Þjóðviljinn - 24.11.1973, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember I!)73.
MODVIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ótgefandi: tJtgófufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 22.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
ÞJÓÐNf TING OLÍUDREIFINGAR ER DAGSKRÁRMÁL
Á undanförnum áratugum hafa alltaf af
og til sprottið upp ofstækisfyllstu
stuðningsmenn ihaldsins og krafist þess
að Islendingar létu af öllum viðskiptum
við Sovétrikin. Þegar Bjarni Benediktsson
beitti sér fyrir auknum viðskiptum við
Sovétrikin i framhaldi af verslunarbanni
Breta 1952 vakti sú ákvörðun óánægju
meðal margra ihaldsmanna, ekki sist
þeirra sem hallastir voru undir Atlans-
hafsbandalagið og McCarthyisman en
eins og rakið var hér i blaðinu fyrir nokkr-
um misserum var starfandi sérstök nefnd
til þess að koma i veg fyrir viðskipti við
Sovétrikin, á þessum árum. En núorðið
hafa þessar raddir hljóðnað, enda hafa is-
lenskir peningamenn vit á þvi, sumir
hverjir að minnsta kosti, að láta sig pólitik
engu varða þegar peningavon er annars
vegar. Þessum viðskiptum við Sovétrikin
er það að þakka að við höfum nú i dag ein-
ir Vestur-Evrópuþjóða nægilega oliu i bili
til okkar þarfa, en ekki þó svo mikla að
ástæða sé til þess að bruðla með þennan
verðmæta hitagjafa.
1 ljósi þeirra vandamála, sem komið
hafa upp i orkumálum heimsins, hefur
iðnaðarráðuneytið ákveðið að láta fram
fara sérstaka athugun á þvi hvernig inn-
lendir orkugjafar geti komið i stað inn
fluttra. Virðist liggja beint við að gera
sérstakar ráðstafanir til þess að hraða þvi
að innlendir hitagjafar verði notaðir til
húsahitunar alveg sérstaklega. íslending-
ar eru svo heppnir að eiga einstakar auð-
lindir sem eru i sifelldri endurnýjun og
mega menn nú minnast þess með létti, að
viðreisnarstjórninni tókst ekki að selja
orkulindir okkar á spottprisum meðan
veldi hennar stóð i þessu landi.
En vegna oliuvandamálanna i heimin-
um hljóta íslendingar einnig að veita þvi
HVER TEKUR VÖLDIN í ÚTVARPINU?
Ofsalegar árásir afturhaldsins á ein-
staka flytjendur efnis i Rikisútvarpinu
hafa nú náð hámarki. Árásirnar beinast
ekki eingöngu efnislega að þvi sem flutt er
sérstaklega heldur að flytjendunum sjálf-
um. 1 þvi efni er beitt einskæru persónu-
niði sem á sér engan sinn lika i siðari tima
blaðamennsku á Islandi. Og nú er það
spurningin: Tekur ihaldið enn völdin i út-
varpinu? Verður afstöðu réttkjörinnar
forustu útvarpsins ýtt til hliðar fyrir
afturhaldssjónarmið þeirra sem skipa
valdastöður i útvarpinu? Verður látið
undan þrýstingnum? íhladið hefur á
undanförnum árum vikið hverjum
manninum á fætur öðrum frá útvarpinu.
Má i þvi sambandi nefna — af handa-
hófi — Jónas Árnason, Magnús Torfa
Ólafsson, Ólaf Ragnar Grimsson, Olgu
Guðrúnu Árnadóttur og ótal marga fleiri.
Ef útvarpsráð vill halda virðingu sinni
verður það nú að spyrna við fótum.
Það er til marks um ósvifni ihaldsins i
útvarpsmálum að launaður starfsmaður
NATO á íslandi er annar fulltrúi þess i út-
varpsráði, hinn er starfsmaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður. Sá
sérstaka og aukna athygli, að hér er bein-
linis bruðlað með innfluttan orkugjafa,
oliuna. Hér eru starfandi þrjú oliufélög
sem dreifa sömu oliunni um lands-
byggðina. Vitt um land má sjá fáránlega
samkeppni þessara félaga og jafnframt
auðhringa- og einokunaraðferðir þeirra
við verðlagningu. Talsmenn oliufélaganna
hafa sjálfir viðurkennt að forsenda þess,
að hér séu þrjú oliufélög, sé sú, að þau geti
haft samkeppni um mismunandi
þjónustu; að hlutverk þeirra sé það eitt að
keppa hvert við annað að koma oliunni
út. Nú er það augljósara en nokkru sinni
fyrr að þetta siðasta vigi oliuauðvaldsins
islenska er fallið. Þar með liggur beint við
að nú taki rikið við allri oliusölu og oliu-
dreifingu innanlands, enda er það rikið
sem tryggir landinu oliu með samningun-
um við Sovétrikin. Þjóðnýting oliu-
dreifingarinnar á Islandi er dagskrármál
nú fremur en nokkru sinni fyrr.
fyrrnefndi hefur þá iðju að skrifa lesenda-
bréf undir aðskiljanlegum dulnefnum i
lesendadálka Morgunblaðsins. Með viga-
ferlum úr launsátri hefur honum orðið
furðumikið ágengt enda þótt hann sé
jafnan i minnihluta i útvarpsráði sjálfu.
