Þjóðviljinn - 24.11.1973, Síða 7

Þjóðviljinn - 24.11.1973, Síða 7
Laugardagur 24. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Hvorki tannlaus né langrækinn Gunnar Benediktsson; Stungiö niður stilvopni. Minningahrafl hvildar- stunda. örn og örlygur 1973, 168 bls. Nær áttræður situr Gunnar Benediktsson, sá maður sem af einna mestri iþrótt hefur farið með ritgerðarlist hér á lándi, hreint ekki auðum höndum. Hann er á kafi i ýmislegum fræðum, semjandi útvarpsleikrit, heldur áfram að rita sögu tslands frá striðsbyrjun. Samt finnst honum ekki nóg að gert. Og þegar „að- gerðarleysi” sækir að, finnst hon- um eðlilegast að reka það á dyr með skriftum. Hann setur saman minningaþætti frá þvi skeiði æv- innar, þegar hann kynntist mjög náið skoðanakúgun af hálfu þeirra, sem með völd fóru hér á landi. Þetta timabil hefst um 1930, þegar Gunnar hefur hætt prestskap vegna þess að honum þótti annað nauðsynlegra, og gerst einn ötulasti og vigreifasti útbreiðandi sósialiskra sjónar- miða, flokksbundinn þeim, sem ákveðnastir voru i þeim efnum, kommúnistum. Gunnar hefur valið sér mjög lauslegt form, og varar menn reyndar við þvi i formála, að þeir geri aðrar kröfur til bókarinnar en hún sé einmitt „minningahrafl hvildarstunda”. Hann segir m.a.: „Ég ætla mér að gefa hnoða hug- myndatengslanna fullkomið frjálsræði til að vinda upp á sig að eigin vild og skeyti engu um rökrænt samband tima og rúms”. Þetta er ekki nema rétt: frásögn- in er laus i reipum. Efnið er að visu flokkað eftir viðfangsefnum Gunnars — i einum kafla segir hann einkum frá kennslustörfum sinum, i öðrum frá erindrekstri um landið, i hinum þriðja kynn- umst við erfiðismanninum Gunn- ari, i enn einum er hann ritstjóri dagblaðs, þegar Bretar hafa bannað Þjóðviljann og fangelsað ritstjórnina. Samt er einnig þessi skipting mjög frjálsleg. Þvi er ekki að neita, að liklega hefði margt unnist við stranglegri vinnslu efnisins, hliðstæðum at- vikum fækkað en fleiri málsatvik komið fram, sem betur eru geymd en gleymd. En þá hefði bókin einnig misst nokkuð af þeim áreynslulausa þokka munn- legrar frásagnar yfir fjórtán kaffibollum, sem hún er gædd. Bókin fjallar að mestu um framgöngu Gunnars Benedikts- sonar i pólitiskum vigaferlum kreppuáratugsogstriðsára. Hann flytur erindi gegn afturhaldi i trú, menningu og stjórnmálum, gerir stéttarlegar úttektir á sjávar- plássum landsins og býður mönn- um að rökræða þær við sig, skor- ar stólpa ihalds og krata á hólm á kappræðufundum, vinnur sér góðan orðstir á helstu alþýðu- skemmtunum þeirra tima, fram- boðsfundunum. Lesanda finnst sá helstur galli á frásögn af þessum hlutum, að miklu meiri áhersla sé lögð á umbúnað atvikanna — ferðalög, viðtökur ágætisfólks um allt land með gestrisni og hjarta- hlýju, andrúmsloft fundanna — en á sjálft inntak deilnanna, á dæmi af málflutningnum. En það ber að þakka það sem til skila er haldið, þvi þeir eru þvi miður allt- of fáir sem hafa fest á blað minn- ingar úr stéttabaráttu. Ég nefni i þvi sambandi eitt af fleygum til- svörum þess tima. Egill kaupfé- lagsstjóri hafði látið dynja á