Þjóðviljinn - 05.12.1973, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 5. desember 1973.
Fjöldauppsagnir þjóna
hjá veitmgahúsimum
Nýr samningafundur hefur enn ekki verið boðaður
A fundi meö fréttamönnum scm
þjónar boöuöu til f gær kom fram,
aö þegar eru hafnar fjöldaupp-
sagnir þjóna á veitingahúsum
borgarinnar og þaö i miöju
verkfalli. Þau hús scm þegar hafa
sagt þjónum sinum upp eru
Klúbburinn og Glæsibær og verið
er aö ganga frá uppsagnarbréfum
hjá llótel Sögu,aö þvi er þjónar
sögöu. l>á bjuggust þcirvið aö
flest húsanna fylgdu i kjölfariö.
Það er alger nýjung að
mönnum sé sagt upp starfi i
miðju verkfalli og ekki vitum við
betur en slikt sé ólöglegt
samkvæmt vinnulöggjöfinni, i
það minnsta er starfsmanni
óheimilt að segja upp starfi
meðan á vinnudeilu stendur.
A þessum blaðamannafundi
voru þjónar aö koma sinum
sjónarmiðum að hjá fjölmiðlum,
sem hafa flestir haldiö málstað
veitingahúsanna á lofti en látið
hjá liða að skýra frá sjónarmiði
þjónanna i þessu verkfalli sem nú
hel'ur staðið i tæpar 4 vikur.
Það sem þjónar lögðu hvað
mesta áherslu á,var að allt benti
til þess aö veitingamenn stefndu
að þvi að útmá þjóna sem stétt á
tslandi. 011 framkoma veitinga-
manna benti til þess aö svo væri,
bæði orð þeirra og æði.
Þá leiöréttu þjónar á þessum
WÐVIUINN
Blaðberar óskast á
Seltjarnarnes
Grimsstaðarholt
Háskólahverfi
Hverfisgötu
Sundlaugaveg
Nökkvavog
Ilraunbæ
Skipholt
Stórholt
Þjóðviljinn simi 17500
Og 17512.
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartíma)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Sfmi 16995
fundi þau ósanníndi sem veitinga-
menn hafa borið út, um hvað
kaup þjóna væri hátt. Hafa
veitingamenn alltaf nefnt brúttó
tekjur af besta húsinu, en látiö
hjá liða aðskýra frá þvi að þjónar
þurfa að greiða tveim til þremur
manneskjum laun. Af þessu kaupi
jafnframt þurfa þeir að greiða
að s töð ug j a l d , launaskatt.
tryggingagjöld og allt það sem
fylgir atvinnurekstri af þeim
launum sem veitngamenn hafa
gefið upp. Útkoman er þvi sú að
laun þjóna eru frá 28 tii 80 þús. kr.
nettó á mánuði, sem mun ekki
þykja svo ýkjahátt kaup i dag.
Þeir tóku fram að til væru undan-
tekningar i þeirra stétt eins og
öilum öðrum stéttum. Hinsvegar
væru þetta almenn alun þjóna i
dag.
Þá nefndu þeir dæmi af vinnu-
tima þjóna og hvernig þeir afla
sinna tekna. Þjónn á Hótel Sögu,
sem mikið hefur veriö noluð sem
viðmiöun á kaup þjóna, byrjar
Eftirfarandi ályktun var
borin upp á Chile-fundi 1. des,-
nefndar stúdenta i Norræna
húsinu að kvöldi :i. des:
Almennur l'undur um Chiley
haldinn á vegum 1. des.-
nefndar stúdenta, fordæmir
valdarán herforingjanna þann
11. sept. og lýsir samstöðu
sinni með baráttu alþýðunnar
i Chile fyrir endurreisn lýð-
réttinda. Fundurinn vekur
athygli á, að herforingja-
stjórnin i Chile hel'ur á tveggja
mánaða valdaferli framið svi-
virðilega glæpi, fjöldaaftökur,
viðtækar fangelsanir og beitt ,
snauða alþýðu efnahagslegum
refsiaðgerðum. Yfirstéttin i
Chile, fjölþjóðasamsteyp-
urnar og bandariskir heims-
valdasinnar eiga ásamt her-
foringjastjórninni sök á þeim
fasisma sem nú rikir i Chile og
eyrnamerkir sig með bóka-
brennum og fangabúðum.
