Þjóðviljinn - 05.12.1973, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. desember 1973.
Nýung í barna-
og unglingabókum
Myndskreyttar þjóðsögur. Vngir
myndlistarmenn Itjósa sér þjóðsögur.
Ekki lengur bara leikföng , heldur
leikfélagar. 5 hefti komin út með 50
teikningum og 50 þjóðsögum.
JÖLABÆKUR
HELGAFELLS
Snorri Sturluson eftir Sigurð Nordal. Ævi-
saga mesta skáldjöfurs og stórmennis
sögu okkar.
■
Ný viðhafnarútgáfa af „Pilti og stúlku”,
myndskreytt af Halldóri Péturssyni.
■
Sjálfsævisaga og önnur rit (óbirt) eftir
eidprestinn á Klaustri, Jón Steingrimsson.
■
Laxdæla saga er af mörgum talin
skemmtilegasta Islendingasagan og
sjálfkjörin fyrir unglinga að byrja þar
lestur þeirra. Nýja útgáfan er mynd-
skreyttaf fjórum frábærum isl. málurum.
Halldór Laxness gaf bókina út, og er þetta
fimmta myndskreytta fornritið. Áður út-
komin Grettissaga, Eyrbyggja saga og
Njála.
■
Ljóðasafn Steingrims Thorsteinssonar.
Þar eru flest ljóðin sem þér kunnið utan-
að. Ævisaga eftir Hannes Pétursson.
■
Bernskudagar Guðnýjar frá Galtafelli.
■
Blóm og blómleysingjar, frumleg
frumsmið 16 ára stúlku, Guðrúnar
Sigriðar Birgisdóttur.
■
Spitalasagan „Truntusól” er að verða
uppseld.
■
40 ljóðabréf Hannesar Péturssonar. Lista-
verk hinna vandlátu.
■
í stórgjafirnar, ritsafn Halldórs Laxness
og Daviðs Stefánssonar og fjöldi úrvals
verka.
UNUHÚS
Veghúsastíg — Simi 16837
Jón Gislason
Ur farvegi
SMIÐJUBÚÐIN
við Háteigsveg
aldanna
Úr farvegi aldanna heitir nýút-
komin bók. Geymir hún, eins og
nafnið bendir til,sagnir frá liðnum
tima, frásagnir um vandamál og
vinnubrögð fólksins. Hún sýnir
vel lifsbaráttu sem gengnar kyn-
slóðir áttu við að striða, en yngra
nútimafólk þekkir ekki nema af
afspurn.
I bókinni eru einnig þjóðsögur
og sannar viðburðasögur og er
þar mörgu að kynnast. Safnað
hefur og samið Jón Gislason póst-
fulltrúi frá Stóru-Reykjum.
Valdimar Guðmundsson
Mennirnir
í brúnni
eldhúsvaskar
Stærð: 39x72 sm.
Efni: 18/8 ryðfritt stál
Blöndunartæki má setja á vaskaramm-
ann
Hljóðdeyfing á skálabotnum
Vatnsrammi dregur úr,að vatn fari út á
borðið
Verð: 6.424.00
Með vatnslás og festingum
Innifalið i verði er götun fyrir blöndunar-
tækjum
Einfaldir vaskar
Verð/ 3.413.00
Varahlutir ávallt fyrirliggjandi
Komið er út IV. bindi af rit-
verkinu Mennirnir i brúnni,þætt-
ir af starfandi skipstjórum. 1
þessari bók eru kynntir 6 skip-
stjórar, sagt er frá lifi þeirra og
starfi við sjómennsku á hinum
ýmsu skipum.
Skipstjórarnir, sem kynntir eru
i bókinni,eru: Einar Sigurðsson
skipstjóri á Aðalbjörgu, Gunnar
Arason skipstjóri á Lofti
Baldvinssyni, Halldór Brynjólfs-
son skipstjóri á Lómi, Magnús
Þórarinsson skipstjóri á Berg-
þóri, Marius Héðinsson skipstjóri
á Héðni og Tryggvi Gunnarsson
skipstjóri á Brettingi.
Það er Guðmundur Jakobsson
sem hefur skráð þessa þætti, en
Ægisútgáfan gefur út.
Af lífi og
sál
Kvöldvökuútgáfan hefur sent
frá sér bókina AF LÍFI OG SÁL.
Þetta er samtalsbók þeirra
Andrésar Kristjánssonar og As-
geirs Bjarnþórssonar listmálara.
Asgeir og Andrés slá bæði á al-
varlega og létta strengi i þessari
bók. Asgeir segir okkur meðal
annars frá kynnum sinum af
merkum mönnum: stjórnmála-
mönnunum Asgeiri Asgeirss.
fyrrverandi forseta og Jónasi frá
Hriflu, listamönnunum Halldóri
Laxness, Stefáni frá Hvitadal,
Jóni Stefánssyni og Jóni Engil-
berts, svo að nokkrir séu nefndir.
Bókin skiptist i eftirtalda kafla:
Þú ljósa minning ljúfra
bernskuára. — Með vikingum
andans á Hafnarslóö. — 1
fegurstu borg norðan Alpa. — 1
kaþólsku klaustri — Sýningar
heima og erlendis. — Tiskulist er
eins og hrimið. — Véfrétt úr
simastaurum. — 1 and-
rikinu. — t Unuhúsi. — Af
nokkrum stórmennum. — Ljós
og gleði á hvern minn
óð. — Háttvisi hjartans og
fleira. — Litið yfir sviðið. Bókin
er 203 blaðsiður.
SMIÐJUBÚÐIN
við Háteigsveg
Sími 19562 og 21222
HEFILBEKKIR
Ættir þú litinn hefilbekk gætirðu unnið
margt.
Nokkrir skólahefilbekkir, mjög vandaðir,
fyrirliggjandi.
Verð með tréskrúfum kr. 10.587,00; með
stálskrúfum kr. 12.400.00.
Ótrúlega hagstætt verð.
Opið frá kl. 14 til 17.
Stafn h/f, Brautarholti 2.
Auglýsing um loðnu-
veiðar í flotvörpu
Þeir skipstjórar, sem hug hafa á þvi að
stunda loðnuveiðra i flotvörpu á komandi
loðnuvertið, skulu senda umsóknir um
leyfi til slikra veiða til sjávarútvegsráðu-
neytisins eigi siðar en 21. desember n.k.
Búast má við þvi að umsóknir, sem berast
eftir þann tima, verði ekki teknar til
greina.
I umsókninni skal greina nafn skip-
stjóra og nafn og númer báts.
Sjávarútvegsráðuneytið
3. desember 1973.