og yröu þessi tæki þá sameign klúbbanna. A þinginu var ákvcöiö aö skipa nokkrar nefndir til að létta störf stjórnarmanna, og einnig til aö veita aöstoö meö ýmislegt til golfklúbbanna. Búið cr að skipa i þessar nefndir, og eiga þar sæti eftirtaldir menn: Landsliösnefnd GSL..Jóhann Eyjólfsson, Jón Thorlacius, Haukur V. Guömundsson. únglinganefnd GSt....Þor- björn Kjæbo, Kjartan L. Páls- son, Konráö Bjarnason. Kennslunefnd GSt.... Haf- steinn Þorgcirsson, Viðar Þorsteinsson, Sigurður Alberts- s. Kappleikjanefnd GSÍ...Þor- geir Þorsteinsson, Einar Guðnason, Július R. Júliusson. SSS og Forgjafancfnd GSl.. Halldór Sigmundsson, ólafur Tryggvason, Ólafur Bjarki Ragnarsson. t stjórn Golfsambands islands til næsta árs voru kosnir: Páll Asgeir Tryggvason, ólafur Tómasson, Konráö Bjarnason, Kristján Einarsson, Sigurfinnur Sigurösson. t varastjórn voru kosnir: Jóil Július Sigurösson, Björgvin Þorsteinsson og Þor- steinn Þorvaldsson. Axel skorar hér eitt af sfnum 6 mörkum. Reykjavíkurmóti í körfu er lokið Reykjavikurmótinu i körfu- knattleik er nú cndanlcga lokiö. Fóru slðustu lcikirnir fram i vik- unni scm leið. 27 lið tóku þátt i mótinu frá 6 félögum, og fara úr- slitin hér á eftir. Úrslit leikja I mfl. karla hafa þegar verið birt, en þar sigraði K.R. með yfirburð- um og tapaði engum leik. t mfl. kvenna og 2. fl kvenna voru aöeins 2 lið og voru leikirnir þvi hreinir úrslitateikir: < mfl. t.R. — K.R. 24 — 15 sigurv. t.R. 2. f 1. K.R. — Fram 17 — 10 sigurv. K.R. Karlafiokkar: .2? o 1. fl. U't, — <n -j) - — Valur 3 0 6 94 _ 75 Armann 2 1 4 144 - 112 K.R 1 1 1 72 — 75 t.R. 0 3 0 127 — 165 2. fl. Armann 3 1 6 206 — 191 Vatur 3 1 6 172 — 150 t.R. 2 2 4 89 _ 88 Framhald á 14. siðu Unglingasundmót Ægis háð 2. des. Hiö árlega unglingamót Ægis verður haldið i sundhöllinni sunnudag- ínn 2. des. kl. 3. Keppt veröur i eftirtöldum greinum og i þeirri röð sem hér segir: 100 m flugsund sveina fæddra 1959 og síðar 50. m skriösund telpna fæddra 1961 og siöar 50. m skriösund sveina fæddra 1961 og siöar 200 m. bringusund drengja fæddra 1957 og slöar 50 m flugsund telpna fæddra 1959 og siöar 100 m baksund sveina fæddra 1959 og siöar 50 m bringusund telpna fæddra 1961 og siöar 50 m flugsund sveina fæddra 1961 og slöar 9. 4x50 m bringusund telpna fæddra 1959 og sföar 10.4x100 m skriðsund sveina fæddra 1959 og síöar Þátttökutilkynningar berist i siðasta lagi föstudaginn 30. nóvember á þar til geröum timavarðarkortum, ásamt skráningargjaldi 25 kr fyrir hverja skráningu. Halldór Kolbeinsson Granaskjóli 17 eöa Irmy Toft Baldursgötu 39 simi 19456. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.