Þjóðviljinn - 24.11.1973, Page 10

Þjóðviljinn - 24.11.1973, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 197:i. RAFLAGNIR SAMYIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlíð 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-Up bifreiðar og sendiferðabifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi9, þriðjudaginn27. nóvember kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. UNDRALAND ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komið, sjáið, undrist i UNDRALANDI Atvinna Lögreglumannsstaða Laus er til umsóknar staða lögreglu- manns i Kópavogi. Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð, sem fást i lögreglustöðinni, Digranesvegi 4, Kópa- vogi. Umsóknarfrestur er til 15. desember 1973. Upplýsingar um starfið veita yfirlög- regluþjónn og aðstoðaryfirlögregluþjónn, Digranesvegi 4, Kópavogi. Bæjarfógetinn I Kópavogi RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða AÐSTOÐARMANNS v. upp eldislega meðferð vistmanna við UPPTÖKUHEIMILl RÍKISINS, Kópavogi, er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðu- maðurinn, simi 41725. Einnig óskast til starfa STARFS- STÚLKA i eldhús Upptöku- heimilisins. Upplýsingar veittar á sama stað. Reykjavik 22. nóvember 1973. SKRIFSTOFA RlKISSPtTALANNA EIRlKSGÖTU 5,SlM111765 Júgóslavneska liöiö Dynamo Pancevo leikur gegn Valsliðinu ídag, en FHámorgun - síöasti leikurinn gegn úrvali HSÍ á mánudag Júgóslavneska liðiö Dynamo Pancevo sem tapaði 16:17 fyrir Fram i fyrra kvöld leikur annan leik sinn i ferðinni til tslands i dag, og verða það íslands- meistarar Vals sem mæta Júgó- slövunum. Hefst leikurinn kl. 16. Valsmenn fengu heldur betur skell gegn FH i fyrrakvöld og hafa sjálfsagt hug á að bjarga andlitinu með góðri frammi- stöðu i leiknum i dag. A morgun mæta Júgó- slavarnir svo toppliði 1. deildar i dag, FH, og hefst sá leikur einnig kl. 16. FH-ingar hafa sýnt það i siðustu leikjum sinum að þeir eru liklegastir til að vinna fslandsmeistaratitilinn i ár, þótt kannski sé of fljótt að spá nokkru þar um eftir aðeins 3 leiki. En P'H er þekkt fyrir að veita erlendum liðum harða keppni, og verður svo eflaust nú. Loks er það svo leikur Júgó- slavanna gegn úrvali HSÍ, (landsliðinu),á mánudagskvöld. Vitað er að nokkrar breytingar verða gerðar á islenska liðinu frá landsleiknum við Svia sl. þriðjudag. Hvort sú breyting verður til batnaðar eigum við eftir að sjá, og verður bara að biða mánudagskvöldsins til að fá úr þvi skorið. —S.dór Frá ársþingi FRÍ: Landskeppni við Ira í frjálsíþróttum hér á landi næsta sumar Erfiður fjárhagur aöalvandamál sambandsins. — Örn Eiðsson var endurkjörinn formaöur FRÍ Ársþing Fr jálsíþrótta- sambands íslands var háð um síðustu helgi. Á þinginu komu fram margar merkar tillögur, og var ekki annað að sjá en að frjálsíþróttamenn séu stórhuga þótt fjár- hagur sambandsins sé af- ar bágborinn sem stendur og standi sambandinu að vissu leyti fyrir þrifum. Meðal þess sem kom fram i skýrslu stjórnar var, aö næsta sumar er fyrirhuguð lands- keppni i frjálsiþróttum hér á landi við tra, en sem stendur eru trar áþekkastir okkur að styrkleika, þannig að um jafna og skemmtilega keppni veröur að ræða. Þá er og ákveðið að efna aftur til Reykjavikurleika og bjóða til þeirra nokkrum heimsþekktum iþróttamönnum eins og gert var sl. sumar. Þessi þáttur er nýr i starfi sambandsins og mjög til fyrirmyndar. Eins og áður segir er fjárhag- ur sambandsins slæmur. Eru skuldir sambandsins nú rúmar 800 þús. kr. og benti formaður FRl, örn Eiðsson,réttilega á að nauðsynlegt væri að hefja mikla fjársöfnunarherferð til styrktar sambandinu ef þessi baggi á ekki að draga verulega úr starf- semi sambandsins sem myndi þýða stöðnun eða afturför hjá okkur á sviði frjálsiþrótta. örn Eiðsson sem verið hefur formaður FRl undanfarin ár var endurkjörinn formaður sambandsins. Opiö mót í júdó í Grindavík á morgun A morgun, sunnudag, verður haldiö opið júdómót I Grindavik fyrir unglinga yngri en 16 ára. Grindvikingar æfa júdó af kappi, og veröa inargir þátttakendur frá Ungmennafélagi Grindavikur, en einnig frá Reykjavikurfélögunum. Keppt verður i þremur aldursflokkum, þ.e. 14—15 ára, 12—14 ára og 11 ára og yngri. Unglingar á þessum aldri eru fjölmennir á æfing- um júdófélaganna, og er þetta mót kærkomið tækifæri fyrir þá, enda er þátttaka mikil. Astæða er til aö minnast sérstaklega á júdóstarf Jóhannesar Har- aldssonar 1. kyu fyrir unglingana i Grindavik. I nokkur ár hefur Jóhannes kennt þarna endurgjaldslaust, og strákarnir úr Grindavik vekja sérstaka athygli fyrir góöan árangur hvar sem þeir koma fram i júdó. Unglingamótiö i Grindavik er ekki fyrsta júdókeppnin sem háö er þar. Fyrir réttu ári var tékkneskur úrvalsflokkur júdómanna þar á- samt íslenskum júdómönnum og Japananum Yamamoto og tóku þátt i sérstakiega skemmtilegu móti. Unglingamótið i Grindavík verður í félagsheimilinu Festi og hefst kl. 2 siðdegis. Knatt- spyrnu- dagur 1 dag kl. 13.30 hefst i Kópa- vogsbiói hinn árlegi Knattspyrnu- dagur Breiðabliks, en þá eru ýmsir knattspyrnumenn ungir og gamlir heiðraðir fyrir vasklega framgöngu á liðinu keppnistima- bili. A fundinum i dag verður flutt ávarp. siðan verða knattspyrnu- menn ársins i hverjum aldurs- flokki tilkynntir, og 5. flokki félagsins, sem var Islands- meistari sl. haust, verður veitt sérstök viðurkenning. Loks verður kvikmyndasýning. Aöaí- fundur Fylkis Aðalfundur íþróttafélagsins Fylkis i Arbæjarhverfi verður haldinn laugardaginn 1. desember nk. i hátiðarsal Ar- bæjarskóla og hefst kl. 16. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Fylkis.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.