Þjóðviljinn - 23.11.1973, Side 16
DJOÐVIUINN
Föstudagur 23. nóvember 1973.
Álmennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefr-"- r
simsvara Læknafélags Reykja
vikur, sfmi 18888.
Kvöldsími blaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00. :
Kvöld, - nætur, - og helga -
þjónusta apótekanna 23. — 29.
nóvember verður i Ingólfsapóteki
og Laugarnesapóteki.
Slysavarðstofa Borgarspítalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur-og helgidagavakt á
Heiisuverndarstöðinni. Simi
21230.
Deila þjóna og Óðalsbœnda
Þjónar
réttinn
hafa
sín megin
— Það er i sjálfu sér ekkert
nýtl aö óöalsbændur sýni
vinnandi fólki yfirgang þegar það
leitar réttar sins, en okkur er
sama hvaö llaukur hamast, hann
hefur ekkert uppúr þvi ncma
crfiöið, við hleypum engum inn i
húsið og við það situr, sögðu þjón-
ar sem voru á vcrkfallsvakt við
inngang veitingahússins élðals i
hádeginu i gær. Rétturinn cr
okkar mcginn, bættu þeir við.
Það voru ekki mikil læti við
húsið i hádeginu i gær þegar okk-
ur bar að. Aðeins 4 höfðu sloppið
inn áður en verkfallsverðir komu,
en eftir það fór enginn inni húsið.
Haukur óðalsbóndi kallaði á lög-
regluna sem kom og brosti
framan i hann, þar sem hann stóð
i dyrunum fölur og titrandi og
óskaði eftir þvi að lögreglan sæi
til þess að gestum staðarins væri
ekki meinuð innganga, en auð-
vitað gerði lögreglan ekki neitt,
rétturinn er þjónanna.
— Þaö er rétt, sögðu þjónarnir
sem við ræddum við, aö kröfur
okkar eru um 40% en eru ekki öll
verkalýösfélög með svipaðar
kröfur nú'.' Það er sagt að kaup
okkar sé hátt. Vissulega hafa ein-
staka þjónar, einkum þeir sem
vinna þar sem mikið er selt af
mat, góð laun, en hver er vinnu-
dagurinn og vinnutiminn? Við
höfum ekki hærri laun en
iðnaðarmenn i uppmælingu, en
mundu þeir samþykkja að hafa
Sjömannanefnd.
in á fundi með
fulltrúum
stjórnvalda
Sjömannanefnd ASl var á
fundi i gær með fulltrúum
rikisstjórnarinnar ásamt með
formönnum starfsnefnda ASt
um húsnæðis- og skattamál.
A prjónunum er að fulltrúar
atvinnurekenda tali við full-
trúa rikisvaldsins i dag.
Fundur verður i 30 manna
nefnd ASt á mánudag klukkan
tvö og aftur með 30 manna
nefnd Vinnuveitendasam-
bandsins klukkan 4 þann sama
dag. -úþ
þessi laun fyrir nær eintóma
næturvinnu? Varla.
Svo mega menn heldur ekki
gleyma þvi að meirihluti þjóna
vinnur i húsum sem nær eingöngu
selja áfengi, litinn sem engan
mat. Þeirra kaup þætti ekki hátt
á almennum vinnumarkaði eftir
að það hefur verið skert um 11%,
eins og gert hefur verið, sögðu
þjónarnir.
En hver er þá réttur þjónanna i
verkfallsvörslu sinni við Óðal?'
Við lögðum þá spurningu fyrir
Egil Sigurgeirsson lögfræðing
ASt.
— Egill sagði: t 18. grein
vinnulöggjafarinnar er ákvæði
sem segir að ekki megi afstýra
eða reyna að afstýra verkfalli
með aðstoð fólks, sem er i þvi
sambandi sem viðkomandi verk-
fallsfélag er i. Þess vegna er
óheimilt að afstýra eöa aö reyna
að afstýra verkfalli með þvi að fá
aðstoð fólks sem er innan ASt.
Auk þess er til dómur félagsdóms
um aö félög innan ASt mega ekki
yfirtaka vinnu manna sem eru i
verkfalli.
— Nú er um að ræða eigendur
hússins, sem eru ófaglærðir
þjónar. Mega þeir ganga um
beina?
— Þessir menn munu vera mat-
reiðslumenn og það er ekki ætlast
til að matreiðslumenn gangi um
beina.— Hafa þá þjónarnir ekki
lögin sin megin i þessu máli?
