Þjóðviljinn - 05.12.1973, Page 11

Þjóðviljinn - 05.12.1973, Page 11
Miðvikudagur 5. desember 1973. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11 @ CJ CJ O D CJ a o D HSI býðst til að halda NM karla í handknattleik Strax og skeyti kom frá danska handknattleiks- sambandinu um að það treysti sér ekki til að halda NM karla i handknattleik, eins og til stóð milli jóla og nýárs, var boðaður fundur i stjórn HSi og á þeim fundi var ákveðið að bjóð- ast til að halda mótið hér á landi. Skeyti þess efnis var sent til handknattleiks- sambanda allra Norður- landanna í gærmorgun. En þótt HSÍ bregðist þarna við af myndarskap, eins og þess er vani, þá eru samt Ijón á veginum sem gætu hindrað það að af þessu geti orðið. Er þar um að ræða hið alræmda húsnæðisleysi fyrir keppnis- iþróttir. Hér á landi er ekki um annað hús að ræða en Laugar- dalshöllina. Körfuknattleikssam- bandið mun hafa verið búið að panta húsið fyrir nokkra leiki ein- hvers bandarisks skólaliðs i körfuknattleik, og eins mun húsið vera upptekið á gamlárskvöld vegna dansleikjahalds. HSt hlýtur auðvitað að hafa for- gang á eitthvert stúdentaskrall um áramótin. Hitter annað hvort hægt væri að hnika körfuknatt- leiksleikjunum til,þannig að KKt fengi iþróttahúsið i Hafnarfirði i staðinn. Það hús er meira en nógu stórt fyrir körfuboltaleikina, en fjarri þvi að duga fyrir NM i handknattleik, þar sem fullt hús i Laugardalshöllinni væri á hverj- um leik, ekki sist á þessum tima. Svo er eitt enn. Að sögn fróðra manna munu Sviar alltaf hafa hal't takmarkaðan áhuga á NM karla i handknattleik og sumir halda að þeir noti tækifærið nú þegar Danir hafa afsagt að halda mótið og neiti að koma hingað til lands til keppni. Linurnar i þessum málum skýrast einhvern næstu daga, bæði með hvort HSt fær Laugar- dalshöllina og eins hvort áhugi er fyrir hendi hjá hinum Norður- landaþjóðunum að koma hingað og heyja NM hér á landi milli jóla og nýárs. Síöustu leikirnir í 1. deild á þessu ári leiknir í kvöld í kvöld fara fram tvcir leikir i 1. dcild karla i handknattlcik og eru þetta siðustu leikirnir i deildinni á þessu ári. Að þeim loknum kemur hlé, þar eð landsliðið heldur i keppnisferð til A-Þýskalands um næstu helgi. Keppni i 1. deild hefst svo aftur 4. janúar nk. Leikirnir i kvöld fara fram i Laugardalshöllinni og hefst fyrri leikurinn kl. 20.15 og er hann á milli Vikings og Ármanns. Leikur sem án minnsta vafa verður skemmtilegur. Þar kemur fyrst og fremst tvennt til. Vikingar með sina frægu sóknarmenn og Ármanns-vörnin, sem vakið hefur verðskuldaða athygli undanfarið. Ekki er nokkur leið að spá neinu um úrslit þessa leiks. Hann verð- ur vafalaust jafn, en þó munu fleiri hallast að sigri Vikings, og ef svo verður mega Ármenningar heldur betur fara að vara sig. Þess vegna er mjög liklegt að Ár- menningar leggi sig alla fram i kvöld. Hvert stig sem þeir hljóta úr þessu er dýrmætt. Siðari leikurinn verður á milli 1R og Hauka. Þessi leikur skiptir bæði liðin nokkru. Þau munu vart úr þessu blanda sér i toppbarátt- una, en bæði gætu fallið, en sigur fyrir annaðhvort i kvöld myndi