Gunnari svivirðingar út af mis- heppnuðu verkfallsbroti m.a. kallað hann hundapisk margoft. Svarar þá Gunnar: „Ef ég er hundapiskur, segðu mér þá : Hver er hundurinn?” I lýsingu Gunnars af andrúms- lofti þessara tima finnst mér einna fróðlegastað velta fyrir mér einkennilegu samblandi af pólit- iskum ofsóknum á hendur komm- únistum timans og virkum, opn- um áhuga á nýjum hugmyndum, sem Gunnar hefur margoft rekist á: „A þessum árum var allur al- menningur mjög umburðarlyndur gagnvart skoðunum, sem ekki féllu i hans kram, hugir voru sár- þyrstir eftir þvi að heyra eitthvað nýtt”. Þessu til sönnunar er hin mikla aðsókn að blóðrauðum er- indum Gunnars i fámennum plássum landsins. Og þó sérstak- lega eftirminnileg frásögn af þvi, þegar löngu málþingi var lokið á Eiðum, og dans átti að hefjast. Þá var þeim boðið að sitja eftir i fundarsal, sem vildu hlusta á Gunnar Benediktsson flytja er- indi um kommúnisma. Enginn hreyfði sig úr fundarsalnum þær tvær stundir sem Gunnar talaði — harmonikan á næstu hæð fyrir neðan þagnaði innan skamms. Máski stóð ofstopi ýmiskonar valdamanna í garð Gunnars og hans félaga á þessum árum i réttu hlutfalli við þennan opna Allsber bókavöröur llilmar Jónsson: Fólk án fata. Veröldin séð frá Kefla- vik á árunum 1958-73. 149bls. Hilmar Jónsson, bókavörður i Keflavik og höfundur bóka, segir i upphafi máls sins, að „bak við þá mynd, sem kommúnistar og fylgifiskar þeirra hafa dregið upp af staðnum, kemur i ljós önnur, þegar Hilmar hefur skyggnst þar beturum”. Þetta er ekki óefnileg yfirlýsing. En þvi miður er það svo, að þótt kommúnistar hafi ekki verið alltof iðnir við að gefa einhverja heildarmynd af plássi eins og Keflavik, þá er Hilmar Jónsson i reynd enn latari. Það er lifsins ómögulegt að sjá i brotum þeim, sem hann hefur tint saman neina „mynd” af fróðlegu plássi. Aftur á móti heldur hann áfram að lýsa sjálfum sér eins og aðrir höfundar bóka. Meginmál bókarinnar er annarsvegar skrýtlusafn úr bæjarlifinu, hinsvegar frásögn af framgöngu Hilmars i hans á- hugamálum. Keflvikingur hefur að sjálfsögðu gaman af að rifja upp hin og þessi tilsvör og spaugi- leg atvik. Hvort utanbæjarmenn hafa einnig skemmtun af, er svo ekki eins vist. Verst er að Hilmar segir fá ný tiðindi; það er helst að hann flikkar upp á hið fræga læknastrið i Keflavik með birt- Hilmar Jónsson ingu skopkviðlings, og i sambandi við brennivinsmál birtir hann stórskemmtilegt bréf til sóknar- prests frá konum, sem heimta að- gang að klúbbi kanans i Rokkvill og engar refjar. Oftar en ekki læt- ur hann sér verða litið úr málum ogpersónum. Honumiverðurfurðu litið bæði úr samtali við þær merku konur, Framnessystur, sem úr lýsingu á helstu pólitisk- um foringjum Keflvikinga. Iion- um er ekki lagið að skyggnast á bak við mál eins og embættis- rekstur bæjarfógeta né heldur sjúkrahúsmálið, hann rekur nokkur ytri atriði, hefur ekki tök á stærra samhengi. Ahugamál Hilmars eru mest tengd áfengi: hann berst gegn brennivinsbúð á staðnum, krefst þess, að fyrir ölvun við akstur verði refsað, og heimtar að lönd- um verði bannaður aðgangur