Þessi öfl eiga skilið að
alþýða manna um allan heim
lýsi sök á hendur þeim.
Fundurinn beinir þeirri
áskorun til islenskra stjórn-
valda, að þau leggi sitt af
mörkum til að einangra og
V iðurkenning
á Grikklandi
LONDON 4/12 — Stóra-oretland
viðurkenndi nýju grisku her-
foringjastjórnina i dag á form-
legan hátt, og er nú „eðlilegt"
stjórnmálasamband á milli rikj-
anna.
Loðskinn
boðið upp
OSLO 4/12 — Fyrsta loðskinna-
uppboð ársins hófst i Osló i dag,
og voru á boðstólnum 280 þúsund
minkaskinn og40:þúsund blárefa-
skinn. Byrjað var á blárefaskinn-
um, og voru það helst kaupendur
frá Bandarikjunum og Italiu sem
buðu i þau. Meðalverðið var 6.700
krónur, en hæst var boðið um 18
þúsund krónur.
vinnu sina kl. 14 til 15. á laugar-
degi. Hver þjónn hefur 50 gesti. A
Sögu eru nær allir gestir matar-
gestir á laugardagskvöldi. Þess
vegna þarf þjónninn að hafa
aðstoð þriggja manna, oftast lær-
lings, og tveggja kvenna. Ef allir
þessir 50 gestir eru matargestir
fær þjónninn þjónustugjald af um
það bil 45 þúsund kr.
Það gjald dugar nákvæmlega
til að greiða aðstoðarfólkinu
kaup, en eftir það fer þjónninn að
taka sitt kaup. Borðhaldi er
venjulega lokið kl. 22, þannig að
þjónninn hefur unnið i 8 kist. án
þess að vera farinn að fá nein
laun, þau koma öil eftir kl. 22.
Siðan er vinnutiminn ekki úti fyrr
en kl. 03 til 04 um nóttina. Og
launin eru eins og áður segir 28 til
60 þús. á mánuði fyrir vinnu, sem
öll er nætur- og helgidagavinnu.
Þess má að lokum geta, að enn
hefur ekki verið boðað til nýs
sáttafundar með deiluaðilum i
þjónadeilunni. —S.dór
fordæma núverandi valdhafa i
Chile á alþjóðavettvangi og
sliti þegar stjórnmálasam-
bandi við herforingja-
stjornina.
Komst frá
Chile
SANTIAGO 3/12 — A mánudag
hélt kona sú, sem sænski sendi-
herrann lenti i handalögumálum
út af um daginn, á brott frá Chile.
Fær hún hæli i Sviþjóð, en hún er
upprunalega flóttamaður frá
Uruguay.
Kosningarnar
Framhald af bls. 1
vinstri sósialistar 1,4%, koma
ekki að manni nú ferkar en 1971.
Þátttaka var upp undir 90%
sem þykir einstaklega mikið i
Danmörku. Ekki var búist við að
endanleg úrslit yrðu i verulegum
atriðum frábrugðin þessari spá.
Það sem virðist hafa gerst i
dönskum stjórnmálum er annars
vegar sundrung sem e.t.v. mætti
likja við kjarnasprengingu, enda
eiga nú 10 flokkar menn á þingi i
stað 5 áður. Veigamestu flokkar
til hægri og vinstri tapa verulega
en þessari sundrungu fylgir að
þeir flokkar,sem kenna má við
vinstri stefnu, verkalýðshyggju
eða eru að minnsta kosti upp-
runnir á hinum sósialiska helm-
ingi stjórnmála, tapað verulega
— þeir tapa konungsrikinu. 1971
fengu slikir vinstri flokkar 50,6%
atkvæða og 87 þingmenn og höfðu
rikisstjórnaraðstöðu. Það voru
jafnaðarmenn og SF-fl.
Ef flokkur hins hægri sinnaða
Jacobsens er talinn til slikra
flokka fá þeir fjórir núna ekki
nema 44,5% og 77 þingmenn. Það
eru þá: jafnaðarmenn, SF,
kommúnistar. vinstri-sósialistar,
(komu ekki að manni). og mið-
demókratar.
Auglýsingasíminn
er 17500
Island slíti stjórn-
málasambandi
við Chile-fasistana
Le Van Ky
Framhald af bls. 6.
