Þjóðviljinn - 05.12.1973, Side 13

Þjóðviljinn - 05.12.1973, Side 13
sem hún hafði alltaf verið. Eða var hann kannski farinn að halda að hún hefði alltaf verið svona — að minningin um hana sem fjör- uga og skemmtilega konu væri ekki annað en imyndun? Lindy er búin að eyðileggja okkur, hugsaði Rósamunda undr- andi og ástriðulaust á heiðrikum októberdegi. An þess að tæla Geoffrey, án þess svo mikið sem kyssa hann, hefur henni tekist að eyðileggja hjónaband mitt. Hún veit það nú þegar — að sjálfsögðu — en skyldi Geoffrey vita það? Með hálflokuð augu i siðdegis- sólinni virti hún fyrir sé sólbrennt og ánægjulegt andlit eiginmanns sins. Enn sem komið var hann sér vist aðeins meðvitandi um það að timinn leið á skemmti- legri og þægilegri hátt eftir að Lindy kom en hann hafði áður gert. Ef til vill hélt hann jafnvel að Rósamundu fyndist það lika — hún hafði svo sannarlega lagt hart að sér til að láta það lita þannig út. Hann virtist svo glað- legur þarna i mjúku haustskin- inu, svo grunlaus. Hann vissi ekki enn að þau voru á ferð i borg sem lögð hafði verið i rúst, að allar fögru byggingarnar voru hrundar til grunna og gapandi gigir voru i götunum sem áður virtust svo traustlegar. Hún var að þvi kom- in að hrópa til hans eins hátt og hún gat: — Varaðu þig..! Ö, var- aðu þig...! Og svo heimferðin — ekki heim til þeirra sjálfra — nei, ónei. Það var orðin föst venja að þau litu inn til Lindy eftir sunnudagsferð- irnar til að fá drykk fyrir kvöld- verðinn — til að sitja i notalegri stofunni hennar (sem einmitt var böðuð i gullnu skini um það leyti dags) og spjalla um liðinn dag. Rósamunda tók alltaf þátt i sam- ræðunum — og hún var vel máli farin — en hún var ævinlega með hálfan hugann við það að tæta sundur fallegu stofuna i von um að finna einhvern meinlegan galla, eitthvert sláandi dæmi um smekkleysi eða subbuskap. En það var ekki til neins. Stundum var ruslaralegt i stofunni, en það var þá á einhvern aðlaðandi hátt. Kannski lá teppið sem Lindy hafði verið að þrykkja á yfir stól- bak og hjá þvi hrúga af marglitu ullargarni sem þurfti að flokka eða bakki fullur af pottablómum, sem þurfti að vökva. Alls staðar voru myndir, litskrúðug efni, blóm. Rósamunda einblindi á hvert einasta húsgagn og hugsaði með eftirsjá um það hvernig það hefði litið út daginn sem Lindy hafði flutt i nágrennið, dapurlegt, rytjulegt, óspennandi. Af hverju gat útlit húsgagnanna ekki breyst aftur? Og af hverju gat Lindy ekki aftur orðið að litlu kauðalegu og hversdagslegu konunni sem þau höfðu séð lúta inn i flutninga- bilinn? Rósamunda lét sig dreyma um þennan löngu liðna dag eins og eyðimerkurfari um svaladrykk. Og haustið leið og loks kom vet- ur. Þegar myrkrið og þokan héldu innreið sina, breyttu sunnudags- ferðir þeirra um svip, en þær tóku ekki enda. Nú fóru þau á söfn, á listsýningar, röltu um og horfðu á gömul hús, og Rósamundu varð smám saman ljóst, að lif þeirra Brúðkaup Laugardaginn 11. ágúst voru gef- in saman í Bústaðakirkju af séra Jóni Thorarensen Erla Stefáns- dóttir og Jóhann Þórhallsson. Heimili þeirra verður að Baldurs- götu 12, Rvk. Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 178 simi 85602 CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ Laugrdaginn 11. ág. voru gefin saman i Kópavogskirkju af séra Þorbergi Kristjánssyni Ingibjörg Jónsdóttir og Einar D. Hálf- dánarson. Heimili þeirra verður að Laugarnesvegi 44, Rvk. Ljósmyndastofa Þóris laugavegi 178 Simi 85602 Það var furðulegt. að Rósa- munda skvldi komast að þessari niðurstöðu einmitt þetta kvöld. Þótt hún gæti ekkert um það vit- að. þá var uppgjörið ekki langt undan. 