— Við höfum alltaf litið þannig á
að óheimilt sé að ganga inni störf
þeirra sem i verkfalli eru. Hins-
vegar eru lögin svo margbreyti-
leg að ekki er hægt að segja að
þau séu alveg skýr i svona tilfelli.
Nú munu eigendur hússins hafa
kært framkomu þjóna og benda á
að þeir megi vinna af þvi að þeir
séu eigendur. Verkalýðs-
hreyfingin hefur aldrei léð máls
á eða viðurkennt þetta sjónarmið
og hefur aldrei fallist á að hægt sé
að brjóta verkfall á bak aftur með
' vinnu annarra manna. Atvinnu-
rekendur hafa oft reynt þetta
áður en verkalýðshrey fingin
hefur alltaf stöðvað það og oft
hafa þau viðbrögð verkalýðs-
hreyfingarinnar verið kærð og
klöguð en það hefur aldrei verið
dæmt i slikum málum, þau hafa
verið látin niður falla og verk-
fallsvarsla viðkomandi verka-
lýðsfélaga verið látin óátalin.
S.dór
Breiðholtsleið:
Komið
*
i
veg fyrir
umfe rðarhnúta
Tillaga Sigurjóns Péturssonar í borgarráði
Sigurjón Pétursson, borgar-
ráðsmaður, lagði til f borgar-
ráði að gerðar yrðu ráð-
stafanir til þess að leysa úr
þeim umferðarhnútum sem
óneitanlega skapast á Breið-
holtsleiðinni og oft á tiðum
valda löngum töfum veg-
farenda og eru um leið slysa-
gildrur.
Eins og fólki er kunnugt er
aðeins um að ræða eina leið
fyrir umferð i Breiðholtið sé
að þvi komið úr borginni, þe.
leiðin gegn um Blesugrófina.
Inn á þessa aðveituleið
liggja þrjár tengigötur,
Bústaöavegur, Vatnsveitu-
vegur og Smiðjuvegur úr
Kópavogi. Reyndar mun
vegurinn i gegn um Blesu-
grófina og i Breiðholtið heita
Reykjanesbraut.
Ef bill er að koma ofan úr
Breiðholti og ætlar að beygja
inn á Bústaðaveg kemst hann
ekki þvert yfir akbrautina, sé
um einhverja umferð að ræða
á leið i Breiðholtið, og um leið
stöðvarhann alla umferð fyrir
ofan sig. Það sama skeður ef
bill er á leið upp i Breiðholt og
ætlar að beygja inn á Vatns-
veituveg, en þá stöðvar hann
alla umferð fyrir neðan sig.
Þannig myndast oft á tiðum
talsverðir umferðarhnútar.
Tillaga Sigurjóns til lausnar
þessu er svohljóðandi:
„Borgarráð samþykkir að
fela gatnamálastjóra að géra
svo fljótt sem aðstæður leyfa
útskot á Reykjanesbraut á
móts við Bústaðaveg. Þá
samþykkir borgarráð einnig
að fela gatnamálastjóra að
athuga hvort þörf er að gera
útskot á Reykjanesbraut á
móts við Vatnsveituveg og við
tengingu milli Reykjanes-
brautar og Smiðjuvegs.”
Tillaga Sigurjóns var ekki
afgreidd þar sem hún var lögð
fram á fundinum en ekki
fyrir hann, en hlaut samt sem
áður jákvæðar undirtektir, og
þegar blaðið innti Sigurjón
eftir þvi hvað hann héldi um
framgang málsins, sagðist
hann búast við að þetta yrði
framkvæmt innan skamms
tima. —úþ
Krafist þjóðstjórnar
Grikklandi
í
Hundruð manna sennilega
drepin í tækniháskólanum
AÞENU 22/11 — Skrið-
drekar hurfu á brott úr
Aþenu i dag, en her-
menn gráir fyrir járnum
standa ennþá vörð við
opinberar byggingar.
Herinn virðist stöðugt
herða tökin i landinu, og
herforingjar eru teknir
að ritskoða blöðin.
Eftir að skriðdrekarnir voru á
brott tók griski kommúnista-
flokkurinn, sem er bannaður,
undir þá kröfu hægrisinnaðra og
milliflokksstjórnmálamanna að
mynduð verði þjóðstjórn á breið-
um grundvelli. Kommúnista-
flokkurinn krefst þess einnig er
herlögin verði numin úr gildi og
sleppt úr haldi öllum þeim, sem
ennþá sitja i fangelsi eftir
óeirðirnar.