á hásléttunni og norðan og vestan
við Saigon. Einn þáttur þessara
árása var loftárásir á Loc Ninh
sem allir viðurkenna að er á yfir-
ráðasvæði BBS. í þeim varð
sjúkrahús bæjarins verst úti,
fjöldi sjúklinga lést, margir
særðust og allmörg hús gereyði-
lögðust.
4 miljarðar
dollara
t þessu sambandi má einnig
nefna, aö samkvæmt fjárlaga-
frumvarpi Bandarikjastjórnar
fyrir fjárhagsárið 1973—74 —
fyrsta friðarárið — er fjár-
veitingin til Suöaustur-Asiu rúmir
fjórir miljarðar dollara og obbinn
af þvi rennur til Saigonstjórnar-
innar. Á yfirstandandi fjárhags-
ári er fjárveitingin tæpir þrir
miljarðar, svo áætlunin er mun
hærri fyrir fyrsta svokallaða
friðarárið en siðasta ár striðsins.
Þetta gefur visbendingu um það
hversu mjög Bandarikjastjórn
hefur i hyggju að magna
hernaðaraðgerðirnar.
Stjórnin hefur neitað að birta
ýmsar tölur um fjárveitingarnar
en nokkrar hafa þó verið birtar
og útfrá þeim mh draga þá álykt-
un, að stefnt er að aukningu
aðgerðanna. Til dæmis er vitað að
heimild hefur verið gefin um
miklar loftárásir, þótt ekki sé
vitað með vissu hve miklar þær
eru. 275 miljónir dollara hafa
verið veittar til hernaðarstarf-
'semi i Suðaustur-Asiu.
Bandariski flugherinn hefur
fengið fjárveitingar og heimildir
til að fljúga tæpl. 274 þúsund flug-
tima á svæðinu og flugher Saigon-
stjórnarinnar hefur verið gert
kleift að fljúga 750 þúsund flug-
tima. 277 miljónum dollara
verður varið til að senda skotfæri
og lét vopn til landsins og lofað
hefur verið endurnýjun flughers
Saigonstjórnarinnar, sem þegar
er sá þriðji stærsti i heimi. 24
nýjar flugvélar á hann að fá árið
1975 og 49 árið 1976 svo þú sérð að
þeir hugsa fram i timann.
„Þróunarhjálp"
Alþjóðleg þróunarstofnun
Bandarikjanna (AID) mun veita
1.8 miljörðum dollara til Laos og
Suður-Vietnam en bróður-
parturinn fer til Suður-Vietnam.
Stór hluti þessa fjár rennur til
hálfhernaðarlegra sveita eins og
lögreglunnar sem telur 100
þúsund manns og „friðunarsveit-
anna’’ sem hafa það meginhlut-
verk að safna sveitaalþýðunni
saman i fangabúðir þar, sem
hægt er að hafa eftirlit með henni.
Þetta eru allt opinberar tölur en
eins og ég sagði áðan hafa ekki
allar tölur verið birtar svo enn er
ekki bitiö úr nálinni með fjárveit-
ingar til striðsrekstursins.
Þetta er einungis það sem á
gengur i landinu sjálfu, en þess
utan eru svo stórar deildir hersins
i viðbragðsstöðu allt um kring,
tilbúnarað gripa inn i ef eitthvað
gengur úrskeiðis.
Af þessum fjárhagsáætlunum
og hamaganginum út af „árás-
um” Þjóðfrelsishersins sem átti
að réttlæta innrásir á frelsuðu
svæðin, má sjá að þetta hefur allt
verið skipulagt fyrirfram. Nú
skiljum við hvað Thieu gekk til
með eldmessu sinni þann 1. októ-
ber sl.
Svarið öllum
árásum!
BBS er staðráðin i að vernda lif
og eignir ibúa frelsuðu svæðanna
og hefur gert ýmsar ráðstafanir
til þess að tryggja það. Ein þeirra
er viðvörun til allra herdeildar-
stjórna Þjóðfrelsishersins sem
send var út þann 15. október sl.
Hún hljóðaði þannig: 1. svarið
ákveðið öllum hernaðarað-
gerðum Saigonstjórnarinnar,
verjið frelsuðu svæðin, verndið lif
og eignir ibúanna og haldið
Parisarsáttmálann i heiðri.