færa þau frá fallhættunni ( að minnsta kosti i bili. Haukarnir hafa 4 stig og með sigri mætti segja að þeir væru úr fallhættu, en ÍR-ingar sem hafa hlotið 3 stig gætu einnig fært sig frá botninum með sigri. Þess vegna er liklegt að um baráttuleik verði að ræða. Ef maður ætti að spá einhverju um úrslit hallast ég frekar að sigri Hauka. —S.dór Laugdælir taka forystuna í blaki tslandsmótið i blaki hélt áfram um siðustu helgi, og þá tók UMF Laugdælir forystu i Suðurlands- riðli með þvi að sigra Breiðablik 15:3 og 15:9. Virðisl lið Laugdæla vera i nokkrum sérflokki i þess- um riðli ásamt Vikingi. Ánnar leikur fór einnig fram um helgina, en þar sigraði UMF Biskupstungna HK úr Kópavogi 15:1 og 15:7, algerir yfirburðir eins og lölurnar segja til um. Italarnir verða að svara á morgun eða falla úr HM Sem kunnugt er ákvað Al- þjóðahandknattleikssambandið að leikur italiu og islands i. und- ankeppni HM i handknattleik skuli fara fram, þrátt fyrir allt sem á undan er géngið. italirnir kæröu þennan úrskurö cinkum vegna þess að þeim er gert að grciða allan ferðakostnað is- lenska liðsins til italiu. Þessi kæra italana var ekki tekin til greina og þeim gert að hafa samband við islendinga og ákveða leikdag. Þetta hafa þeir ekki gert enn. Einar Matthiscn formaður HSÍ sagðist hafa fengið skeyti frá Kurt Wademark, formanni tækninefndar alþjóðasam- bandsins í gær, þar sem segir að itölunum hafi verið skipað aö gefa ákveðið svar á morgun fimmtudag, ella verði þeir dæmdir úr keppninni. Nú er islenska landsliðiö að fara i keppnisferöalag til A- Þýskalands, og sagði Wade- inark að fullt tillit yrð'i tekið til þess og þyrfti islenska liðið ekki að leika við italina fyrr en eftir þá keppni ef þeim sýndist svo. Kinar sagði aftur á móti að is- lendingar vildu helst leika við ítalina fyrir keppnina, cn það fer auðvitað allt eftir svari itala á morgun. Kannski fer það svo, að Islenska liðið þurfi alls ekki að leika gegn þvi italska þegar allt kemur til alls, en þaö skýrist á morgun. Það hefur gengið heldur brösu- lega að koma saman landsliðinu sem fer til A-Þýskalands á sunnu- daginn kemur og tckur þar þátt i 5 landa keppni i handknattleik. Ástæðan fyrir þvi er sú, að ekki áttu allir landsliðsmenn okkar gott með að fá fri i vinnu o.s.frv. Kn nú hefur liðið verið valið og er þannig skipað: Ólafur Benediktsson Vai Gunnar Kinarsson llaukum Sigurgeir Sigurðsson Vikingi Gunnsteinn Skúlason Val fyrirliði Björgin Björgvinsson Fram Axel Axelsson Fram Sigurbergur Sigsteinsson Fram Auðunn óskarsson Viðar Simonarson Iliirður Sigmarsson Gisli Blöndal Kinar Magnússon Guðjón Magnússon Arnar Guðlaugsson Þess má geta, að FH FH Haukum Val Vikingi Vikingi Fram Valsmenn- irnir Agúst Ógmundsson, Stefán Gunnarsson og ólafur II. Jónsson gáfu ekki kost á sér i þessa ferð vegna anna. Fyrsti leikur islenska liösins i fcrðinni verður 11. des. gcgn A- liöi A-Þýskalands, 12. des. gegn Tékkum, 13. des. B-Iiði A-Þýskalands. 15. des. gegn Rúmenum, 16. des. gegn Ung- verjum. Liðið sem fer til A-Þýskalands valið ’ 1 ■

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.