Að minnsta kosti tvö hundruð
manns særðust er her og lögregla
réðust gegn mótmælendum i
verkfræðiháskólanum i Aþenu
um siðustu helgi, og hundruð
manna voru handtekin. Til-
kynningar stjórnarinnar herma
að þrettán manns hafi látið lifið,
en talið er vist að þeir drepnu séu
miklu fleiri, jafnvel að þeir skipti
hundruðum.
Ritskoðarar hersins bönnuðu i
dag timaritið Politika Pemata,
sem hafði gagnrýnt stjórnina
talsvert. 1 siðasta tölublaði ritsins
voru margar greinar, sem studdu
kröfur stúdentanna.
EBE-ráðið ræddi ástandiö i
Grikklandi á fundi i dag, en ekki
náöist neitt samkomulag um nýj-
ar aðgerðir gegn grisku stjórninni
i þeim tilgangi að knýja hana til
að draga úr ógnunum.
Feisal:
BEITUM OLÍUNNI
UNS MEGINKRÖFUM
ER FULLNÆGT
KAIRÓ 22/11 — Feisal konungur i
Saúdi—Arabiu lýsti þvi yfir í dag
að hann myndi ekki láta af þvi að
beita oliuvopninu fyrr en Arabar
hefðu fengið fullnægt ölluni
meginkröfum sinum varðandi
framtiðarskipan i Austurlöndum
nær. Þær kröfur eru fyrst og
fremst að ísraelsmenn skili
hernumdu svæðunum frá i
sexdagastriðinu, Palestinumenn
fái sjálfsákvörðunarrétt og að
Arabar endurheimti réttindi sin
viðvikjandi Jerúsalem.
Þangað til þessum kröfum
hefur verið fullnægt, sagði Feisal
við egypska blaðið A1 Gomhúria,
munum við halda áfram fullu
oliubanni á sum lönd en draga úr
útflutningnum til annarra. Segist
kóngur ekki hafa farið i neina
Framhald á 14. siðu.
Athugasemd
Sigurður Magnússon, forstjóri
Ferðaskrifstofu rikisins, bað
okkur fyrir eftirfarandi athuga-
semd við frétt um lokun hótelsins
á Akranesi er birtist i Þjóðviljan-
um á miðvikudag.
21. nóv. hefur Þjóðviljinn það
eftir Óla Ólasyni, fyrrum hótel-
stjóra á Akranesi, að ein af skýr-
ingum tapreksturs hans sé að
finna i þvi, eins og hann orðar
það, „þar að auki taka sumar-
hótelin af okkur mesta bissnes-
inn.”
Ef Óli á hér við Edduhótelin, þá
hallar hann hér réttu máli, gegn
betri vitund, þar sem ég skýrði
honum, og öðrum ráðstefnugest-
um á Egilsstöðum^rá þvi 29. sept.
sl„ að undanfarin tvö ár hefðu
Edduhótelin verið rekin með
miklum halla, og sterkar likur
bentu til, að reikningsskil yfir-
standandi árs myndu leiöa i ljós
að hallarekstur sl. sumars yrði
meiri en árið 1972, en þá reyndist
hann nema einni miljón króna.
Vegna þessa er mér óskiljan-
legt, að Óla Ólasyni,eða öðrum
ágætum veitingamönnum, mundi
verða það mikil búbót að þurfa
einnig að standa undir halla-
rekstri Edduhóteianna til ábætis
öðrum þeim byrðum sem hafa nú,
þvi miður, reynst Óla allt of
þungar uppi á Akranesi.
—úþ
Viðræðum Þjóðverja er lokið í bili
Viðræðum Islendinga og Vest-
ur-Þjóðverja lauk i Reykjavik i
gær. Embættismenn tóku þátt i
þessum viðræðum af hálfu beggja
aðila og var einkum fjallað um
veiðihlólf og veiðitimabil ef til
samninga kemur milli aðila um
fiskveiðari islensku landhelginni.
Gert er ráð fyrir að siðar fari
fram viðræður milli ráðherra
landanna og fari þær fram i Bonn.
Blaðberar
#
óskast
nú þegar i eftir talin
hverfi:
Laugaveg
Seltjarnarnes
NÖkkvavog
Þingholtsstræti
Hverfisgötu
Hjarðarhaga
Tjarnargötu
Hafið samband við af-
greiðslu Þióðviljans i
simum
17500 eða 17512.
L/j
l
U1
u