11 Lausn á siðustií 1 m krossgátu I = H, 2 = V, 3 = E, 4 = R, 5 = A, 6 = G, 7 = N, 8 = B, 9 = 0, 10= Ð, II = P, 12 = U, 13 = D, 14 = A, 16=Ú, 17 = F, 18 = É, 19 = L, 20 = S, 21 = Æ, 22 = Ö, 23 = T, 24 = 1, 25 = Ý, 26 = Y, I 27 = M, 28 = J, 29 = Þ, 20 = 1, 31 = Ö. kæmist aldrei úr þeim skorðum sem það var komið i. Það var á kvöldi i desember- byrjun að þessi hugsun kristall- aðist loks i huga hennar, á kvöldi þegar létt og nistandi þoka lyftist upp frá gangstéttunum og seig niður frá stjörnulausum Lundúnahimni sem dróst yfir jörðina eins og teppi. A kvöldi, þegar verkamenn og vegfarendur flýta sér heim og láta sig dreyma um upplýsta, notalega stofu, vinalega og hlýja. Stofu eins og hjá Lindy. Af hverju ætti nokkur karlmaður nokkru sinni að verða þreyttur á þeirri tilhugsun að slik stofa stæði til reiðu og biði eftir honum? Af hverju i ósköpunum skyldi svo saklaust og ánægjulegt samband nokkurn tima taka enda? Rósamunda gerði sér ljóst að innst inni hefði hún allan þenn- an tima verið að biða eftir eins konar uppgjöri, endalokum. Nú skildi hún, að að þvi kæmi senni- lega aldrei. Hún yrði tilneydd að þola þessa þriskiptu tilveru til eilifðarnóns. Þegar Rósamunda vaknaði næsta morgun áttaði hún sig ekki á þvi strax að hún var komin með flensu. Einkennin yrðu ekki ótvi- ræð fyrr en eftir sólarhring. Hún vissi að hún hafði sofið illa og slitrótt, að hún var þreytt og niðurdregin og þjökuð al ein- hverjum óljósum grun, en það gat víst stafað af kvíða hennar og á- hyggjum yfir Goffrey og Lindy. Hún lá stundarkorn þegar vekjaraklukkan var búin að hringja, öldungis frábitin þvi að gera nokkurn skapaðan hlut. Henni fannst alveg óviðráðanlegt að fara á l'ætur, útbúa morgun- mat, laga til i húsinu. Og þegar hún mundi eftir þvi, að einmitt i dag ætlaði Nóra að bjóöa i ár- degiskaffi, varð hún jafnvel enn niðurdregnari. Þvi að hún var vön að njóta þessara samlunda, þar sem þær röbbuðu saman og ræddu vandamál sin, jafnvel þótt það hefði verið Lindy sem átti hugmyndina. Nokkrum dögum eftir komuna i hverfið, hafði Lindy látið i ljós undrun yfir þvi að engin húsmæðranna i hverfinu héldi uppi þessari tegund af sam- kvæmislifi. Þetta hefðu allar kon- ur gert árum saman, hafði hún sagt alveg undrandi, og þetta var svo ánægjulegt og maður kynntist nágrönnum sinum á skemmtileg- an hátt... þær sem feimnar voru fengu tækifæri til að tjá sig... og ungu mæðurnar sem voru bundn- ar af heimili og börnum. fengu tækifæri til að tala af viti við annað fólk. Auðvitað kom á daginn aö hún hafði rétt fyrir sér. Fundirnir skemmtilegir og öll fyrirheit hennar stóðust. Ekki aðeins hinar feimnu og bundnu, heldur einnig hinar ófeimnu og hinar þrjósku og þveru, mættu allar á fyrsta fundinn sem átti sér stað i fallegu stofunni hennar Lindyar, Lindy hafði byrjað fundinn með skemmtilegri Irásögn af ferð sinni til Ameriku l'yrir þrem ár- um, og það hafði auðvitað komið af stað skemmtilegum umræðum um ókosti auðæfa — en það efni er alltaf notalegt að ræða i hæfilega rikmannlegu umhverfi. Þær höfðu orðið sammála um að hitt- ast á hálfs mánaðar fresti á vixl hver hjá annarrri. Það var ágæt hugmynd.og eini gallinn á henni var sá, að Lindy hafði byrjað á svo stórkostlegum góðgerðum, aö það gat orðið alvarlegt vandamál i'yrir þær sem á eftir kæmu. Attu þær að reyna að jafnast á við hana eða eiga á hættu aö vera á- litnar niskar? Rósamunda hafði tekið á sig rögg og reynt að sporna gegn þessu þegar röðin kom að henni með þvi að bera að- eins fram smákökur með kaffinu, og þegar hún hafði séð ánægju- svipinn á öllum andlitunum yfir hóflegum veitingunum, hafði hún álitið að þetta kæmist aftur á við- ráðanlegt stig. En hún hafði verið of bjartsýn. Fljótlega fór góðgerðastigið að þokast upp á við aftur. Sú næsta á eftir Rósamundu hafði borið fram kex og fat með litlum bollum sem hún hafði einmitt verið nýbúin að baka. Sú þar næsta kom með kex bollur og risastóra súkkulaðitertu og sleppti öllum afsökunum. Og svo var skriður kominn á það. Smurbrauð, ólifur, kokkteilpylsur á pinnum, sægur af tertum — það þurfti veslings Nóra að kljást við. Og þegar hún i örvæntingu sinni hringdi i Itósamundu rétt eftir morgunmatinn, var ekki nema skiljanlegt að hún minntist á þessar krásir sem timguðust á ó- viðráðanlegan hátt, rétt eins og þær væru óvinahersveitir og heimili hennar borgarvirki. Miðvikudagur 5. desember 1973, ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 MIÐVIKUDAGUR 5. