Þjóðviljinn - 05.12.1973, Síða 10

Þjóðviljinn - 05.12.1973, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. desember l!)7:i. Atvinna ffl Heilbrigðiseftir- '1' litsstarf Staða við heilbrigðiseftirlitið i Reykjavik (verksmiðju- og vinnustaðaeftirlit) er laus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa stúdentspróf, eða sambærilega menntun, vegna sérnáms erlendis. Einnig kæmi til greina menntun og starfsreynsla á tæknisviði. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- innar. Frekari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri heilbrigðiseftir- litsins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, nám og fyrri störf sendist borgarlækni, Heilsuverndarstöðinni, fyrir 19. desember nk. Reykjavik, 3. desember 1973. Borgarlæknir Búnaðarfélag íslands óskar eftir að ráða ráðunaut i nautgriparækt. Umsækjendur þurfa að vera landbúnaðarkandidatar með sér- þekkingu i mjaltatækni, fóðrun og hirðingu nautgripa eða vera reiðubúnir að afla sér slikrar þekkingar. Umsóknir sendist búnaðarmálastjóra fyrir 31. janúar 1974. Búnaðarféiag íslands. Forstöðukona —' fóstra Bæjarsjóður Keflavikur vill ráða fóstru til að veita forstöðu barnaheimilinu við Tjarnargötu. Umsóknum skal skilað til undirritaðs er einnig veitir nánari upplýsingar um starf- ið og launakjör. Umsóknarfrestur er til 20. des. n.k. Bæjarstjórinn i Keflavik. Gagnfræðingar Vér viljum ráða tvær stúlkur með gagn- fræðapróf og nokkra vélritunarkunnáttu til starfa nú þegar. Hafið samband við starfsmannastjóra. $ SAMBAND ÍSLEN2KRA SAMViNNUFÉLAGA o Starfsstúlka Starfsstúlka óskast i borðsal Borgarspitalans sem fyrst. Upplýsingar frá kl. 9-14.00 hjá yfirmatreiðslumanni Borgarspitalans. Reykjavik, 4. des. 1973 BORGARSPÍTALINN Getraunaspá GSP Viö skulum vona aö mestu snjóharðindunum létti af Englendingum fyrir næstu helgi, því að sí. laugardag komu vetrarhörkurnar i veg fyrir marga knattspyrnu- leiki, t.d. voru aöeins 5 leikir leiknir í 1. deildinni. Einn leikur er öörum þýöingarmeiri á 16. get- raunaseölinum. Það er leikur Everton á heima- velli gegn Liverpool, sem nú er i 2. sæti meö 24 stig eftir 18 leiki, á meöan Everton er í 5. sæti meö 22 stig eftir jafnmarga leiki. En snúum okkur nú aö getraunaspánni. Birmingham — Newcastle 2 Úrslitin ætlu að vcra pottþétt, þvi Birmingham situr á botn- inum á meðan Newcastle er á toppnum, eða i :i. sæti. Hvorugt liðanna lék siðasta laugardag vegna veðurlátanna. Úrslit: —, —, —, —, —, :i-2. Burnley — Norwich 1 ,,Ef öll lið lékju eins og Burnley, væri heimurinn betri ’, segja l'orráðamenn liðsins, kampakátir yfir stórgóðum árangri þess. Kg þori ekki annað en trúa þeim og spái heimasigri, enda er Burnley við toppinn, en Norwich hins vegar á hinum endanum. Úrslit: —, —, —, —. 