að klúbbum á Vellinum. Það skal viðurkennt, að það þarf hugrekki til að bægja brennivini frá þessu sjávarplássi og þó einkum til að meina tslendingum að drekka ó- dýrt meö könum. Mér er nær að halda að margur hafilifiölifið fyr- ir minna. Donkikkótar eru ekki allir jafn skemmtilegir, en það er altént yfir þeim viss ára. Undir lok bókarinnar fjallar Hilmar um afskipti sin af málum rithöfunda, og hlýtur það að vera mikill raunalestur öllum þeim sem trúa á Hagalin, Kristmann, Matthias og upphaflegan tilgang Almenna bókafélagsins. „Flestar bækur minar’,' segir Hilmar,„hafa ekki fengist ritdæmdar i Morgun- blaðinu,enda þótt undirritaður sé liklega einn heiðarlegasti og skorinorðasti andstæðingur kommúnista sem nú er upii hér- lendis”. Heimilisböl er þyngra en tárum taki. A.B. Gunnar Benediktsson: hugmyndatengslin vindi upp á sig aö eigin vild. áhuga almennings á nýjum boð- skap? Kommarnir voru náttúr- lega þeim mun hættulegri sem fleiri hunsuðu dillandi tóna harmonikunnar vegna þess að þeir vildu fá svör við þvi, af hverju atvinnuleysi ríkti og hvers vegna brauði væri brennt i svelt- andi heimi. Og kannski er um- burðarlyndi ráðamanna gagnvart skoðunum, sem vissulega helur aukistsiðan (þótt það, nota bene, standi ekki ýkja traustum fót- um), tengst þvi, að móttökuskil- yrði hala dofnað hjá þeim al- menningi, sem hefur hlotið sina kaldastriðsinnrætingu, ofmeltast af fjölmiðlum og skemmtanaiðn- aði, einangrast á sinni velferðar- skák? Allavega er það engin lýgi að Gunnar hafi verið lagður i einelti. Honum er meinað að stunda kennslu, sem hugur hans stendur þó mest til, nema hvað honum lekst með naumindum að reka einskonar einkaskóla um tima. Þegar verst á stendur ljárhags- lega er honum bolað úr starfi þingskrifara. A striðsárunum er hann dæmdur i tukthús fyrir að skrifa um hæpinn lisksölusamn- ing til Breta. Kóngur þeirra Ar- nesinga bannar að slikur maður fái að ganga i kaupfélag, og kost- ar það málaferli og undarlegustu vitnaleiðslur að fá þvi banni hnekkt. Gunnar, sem oftar en ekki vann fyrir sér með erliðis- vinnu, var rekinn úr Dagsbrún meðtveim merkum mönnum öðr- um, og forysta ASt reyndi að fá hann rekinn úr Bárunni á Eyrar- bakka. Skammsýni valdniðslu- manna er lurðuleg: engum þeirra, og allra slsl krötum, virð- ist hafa dottið i hug, að ofbeldi af þessu tagi mundi fyrst af öllu stórefla hið rauða lið, en steypa þeim sjállum út i siöferðilegt for- að (þar sem kratar hafa reyndar setið siöan). llvað sem þvi liður þá verður þessi samantekt holl lesning þeim, sem aldrei hafa leyft sér að efast um aö það lýð- ræði sem við þekkjum sé vamm- laust, og minna þá á þaö, að þeir sem fara meö eignarrétt, embætti eða önnur völd eiga margan kost á að grafa undan þeim formlega rétti til málfrelsis sem kveðið er á um i lögum. Bókin minnir einnig á þá sterku samkennd, félagslegu ábyrgðar- tilfinningu og siðferðilegu alvöru, sem einkenndi i mjög rikum mæli hina rauðu fylkingu fjórða ára- tugsins. Mörgum er þessi andi saknaðarefni, en aðrir af vinstra armi hugsa sem svo, að þessi fyrirbæri séu tengd aðstæðum sem nú