Þjóðviljinn - 01.12.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.12.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Stórleikur í I. deild á morgun þegar FH og Fram mætast í Hafnarfirði Kínversku borðtennis- snillingarnir koma á mánudag Allir bestu borötennis- leikarar Kinverja, nema einn, koma til íslands á mánudaginn og halda hér sýningar. Þeir leika einn landsleik við islendinga og kenna þessa þjóöariþrótt Kinverja meöan þeir dvelja hér í 10 daga. Þaö má segja að annaðhvort sé það i hæl eða tá hjá islensk- um borðtennismönnum, sem ætla nú að leika lands- leik við heimsmeistarana Kinverja, eftir að hafa tapað síðustu landskeppni fyrir Færeyingum. Þeir leika sem sagt við fámenn- ustu þjóð veraldar og hina f jölmennustu. En það skiptir í rauninni engu máli; aðalatriðiö er að fá Kinverjana hingað, aðeins til að fá að sjá þá leika. Eins og áöur segir koma allir bestu borðtennisleikarar Kin- verja hingað nema einn sem er i hernum og fékk ekki leyfi til far- arinnar. Nú sem stendur eru 5 kinversk landsliö að keppa viðs- vegar um heiminn, en ástæðan fyrir þvi að við fáum þá bestu er að þeir eru að keppa á opna sænska mótinu sem er einskonar „Litla heimsmeistarakeppnin’’ og þangað sendu Kinverjarnir sitt besta lið og það kemur svo hingað að þessari sænsku keppni lokinni. Kinversku borðtennisleikar- arnir sem koma eru: Lu Yan-sheng fæddur 1954, stúd- ent við skóla i Shanghai og var i liðinu sem hlaut 4. sæti á kin- verska meistaramótinu. Wang C'hia-lin fæddur 1954 i Shanghai, stundar nám við kenn- araskóla. Hann varð 4. á kin- verska meistaramótinu. l.i I’engfæddur 1955. Hann var i liðinu sem sigraði á kinverska meistaramótinu og er hann talinn efnilegasti borðtennisleikari Kina i dag. Cliou l'hih-chun fæddur 1951, starfsmaður bifreiðafyrirtækis i Canton. Hann var i liðinu sem varð i 3. sæti á meistaramótinu. Liu llsin-yen fædd 1955, sigur- vegari i tviliðaleik kvenna á meistaramótinu 1973. Li Shu-yingfædd 1954, stúdent, og er talin ein efnilegasta borð- tenniskona i Kina. IIsu Shu-kuang fædd 1954, stúd- ent. Hún var i liðinu sem hlaut 4. verðlaun á meistaramótinu 1973. Yu Chin-chia fædd 1952, stundar nám i kennaraskóla. Hún var i liðinu er varð i 2. sæti á kinverska meistaramótinu 1973. Og þegar talað er um kinverska meistaramótið má geta þess að i þvi taka þátt 600.000 manns, svo það eru engir aukvisar sem kom- ast á toppinn þar. Hér ter svo á eftir dagskrá hcimsóknarinnar: Mánudagur 3. dcs. Kinverjarn- ir koma til Keflavikur kl. 18. Aætlaður timi til Iteykjavikur á llótel Loftleiðir kl. 19.30. Þriðjudagur 4. des. Keppni og sýning kinversku leikmannanna i Laugardalshöllinni kl. 20.30. Miðvikudagur 5. des. Farið á borðtennisæfingu i Laugardals- höllinni kl. 18. Fimmtudagur 6. des. Heim- sóknir i skóla Reykjavikur. Farið á borðtennisæfingu i Laugardals- höll kl. 20. Föstudagur 7. des. Landsleikur KtNA-tSLANI) i Laugardalhöll- inni kl. 20.30. Laugardagur 8. des. Sýning og keppni i iþróttahúsinu á Akranesi kl. 13.30. Mánudagur 10. des. Sýning og keppni i iþróttahúsinu i Njarðvik- um kl. 19.30. Þriðjudagur 11. des. Sýning i Gróðurhúsinu Eden Hveragerði kl. 12. Miðvikudagur 12. des. Sýning og keppni i iþróttaskemmunni Akureyri kl. 20. Fimmtudagur 13. des. Opið mót i einliðaleik karla og kvenna i Laugardalshöll kl. 20. Föstudagur 14.des. Hrottlör Irá Keflavik kl. 9.30 áleiðis til Finn- lands. Oviðráðanlegar breytingar geta átt sér stað og verður reynt að láta vita jafnóðum. Annar besti í Kína l»cssi kinvcrski borðtcnnis- lcikari hcitir Chou Chih-chiin og cr aöcins 18 ára gamall, cn cr ásamt talinn annar hcsti borðtciinislcikari Kina og |)á jafnframt i liópi bcstu borð- lcnnislcikara hciins. llaiin cr óncilanlcga skærasta sljarnan . i þciiu 8 niaiina liópi scm kcimir lil islantls á máiiutlag, þólt liinir 7 scu allir snillingar. Annaö kvöld fara fram tveir leikir í l.-deildar- keppninni í handknattleik suður i Hafnarfirði og er annar þeirra einn af stór- leikjum vetrarins í 1. deild. Þaö er leikur FH og Fram og er hann fyrri leikur kvöldsins. Hinn leikurinn getur einnig orðið skemmtilegur, milli Hauka og íslandsmeistara Vals. Gera má ráð fyrir að leikur FH og Fram verði mjög harður, jafn og skemmtilegur, það hafa að minnsta kosti leikir þessara liða verið undanfarin ár, og enn eru þau svo svipuð að styrkleika að engin ástæða er til að ætla annað en að leikurinn verði sann- kallaður stórleikur. Spurningin er hvort Fram gerir enn eitt jafnteflið eða hvort GIsli Blöndal hefur átt mjög góöa lciki undanfarið. Annaö kvöld leikur liö hans viö Hauka. Hér á myndinni sést GIsli I uppstökki i leik Vals og Dynamo Pancevo á dögunum. Liu Gi Shu Lin Peng Kuan, Hsu LU Wang herslumunurinn, sem vantað hefur hjá liðinu verður fyrir hendi, eða hvort FH heldur sinu striki og vinnur 4. leikinn i röð. Siðari leikurinn, milli Vals og Hauka, ætti einnig að geta orðið jafn og skemmtilegur. Haukarnir gerðu sér litið fyrir og sigruðu FH i úrslitaleik Reykjanesmótsins sl. fimmtudag og þótt Valsmennirnir séu sigurstranglegri á papp- irnum, geta Haukarnir bitið frá sér. Markvarslan ætti að minnsta kosti að vera i lagi i þessum leik þar sem mörkin verja tveir okkar langbestu markverðir, landsliðs- markveröirnir ólafur Bene- diktsson og Gunnar Einarsson. Fyrri leikurinn hefst kl. 20.15 en á undan fara fram leikir i 2. deild kvenna milli UBK og IBK og Hauka og IR. En þar á eftir einn leikur i 1. deild kvenna milli FH og Ármanns. Bikarkeppni KKÍ hefst í janúar Ákveðið hefur verið að bikar- keppni Körfuknattleikssambands tslands hefjist i janúarmánuði,og verða þau félög sem ætla að senda lið i mótið að senda þátt- tökutilkynningu til KKI i pósthólf 864 fyrir 10. desember nk. UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.