1-0, —. Chelsea — Leicester 1 Leicester virðist i nokkrum ham um þessar mundir. Liðið gjörsigraði Tottenham sl. laugardag, úrslit urðu 3-0 og þar með bögglaðist það til að ná 19 stigum. Chelsea hefur hins vegar aðeins 10 stig og hefur ekki náð að sýna sérstaka getu. Ég brýt þó sky nsemisregl- urnar einu sinni enn og spái heimasigri. Úrslit: 4—1, 3—0, —, —, 2—1, 1- 1 Coventry — Wolfes 1 Kg fæ alltaf einhvern ónota- sting l'yrir hjartað þegar ég þarf að spá Úlfunum tapi. — greyin eru alltaf svo óheppin. Hjá þvi verður ekki komist að þessu sinni. Coventry náði 2—2 jafn- tefli við Arsenal á fullveldis- deginum. en Úlfarnir ná sér ekki af botninum. Úrslit: 1—0. 0—1, 1—0, 0—1, 0—0, 0—1. Derby — Arsenal x Liðin standa nokkuð jafnt að vigi. Derbv með 19 stig, en Arsenal 18. Derbv hefur unnið Arsenal á þessum velli i 4 ár i röð. siðast 5—0, en engu að siður fæ ég mig ekki til að spá öðru en jafntefli. Úrslit: —, —. 3—2 , 2—0, 2—1, 5—0. Everton — Liverpool 1 Á meðan Everton tapaði 0—2 fyrir Southampton nældi Liver- Jeff Blockley pool sér i bæði stigin gegn West Ham. Everton er nú tveimur stigum á eftir „Rauða hernum", og ég hef bjargfasta trú á að 4 stig skilji liðin að þegar þessum leik lýkur. Úrslit: 1—0, 0—0, 0—3, 0—0, 1—0, 0—2 Ipswich — Leeds 1 Kg gefst ekki upp við að spá Leeds tapi. Ipswich er e.t.v. ekki liklegt til að bera sigurorð af Leeds, en það hlýtur að koma að þvi að liðið tapi leik. Ipswich er i 6. sæti en Leeds langefst, með ;ío stig. Úrslit: —, 2—3, 3—2, 2—4, 0—2, 2—2 . Manch. Utd. — Southampton 1 Hreint þykir mér það grát- legt. hve litið gengur hjá United að klifra upp stigatöfluna. Liðið er i 5. neðsta sætinu og þrátt fyrir velgengni Southampton gegn Everton, neita ég að trúa öðru en að Utd. leggi nú á bratt- ann. Úrslit: 3—2, 1—2, 1—4, 5—1, 3—2, 2—1. Q.P.R. — Sheffield Utd. 1 Frank Mclintock, gömlu Arsenal hetjunni, hefur tekist að gjörbreyta Q.P.R. á ör- skömmum tima, og nú eru þessir nýliðar i 1. deild orðnir eitt af alskemmtilegasta knatt- spyrnuliði Englands. Knatt- spyrnan er stilhrein og létt, samleikurinn frábær og árangurinn i samræmi við það. Úrslit: —, —, 2—1, 2—2,— Tottenham — Stoke 1 Bæði þessi gömlu stjörnulið eru neðarlega, heimaliðið með 15 stig, hitt með 14. Kg hef enn trú á Tottenham, og sigur i þessum leik væri þýðingar- mikið byrjunarskref á vel- gengnisbrautinni. Úrslit: 3—0, 1—1, 1—0, 3—0, 2—0, 4—3. West Ham — Manch. City x Kg vorkenni þeim svo mikið, aumingja West Ham leik- mönnunum, sem dúsa nú i næst- neðsta sæti, að ég fæst ekki til annars en að spá þeim öðru stiginu, það hlýtur aö koma að þvi að betur gangi. City verður þó vissulega að teljast fyrir- fram sterkari aðilinn. , úrslit: 2—3, 2—1, 0—4, 0—0, 0—2, 2—1. Sunderland — Aston Villa 1 Sunderland vann hug minn og hjarta i bikarkeppninni i fyrra. Siðan hef ég spáð liðinu sigri og hingað til ekki þurft að sjá eftir þvi. Aston Villa er að visu aðeins ofar i stigatöflunni, með 21 stig á m6ti 20 hjá Sunderland. Úrslit: —, —, —, —, —, 2—2.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.