Meðan Saigonstjornin heldur uppi
hernaðaraðgerðum sinum verður
Þjóðfrelsisherinn að hamla gegn
þeim af staðfestu og hrekja her-
deildir hennar til baka á öllum
vigstöðvum. Hann verður að
þvinga fjandmanninn til að
standa við Parisarsáttmálann
með öllum tiltækum ráðum og
kröftum og binda endi á
hernaðaraðgerðir og skemmdar-
verk hans á samningnum.
Saigonherinn hefur allt frá
undirritun samningsins haldið
uppi landvinningastriði og tekist
að hernema nokkur svæði sem
lutu BBS. Nú að undanförnu hefur
Þjóðfrelsisherinn hrakið hann frá
nokkrum þessara svæða.
Neita aö
ræða tillögur
— En hvað með tilraunir
Saigonstjórnarinnar til að tefja
og’hindra samningaviðræður
striðsaðila um pólitiska lausn á
vandamálum landsins sem
kveðið er á um i Parisarsátt-
málanum?
— t Paris hafa fulltrúar
Saigonstjórnarinnar staðfastlega
neitað að fjalla af alvöru um allar
tiilögur til pólitiskrar lausnar á
vandamálum Suður-Vietnam.
Þeir hafa verið mjög tregir við að
leysa pólitiska fanga úr haldi og
hafa einungis sleppt óverulegum
hluta þeirra 200 þúsunda sem
þeir hafa i haldi. Þeir hafa neitað
að ræða tillögur sem miðast við
að koma á lýðréttindum á þeim
svæðum sem þeir ráða og einnig
tillögur um stofnun þjóðarráðs i
landinu sem skipulegja á
kosningar i landinu samkvæmt
Parisarsáttmálanum.
Við höfum mikinn áhuga á að
Parisarsáttmálanum verði fylgt i
einu og öllu og höfum margoft
sýnt vilja okkar i verki til að svo
geti orðið með raunhæfum til-
lögum um að við vopnahléið verði
staðið, nú siðast 6. nóvember, en
þeir hafa alltaf neitað að ræða
þær. -ÞH
FÉLAGSLÍF
Jólafundur
Húsmæðrafélags
Reykjavikur
verður að Hótel Sögu, Súlna-
sal, miðvikudagskvöldið 5.
desember kl. 8.30. Fjölbreytt
dagskrá. Séra Þórir
Stephensen flytur jólaspjall.
Einsöngur. Gamansaga; frú
Alla Guðmundsdóttir les.
Ringelberg sýnir jólaskreyt-
ingar. Sláturfélag Suðurlands
sýnir ýmsa jólarétti og gefur
öllum að smakka á. Jóla-
happdrætti.
Kvenréttindafélag is-
lands
heldur jólafund sinn miðviku-
daginn 5. des. n.k. kl. 20.30 aö
Ha 11 veiga rstöðum niðrú.
Sigurveig Guðmundsdóttir
kennari flytur jólahugleið-
ingu. Þrjár ungar listakonur,
Elin Guðmundsdóttir, Katrin
Árnadóttir og Geirlaug Þor-
valdsdóttir flytja ljóð og tón-
list. Bergþóra Gústafsdóttir
fóstra sýnir jólaskreytingar.
Leyfilegt er að taka gesti með
sér á fundinn. Stjórnin.
Borgf iröingafélagið
minnir félaga og velunnara á
að skila munum á basarinn 9.
des. n.k. hið allra fyrsta til
Ragnheiðar sima 17328,
Guðnýjar sima 30372 og Ragn-
heiðar i sima 24665.
Kvenfélag Hreyfils
Fundur fimmtudag 29. nóv. kl.
20.30 i Hreyfilshúsinu. Sýndar
verða myndir úr sumarferða-
laginu. Þær konur, sem tóku
myndir, taki þær með. Mætið
vel og stundvislega.
Stjórnin.
Minningarkort
Styrktarfélags
vangefinna
fást á eftirtöldum stöðum :
Bókaverslun Snæbjarnar,
Hafnarstræti
Bókabúð Braga, Hafnarstræti
Versiuninni Hlin, Skólavörðu-
stig
Bókabúð Æskunnar. Lauga-
vegi
og á skrifstofu félagsins að
Laugavegi 11, simi: 15941.
sendibílastöðin hf
| Duglegir bilstjórar