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl ), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þórunn Magnea Magnúsdóttir les fyrri hluta sögu sinnar ,,Tina og heim- urinn". Morgunleikfinti kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Úr játningum Agústinusar kirkjuföður kl. 10.25: Séra Bolli Gústafsson i Laufási les þýðingu Sigur- björns Einarssonar biskups (6). Kirkjutóniist kl. 10.40: óperutónlist kl. 11.00: Sinfónuhljómsveitin i Detroit leikur svitu úr „Carmen” eftir Bizet Sin- fóniuhljómsveitin i Minnea- polis leikur forleika að „Rakaranum fré Sevilla" el'tir Rossini/Sinfóniu- hljómsveitin i Detroit leikur forleik að „Skáld og bónda" eftir Suppé/Maria Callas syngur ariur eftir Rossini og Donizetti. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Saga Kldeyjar-lljalta” eftir Guð- mund G. Hagalin Höfundur les (17). 15.00 Miðdegistónleikar: is- leiv/.k tónlista. Kvarlett op. 64 nr. 3 „E1 Greco" eftir Jón Leifs. Kvartett Tónlistar- skólans i Reykjavik leikur b. ,,úr söngbók Garðars Hólms”, eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð eftir Hall- dór Laxness. Asta Thorstensen og Halldór Vil- helmsson syngja . Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. c. Rondó fyrir horn og strengi eftir Herbert H. Agústsson Viðar Alfreðsson og Sinfóniuhljómsveit ts- lands leika: Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson.Gisli Hall- dórsson leikari les (17). 17.30 Framburðarkennsla i spænsku. 17.40 I.estur úr nýjum barna- bókum. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Orð af orði. 19.45 Til umliugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Guðrún A. Simonar syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Höllu Eyjólfsdóttur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. b. Kaupstaðarferð- ir Útbéraðsmanna. Halldór Pétursson flytur annan hluta frásagnar sinnar. c. Ljóð eftir Olöfu Sigurðar- dóttur frá lllöðum.Guðbjörg Vigfúsdóttir les. d. A vist með borgarstjóra. Gunnar Valdimarsson frá Teigi seg- ir frá. e. Um islen/.ka þjóð- bætti Arni Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur. Dómkórinn syngur islenzk lög undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. 21.30 Útvarpssagan: „Ægis- gata" eftir John Steinbcck. Birgir Sigurðsson les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurlregnir Fram- haldslcikritið: „Snæbjörn galti” eftir Gunnar Benediktsson. 5. þáttur ' endurfluttur. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. 22.50 Nútimatónlisl.Haraldur Haraldsson kynnir. Flutt verða pianóverk eftir Bober Sherlaw Johnson og Sinfónia nr. 4 eftir Roberto Gerhard. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Kötturinn Felix. Teikni- myndir. Þýðandi Jóhanna Jónsdóttir. 18.15 Skippi. Astralskur myndaflokkur. Daglauna- maðurinn. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.40 Svona cru börnin — i Ncpal.Norsk mynd um dag- legt lif og leiki barna i ýms- um löndum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 19.05 lllé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Lif og fjör i læknadeild. Brezkur gamanmynda- flokkur. Fatafellan. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 21.05 Krunkað á skjáinn. Þáttur með blönduðu efni varðandi fjölskyldu og heimili. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 21.45 Frá Ródesiu. Sænsk yfir- litsmynd um lif og kjör Ródesiumanna og sambúð hvitra manna og svartra i landinu. Þýðandi Jón O. Ed- wald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.25 Dagskrárlok. LEIKFANGALAND Leikfangaland Veltusundi l.Sími 18722. Fjölbreytt úrval leik- fanga fyrir börn á öllum aldri. — Póstsendum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.