Þjóðviljinn - 01.12.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Stakkur fær stuðning í suniar stofnuAu eiginkonur fé- laga i björgunarsveitinni Stakk- ur. Keflavik-Njarövík, meö sér klúbb sem hefur það markmiö að aðstoöa við fjáröflun fyrir starf- semi björgunarsveitarinnar. Björgunarsveitin Stakkur sem varð 5 ára á þessu ári, hefur kom- ið sér upp fullkomnum útbúnaði til björgunarstarfa og vinnur að innréttingu húss sem hún keypti undir starfsemi sina. Til alls þessa þarf mikið fé. Klúbbkonur hafa frá stofnun klúbbsins komið saman eitt kvöld i viku og búið til skemmtilega muni á jólabasar sem haldinn verður i Tjarnar- lundi i Keflavik a morgun, sunnu- dag, kl. 2. Auk muna sem klúbb- konur hafa framleitt verða á bas- arnum nokkrir munir sem aðrir velunnarar björgunarsveitarinn- ar hafa gefið. Stjórn kvennaklúbbsins skipa: Hulda Guðráðsdóttir (form), Elin Guðnadóttir, Hallfriður Ing- ólfsdóttir og Sólveig Þórðar- dóttir. Ljóðabók eftir Richard Beck Nýkomin er á markaðinn ljóða- bók eftir Richard Beck, sem hann nefnir „Undir hauststirndum himni”. Richard Beck er tslend- ingum löngu kunnur fyrir ljóð sin — og meðal Vestur-tslendinga hefur hann löngum verið i hópi oddvitanna, ekki aðeins sem ljóðasmiður, heldur hinn sivak- andi, áhugasami frumkvöðull um ýmis mál, sem lúta að menn- ingarlegu sambandi og margvis- legum öðrum tengslum milli ts- lands og Vestur-tslendinga. Og hann er ekki sist þekktur sem ræðumaður við ýmis hátiðleg tækifæri. Þetta er ekki fyrsta ljóðabók Richards Beck — og hér er að finna úrval ljóða hans frá siðustu 14 árum. Hann tileinkar bókina konu sinni, Margréti Jakobinu Beck, en samtals eru ljóðin 50. Það er Leiftur h.f., sem gefur bókina út. Meðal sérkenna við útgáfu þessa má telja, að nafn skáldsins er stafsett Bech á kápusiðu bók- arinnar. Biblían í máli og myndum Ennþá er kristniboðinu ekki lokið. Hingað á Skólavörðustiginn hefur borist útgáfa, sem ber yfir- skriftina Biblian, rit hennar i myndum og texta. Mun þetta vera samsafn ýmissa rita Bibliunnar á 14 alda skeiði að þvi er segir i formála, eða frá dögum Móse til heilags Jóhannesar, þess er reit Jóhannesarguðspjall. Er i bók þessari farið nokkrum orðum um hin ýmsu Bibliurit þessa alda- skeiðs. Aftast i bókinni er nokkur kafli eftir Magnús Má Lárusson um sögu Ritningarinnar á islensku, en Magnús Már hafði umsjón með útgáfu bókarinnar, og naut við það aðstoðar tveggja kvenna, Erlu Jónsdóttur og Sesselju Magnúsdóttur. Klippmyndir i bókinni eru eignaðar Birte Dietz. Bókin er myndprentuð i Hol- landi, birting'arrétt á tslandi hef- ur Hilmir h.f., en reyndar er bók þessi gefin út árið 1969, og virðist þvi treglega hafa gengið að koma henni til landsfólksins. —úþ erum fíuttir i Suúurgötu lO úr Austurstræti 6 með aðalumboð SÍBS. Endurnýjun til 12. flokks lýkur miðvikudaginn 5. desember, þá drög- um við út 2500 vinninga. Happdrætti SÍBS \ CJ Fjölmenna til þjóðhátíðar ’74 Mikill hugur er i Vestur-ts- lendingum að fjölmenna til ts- landsá þjóðhátiðina i tilefni 1100 ára afmælis tslandsbyggðar á næsta ári. Mikil aðsókn var að tslendingadeginum á Gimli i sumar. Lögberg-Heimskringla segir að um 20 þús. manns hafi komið á hátiðina þá þrjá daga sem hún stóð yfir, 4.-6. ágúst. Margt af þessu fólki var komið langan veg viðsvegar að úr Vesturálfu. Kærkomnir gestir væntanlegir Nýlega greindi Lögberg- Heimskringla frá þvgað leigu- þota Vestur-lslendinga sem koma hingað i tilefni hátiða- haldanna næsta sumar, sé orðin full — og margir á biðlista. Það er Þjóðræknisfélagið, sem hefur forgöngu i þessu máli, og samdi það við Air Canada um ferðirn- ar. Lagt verður upp frá Winni- peg 3. júli og farið aftur heim 3. ágúst. t vélinni verða um 200 manns. Segir blaðið frá þvi.að ráð- stafanir hafi verið gerðar til þess að hjálpa gestunum að finna og ná sambandi við ætt- ingja hér á landi — og munu þeir Gisli Guðmundsson og séra Benjamin Kristjánsson verða til aðstoðar i þeim efnum. Margt fleira fróðlegt er að jafnaði að finna i Lögberg- Heimskringlu um Vestur-ts- lendinga og samband þeirra við „gamla landið” — og ljóst er að áhugi er mikill á að viðhalda tengslunum. Má furðu gegna hve vel hefur tekist að halda úti blaði á islensku i Vesturheimi, þvi þetta er 87. árgangurinn — Framhald á 14. siðu islendingadagurinn hefur verið haldinn i 84 ár og er einhver til- komumesta og sögurikasta sumarhátiðin i Manitoba. Margir telja islendingadaginn cinhverja merkustu erföavenju i kanadisku þjóö- lifi. Um 30 þúsund sóttu hátíöina i ár. Myndin hér aö ofan.sem birtist i Lögbergi-Heimskringlu, er tekin á islendingadeginum i ár. Ilún sýnir að i skrúögöngunni hafa Vestur-islendingar vandaö til skreyt- inga á þessum mannfagnaöi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.