1 sögu þeirri sem Olga Guðrún Árna-
dóttir les i útvarpinu um þessar mundir er
frá þvi sagt er börn tóku völdin á barna-
heimili. Spurning dagsins er sú: Hver tek
ur völdin i útvarpinu-verður það ihaldið
og handlangarar þess,-eða réttkjörnir
yfirmenn útvarps?
Umrœður
um bónus
í Þjóöviljanum á sunnudaginn
var birtist viðtal við forstöðu-
menn ráðgjafarfyrirtækisins
Rekstarstækni s.f. um störf
þeirra að undirbúningi og gerð
bónuskerfis i frystihúsum. Einnig
ritaði einn blaðamanna hugleið-
ingarum bónusmái almennt. Þær
vill hagræðingarráðunautur
Vinnuveitendasambandsins,
Agúst II. Eliasson, leiðrétta, og er'
það velkomið. Agúst er forstöðu-
maður tæknideiidar Vinnuveit-
endasambandsins. Grein Agústs
fer hcr á eftir, cn fyrirsögn henn-
ar er:
Bónusleiðrétting
t greinarkorni Hjalta Krist-
geirssonar i Þjóðviljanum þann
18. nóvember segir hann m.a.:,J
staðli Alþjóða Vinnumálasam-
bandsins um ákvæðisvinnu eru
100% sett við þau afköst, sem
menn ná án hvata launakerfis,
þ.e. sambærilegt 67% hér".
Þar sem i þessu felst nokkur
misskilningur þótti undirrituðum
réttaðskýra frá staðreyndunum i
málinu.
Til þess að hægt sé að bera
saman afkastakröfur, sem ILO
(Alþjóða Vinnumálasambandið)
mælir með og þær afkastakröfur,
sem bónuskerfið i fiskiðnaðinum
byggist á verður fyrst að gera sér
grein fyrir hverjar þessar kröfur
eru.
Afkastakröfur eru almennt
skilgreindar með samanburði við
afköst manns, sem gengur án
byrði á sléttum vegi á ákveðnum
hraða.
Að vísu eru skiptar skoðanir
um, hvaða afkastakröfur liggi að
baki bónusvinnu i frystihúsum, en
að áliti undirritaðs samsvara þær
um það bil 5,4 km. gangs á klst.
Það skal tekið fram, að starfs-
bróðir minn hjá ASt, Bolli Thor-
oddsen, mun álita, að þessar
kröfur séu nær þvi að samsvara
5,0 km á klst. 1 dæmi okkar skul-
um við fara milliveginn og ganga
út frá að 5,2 km/klst. sé hin rétta
tala. Þessi afköst eru þá það, sem
kallað er 100% afköst.
En nú skulum við lita á, hvernig
ILO skilgreinir afköst:
„Stöðug, ákveðin, ekki hröð
vinnubrögð, eins og hjá starfs-
manni, sem ekki er i ákvæðis-
vinnu, en undir eðlilegri verk-
stjórn, virðist hæg, en tima er
ekki visvitandi sóað meðan á at-
hugun stendur’’ og er það talið
samsvara 4,8 km göngu á klst.
■En 4,8 km á klst. samsvara 92%
af 5,2 km/klst, sem eru afkasta-
kröfur bónusvinnunnar. Og fyrir
þessiafköst (92%) fær starfsfólk i
frystihúsum samkvæmt núgild-
andi samningum 19% kaupauka,
þegar eingöngu er greitt fyrir af-
köst. Þegar um störf, þar sem
einnig er greitt fyrir nýtingu er að
ræða fær starfsfólk, sem skilar
meðalnýtingu (miðað við starfs-
félaga sina, sem vinna eftir kerf-
inu á sama tima) 32% kaupauka.
Þar að auki getur fólkið notað um
það bil 5% af vinnutimanum til
þess að sinna eigin þörfum, önnur
5% til þess að hvila sig og þá eru
óreiknaðar óhjákvæmilegar tafir,
sem eru u.þ.b. 10% af timanum.
Kaffitimar eru auðvitað ótaldir i
þessu dæmi.
Og þetta eru þau afköst, sem
ILO skilgreinir sem timavinnuaf-
köst.
Eins og sjá má er alrangt að
segja að 67% afköst i fiskvinnu
samsvari þvi, sem ILO kallar
timavinnuafköst, en á þvi byggir
H.K. hugleiðingar sinar um bón-
usinn. Hirði ég þvi ekki að ræða
þær nánar.
H.K. segir einnig i greininni, að
timamæld ákvæðisvinna sé á
undanhaldi i nágrannalöndunum.