eru horfin og koma ekki aftur. Nokkuð til i þvi — hitt er jafnvist, að róttæk hreyfing verð- ur á hverjum tima að leysa það verkefni að skapa i sinum röðum andrúmsloft og tengsli, sem eru i raun og veru öðruvisi en hjá „venjulegum” flokkum. Fátt er hæpnara fyrir þá sem vilja breyta hlutunum svo um muni, en að verða „eins og fólk er flest”. Timar bókarinnar voru rysjótt- ir, og snýtti margur rauðu; sögu- maður sjálfur varð fyrir margri fúlmannlegri árás, sem fyrr seg- ir. Hann kveðst sjálfur svo hepp- inn að hann sé „gleyminn á það, sem valdið hefur vanliðun”. En hvort sem rekja má til þeirrar „innréttingar sálarlifsins” eða þeirrar mildi sem fjarlægðin breiðir yfir liðna tið, þá vill Gunn- ar sem fæst erfa við menn. Hann gengur þar lengst, að segja um tiltekinn mann: „Þvi minna sem talað er um þann mann, þvi betra”. Allavega er hann i bók- inni minnugri á elskulegt kaffi- spjall við rauða lækna ellegar klerka og þeirra frúr en á persón- ur sinna andskota. llann segir reyndar að hann sé svo skapi far- inn að hann veiti sér góðan tima til að „dvelja við hitt, sem veitt hefur mér ánægju”. Þvi rifjar hann skemmtilega upp þá ánægju sem erliðisvinna gat veitt ef hún bauð upp á „hressileg átök” og breytilegverkelni.Og hann kveðst hafa lært þau visindi vel, að ekki væri vil i þvi að hafa áhyggjur af morgundeginum — hefði honum reyndar orðið illa lift á þeim lim- um ef svo hefði ckki verið. Þessi bók. sem er olt mjög skemmti- lega stiluð, sýnir mikið alúðlega rnynd af gömlum striðsmanni, sem hvorki er tannlaus né smá- lega langrækinn — og alls ekki laus við að vera upp með sér af sinni framgöngu. Er það karla- grobb miklu fremur góðkynjað. Gunnar segir á einum stað, að leiðangrar hans út um land i þágu málstaðarins hafi verið „án allra launa utan þeirra sem andanum einum tilheyra, nautnar skemmtilegra átaka og tilfinn- ingar lyrir þvi að gegna skyldu sinni við þjóðina og mannkynið, guð og samviskuna”. Og vissu- lega er hann einn af þeim sem hafa rétt til að taka sér slik orð i munn án þess að roðna. Arni Bergmann. Bók Spocks um barniö komin út Skarð hefur gefið út Bókina um harniðeftir Benjamin Spock, en engin handbók fyrir foreldra mun hafa náö meiri hylli en þessi bók. Þýðinguna geröi Bjarni Bjarna- son, en formála skrifaði Halldór Hansen. Benjamin Spock veitir aðgengi- legar upplýsingar um hvaðeina sem að þroska barna og hlutverki foreldra lýtur, allt frá fæðingu þeirra fram á kynþroskaaldur - hvort sem er um að ræða fatnað, mataræði, heilsufar, skólagöngu, sérstök og almenn félagsleg vandamál. Höfundur hefur haft gifurleg áhrif, einkum i heima- landi sinu, en sjálfur varar hann við þvi, að orð hans séu tekin bók- staflega, hvetur til sjálfstæðs mats á þeim. Og þessi málsvari frjálslyndis, sem hefur verið sakaður um að bera ábyrgð á losaralegum uppeldisháttum, er mjög áfram um að fátt sé nauð- synlegra en skynsamleg kröfu- gerð i garð barna. Benjamin Spock hefur komið viðar við sögu en i uppeldismálum, hefur hann t.d. gengið fram fyrir skjöldu i friðarmálum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.