Það er rétt að ákvæðisvinna er á
undanhaldi i Sviþjóð, þ.e.a.s. það,
sem hér er kölluð hrein ákvæðis-
vinna (greitt fyrir hvert stykki —
ekki kauptrygging). Hins vegar
færist það i aukana i Sviþjóð, að
tekin séu upp launakerfi þar sem
fólki eru tryggð timalaun og þar
að auki greiddur kaupauki, sem
reiknaður er út eftir afköstum
svipað og i bónusvinnunni hjá
okkur.
20/11 1973
Agúst II. Eliasson
Athugasemd:
Það er ákaflega slæmt að sjálf-
ur grundvöllurinn undir tima-
mældri ákvæðisvinnu i frystihús-
um skuli ekki vera fastur og óum-
deildur. En það er gott að starfs-
maður Vinnuveitendasambands-
ins skuli staðfesta það að málum
er svona háttað.
Það er einnig mjög þarflegt að
hann dregur fram skilgreiningu
Alþjóða vinnumálasambandsins
— ILO — á grundvallarafköstum,
en þau byggjast á vinnubrögðum
hjá manni sem ekkier i ákvæðis-
vinnu.
Þetta tvennt er mergurinn
málsins, og væri vel ef umræða
gæti tekist um bónusmálin út frá
þessum staðreyndum.
1 almenna rammasamningnum
um bónusvinnu, „Leiðbeiningar
um undirbúning og framkvæmd
vinnurannsókna” frá 29. janúar
1972, er i lið 3.3.2.2. eftirfarandi
skilgreining á 100% afköstum:
„Málsafköst eru þau afköst, er
æfður verkmaður skilar, sem
gagnkunnugur er vinnuaðferð,
verkfærum og vélum og vinnur
með hraða, sem unnt er að halda,
án þess að það skaði heilsu hans”.
Hvílikur höfuðmunur á þessari
skilgreiningu og þeirri frá ILO!
Agúst tilfærir hana hér að fram-
an, og eru lesendur hvattir til að
bera þær saman.
Islenska skilgreiningin er svo
losaraleg, að hagræðingarráðu-
nautar geta ekki visað til hennar
sem hins fasta mælistokks. (Eitt-
hvað áþekkt væri það að semja
um timavinnu án þess að hægt
væri að visa til einnar rétt gang-
andi klukku. Okkar klukkur geta
ruglast, en það vill svo vel til að
himintunglin ganga alltaf rétt!).
Það segir hvergi berum orðum i
islensku skilgreiningunni, hvort
málsafköstin séu miðuð við tima-
vinnu eða hvata launakerfis. En
við nánari athugun hlýtur maður
að komast að þeirri niðurstöðu,
að þau miðist við hvata launa-
kerfis. Það er nefnilega ekki hægt
að ætlast til þess að tímavinnu-
maður vinni við efri mörk þess
„hraða sem unnt er að halda, án
þess að það skaði heilsu hans”.
A þessu byggist sú fullyrðing
min, að afköst i grennd við 67%
samsvari timavinnunni, eins og
þessar stærðir eru fram settar
hér á landi. Hygg ég að ég eigi
mér skoðanabræður i þessu efni
meðal hagræðingarmenntaðra
manna hér á landi.
1 bónussamningi frystihúsanna
(samningi um timamælda á-
kvæðisvinnu i frystihúsum frá 12.
febrúar 1972) er ekki að finna
neina skilgreiningu- á þvi, hver
grundvöllur bónusvinnunnar er,
þ.e. hvert vinnuálagið er við 100%
afköst. I þeim efnum er visað til
ofangreinds rammasamnings, og
kemur þá m.a. til álita ákvæðið
um málsafköst sem prentað er
hér að framan. Grundvöllurinn
liggur sem sé i lausu lofti.
En hvernig er þá byggt ofan á
þennan óljósa grundvöll? Hvern-
ig er farið að þvi að mæla vaxandi
afköst? Ef grundvöllurinn væri
skilgreindur á óyggjandi hátt,
væri auðvelt að leiða afkastamat-
' ið út frá honum á rökfræðilegan
hátt. En þar sem undirstöðuna
vantar, er afkastamatið haft
svona: „Afkastamat skal vera i
samræmi við það afkastamat
sem fyrri staðlar sölusamtak-
anna hafa verið byggðir á” (bón-
ussamningur 6. grein).
Það er þakkarvert að Vinnu-
veitendasambandið skuli hafa
tekið undir þau sjónarmið Þjóð-
viljans að rétt sé að efna til um-
ræðu um bónusmál. Gaman væri
ef starfsmenn Vinnúveitenda-
sambandsins gerðu i næsta til-
skrifi grein fyrir þvi, hvernig þeir
telja vinnuálag og skerðingu
starfsþreks aukast — i hvaða
hlutfalli — með aukningu þeirra
afkasta „sem staðlar sölusam-
takanna byggjast á”.
21/11 1973
Hjalti Kristgeirsson
Auglýsinga-
síminn er 17500